Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Jafnt vægi atkvæða Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti á laugardag ályktun þar sem seg- ir að flokkurinn „eigi að ganga til viðræðna við aðra flokka um breytingu á kosningalöggjöf- inni á þeim forsendum að full- trúar flokksins séu óbundnir af einni leið frekar en annarri að því markmiði sem að er stefnt, - jöfnun atkvæðisréttar, að þingstyrkur flokka sé í sam- ræmi við atkvæðamagn, fækk- un þingmanna, og að kjósend- um verði tryggð sem mest áhrif á það hveijir veljist til þingsetu. Við meðferð málsins verði m.a. athugað hvaða hluta kosninga- laganna beri að binda í stjórnar- skrá.“ í ályktuninni segir að núver- andi kosningalöggjöf sé of flók- in, geti leitt til óeðlilegrar niður- stöðu og vægi atkvæða sé mjög misjafnt milli kjördæma. Með fækkun þingmanna myndi einnig vera hægt að auka skil- virkni í störfum Alþingis, auka sparnað og frekara samræmis myndi gæta milli fjölda alþing- ismanna og fólksfjöldans í land- inu. Um áratugaskeið hefur ríkt ákveðin samstaða um það hér á landi að sanngjarnt væri að vægi atkvæða á landsbyggðinni væri meira en vægi atkvæða á höfuðborgarsvæðinu. Margs konar rök hafa verið færð fyrir nauðsyn þess að viðhalda þessu misvægi atkvæða en þó fyrst og fremst þau að landsbyggðin þurfi meira á skilningi og fyrir- greiðslu Alþingis að halda en þéttbýlið. Þá hefur það lengi verið útbreidd skoðun að íbúar suðvesturhornsins þurfi síður á þingsætum að halda en lands- byggðarmenn þar sem þeir hafi betri aðgang að Alþingi og öðr- um stofnunum en aðrir, enda séu Alþingi og flestar opinberar stofnanir á höfuðborgarsvæð- inu. Þá hefur einnig verið varað við hættunni á því að breyting- ar á kosningalöggjöf gætu skapað óbrúanlegan ágreining milli sjónarmiða þéttbýlis og dreifbýlis. Alþingismaðurinn Einar Kristinn Guðfinnsson, sem var einn þeirra sem mæltu gegn þessari ályktun á landsfundin- um, vísaði einmitt til þess að sátt hefði ríkt um það meðal forystumanna Sjálfstæðis- flokksins að nokkurt misvægi atkvæða mætti ríkja. Flutti hann breytingartillögu þar sem tekið var fram að núverandi kosningalöggjöf væri óviðun- andi og leita yrði „víðtækra sátta um sanngjarna breytingu á kosningalöggjöfinni". Var sú tillaga felld með miklum meiri- hluta atkvæða og tillaga rétt- arfars- og stjórnskipunarnefnd- ar a’ð ályktun samþykkt óbreytt. í ritinu Atvinnustefna á ís- landi 1959-1991, sem gefið var út af Félagsvísindastofnun Há- skólans á síðasta ári, er rakið hvernig vægi atkvæða milli dreifbýlis og þéttbýlis hefur þróast á þessari öld. Má nefna sem dæmi að á sjötta áratugnum bjó meirihluti kjósenda á suðvesturhorni landsins en einungis 30% þing- sæta komu þaðan. Þó að þetta misvægi hafi að hluta til verið leiðrétt með kjördæmabreyting- unni árið 1959 var svo komið á áttunda áratugnum að þótt 60% kjósenda byggju í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi komu þaðan innan við 40%' þingsæta. Kosningalöggjöfinni var enn breytt árið 1987 en misvægi milli landshluta þó ekki leiðrétt. I alþingiskosningunum árið 1991 lentu einungis 46% þing- sæta á suðvesturhorninu þrátt fyrir að þar byggju þá 64% kjós- enda. Þar sem hinn svokallaði „flakkari" lenti á Vestfjörðum í þessum kosningum var vægi atkvæða Vestfirðinga tæplega fjórfalt á við vægi atkvæða Reykvíkinga en hafði verið tæp- lega þrefalt á kjörtímabilinu