Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
13
B-álma Borgar-
spítalans 10 ára
eftir Ársæl Jónsson
Fyrstu sjúklingamir á legudeild í
B-álmu voru innlagðir í júní 1983.
B-álman fagnar því 10 ára starsaf-
mæli á þessu ári. í tilefni af því var
októbermánuður í ár valinn til að
halda uppá afmælið með viðeigandi
hætti. Starfsfólk úr öldrunarþjónustu
spítalans heldur opin fræðsluerindi á
miðvikudögum frá kl 13-15 og föstu-
daginn 29. október mun erlendur
gestafyrirlesari halda erindi um hlut-
verk öldrunarlækninga við bráða-
þjónustusjúkrahús.
Byggingarsaga.
Byggingarsaga B-álmunnar er
löng og hefur framkvæmdahraði ver-
ið á eftir áætlunum. Það er þó ekki
ný saga að framkvæmdir við sjúkra-
hús dragist á langinn og er nærtæk-
ast að minnast þess að bæjarstjóm
Reykjavíkur hóf undirbúning að
byggingu Borgarspítalans þegar árið
1948, steypuvinna hófst árið 1952
og fyrsti sjúklingurinn var innlagður
á legudeild í A-álmu 20. desember
1967. Byggingarframkvæmdir við
B-álmu hófust árið 1973 og fyrstu
sjúklingamir voru innlagðir 10 árum
síðar. I upphaflegum áætlunum átti
B-álman að hafa eingöngu bráða-
þjónusturúm, 29 rúm á gangi, en
A-álman átti að sinna langvinnari
veikindum og hjúkrun með 32 rúm
á gangi. Síðar var þessu breytt og
A-álman byggð á undan.
Á fundi borgarstjórnar Reykjavík-
ur hinn 17. maí 1973 var samþykkt
að hefjast handa við byggingu B-
álmu og verði þar a.m.k. .rými fyrir
allt að 200 langlegusjúklinga. Hönn-
un verði á þann veg að unnt verði
að breyta B-álmu síðar í legudeildir
fyrir bráðasjúklinga. Borgarráð ít-
rekaði jafnframt þá skoðun heilbrigð-
ismálaráðs að rétt sé að stefna að
því að hjúkrunardeildir starfi við alla
almenna spítala.
Reykjavíkurborg átti veg og vanda
við fmmkvæði og fjármögnun B-
álmunnar fyrstu árin en ráðuneyti
heilbrigðismála heimilaði uppsteyp-
ingu álmunnar fyrst árið 1980. Síðar
kom til sögunnar sérstakur nefskatt-
ur á alla landsmenn til átaka í vistun-
armálum aldraðra en þau mál höfðu
verið í miklum ólestri um langa hríð.
Fjármagn var heimilað úr fram-
kvæmdasjóði aldraðra og munu yfir
400 milljónir króna á núgildandi
verðlagi hafa verið lagðar úr sjóðnum
til B-álmunnar. Kröfur um að B-
álman yrði einungis nýtt fyrir aldr-
aða fékk breyttar áherslur við
breytta starfsemi Landakotsspítala
og hugmyndir um samruna spítal-
anna tveggja.
Notkun í dag
Legudeild B-6 var opnuð í júní
1983 sem almenn öldrunarlækninga-
deild undir stjóm yfirlæknis lyfiækn-
ingadeildar, en sérstakur hjúkrunar-
framkvæmdastjóri hefur haft yfir-
stjóm yfir allri öldrunarhjúkrun alls
spítalans frá upphafi. Deild B-5 var
opnuð í september 1984 og deild B-4
í desember 1989 að hálfu sem al-
menn öldrunarlækningadeild og að
hálfu sem öldrunarbæklunarlækn-
ingadeild undir stjórn yfirlæknis í
bæklunarlækningum. Erfiðleikar við
mönnun og spamaðarráðstafanir ollu
því að deild B-6 var lokað í desem-
ber 1991 en við aukningu bráðaþjón-
ustu spítalans frá Landakoti fluttust
hjartalækningar frá deild E-6 í hús-
næði B-6 í byijun árs 1992. í dag
er starfsemi einstakra hæða i B-álmu
sem hér segir;
Kjallari; apótek, lager, skrifstofur.
