Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
21
Glistrup barinn í
Noregi
MOGENS Glistrup, sem stofnaði
á sínum tíma danska Framfara-
flokkinn og frægur varð fyrir bar-
áttu sína gegn sköttum, hugðist á
laugardag taka þátt í fundi nokk-
urra andstæðinga innflytjenda frá
múslimaríkjum er fram skyldi fara
í Noregi. Er húsráðendur áttuðu
sig á því hvaða fólk var á ferðinni
var það beðið að halda fundinn
annars staðar. Fyrir utan beið
hópur ungs fólks sem segist beij-
ast gegn kynþáttahatri og fékk
það útrás fyrir skoðanir sínar með
því að spýta á Glistrup, stjaka við
honum og nokkrir börðu hann.
Glistrup er 67 ára gamall.
Rannsókn í Bretlandi á áhrifum tölvuleikja
Börnin líkja eftir
ofbeldisatriðum
London. The Daily Telegraph.
BÖRN, sem stunda tölvuleiki mikið, viðurkenna sjálf, að þau verði
háð þeim og stundum reyni þau að líkja eftir ofbeldisatriðunum
í leikjunum. Kemur þetta fram við rannsókn á vegum Aston-
háskólans í Bretlandi. Aðeins þrjú prósent foreldra setja börnum
sínum einhverjar reglur hvað varðar tölvuleiki þótt miklu fleiri
takmarki sjónvarpsgláp þeirra. Þeir, sem stóðu að rannsókninni,
telja sig þó ekki geta fullyrt, að tölvuleikirnir hafi langtímaáhrif
og valdi ofbeldisfullri hegðun síðar meir.
„Umhyggjusamir foreldrar leyfa
ekki börnum sínum að horfa á hvað
sem er í sjónvarpinu og þeir ættu
Fjöldaframleiddu eineggja
fósturvísa í tilraunaglasi
VÍSINDAMÖNNUM við læknadeild George Washington há-
skólans í Washington D.C. tókst nýverið að skipta fósturvísi
í tvennt og þrennt og framleiða eineggja afbrigði sem þeir
þróuðu í tilraunaglasi í nokkra daga áður en frumuvöxtur-
inn var stöðvaður og tilrauninni hætt. Einræktun af þessu
tagi er algeng í nautgripa- og plöntuframleiðslu og telst
því ekki vera tæknilegt afrek í læknavísindum. Líklegt þyk-
ir að deilur eigi eftir að verða um siðferði fjöldafram-
leiðslu af þessu tagi.
Tilraunin við George Washing-
ton-skólann er sú fyrsta sem vit-
að er um og skýrt hefur verið frá
opinberlega. Læknadeild skólans
sérhæfir sig í glasafijóvgun og
klónunin var afleiðing tilrauna
vísindamannanna til þess að
finna leiðir til að búa til fleiri
fósturvísa þegar um það er að
ræða að ekki fellur til nóg efni
í þá frá foreldrunum til þess að
fijóvga nógu mörg egg í tilrauna-
glasi. Til þess að verulegar líkur
-verði á þungun er nokkrum fijóv-
guðum eggjum, fósturvísum,
komið fyrir í konulegi.
Fæða má eineggja tvíbura
með margra ára millibili
Klónun felst í því að framleiða
lífverur með sömu litningasam-
setningu. í raun er einungis líkt
eftir því sem á sér stað frá náttúr-
unnar hendi í móðurlegi þegar
tvíburar verða til. Þar sem hægt
er að frysta fósturvísa opnast sá
möguleiki fyrir foreldra að eign-
ast eineggja tvíbura með margra
ára millibili. Sömuleiðis mætti
.geyma fósturvísi í frosti svo
móðirin geti alið annan tvíburann
síðar ef sá fyrri þarf af einhveij-
um ástæðum á líffæri úr öðrum
manni að halda. Betri líffæra-
gjafi en tvíburi fyrirfinnst ekki.
Ennfremur gætu foreldrar
geymt eineggja fósturvísa og
eignast nákvæmlega eins barn
síðar ef það fyrra dæi.
