Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Bumbult á bjórhátíð
Frá Páli V. Daníelssyni:
Harðir „bisnismenn" sem fengið
hafa leyfi stjórnvalda til að dreifa
áfengi meðal landsmanna reyna á
allan hátt að ná sem mestri sölu á
þeim miði enda þótt þeim eigi að
vera það ljóst að fátt veldur meira
heilsuleysi og hvers konar óáran.
Þeir fagna sjálfsagt hinni mjög svo
auknu drykkju ungmenna og telja
sig þar eiga vaxandi viðskiptahóp á
meðan fóik hefur þol til að þreyja
drykkjuna og á meðan heilsa og líf
endist.
Bjórhátíð
Þótt bannað sé að auglýsa áfengi
leita alkohólsdreifendur leiða sem
eru auglýsingaígildi. Þar með er að
halda bjórhátið. Glans þarf að vera
yfir eiturvörunum. Eitthvað sem
vekur athygli ungs fólks. Blekking-
ar eru viðhafðar, jafnvel talað um
áfengi sem gleðigjafa en forðast
er að minnast á leikslokin.
Spúið til heiðurs bæjarfélaginu
Fréttir af bjórhátíð frá höfuðstað
Norðurlands, Akureyri, herma að
þar hafi verið mikið fjör á bjórhátíð
enda opnuð með viðhöfn af for-
svarsmanni bæjarfélagsins. Ekki
skyldu nú menn gerast of djarfir
tii ölsins. Þó voru það margir sem
gubbuðu bjórhátíðinni sjálfum sér,
veitendum og bænum sínum til
sóma. Þessi innflutta spýjuhátíð
bjórmanna til eflingar menningunni
hefur tekíst eins og til stóð. Spýjan
hefur verið hennar aðalsmerki, þótt
sjaldan sé frá því skýrt, það hefur
í engu breyst frá dögum Egils
Skallagrímssonar.
Fleira fylgir
En spýjan er ekki eina menning-
artáknið. Brennivínsdauði, slys, lög-
brot, ofbeldi, upplausn heimila, svik
og lygi og hvers konar ólifnaður
tilheyra og eru uppistaðan í vín-
menningu allra landa. Sori hvers
mannfélags nærist á áfengi. Þetta
hafa aldirnar sannað.
Og fólk er svo háð vímunni að
það telur að þetta verði að fylgja
mannkyninu, við það verði að búa.
Það eru miklir fordómar, öfgar og
myrkur sem gagntaka sálir þessa
fólks að það sjái ekki til betri fram-
tíðar. Hitt er svo aftur ljóst að
margir eru ekki rismeiri en það að
þeir eru reiðubúnir til að lifa á
ógæfu annarra. Það fólk þarf sann-
arlega á meðferð og hjálp að halda.
Alvara lífsins
Við hljótum að kjósa okkur betra
hlutskipti. Við hljótum að vilja losna
úr viðjum vímunnar. Við hljótun að
óska þess að sérhver öku- og leið-
sögumaður sé allsgáður. Við hljót-
um að óska börnum okkar þess að
þau þurfi ekki að glata trausti á
foreldrum sínum vegna ölvunar
þeirra. Við hljótum að óska þjóðinni
þess að þegnar hennar séu traust
og kraftmikið fólk til að draga vagn
velfarnaðar fram á við til betra,
heilbrigðara og hamingjusamara
lífs. Afengið er andstaða þessara
óska og dýrkun á því eins og bjórhá-
tíð er bölvun þeirra. Dýrkun vím-
unnar er óvinur frelsis og framfara.
Óvinur menningar og menntunar.
Óvinur friðar og mannkærleika.
Óvinur heilbrigðs lífs. Óvinur hvers
einstaklings.
PÁLL V. DANÍELSSON,
viðskiptafræðingur.
Kæra Rafmagnsveita Reykjavíkur
Frá Guðmundi Jónssyni:
REYKJAVÍK, 10. október.
Ég þakka þér kærlega fyrir svar-
ið þitt við fyrirspurn minni á dögun-
um. Það má með sanni segja að
þú hefur alveg einstakan snilling í
þjónustu þinni, hann Guðjón Sigur-
bjartsson, sem undirstrikaði (og
samdi sennilega líka) svarið til mín.
Vandræðin eru bara þau að ég skil
hvorki upp né niður í bréfinu.
Mér datt í hug að reyna að reikna
sjálfur, og ég fann það út að á tíma-
bilinu júlí 1992 til maí 1993 hefði
ég greitt kr. 5.601 umfram'það sem
mér bar að greiða. Þú ætlar notkun ,
hjá mér, og hefur áætlað ríflega.
Skítt með það. Gott er að eiga inni
hjá traustri og elskulegri stofnun
eins og þér. Ég deildi þessari upp-
hæð niður á fimm tveggja mánaða
tímabil, því þegar ég var búinn að
greiða maí-reikninginn í ár hlýt ég
að hafa átt inni þessar margum-
ræddu kr. 5.601. Útkoman varð
sem sagt að á tveggja mánaða fresti
jókst inneign mín hjá þér um kr.
1.120. Ég byijaði á því að reikna
út — með mikilli fyrirhöfn — að
0,9% vextir í eitt ár eru kr. 10.08,
svo þarna vantar kr. 3.08 uppá sjö-
krónurnar frá þér, að ég nefni nú
ekki vaxandi inneign mína um sömu
upphæð á tveggja mánaða fresti.
