Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Barnadeild vantar á Borgarspítala eftir Guðrúnu Ragnars ogHelgu Hannesdóttur Norræn samtök um þarfir sjúkra barna hafa allt frá stofnun samtakanna árið 1980 gert það að baráttumáli sínu að barnadeild rísi á Borgarspítala. Sé hlutverk sjúkrahúsa bráðaþjónusta, ber að hafa að leiðarljósi að þar skuli vera barna- og unglingadeild. Þarfir sjúkra barna eru í raun þær sömu og þarfir heilbrigðra barna. Sjúk bom þarfnast fyrst og fremst öryggis og frelsis til athafna, en auk þess þarfnast þau mannlegra samskipta og upp- örvunar. Þessar þarfir geta gleymst eða fallið í skuggá fyrir öðrum brýnni þörfum. Sérstaklega á það sér stað þeg- ar sjúkdómur eða slys ber að hönd- um sem vanalega leiða til rót- tækra breytinga í lífí barns. Heilbrigðisstéttir víða um heim eru nú nánast í öllum stórborgum heims búnar að átta sig á alvar- leika þessa máls og hve mikilvægt er að koma til móts við þarfir veikra barna. Víða erlendis hafa verið gerðar umfangsmiklar breyt- ingar á sjúkrahúsum með hliðsjón af þessu og árangur hefur verið happadrjúgur. Á þessum sjúkra- húsum hefur allt umhverfi verið gert vinsamlegra börnum og bamadeildir útbúnar leiktækjum og skreytingum við hæfi barna. Sérstök leikherbergi hafa verið „Eðlilegast er, að sú ákjósanlega aðstaða sem til er í B-álmu Borgarspítala verði framtíðarhúsnæði Barnadeildarinnar. Þar er hægt að skapa að- stæður sem henta vel fyrir börn/unglinga og foreldra þeirra án mik- ils tilkostnaðar.“ útbúin og leikdeildir með miklu athafnarými þar sem aðstandend- um er fijálst að koma og fara að vild og vera eins mikið með böm- unum og hægt er meðan á sjúkra- dvöl þeirra stendur. Aðstandendur eru hvattir til að koma og fara að vild og aðstaða er til gistingar fyrir þá og foreldrar sérstaklega hvattir til að gista með börnum sínum á sjúkrahúsum. Allskonar upplýsingabæklingar fyrir for- eldra og börn liggja frammi víða erlendis á sjúkradeildum um áhrif sjúkrahúsdvalar á börn og um hina ýmsu sjúkdóma sem leiða til inn- lagnar og um þá meðferð sem bömum er gefin. Á sviði Norrænnar samvinnu hefur verið gert mikið átak undan- farin ár, sem miðar að því að bæta kjör veikra og fatlaðra barna og m.a. hefur læknaráð Norður- landaráðs það á stefnuskrá sinni að stuðla að framkvæmd þessara mála innan allra Norðurlanda. Reykjavík er sú stórborg Norðurlanda sem hefur hæst hlut- fall þeirra barna sem leggjast inn á fullorðinsdeildir. Árið 1992 voru innlögð 1.215 börn á hinar ýmsu deildir á Borgarspítala, á Barna- deild Hringsins voru innlögð 2.530 börn og á barnadeild Landakots- spítala 1.513 börn. Auk þess voru á sama ári yfir 17.000 komur barna á slysadeild Borgarspítala. Þessar tölur opinbera þá stað- reynd að hér á höfuðborgarsvæð- inu dvelja fleiri börn á fullorðins- deildum en í nokkurri annarri stór- borg Norðurlanda. Árið 1991 var saminn norrænn staðall um umönnun og hjúkrun barna á sjúkrahúsum. Vinnan við þennan staðal varðandi umönnun barna og unglinga sem dvelja á sjúkrahúsum byggir á heilbrigðis- skilgreiningunni eins og hún er sett fram af Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni WHO, þ.e.a.s. að heilbrigði sé ástand vellíðunar og ánægju án sjúkdóma. