Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 44
NÝ ÚTGÁFAI
ALÞJÓÐLEGT
VlSA
SÍMAKOl'i'
FYRIR ALLA
KORTHAFA
MORGVNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRh HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Boranir við Mývatn
Misþykkur
Jkísilgúr
á gamla
botninum
JARÐBORANIR hf. eru byrj-
aðar að bora rannsóknarholu-
r í hrauninu við Reykjahlíð
við Mývatn í þeim tilgangi að
kanna hvort unnt sé að afla
Kísiliðjunni hf. kisilgúrs af
gamla vatnsbotninum sem
þar er undir þegar núverandi
^ vinnslusvæði verksmiðjunnar
þrýtur. í þeim tveimur holum
sem búið er að bora reyndist
kísilgúr vera undir en ekki
er vitað um eiginleika hans
eða magn.
Þegar samningur um nýtt
starfsleyfí, sem kveður á um leyfi
Kísiliðjunnar til efnistöku úr Mý-
vatni til ársins 2010, var undirrit-
aður í vor lýsti iðnaðarráðherra
því yfir að hafnar yrðu tilraunir
með að vinna kísilgúr undan
hrauninu sem rann yfír hluta
Mývatns í Kröflueldum á átjándu
öld. Vitað hefur verið að kísilgúr
er á gamla vatnsbotninum þar
undir en ekki hvað mikið eða hvort
hægt væri að vinna hann.
Tækin biluð
Kúðafljót undir nýju brúna
Morgunblaðið/RAX
VATNI var í fyrsta skipti hleypt undir nýju brúna við Kúðafljót í
gær. Brúin er 305 metra iöng og styttist hringvegurinn um 7,5 km
þegar umferð verður hleypt um hana í byrjun desember. Að sögn Þór-
halls Ólafssonar umdæmistæknifræðings Vegagerðarinnar á Selfossi,
er áætlað að brúin muni kosta um 100 milljónir króna og nýi vegurinn
sem liggur að henni um 50 milljónir króna. Jóhann Bjamason, eigandi
Vinnuvéla Jóa Bjarna, sem sér um framkvæmdir við varnargarða og
veg við Kúðafljót fylgist með er vatni var hleypt undir brúna í gær.
Um 540 kvótafærslur á
Jarðboranir hf. hófu boranir við
Mývatn fyrir iðnaðarráðuneytið
síðastliðinn föstudag og hafa bor-
að tvær rannsóknarholur af átta
sem fyrirhugaðar eru. Tækin bil-
uðu þannig að nokkurra daga hlé
hefur nú orðið á verkinu. Ásgrím-
ur Guðmundsson, jarðfræðingur
-^“fíjá Orkustofnun, segir að þeir
hafí komist í kísilgúr á báðum
stöðunum en mimunandi þykkt
lag. Hann sagði að gúrinn væri
óhreinn, rétt eins og í vatninu,
blandaður ösku og gjalli. Hann
sagði ekki hægt að segja til um
magn og gæði fyrr en að loknum
rannsóknum.
Sveinn Þorgrímsson, verkfræð-
ingur í iðnaðarráðuneytinu, sagði
að ef í ljós kæmi að undir hraun-
inu væri góður kísilgúr í vinnan-
legu magni yrði farið að huga að
næstu skrefum, það er að athuga
möguleika á vinnsluaðferðum og
áhrif vinnslunnar á umhverfíð.
bát sem lá við bryggju
Talsmenn fiskmarkaðanna harðorðir um fyrirhugaðar breytingar á lögum
um stjórnun fiskveiða og telja grundvellinum kippt undan starfsemi þeirra
ÓLAFUR Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fisk-
markaða segir að talsmenn fiskmarkaða mótmæli harðlega
ákvæði í frumvarpinu um breytingar á stjórn fiskveiða því það
muni kippa grundvellinum undan starfsemi fiskmarkaðanna
verði það samþykkt. Hér er átt við ákvæðið um að ekki verði
heimilt að flytja kvóta á fiskiskip ef sýnt þyki að flutningurinn
leiði til þess að kvótinn sé umfram veiðigetu skipsins. Reikni-
stofa fiskmarkaða hefur haft afnot af bát bundnum við bryggju
síðasta fiskveiðiár sem notaður hefur verið sem kvótabanki í
tonn á móti tonni viðskiptum markaðanna. Á síðasta ári voru
flutt í gegnum bátinn alls 2.300 tonn í um 540 kvótafærslum.
í frumvarpinu eru tvö ákvæði sem I kvóta. Auk framangreinds er ákvæði
þrengja möguleika til framsals á | sem kveður á um að sérstakt 10.000
króna gjald sé lagt á tilkynningar
um kvótaflutning frá skipi séu þær
umfram 10 á hveiju ári. í frumvarp-
inu segir að þetta ákvæði sé til að
koma til móts við sjómenn og sam-
tök þeirra sem barist hafa hart gegn
þátttöku sjómanna í kvótakaupum
útgerða.