á undan. Líkt og í svo mörgum öðrum málum hefur tíðarandinn verið að breytast hvað kjördæmamál- in varðar. Það misvægi at- kvæða, sem viðgengist hefur milli kjördæma, telst ekki ásættanlegt lengur líkt og ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins sýnir glögglega fram á. Núverandi kosningakerfi hefur ekki verið lagað að fólks- flutningum milli kjördæma og er því úr sér gengið. Um þetta virðast flestir vera sammála þó að menn greini á um hversu langt beri að ganga við jöfnun atkvæðavægis og hvaða fyrir- komulag eigi að styðjast við. Krafan hlýtur samt að vera sú að vægi atkvæða verði sem allra jafnast þó að aldrei verði hægt að tryggja algjörlega jafnt vægi atkvæða nema með því að breyta öllu landinu í eitt kjördæmi. í kjölfar þeirrar ályktunar, sem samþykkt var á landsfund- inum um helgina, hlýtur Sjálf- stæðisflokkurinn að hafa frum- kvæði að því að reynt verði að finna lausn á þessu gamla deilu- máli, sem sátt getur náðst um í þjóðfélaginu öllu til langframa. Tilraunir hafnar á Akureyri með nýja tegund af vindaflstöðvum Ódýr og ein- föld, en með mikið stormþol NILS Gíslason, einn stofnenda DNG á Akureyri, hefur sótt um einkaleyfi á nýrri gerð vindaflstöðva. Hann hefur smíðað frum- gerð í tilraunaskyni og gefur hún góða raun. Nils telur þessa gerð mun ódýrari í framleiðslu og einfaldari í viðhaldi en þær vindaflstöðvar sem boðnar eru í dag. Þá hefur hún mikið storm- þol og skilar betri nýtingu við lítinn vindhraða en hefðbundnar tegundir vindorkustöðva. Það sem helst skilur þessa vind- aflstöð frá hinum hefðbundnu er að sjálfur vindhverfillinn virkar sem snúður í raflinum sem fram- leiðir rafmagnið og því er ekki þörf fyrir þungan og flókinn gír- búnað. Skrúfublöðin sitja í gjörð, líkt og teinar í reiðhjóli. Snúnings- hraða vindaflstöðvarinnar er stjórnað með skurði skrúfublað- anna. Vindhverfill tilraunastöðv- arinnar er 2,5 metrar í þvermál og skilar húii um 1,5 kílóvatta afli. Aflstöðin þarf að geta snúist eftir vindstefnu, venjulega er snúningsásinn þar sem aflvélin situr ofan á turninum en í út- færslu Nils snýst allur turninn og vindaflstöðin með. Lögun turnsins gerir það að verkum að turninn undir aflstöðinni þarf ekki að vera jafn mikill að gerð og í venjulegum vindaflstöðvum. „Þetta er frumgerð til að fá rétta tilfinningu fyrir þessu svo þetta sé meira en tölur á blaði,“ sagði Nils í viðtali við Morgunblað- ið. Hann sagði að verið væri að stofna sjálfstætt fyrirtæki um frekari þróun og framleiðslu nýju vindaflstöðvarinnar. Nils sagði fyrirséð að góður markaður yrði á næstu árum fyrir aflstöðvar sem nýta endurnýjanlega orkugjafa. Hann nefndi að í Bretlandi, Hol- Iandi og Danmörku væri stefnt að því að um aldamót kæmu 10% raforku frá slíkum orkugjöfum. Þessi lönd hefðu ekki vatnsorku til að virkja, en væru þegar farin að nýta vindorkuna. Danir eru mjög framarlega í smíði vindorku- stöðva og stórtækir útflytjendur á því sviði. Nú er farið að gera auknar kröf- ur til umhverfisþátta vindafl- stöðva. Nils sagði það einn kost Morgunblaðið/Rúnar Þór Uppfinningamaður NILS Gíslason uppfinningamaður á Akureyri vinnur nú að tilraunum með byltingakennda gerð vindaflstöðva. uppfinningar sinnar að hún yrði vindmylla, hraði spaðaendanna í mjög hljóðlát og umhverfisvæn í þeim er um 240 km á klukkustund öllum skilningi. Vindhverfillinn á móti 80 km hraða í nýju vindafl- snýst