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur sett sér það markmið að hafa fyrir árið 1991 þróað aðferðir til að meta bæði heilbrigðisþjónustu sér- staklega fyrir börn í öllum stór- borgum heims. Hin Norrænu samtök um þarfir sjúkra barna (NORBAB) líta svo á að notkun staðals sé ein leið til að hefja þá vinnu sem tryggir gæði umönnunar sem börnum er veitt á sjúkrahúsum. Það er bráð- nauðsynlegt að geta sett fram Guðrún Ragnars gæðakröfur í umræðunum um for- gangsröð úrlausna. Með því að setja fram staðal sem byggir á mælanlegum forsendum stöndum við sterkari í vinnunni til að tryggja að komið sé til móts við þarfir veikra barna á sjúkrahús- um. Þegar við notum skilgreining- una staðal í sambandi við umönn- un barna á sjúkrahúsum þýðir það: Yfirskipað markmið er að barn- ið/unglingurinn fái bestu mögu- legu meðferð og hjúkrun á meðan á veikindum eða fötlun stendur sem nær til alhliða heilsugæslu barnsins/unglingsins. Ef litið er til dagsins í dag og til þeirrar þjónustu sem veikum börnum og unglingum er veitt á höfuðborgarsvæðinu þá kemur í ljós að miklu er ábótavant í þeim efnum. Þær deildir sem til staðar eru, þ.e. Barnaspítali Hringsins og Barnadeild Landakotsspítala, eru ekki í byijun sniðnar fyrir þarfir sjúkra barna, aðstaðan inni á deildunum er erfið bæði fyrir börnin, foreldrana og starfsfólkið og umhverfið er ekki barnavist- vænt. Nú stendur til að leggja niður barnadeild Landakotsspítala og flytja hana í annað húsnæði. Helga Hannesdóttir Eðlilegast er, að sú ákjósanlega aðstaða sem til er í B-álmu Borgarspítala verði framtíðarhús- næði barnadeildarinnar. Þar er hægt að skapa aðstæður sem henta vel fyrir börn/unglinga og foreldra þeirra án mikils tilkostn- aðar. Þessi lausn mundi leiðrétta það misræmi sem ríkir nú á höfuðborg- arsvæðinu hvað varðar sjúkraþjón- ustu barna og unglinga. Heilbrigð- isstéttir í landinu hafa siðferðilega skyldu til þess að tjá sig útfrá heildarsýn til samfélagsins. Forðast skal að tala um barna- deildarígildi, við eigum að ganga fram með heilum hug og full- nægja þörfum barnanna. Hér duga engin vettlingatök, sameiginlega getum við barist fyrir því að börn- um okkar séu skapaðar þær að- stæður sem þau eiga skilið, því ef við fullorðna fólkið gerum það ekki þá gerir það enginn. Guðrún Ragnars erformaður Umhyggju félags til stuðnings sjúkum börnum. Helga Hannesdóttir er formaður NOBAB (Nordisk organisation for syke barns behov). SPARNAÐUR OG ÞJÓNUSTA RÍKISINS eftirSvein G. Hálfdánarson Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 1994 stefnir dóms- og kirkju- málaráðherra að því að spara ríkis- sjóði 150 milljónir króna með sam- einingu og fækkun sýslumanns- embætta úr 27 í 18. Vissulega er þetta virðingarverð tilraun til spamaðar. Og ekki mun af veita. Eg efast hins vegar um að tillögurn- ar skili því sem að er stefnt. En skoðum málið nánar. Eins og kunnugt er var skilið milli umboðs- valds og dómsvalds þann 1. júlí 1992. Um það leyti gaf dómsmála- ráðuneytið út kynningarrit um þá breytingu og þar segir m.a.: „Fram- vegis er stærsti hluti allrar stjóm- sýslu ríkisins í héraði í höndum 27 sýslumanna í jafn mörgum stjóm- sýsluumdæmum." Fyrir rúmu ári taldi dómsmála- ráðuneytið að það væri búið að finna hið rétta skipulag varðandi þessi mál og hóf uppbyggingu á aðstöðu fyrir héraðsdómstólana í landinu og var hvergi til sparað. Því kom ekki til hugar þá að fækka um leið sýslumannsembættunum og nýta aðstöðuna sem sú fækkun myndi skilja eftir sig. Nei, út í fram- kvæmdir var farið og kostnaður vegna þessara 8 héraðsdómstóla er í dag kominn í tæplega 700 milljón- ir króna. Allt í einu nú á haustdögum dett- ur ráðamönnum dómstóla í landinu í hug að spara megi 150 milljónir króna í rekstri sýslumannsembætt- anna á næsta ári með því að sam- eina þau og fækka. En jafnframt að skilja eftir í „eyði“ húsnæði sem mátt hefði nýta undir starfsemi dómstólanna. Hefði kannski mátt spara stóran hluta ofangreinds kostnaðar með ofurlítilli fyrir- hyggju? Vesturland t.d. Skoðum framgang þessara mála í einu kjördæmi. Það einfaldar oft myndina og skýrir. Þá er auðveld- ast fyrir mig að leita ekki langt yfír skammt og taka Vesturlands- kjördæmi til skoðunar. í júlí 1992 var héraðsdómur Vesturlands staðsettur í Borgar- ■ " eUfiús- jnnrcttlfÆ X HARÐVfÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 