Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 9 I HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Námskeið í nóvember. Skráning stendur yfir. * Ásaumur í vél (applíkering) 2.-23. nóv. * Myndvefnaður 2. nóv.-25. jan. * Prjóntækni 3.-24. nóv. * Tauþrykk, blokkprent 3.-24. nóv. + Brúóugerð 4. nóv.- 2. des. * Útskurðór 8.-29. nóv. * Fatasaumur 8.-29. nóv. ★ Tuskumottur (vefnaður) 11. nóv.-2. des. ★ Dúkaprjón 16. nóv-7. des. Helgarnámskeið ★ Útskurður 13.-14. nóv. ★ Spunnið á rokk 13.-14. nóv. ★ Sauðskinnsskór 20. og 27. nóv. Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga ki. 10-12 og 13-15. Skráning í síma 17800. s í rm m wm m * . J 164 kr. á da§ koma sparnabinum í lag! Þaö þarf aðeins 164 kr. á dag til aö spara 5.000 kr. á mánuöi meö áskrift aö spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú bíður meö að spara þangað til þú heldur að þú hafir „efni" á því byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem hluta af reglulegum útgjöldum þínum, þannig verður sparnaðurinn auðveldari en þú heldur. Samruni þýðir hagsæld Tímaritið segir að þrátt fyrir þessa erfið- leika Evrópusinna œttu andstæðingar evrópsks samruna að gera sér grein fyrir að samruninn hefði að miklu leyti stuðl- að að auðlegð álfunnar; að enn bæri að styðja hann og að allar kröfur um aukinn samruna þurfi ekki að vera út í hött. Á síðustu 35 árum hafi evr- ópskir samrunasinnar byggt upp markað 350 milljóna manna sem hafi aukið viðskiptin sín á milli um 9% á ári. „Þetta hefur gert Evr- ópubandalagið mjög vin- sælt á meginlandi Evr- ópu. Fáum Evrópuþjóð- um er jafn illa við Maastricht og Bretum og jafnvel í Bretlandi má að miklu leyti frekar skýra andstöðuna við Maastrieht með efna- hagskreppunni heldur en áhyggjum af fullveldi. Aragrúi samevrópskra tákna sýnir glögglega fram á hversu heillandi það er að landamæri hverfi. Evrópa háskól- anna er að taka á sig mynd, Evrópa vinabæja og sjónvarpsþátta sem varpað er frá einu landi til annars. Þetta á ekkert skylt við skrifræði Evr- ópubandalagsins en þjón- ar samt markmiðum þess. Og hvað framtíðina varðar þá er sú hugmynd, sem Maastricht byggist á, að með því að deila fullveldi sínu geti ríki náð markmiðum sem þau gætu ekki náð upp á eig- in spýtur alls ekki fár- ánleg. I alþjóðaviðskipt- um, þar sem sú þróun að deila fullveldinu hefur náð lengst, hefur EB auk- ið áhrif sín stórlega. Vissulega hafa þau áhrif ekki alltaf verið til góðs. Evrópubandalagið hefur lagt áherslu á hluti á borð við „sjálfviljugai'" útflutn- ingshömlur og á enn, þökk sé Frakklandi, eftir að styðja heilshugar Úi-úgvæ-lotu GATT-við- ræðnanna. En ef öðrum aðildarríkjum tekst að sannfæra Frakka um að The Economist UNCHAN6INGITALY FARFWELU NORCHC VVHLFARE w j RE ENOÍNEFRINGIBM............~ ENOOFTHELINE ■ -->* ; A iufwy of tcl<?<omrri.imf.atnirB. ' ' ** s " Maastricht-uppskriftin Sjaldan hafa hátíðarhöld verið jafn laus við sigurgleði segir tímaritið Economist í leiðara og vísar þar með til leiðtogafund- ar Evrópubandalagsins, sem haldinn verður í Brussel síðar í vikunni. Þrátt fyr- ir að Maastricht-samkomulagið hafi nú loks verið staðfest hafa leiðtogarnir að undanförnu þurft að sjá á bak draumum sínum. Draumsýnin um efnahagslegan og peningalegan samruna var að engu gerð af mörkuðunum og sú um sameigin- lega utanríkisstefnu af ágreiningi aðildar- ríkjanna um stefnumörkun vegna átak- anna í Júgóslavíu fyrrverandi. láta af andstöðu siimi, sem virðist enn vera mögulegt, ætti að vera hægt að undirrita sam- komulag um alheimsvið- skipti sem hefði gífurlega kosti í för með sér fyrir bandalagið og umheim- Ekki sam- bandsríki Economist segir að þó að margar samrunahug- myndir séu af hinu góða réttlæti það ekki að tekin séu skref í átt að einu sambandsríki aðildarríkj- aiuia. Evrópubúar líti emi á sig fyrst og fremst út frá eigin