Mér óx í augum að reikna þetta
út frá hverjum nýjum greiðsludegi,
svo ég — til að einfalda málið —
reiknaði út 0,9% af kr. 5.600 í fjóra
mánuði. Sjáðu til, í maí sl. hlýt ég
að eiga þetta inni, því í júlí greiði
ég ekkert (þá fékk ég gleðifréttirn-
ar um auðæfi mín í sjóði þínum) og
í september greiði ég heldur ekk-
ert, því þá fyrst er „áætlunin" tek-
in af inneigninni, og eftir eru því
kr. 1.512. Útkoman af reiknings-
dæminu var sú, að 0,9% í fjóra
mánuði gæfu mér kr. 16.80 í aðra
hönd, og það munar nú um minna!
Þetta gæti orðið enn hærri upphæð
ef allt væri reiknað frá upphafi —
í júlí 1992.
Satt að segja spurði ég mig mjög
einfaldrar spurningar, en fékk svar
frá þér, sem bara ruglar mig. Eigin-
lega hefur þetta undariega svar
þitt gert mig enn forvitnari en ég
var. Það er ekki fallegt af þér að
halda mér í svona spennu, ég gæti
bara orðið slæmur á taugum!
Er enginn þarna hjá þér, sem
getur sagt mér — á einföldu, venju-
legu mannamáli — hvernig þú
reiknar vexti af inneign viðskipta-
vina þinna?
I guðanna bænum láttu engan
komast upp með að svara í véfrétta-
stíl, á tölvumáli eða þessu undar-
lega uppskrúfaða máli, sem farið
er að nota á eyðublöðum hins opin-
bera í seinni tíð.
Með mikilli vinsemd og virðingu,
þinn einlægur aðdáandi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Kvisthaga 14,
Reykjavík.
P.S. Mig hálflangar tii að forvitn-
ast um það — svona í leiðinni —
hvað ég myndi þurfa að greiða þér
í dráttarvexti, hefði ég skuldað þér
ámóta upphæð og ég átti inni hjá
þér, og auðvitað fyrir jafnlangan
tíma. Gerðu það fyrir mig að svara
ekki með því að segja, að þú hefðir
fyrir löngu látið loka fyrir rafmagn-
ið hjá mér. Þinn sami.
Yíkveiji skrifar
IMorgunblaðinu í gær birtist
frétt um að útvarpsráð hefði
samþykkt „einróma í síðustu viku
bókun þar sem harðlega er átalið
að í tveimur umræðuþáttum í sjón-
varpþ á sunnudag um þjóðernisvit-
und íslendinga og á þriðjudags-
kvöld um siðferði í íslenskum fjöl-
miðlum tóku engar konur þátt í
umræðunni“. Víkveiji telur að út-
varpsráð fari hér inn á afar var-
hugaverða braut, að ekki sé meira
sagt. Vissulega getur það verið
hið ákjósanlegasta fyrirkomulag
umræðuþátta í sjónvarpi, að skipt-
ing kynjanna sem sé jöfnust, en
vart getur slíkt talist neitt aðalatr-
iði. Það sem fyrst og fremst hlýtur
að ráða vali viðmælenda hverju
sinni, er þekking þeirra á því
málefni sem ræða skal, tengsl
þeirra við umræðugrundvöllinn og
færni þeirra í að tjá sig. Það að
láta val viðmælenda, þeirra sem
fram koma í fréttum og umræðu-
þáttum ráðast af kynferði, teldi
Víkveiji afar misráðið. Þeir sem
reynslu hafa af blaða- og frétta-
mennsku gera sér flestir fulla
grein fyrir því að það er ekki kyn-
ferði viðkomandi sem ræður þvi
hvort hann/hún er ákjósanlegur
viðmælandi, upplýsandi, en því
miður virðist öðru máli gegna með
útvarpsráð.
xxx
Sjálfsagt hefur mörgum líkað
vel sú nýbreytni sem Sjálf-
stæðisflokkurinn bryddaði upp á
nú um helgina að vera með beina
sjónvarpsútsendingu frá lands-
fundi flokksins. Víkveiji gat þó
ekki að sér gert að hugsa sem
svo, að það þyrfti nánast atvinnu-
menn í pólitík til þess að nenna
að hanga yfir löngum, og oft og
tíðum, ærið lítið áhugaverðum
umræðum og ræðuhöldum, sem
fram fóru í Laugardalshöll á þess-
um landsfundi. Það má eiginlega
segja að svona bein útsending,
óklippt, sýni fram á gildi frétta-
miðla og undirstriki þýðingu
þeirra. Fréttamiðlar hafa jú m.a.
það hlutverk að velja úr það sem
áhugavert og fréttnæmt er, og
birta lesendum sínum; áheyrend-
um og áhorfendum. Fréttamiðl-
arnir sjá um valið og matreiðslu
fréttarinnar, og í því m.a. er
ábyrgð þeirra fólgin. Ábyrgð sem
miðlarnir rísa vissulega misjafn-
lega vel undir. En flestir þeir sem
stilltu sjónvarpstæki sín á Sýnar-
rásina um helgina, hafa ugglaust
fljótlega ákveðið að stilla tæki sitt
á aðra rás og láta Morgunblaðinu,
útvarpi og sjónvarpi eftir að velja
hvað teldist nú fréttnæmt á áður-
nefndum landsfundi.