nesi. Hann virðist ekki hafa getað notast við þá aðstöðu sem til var í 12 ára gömlu sýsluhúsinu. Fjárfest- ingar fyrir Héraðsdóm Vesturlands eru þessar: Dómhúsið rúml. 40 millj. og embættisbústaður verður í ca. 13 millj. með endurbótum. Samtals gerir þetta tæpl. 54 milljónir króna. Og enn á að fjár- festa í þessum málaflokki á Vestur- landi. Nú fyrir ótalda milljónatungi í tímabærri aðstöðu fyrir sýslumann á Akranesi. Ég segi tímabærri að- stöðu en jafnframt spyr ég hvort ekki sé ástæða til að staldra við og gera sér grein fyrir því hvernig heildarmyndin á að lita út áður en áfram er haldið? Ég hef hér að framan reynt að sýna fram á fyrirhyggjuleysið og flumbruganginn varðandi þessi mál. Það er eins og vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri er að gerá. í fyrra 27 sýslumenn, nú skulu 18 duga. Engin aðstaða til fyrir hér- aðsdómana árið 1991 og 1992 en á næsta ári á að vera til talsvert af húsnæði sem hefði getað nýst undir slíka starfsemi. Ég hef ekki minnst á óhagræðið og kostnaðaraukann fyrir þá sem erindi þurfa að reka við þessi emb- ætti. Auðvitað veit ég eins og dóms- málaráðherrann, að það er kominn sími á Islandi, og það er komið símafaxtæki, það eru ágætar póst- samgöngur og vegir hafa stórbatn- að. En ég veit líka eitt, sem ég er ekki viss um að dómsmálaráðherr- ann geri sér grein fyrir, og það er að sumir verða persónulega að kom- ast í samband við starfsfólk þessara embætta og það oftar en margan grunar. Þar hygg ég að bændur og aðrir sjálfstæðir atvinnurekendur Sveinn G. Hálfdánarson „En ég veit líka eitt, sem ég er ekki viss um að dómsmálaráðherr- ann geri sér grein fyr- ir, og það er að sumir verða persónulega að komast í samband við starfsfólk þessara emb- ætta og það oftar en margan grunar. Þar hygg ég að bændur og aðrir sjálfstæðir at- vinnurekendur séu stór hópur.“ séu stór hópur. íbúar Mýra- og Borgarfjarðar- sýsla sækja þjónustu í Borgarnes. Þar eru afurðastöðvar landbúnaðar- ins, þar er heilsugæslan, þar er þeirra verslunarstaður, þar reka þeir dvalarheimili aldraðra, þar eru þeirra lánastofnanir og þar er þeirra sýsluskrifstofa. Nú ætlar dóms- málaráðherra að breyta þessu um- hverfi og krefjast þess að íbúar þessa héraðs aki allt að 40 km til viðbótar ef þeir þurfa að hitta sýslu- mann eða starfsmenn hans. Ekki ætla ég hér að bera saman þjón- ustuumfang sýslumannsembætta og leyfí mér að draga í efa að það hafi verið gert. Ég óttast að stærð þéttbýlisstaða verði látin ráða um of, ef til breytinga kemur. Ég til leyfa mér að biðja þingmenn Vest- urlandskjördæmis, að skoða þennan þátt og beita áhrifum sínum af sanngirni. Nýjar hugmyndir Ég vil að lokum koma á fram- færi eftirgreindum hugmyndum, sem ég held að eigi jafnvel að geta skilað meiri árangri, bæði peninga- lega og þjónustulega: 1. Að lögreglustjóraembættin í landinu verði 8 og löggæsluþáttur- inn færður frá sýslumönnunum til þessara embætta. Ekki ætti að þurfa að auka fjárveitingar vegna þessara breytinga en öll aðstaða, tækjabúnaður og mannskapur myndi nýtast langtum betur. Yfir- stjórn: Lögreglustjóri í hveiju um- dæmi og varðstjórar á vöktum á þéttbýlisstöðum. 2. Stjórnsýsla ríkisins í héraði verði áfram með sama sniði og ver- ið hefur. Þó verði auðvitað dregið úr starfseminni sem nemur lög- gæsluþættinum. 3. Áð reglugerð um íbúðarhús- næði í eigu ríkisins, 29. desember 1992, verði þegar í stað endurskoð- uð með það meginmarkmið í huga að embættisbústaðir verði aflagðir. Vil ég skora á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því, að kannað verði hvort ofangreindar hugmyndir skili ekki meiri hagræðingu og sparnaði en fyrirliggjandi hug- myndir um fækkun embætta. Höfundur er innhcimtustjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.