Stjórnendur tilraunanna í Ge-
orge Washington-háskólanum
eru Dr. Jerry L. Hall og Dr.
Robert Stillman. Sá fyrrnefndi
gerði grein fyrir klónuninni á
ársþingi Fijósemisstofnunar Am-
eríku (AFS) i Montreal í Kanada
13. október sl. Báðir hafa neitað
að ræða um tilraunirnar við fjöl-
miðla en grein um þær mun birt-
ast í vísindaritinu Science í þess-
ari viku. í fyrirlestri á þingi AFS
sagði Dr. Hall að helsti ávinning-
urinn af því að skipta fósturvísi
í tví-, þrí- eða fjórbura opnaðist
sá möguleiki að auka líkur á
þungun konu sem gengist undir
glasafijóvgun. Sagði hann að
engum fósturvísum, sem hann
og menn hans framleiddu, hefði
verið komið fyrir í móðurkviði.
KLONUN MANNAFRUMA
Bandarískur vísindamaöur hefur
framleitt klón fósturvfsa úr mönnum
og er þaö í fyrsta sinn sem slfkt er
gert svo vitaö sé.
Þegar eggiö breytist í
frumuklasa skilur vísinda- \
maöurinn frumurnar að... \
...svo úr veröa tvö eintök
af fósturvísinum sem þróast
geta sem tvær lífrænar
heildir, hiö sama gerist
náttúrulega þegar
einaeggja tvíburar
upröa til í mnftnrkviöi
Eggjunum komiö fyrir í legi
„tökumóöur" til þess aö
búa til tvo nákvæmlega^
eins einstaklinga.
I Tæknilega er hægt að framleiöa
hvaða fjölda eineggja einstak-
linga sem er.Varöveita má fóstur-
visana í frosti og láta mörg ár liöa
milli þess sem eineggja einstaklingar fæöast
Heimild: Reader's
Digest How Is It Done?
einnig að fylgjast grannt með tölvu-
leikjunum,“ segir Guy Cumberbatch
prófessor, sem stjórnaði rannsókn-
inni en hún var á meðal 150 barna
á aldrinum sjö til 16 ára. 72% þeirra
sögðu, að þau hefðu misst stjóm á
skapi sínu yfir tölvuleik og 40%
sögðust reiðast oftar í leiknum en
þegar þau væru eitthvað annað að
sýsla.
Alið á ofbeldi
Sum barnanna lýstu blóði drifn-
um atriðum í tölvuleikjum af mik-
illi innlifun og þau kunnu að telja
upp mesta fjölda af hættulegum
vopnum. Um 58% barnanna sögð-
ust telja, að tölvuleikir gætu gert
fólk ofbeldisfyllra og tæpur fjórð-
ungur barnanna undir 12 ára taldi
það eiga við um sig.
Samt sem áður virðast sleppa
flest börn skaðlaust frá. tölvuleikj-
unum. íþróttir eru þeirra aðal-
áhugamál en 30% kváðu tölvuleik-
ina vera þeirra helsta tómstunda-
gaman og 15% höfðu lagt önnur
áhugamál á hilluna þeirra vegna.
HÓTEL
LEIFUR EIRÍKSSON
Skólavörðustíg 45
Reykjavík
sfmi 620800
Fax 620804
Hagkvæm gisting
íhjarta borgarinnar
Einst.herb.
kr. 2.800
Tveggja m. herb.
kr. 3.950
Þriggja m. herb.
kr. 4.950
Morgunverður innifalinn14
Bókin Viöreisnarárin eftir Gylfa Þ. Gíslason er ýtarleg og hlutlæg greinargerS um
þá ríkisstjórn sem lengst hefur setið á íslandi. Höfundurinn var ráðherra í Viðreisnar-
stjórninni allan tímann og er því manna kunnugastur því sem gerSist innan veggja
stjórnarráðsins og utan þeirra.
Frásögnin er bæði hreinskilin og óhlutdræg og fram koma mikil-
vægar upplýsingar um menn og málefni Viðreisnarstjórnarinnar
á þessum miklu umrótartímum í íslensku þjóðfélagi.
ALMENNA BOKAFELAGIÐ H F