1. hæð; sjúkra- og iðjuþjálfun, kap-
ella, skrifstofur. 2. hæð; innréttað
að litlum hluta fyrir geðdeild, mest
óinnréttað. 3. hæð; skrifstofur skurð-
lækna. 4. hæð;. öldrunarlækningar
(13 rúm), bæklunarlækningar (14
rúm). 5. hæð; öldrunarlækningar (28
Minningaþættir eft-
ir Erlend Jónsson
ÚT ER komin bókin Svipmót og
manngerð, minnisgreinar um
menn og bækur eftir Erlend
Jónsson og er það tólfta bók
höfundar.
Svipmót og manngerð er safn
endurminningaþátta þar sem höf-
undur rifjar upp kynni sín af mönn-
um og málefnum á árum áður,
einkum að því er varðar bækur og
bóklestur og annað efni tengt bók-
um, hvaðeina skoðað og metið í
ljósi síns tíma. Sumir þættirnir eru
færðir í letur fyrir allnokkrum
árum en hafa ekki birst á prenti
fyrr en nú.
Svipmót og manngerð er 239
blaðsíður, prentuð í Prentstofu
Iðnú. Útlit og umbrot annaðist
Haukur Már Haraldsson, en út-
gefandi er Smáragil. Bókin kost- Erlendur Jónsson
ar 1.480 kronur.
rúm). 6. hæð; hjartalækningar (29
rúm). 7. hæð; óinnréttað.
Þegar litið er yfir ársskýrslur
Borgarspítalans kemur í ljós að ein
meginástæða þess að framkvæmdir
dróust á langinn var skortur á hjúkr-
unarfræðingum og sjúkraliðum eða
allt til ársins 1992. Önnur ástæða
var að erfiðlega gekk að móta mark-
vissa stefnu fyrir starfsemina. Kröf-
ur borgaryfirvalda og ráðuneytis
voru um skýlausa þjónustu fyrir aldr-
aða. Stangaðist það á við vaxtarþarf-
ir annarra deilda spítalans enda voru
bráðalækningar hafðar að leiðarljósi
við innréttingu legudeildanna í B-
álmunni.
Oldrunarlækningar
í B-álmu Borgarspítalans hafa
verið reknar almennar öldrunarlækn-
ingar í nánu samstarfi við aðrar sér-
hæfðar lyflækningar Borgarspít-
alans. Samstarf deildanna hefur
gengið afar vel þrátt fyrir talsverða
sérstöðu. Öldrunariækningar eru ein
yngsta sérgrein lyflækninga og hafa
þær þróast hratt á bestu stöðum
meðal nágrannaþjóða okkar. Um
helmingur innlagna á lyflækninga-
deild er fólk eldra en 70 ára. Margir
þeirra koma með fjölþættan heilsu-
vanda auk almenns ellihrumleika og
búa oft við aðstæður sem taka verð-
ur sérstakt tillit til.
Fjöldi rúma í notkun á öldrunar-
lækningadeild í B-álmu hefur tak-
markast verulega af mannaflaskorti
þessi 10 ár en að jafnaði hefur verið
tekið á móti 179-293 innlögnum á
ári. Langlega eða ævivistun reiknast
hjá 50-70% sjúklinganna en margir
þeirra hafa verið í biðstöðu fyrir
betur viðeigandi vistun á hjúkrunar-
heimili. Með aukningu bráðaþjónustu
spítalans fjölgaði innlögnum á öldr-
unarlækningadeild í 333 árið 1992
og var þriðjungur sjúklinganna lagð-
ur inn brátt. Meðallegutími það árið
var 42 dagar, meðalaldur 82 ár og
nýting 40 rúma var 95% yfir árið.