Utilokað hafi verið að verða við
þeim óskum sjómanna að banna al-
farið framsal kvóta þar sem slíkt sé
forsenda þeirrar hagræðingar sem
af kvótakerfinu leiðir. Með þessu
ákvæði sé þræddur sá meðalvegur
að viðhalda sveigjanleika kerfisins
en koma jafnframt í veg fyrir mis-
notkun þess frelsis.
Miðstöðvar kvótaviðskipta
Hvað varðar ákvæðið sem físk-
markaðir telja að kippi grundvellin-
um undan starfsemi þeirra segir í
frumvarpinu að með öllu sé óeðlilegt
að veiðiheimildum sé safnað á ein-
stök skip umfram veiðigetu þeirra.
Nokkuð hafí borið á því á undanförn-
um árum að einstök skip séu notuð
sem nokkurs konar miðstöðvar
kvótaviðskipta og er ákvæðinu ætlað
að koma í veg fyrir slíkt.
Rekstrarafkoma íslandsbanka hf. á fyrstu átta mánuðum þessa árs
Tapið nam um 221 milljón
TAP íslandsbanka nam 221 milljón króna fyrstu átta mánuði árs-
ins samanborið við 79 milljónir á sama tíma í fyrra. Gengisfelling-
arnar í nóvember á sl. ári og júní sl. höfðu mikil áhrif á afkomu
bankans á tímabilinu og á síðari gengisfellingin þátt í því að ekki
^jnæst á þessu ári að jafna tapið fyrstu mánuði ársins. Tapið fyrstu
fjóra mánuðina var 195 milljónir króna.
Vaxtamunur bankans sem hlut-
fall af heildarfjármagni var 1,6%
fyrstu átta mánuðina samanborið
við 2,2% allt árið í fyrra. Vaxtamun-
ur áður en framlag í afskriftar-
reikning er dregið frá nam 4,2%
iiú en var 4,7% árið 1992. Minnk-
andi vaxtamunur fyrir afskriftir
stafar annars vegar af auknum
verðbótum vegna meiri verðbólgu í
kjölfar tveggja gengisfellinga en
einnig hafa tekjur af dráttarvöxtum
lækkað vegna breyttra laga um
útreikning dráttarvaxta, segir í
fréttatilkynningu.
Framlög í afskriftarreikning
námu 1.020 millj. fyrstu átta mán-
uði ársins eða sem svarar til 127,5
millj. á mánuði. Árið 1992 voru
lagðar 1.881 millj. í afskriftarreikn-
ing eða um 157 millj. á mánuði að
meðaltali þannig að framlögin eru
nú tekin að lækka. Sé gert ráð fyr-
ir svipuðu framlagi í afskriftar-
reikning á síðasta ársþriðjungi og
fyrstu átta mánuði ársins verður
framlag í afskriftarreikning um
1.500 millj. á árinu sem er rúmlega
350 millj. kr. minna en 1992.
Rekstrarkostnaður var 6% lægri
fyrstu átta mánuði ársins en á sama
tíma í fyrra og nemur sparnaðurinn
í krónum talið 142 milljónum. Er
gert ráð fyrir að meðalfjöldi stöðu-
gilda á þessu ári verði 725 sem er
um 70 stöðugilda fækkun frá síð-
asta ári. í árslok er talið að stöðu-
gildi verði 685 en þau voru tæplega
900 þegar bankinn tók til starfa.
Þróun síðustu mánuði og áætlan-
ir um næstu misseri benda til þess
að rekstrarhagnaður taki við af
hallarekstri á fyrsta ársþriðjungi
1994.
Eigið fé íslandsbanka nemur nú
4.985 milljónum og er eiginfjárhlut-
fallið 9,6% samkvæmt Bis-reglun-
um. Hefur hlutfallið lækkað um
0,1% frá síðasta uppgjöri.
Ólafur Þór segir að verði þetta
ákvæði að lögum sé ekki annað
fært fýrir fískmarkaði en að fínna
einhveijar leiðir framhjá því. „Við
sjáum ekki annað en að þessu
ákvæði sé beint gegn fiskmörkuðum
en þar hafa þessi viðskipti yerið
opinber og engu leynt,“ segir Ólaf-
ur. „Við munum því beijast gegn
þessu með öllum ráðum."
Hvað varðar fleiri dæmi en bát
Reiknistofu fískmarkaða munu fyr-
irtæki á kvótamarkaðinum, það er
þeir sem versla með kvóta, hafa
stuðst við svipað fyrirkomulag að
hluta til en í muh minna mæli.
Halldór Árnason aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra segir að fyrr-
greind ákvæði séu til staðar í frum-
varpinu þar sem það sé undirstaða
kvótakerfísins að kvóti sé bundinn
við skip. Að búa til einhverskonar
„pappírsskip" til að geyma kvóta
bijóti í bága við þetta grundvallar-
atriði.