mun hægar en spaðar stórra stöðinni. Páll Kr. Pálsson um umræðu um veiðileyfagjald á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Ljóst að fulltrúar iðnaðar og sjávarútvegs hefja viðræður PÁLL Kr. Pálsson framkvæmdastjóri Vífilfells segir ljóst, að á næst- unni muni fulltrúar iðnaðar og sjávarútvegs hefja umræðu um hvern- ig samræma eigi samkeppnisskilyrði þessara greina. Þetta sé árang- ur umræðunnar sem fór fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um gjald fyrir afnot af fiskimiðunum. Markús Möller hagfræðingur seg- ir að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki farið í næstu kosningar án þess að vera búinn að taka almennilega og heiðarlega á veiðileyfagjaldi. Páll Kr. Pálsson átti aðild að til- lögu iðnaðarnefndar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem meðal annars sagði að leggja ætti áherslu á jöfnun kostnaðar á innlendum aðföngum milli atvinnugreina og þar ætti einkum að huga að afnotum sjávarútvegsins af fiskimiðunum. Þessar setningar voru síðar felldar út úr tillögunni eftir ábendingu sam- ræmingamefndar en þá lá fyrir, að sögn Páls, að málefni veiðileyfa- gjalds og auðlindaskatts kæmu til umræðu um ályktun um sjávarút- vegsmál og ætti heima þar. Gjaldþrota iðnaður Páll sagði við Morgunblaðið að fyrstu viðbrögð margra við þessari tillögu iðnaðarnefndar hefðu verið að með henni væri vegið að íslensk- um sjávarútvegi. „Síðan fór þarna sem betur fer fram mjög opin og góð umræða og við náðum því að skýra iðnaðarsjónarmiðin í þessu máli. Þau sjónarmið eru að iðnaður- inn líður fyrir þá mismunun í sam- keppnisskilyrðum sem ríkir á milli sjávarútvegs og iðnaðar, m.a. vegna þess að sjávarútvegurinn greiðir ekki fyrir hluta af þeim aðföngum sem hann þarf til sinnar fram- leiðslu, þ.e.a.s., útgerðin greiðir ekki fyrir fiskinn. Þetta hefur valdið því að samkeppnisskilyrði iðnaðar hafa verið lakari vegna þess að gengið hefur verið skráð miðað við að með- altal fyrirtækja í sjávarútvegi sé rekið á núlli. Þetta hefur skilað iðn- aðinum óhagstæðu gengi og gert honum nijög erfitt um vik að stunda útflutning. Nú erum við búin að missa ullariðnaðinn, fataiðnaðinn, húsgagnaiðnaðinn, innréttingaiðn- aðinn, skipasmíðaiðnaðinn og stór- an hluta málmiðnaðarins í gjaldþrot á síðustu þremur árum, fyrst og fremst vegna óhagstæðs gengis," sagði Páll. Hann bætti við að ef iðnaðinum væru ekki sköpuð samkeppnishæf skilyrði þá gæti hann ekki tekið neinn þátt í að bæta lífskjörin í land- inu. Páll sagði að þetta hefðu virst ný skilaboð fyrir sjávarútvegsfull- trúana og sjávarútvegsráðherra. hefði tekið undir það í umræðum að þessir aðilar yrðu að setjast nið- ur og ræða málin. Jafn réttur allra Markús Möller hagfræðingur lagði fram tillögu í sjávarútvegs- nefnd að í sjávarútvegsályktun fundarins kæmi kafli þar sem segir m.a. að það stríði gegn réttlætis- PAll Kr. Pálsson Markús Möller hóps fyrirtækja og einstaklinga og til að sátt geti náðst um stjórnkerfi fiskveiða til frambúðar verði það að sameina hagkvæmni og jafnan rétt allra íslendinga til arðsins af fískistofnunum. Tillaga Markúsar var felld í sjávarútvegsnefnd landsfund- arins með 52 atkvæðum gegn 26. Þegar Markús var spurður hvern- ig hann mæti þær undirtektir sem tillaga hans fékk í nefndinni sagði hann að málefnanefndir á lands- fundi yrðu sjálfkrafa málþing hags- munahópa. „Menn fara í þá