Verulega hafði þá rætst úr manna-
flaskortinum. Að jafnaði hefur sér-
stakt öldrunarteymi samráð um inn-
Ársæll Jónsson
„Kröfur um að B-álman
yrði einungis nýtt fyrir
aldraða fékk breyttar
áherslur við breytta
starfsemi Landakots-
spítala og hugmyndir
um samruna spítalanna
tveggja.“
lagnir á öldrunarlækningadeildina og
náið samráð er haft innan teymisins
um meðferð, endurhæfingu og út-
skrift sjúklinganna, og einnig við
sjúklingana sjálfa og aðstandendur
þeirra. Fjölþættur vandi kallar á fjöl-
þættar úrlausnir og er stöðugt kapp-
kostað að bæta þjónustuna við hina
öldruðu og auka skilvirkni.
Virkir aðilar öldrunarteymisins
eru hjúkrunarfræðingur, sjúkra- og
iðjuþjálfar, félagsráðgjafí auk öldr-
unarlæknis en öldrunarlæknir hefur
lokið sérfræðinámi bæði í lyflækn-
ingum og öldrunarlækningum. Leita
þarf oft til annarra sérgreina meðan
á rannsókn og meðferð sjúklingsins
stendur og skiftir því miklu máli
staðsetning öldrunarlækninganna á
bráðasjúkrahúsinu. Þá eru öldrunar-
læknar og aðrir meðlimir öldrunar-
teymisins mikið kallaðir til samráðs
á aðrar deildir spítalans. Öldrunar-
læknar B-álmu Borgarspítalans sjá
um læknisþjónustu á Hvítabandinu,
sem er sérhæfð deild fyrir Alzheimer-
sjúklinga, og einnig fyrir vist- og
hjúkrunarheimilin á Droplaugarstöð-
um og í Seljahlíð. Náið samstarf er
einnig við Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar og aðra heima-
þjónustu fyrir aldraða.
Rannsóknir
Þótt meðferð og endurhæfing
sjúklinga taki mestan vinnutímann
er einnig sinnt rannsóknum í nokkr-
um mæli í samstarfi við ýmsa aðila.
Birtar hafa verið skýrslur m.a. í
Læknablaðinu um tíðni tannholdssjú-
kóma og meðferð, sýklun í hálsi
m.t.t öndunarfærasýkinga, tíðni
þvagleka og tengsl við færni, tíðni
óráðs og glapa meðal bráðainnlagna
aldraðra, um berklapróf meðal aldr-
aðra og um árangur vistunarmats
aldraðra. Fleiri verkefni eru í undir-
búningi eða bíða frekari úrvinnslu.
Niðurlag
Sú mikla bylting í heilbrigði þjóð-
arinnar undanfarna áratugi hefur
það í för með sér að íslendingar ná
nú mun hærri aldri en áður hefur
þekkst. Aukin skilvirkni læknisþjón-
ustunnar hefur á sama tíma gert það
mögulegt að lækna marga sjúkdóma
og kvilla utan sjúkrahúsa. Það gerir
það að verkum að verksvið sjúkra-
húsanna er í vaxandi mæli aldrað
fólk. Það hefur einnig sýnt sig að
aldraðir, ekki síður en aðrir njóta
góðs að tækninýjungum innan lækn-
isfræðinnar. Hlutverk öldrunarlækn-
inga fer því stöðugt vaxandi ekki
síst innan veggja bráðasjúkrahús-
anna.
Tillögur liggja fyrir um samein-
ingu öldrunarþjónustu Landakots og
Borgarspítala á næstu misserum.
Stefnt er að hágæðaþjónustu með
fjölgun legurúma fyrir aldraða og
aukinni sérþekkingu á sviði öldrun-
arlækninga. Mikils er um vert að
aðstaða öldrunarlækninga á Borgar-
spítalanum verði ekki skert meira
en orðið er við væntanlegan samruna
sjúkrahúsanna tveggja.