þjóðemi. Þó að þeir líti á sig sem evr- ópska upp að vissu marki sé það ekki í þeim mæli að leiði til þeirrar sam- kenndar, sem nauðsynleg sé til að halda sambands- riki saman. Leiðarahöfmidur tíma- ritsins segii' eimiig að til- rauiún til að stofna Evr- ópska myntbandalagið (EMU) hafi mistekist. Þörf Þjóðverja fyrir hærri vexti til að beijast gegn verðbólguáhrifum vegna sameiningarinnar hafi verið í andstöðu við þörf amiarra ríkja fyrir lága vexti til að beijast gegn atvimiuleysi. Evr- ópska myntsamstarfið hafi því misst trúverðug- leika á gjaldeyrismörk- uðum og að lokum hafi ekki skipt neinu máli hvort hugmyndin um eina sameiginlega mynt hafi verið góð eða ekki. Leiðin að markmiðinu hafi verið of óstöðug. Öðni máli hafi gegnt um sameiginlega mark- aðinn. Þar hafi verið slak- að á viðskiptahömhmi stig af stigi og ávallt hafi það komið öllum aðildar- ríkjunum til góða. „Örlitl- ar umbætur á viðskipta- sviðinu eru af liinu góða ólíkt örlitlum umbótum á gengiskráningunni." Segir að ef litið sé á rnálið í þessu ljósi þá séu of miklar hættur fólgnar í sumum hugmyndum um Evrópusambandið, það samband sem Evrópu- bandalagið á að breytast í með Maastricht Til dæmis eigi þeir þrír þætt- ir sem urðu gengissam- starfinu að falli, ólíkir hagsmunir einstakra í'íkja, kerfi sem þolir ekki spennu og skortur á trú- verðugleika, alveg eins við um utanríkismálin. Evrópuríki séu einfald- lega ekki sama sinnis þeg- ar utanríkismál eru ann- ars vegar. Þá geti samruni í vinnumarkaðsmálum leitt til öðruvísi vandamála. Best væri ef einstökum Evrópuríkjum yrði leyft að keppa sín á milli líkt og ríljum Bandarikjanna með hagstæðri fyrir- tækjalöggjöf en ekki mút- um. Hvað skal gera? „En á þá að hætta við evrópska samrunami? Alls ekki. Hagurinn af samruna er of mikill og gæti orðið enn meiri. Bandalagið verður hins vegar að skilja að hin gamla stefna þess um að taka Iduti í stigum hefur sín takmörk. Á þeim svið- um þar sem hún á ekki lengur við ætti að leyfa aukinn sveigjanleika. Þau ríki, sem vilja sameigin- legan gjaldmiðil ættu að fá að stofna sinn sameig- inlega gjaldmiðil." Helsta forgangsverk- efnið segir Economist aft- ur á móti vera að Ijúka GATT-viðræðunum. Tak- ist það ekki muni Vestur- Evrópa taka upp vemd- arstefnu. Innri markað- inn verði líka að vemda frá ríkisstjómum sem séu allt of örlátar á niður- greiðslur. Þá verði að opna bandalagið fyrir nýjum aðildan'íkjum og þá ekki bara EFTA-ríkj- unum heldur einnig ríkj- um Austur-Evrópu. Það hafi vissulega kostnað í för með sér en hagurinn af þvi, jafnt fyrir ný sem göinul aðildarríki, sé sanit enn meiri. Ert þú búin(n) ab spara 164 kr. í dag? Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og byrjaðu reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 IERLENDRIMYNT Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. býður nú í fyrsta skipti til sölu skuldabréf í erlendri mynt, sent gefin eru út af íslandsbanka hf. Þar með opnast nýir möguleikar til ávöxtunar og áhættudreifmgar innlendra fjármuna. Skuldabréfm eru gefin út í bandaríkjadollurum og þýskurn mörkum. Gjalddagi skuldabréfanna er 15. september Í998. Ávöxtunarkrafa bréfanna tekur mið af ávöxtun jafn langra ríkisskuldabréfa í Bandaríkjunum og Þýskalandi að viðbættum 0,75 prósentustigum. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um skuldabréfm og einnig er íiægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VÍB! Isíma 91 - 681530 erhœgt að fá upplýsingar um skuldabréf íslandsbanka hf. í erlendri mynt. \ ' 1 Já takk, ég vil fá | sendar upplýsingar ! um skuldabréf í | erlendri mynt. j Nafn: __________ j Heimili: _______ | Póstfang: ______ I Sími:----------- ! VfB i | VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. j 1 ----- Ármúla 13a, 155 Reykjavík. ----1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.