mál- efnanefnd sem hæfír því fagi sem þeir vinna við,“ sagði Markús. „Mér er sagt að útgerðarmenn, sem fengu að vera í friði á þessum nefndar- fundum í gamla daga, kvarti yfir því að nú mæti einhveijir menn á þessa fundi og hafi skoðanir á mál- unum. En ég er viss um að það er fjöldinn allur af útgerðarmönnum, þar á meðal þeir bestu í hópnum, sem standa ekki gegn rétt orðaðri ályktun af þessu tagi og eru því algerlega sammála að hagsmunir þjóðarinnar eigi að sitja í fyrir- rúmi,“ sagði Markús. á landsfundinum sjálfum þegar ályktun um sjávarútvegsmál var þar til umræðu. Eftir nokkrar umræður lagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra til að tillögunni yrði vísað til miðstjórnar flokksins og var það samþykkt. Markús sagði um þetta að hann og fleiri hefðu komið inn á fundinn með mál, sem var kannski ekki dautt, en að minnsta kosti deyjandi. „Við skiljum við það í því horfi, að Sjálfstæð- isflokkurinn getur ekki farið í næstu kosningar án þess að vera búinn að taka almennilega og heiðarlega á þessu máli,“ sagði hann. Þorsteinn Pálsson sagði í fjölmiðl- um að fundurinn hefði ekki talið tilefni til að álykta um tillögu um auðlindaskatt en samþykkt mjög ákveðna yfirlýsingu sem fæli í sér stuðning við þá meginstefnu sem fylgt hefði verið í ríkisstjórn. Um þetta sagði Markús að á landsfundi 1991 hefði komið fram tillaga um að jafna atkvæðisrétt sem hefði verið vísað til miðstjórnar flokksins. „Er Þorsteinn Pálsson þar með að halda því fram að jöfnun atkvæðis- réttar hafi verið felld á landsfundi 1991? í öðru lagi var síðasta álykt- unin sem samþykkt var á þessum landsfundi að fela miðstjórn að skila skriflegri skýrslu um þau mál sem vísað hefði verið til miðstjórnar á þessum fundi og leggja hana fyrir næsta Iandsfund. Ef Þorsteinn Páls- son heldur því fram að þetta sé að fella mál og það sé þar með dautt, þá verður hann að minnsta kosti að útskýra kippina sem eru í lík- inu,“ sagði Markús Möller. kennd þjóðarinnar að aflaheimildum sé úthlutað endurgjaldslaust til lítils Verður að taka á málinu Markús bar tillöguna einnig upp Deilan um Smuguna neðanmálsgreín síðar - sagði Haraldur Noregskonungur 1 ræðu í hátíðarkvöldverði í Osló í gær Ljósmynd Aftenposten Munch-safnið skoðað Alf Boe forstöðumaður Munch-safnins í Ósló sýndi Vigdísi Finnboga- dóttur og norsku konungshjónunum safnið í gær. Morgunblaðið/Tómas Dagur Helgason Gestunum heilsað Fjórar F-16 orrustuþotur norska flughersins komu til móts við flug- vél forseta og fylgdu henni það sem eftir var. Flugu orrustuþoturn- ar samsíða Flugleiðaþotunni, tvær við hvorn vængenda. Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. OPINBER heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Noregs hófst í gær. Tóku Har- aldur konungur og Sonja drottn- ing móti henni með mikilli við- höfn á Fornebu-flugvellinum í Ósló. Fjórar F-16 orrustuþotur norska flughersins fóru til móts við þotu Flugleiða, sem flutti for- setann til Noregs, og flugu sam- hliða henni siðustu 20 minútur ferðarinnar. Konungshjónin tóku á móti frú Vigdísi er hún gekk niður landgang Plugleiðaþotunnar og heilsuðust þar vinir innilega. Lék lúðrasveit kon- ungslífvarðarins þjóðsöngva beggja þjóða og síðan var heiðursvörður kannaður Eftir mótttökuathöfn úti á flugvellinum var haldið til mótt- tökusalar í flugstöðvarbyggingunni þar sem frú Vigdís