Höfundur er sérfræðingur í lyf-
og öldrunarlækningum ogstkrfar
á Borgarspítala.
ítarefni; 1) Jón Sigurðsson, Bygg-
ingarsaga Borgarspítalans, fyrri
áfangi byggingarinnar. Læknablað-
ið, 6. fylgirit 1978, 9-16.
2) Ársskýrslur Borgarspítalans
1983-92.
3) Jónas Ragnarsson, Hluti B-
álmunnar tekinn í notkun á næsta
ári? Fréttabréf um heilbrigðismál
1981 2, 18-21.
4) B-álman formlega tekin í notk-
un. Mbl. 22 júní 1983.
Helgi Hálfdanarson
Draumur á Jónsmessunótt
Langt er síðan ég hef skemmt
mér betur en í Nemendaleikhúsinu á
dögunum, þar sem Draumur á Jóns-
messunótt er á fjölunum um þessar
mundir.
Það er venja, að leiklistarnemar
sýni einhver meiri háttar verk áður
en þeir útskrifast. En æði oft er það
vandkvæðum bundið vegna þess
ófullkomna húsnæðis, s'em Leiklist-
arskólinn hefur til umráða í Lind-
arbæ, og ekki síður vegna hins, að
leikararnir, sem útskrifast hveiju
sinni, eru að jafnaði einungis átta
talsins. Oftast hefur þó hugvitsömum
leikstjórum tekizt að leysa slíkar
þrautir svo vel, að furðu sætir.
Og nú hefur Guðjón Pedersen ráð-
ið fram úr ærnum vanda með sér-
stökum ágætum; því með flokki, sem
að þessu sinni er þrír piltar og fimm
stúlkur, hefur honum tekizt að galdra
fram á þetta alltof þrönga og önuga
svið sprenghlægilegan ærslaleik með
nítján leikpersónum, þar sem hæfi-
leikar og æskuþokki hinna ungu leik-
ara fá að njóta sín til hlítar.
Hér má auðvitað ekki gleyma hlut
Gretars Reynissonar leikmynda-
hönnuðar, sem lætur hugkvæmni
sína koma skemmtilega á óvart í
hveiju atriðinu af öðru.
Án efa má mikils vænta af þessum
verðandi leikurum, sem ljóst er, að
fengið hafa góða menntun og holla
þjálfun í skóla sínum. Þar er fólk sem
óhætt verður að trúa fyrir vandasöm-
um verkefnum framvegis.
Guðjón Pedersen á mikið lof skilið
fyrir þetta bráðskemmtilega verk sitt
og stjóm þess, og þá einnig fyrir
það, hve haglega hann hefur haft
hliðsjón af samnefndu léikriti eftir
William Shakespeare. Einhveijum
kann jafnvel að þykja sem sú hlið-
sjón hefði að skaðlausu mátt vera
nokkru meiri, fyrst á annað borð var
róið á þau mið. En ég hygg, að flest-
um, sem séð hafa þetta snjalla verk
Guðjóns, sé ljóst, að því varð ekki í
þetta sinn við komið.
Mér er nær að halda, að það eina,
sem með sanngirni megi finna að
þessari sýningu, sé sú þarflausa
hæverska að kalla í leikskrá og kynn-
ingum hlut Shakespeares meiri en
verðugt er á kostnað Guðjóns Peders-
ens.
Þetta er sýning sem ætti skilið að
fá miklu meiri aðsókn en Lindarbær
getur torgað.
Beztu þakkir og heillaóskir, Guð-
jón, Gretar, og þið öll hin.
100.000
BLAALOMD
Á næstu dögum kemur gestur
nr. ÍOO þús. frá áramótum og
bíöur hans óvæntur glaöningur.
Heitur kostur í skammdegiskuldanum