hitti Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra og aðra fuiltrúa norsku stjórnarinnar, norska þingsins og annarra yfirvalda. Aðalgata norsku höfuðborgarinn- ar, Karl Johan, var prýdd þjóðfánum íslands og Noregs og á leiðinni frá flugvellinum að konungshöllinni stóðu nokkur herfylki heiðursvörð. Ströng dagskrá bíður Vigdísar forseta í heimsókn hennar til Nor- egs. Eftir hádegisverð í konungshöll- inni var ekið að Akershus kastala þar sem frú Vigdís lagði blómsveig að minnisvarða þeirra sem fallið hafa í styijöldum. Þaðan var haldið til Munch-safnsins og það skoðað undir leiðsögn yfírmanna safnsins. Loks tók forseti íslands á móti erlendum sendimönnum ásamt mök- um í konungshöllinni en dagskrá fyrsta dags heimsóknarinnar lauk síðan með hátíðarkvöldverði kon- ungshjónanna. I ræðu undir kvöldverði vék Har- aldur konungur meðal annars að deilum íslendinga og Norðmanna um fiskveiðar í Smugunni, án þess þó að nefna hana beinlínis á nafn. „Öðru hveiju hefur þessar tvær vinaþjóðir greint á, eins og gerist í bestu fjöl- skyldum. En þeirrar deilu sem allir vita að ég hef í huga verður vart getið nema í neðanmálsgreinum þeg- ar íjallað verður um samband þjóða okkar. Því eigi einhveijar tvær þjóð- ir samleið hvað varðar sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins þá eru það íslendingar og Norðmenn. Vinaþjóð- ir geta auðveldlega fundið jákvæða lausn á ágreiningsmálum," sagði konungur og sagði að í augum Norð- manna væru Islendingar nánasta frændþjóð þeirra. Frú Vigdís svaraði ræðu Noregs- konungs. Minntist hún fyrri opin- berrar heimsóknar sinnar til Noregs árið 1981 og þeirrar góðu vináttu sem tókst með þeim Ólafi konungi, föður Haralds konungs. Minntist hún einnig opinberrar heimsóknar Har- aldar og Sonju til íslands í fyrra. Forsetinn sagði að mikillar sam- kenndar hefði gætt með Norðmönn- um og Islendingum frá aldaöðli. Venjulega væri það svo þegar íslend- ingar og Norðmenn hittust hyrfi hugsunin fljótt til sameiginlegrar fortíðar þjóðanna, eins og hún birtist í fornsögum, ljóðum og goðafræði. Sagði frú Vigdís að Snorri Sturlu- son hefði miðlað mestum fróðleik um fornar venjur íslendinga og Norðmanna. Frásögn hans af Heimdalli hefði verið sér hugleikin. Fyrir sér væri hann góður fulltrúi þess sem staðið hefur vörð urn þau gildi sem tryggt hafa vináttu íslend- inga og Norðmanna. „Sé enginn á varðbergi til þess að blása í gjallar- horn þegar hætta steðjar að leika eyðileggingarkraftarnir - í líki berg- risa - lausum hala. Hann minnir okkur á hvernig rækta verður nor- ræna vináttu - hún verður ekki til af engu og gæti lognast út af ef við ræktum hana ekki með virku menn- ingarsamstarfi sem byggist á okkar eigin gildum,“ sagði forsetinn. Frú Vigdís vék að ræðu konungs og sagði að vissulega gætu deilur komið upp í bestu fjölskyldum. Það væri hins vegar styrkur þessarar fíölskyldu, íslendinga og Norð- manna, að finna lausn á deilum sín- um þannig að vinátta og friður ríki áfram. Vitnaði forsetinn í ljóð Bjornstjerne Bjornson og sagði að friðurinn yrði að lúta jákvæðum vilja til að standa vörð um ákveðin £nldi svo sem vernd manneskjunnar sjálfr- ar, tungunnar og landsins. „Okkur er það ljóst að við breytum ekki gangi heimsmálanna. En við getum verið öðrum til eftirbreytni - það getur orðið framlag okkar til þess að breyta veröldinni," sagði frú Vig- dís. í dag heimsækir forseti íslands rannsóknarstöð norsku skógrækt- arinnar í Ás og m.a. gróðursetur hún þar tijáplöntur. Þá verður frú Vigdís viðstödd opnun sýningar á íslenskri nytjalist og kynningu á íslenskri framleiðslu og atvinnulífi á vegum Útflutningsráðs og menntamála- ráðuneytisins. Borgarstjórinn í Ósló býður forseta íslands til hádegis- verðar og síðdegis hittir forseti ís- lendinga búsetta í Noregi. Um, kvöldið verður hátíðarleiksýning í Þjóðleikhúsinu í boði norsku ríkis- stjórnarinnar. Byggingariðnaður án landamæra ræddur á mannvirkjaþingi 1993 Óvissa vegna samkeppni Austur-Evrópulöndum sem íslensk byggingarfyrirtæki eru þegar kornin inn á. I Litháen eru t.d. íslensk bygg- ingarfyrirtæki þegar farin að starfa. Við höfum það mikla reynslu af því að byggja við erfiðar aðstæður og veðurskilyrði að við ættum að geta markaðssett hana með góðum árangri erlendis. Á hinum Norðurlöndunum hefur mikið verið gert af því að að- stoða fyrirtæki við að hasla sér völl í Austur-Evrópu, t.d. með því að bjóða starfsmönnum í greininni alls kyns námskeið í viðkomandi byggingar- löggjöf, tungumáli landsins o.s.frv. Mikilvægt er að við tökum við okkur hérna og gerum eitthvað sambærilegt ef við ætlum ekki að einangrast algjör- lega þegar landamærin opnast. Við verðum að bera okkur sjálf eftir björg- inni,“ sagði Gestur. MANNVIRKJAÞING verður haldið á Holiday Inn 28. og 29. október nk. undir yfirskriftinni Byggingariðnaður án landamæra. Sýning á byggingarefnum og öðrum nýjungum í byggingariðnaði verður á sama stað báða ráðstefnudagana. Að sögn Gests Ólafssonar, arkitekts hjá Byggingarþjónustunni, sem gengst fyrir mannvirlqaþingi, snýst uni- ræðan á þinginu, eins og yfirskriftin gefur til kynna, um hvernig bregðast skuli við aukinni samkeppni innan lands og utan í byggingar- iðnaði. Hann segir að hljóðið í byggingarmönnum hafi aldrei verið jafn þungt og núna. „Með verulega auknum innflutningi á tilbúnum byggingarhlutum, t.d. gleijuðum gluggum, hurðum, innrétt- ingum og öðru slíku, þá stöndum við frammi fyrir því að sambærileg starf- semi hérlendis geti lagst af á næstu árum. Ef við lítum til baka þá hefur byggingarkostnaður aukist umfram almenna verðþróun þrátt fyrir veru- legar tækniframfarir. Þar við bætist að með Evrópska efnahagssvæðinu eru landamörk íslands að opnast og sáralítið hefur verið gert af því að aðstoða íslenska byggingaraðila við að hasla sér völl erlendis." Ættum að markaðssetja þekkingu og reynslu erlendis „Viðbúið er að útlendingar hafi áhuga á að kaupa sér fasteignir hér- lendis þegar hindrunum fyrir því verð- ur rutt úr vegi. Við verðum að gæta þess að þau hús verði byggð og hönn- uð af íslendingum. Þetta myndi bæði skapa atvinnu og halda fasteignaverði hérlendis uppi, en af því veitir svo sannarlega ekki, eins og staðan er í dag. Það verður að draga úr hræðsluá- róðri þeim sem hér hefur viðgengist gegn erlendum fjárfestingum. Við eigum mikið af góðum bygging- arfyrirtækjum og fólki sem býr yfir mikilli þekkingu. Þetta þurfum við að draga saman og markaðssetja erlend- is en það verður ekki gert nema með verulegu átaki. Það er samdóma álit margra í þessari starfsemi að núna sé rétti tíminn til þess. Byggingariðn- aður er næststærsti atvinnuvegur landsins á eftir sjávarútvegi og því skiptir gífurlega miklu máli hvernig á þessu er haldið." „Nú eru að opnast möguleikar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.