Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Prá sýningunni á tréskurðarsafni Halldórs Einarssonar. , Morgunbiaðið/sigurður Jónsson Listaverkagjöf Bjarnveigar Bjamadóttur í Listasafni Ámesinga Tréskurðarsafn Halldórs Einarssonar sýnt í heild Selfossi. TRÉSKURÐARSAFN Halldórs Einarsonar frá Brandshúsum var opnað að nýju í Listasafni Árnessýslu á Selfossi en síðastliðinn laugardag voru 100 ár Iiðin frá fæðingu hans. Þá var þess einnig minnst að 19. október eru 30 ár liðin frá því Bjamveig Bjarnadótt- ir gaf Amessýslu 41 málverk eftir marga þekkta listmálara. Halldór Einarsson fæddist í Brandshúsum í Gaulveijabæjar- hreppi 16. október 1893. Hann nam tréskurð hjá Stefáni Eiríks- syni myndskera í Reykjavík en hélt til Vesturheims 1922 og starf- aði lengst af ævinnar við tréskurð í Chicago. Að baki verka Halldórs liggja ólíkar hugmyndir. í mörgum birt- ist söknuður útflytjandans sem horfír til baka á sögueyjuna sína. í öðrum eru áhrif af táknfræði ýmissa menningastrauma og dul- speki. Halldór var óvenju hug- myndaríkur við túlkun alls konar táknmáls í tré. Halldór kom heim til íslands 1965 og dvaldist á Hrafnistu í Reykjavík til dauðadags 1977. Hann kom heim með fjölbreytt safn tréskurða- og mannamynda, afrakstur fjölmargra ára, en þær síðustu vann hann hér á landi. Tréskurðarsafn sitt ásamt álitlegri peningaupphæð til húsbyggingar ánafnaði Halldór Ámessýslu. Var safn hans opnað 1974 og tengdi Halldór það minningu foreldra sinna og kallaði Minningu Brands- húsahjónanna. Safnið er nú allt á einum stað en það var um tíma tvístrað og geymt á nokkrum stöðum. Sam- einað hefur það hið rétta gildi safns og listtúlkunar. Safnið er mikill fengur og mikið ánægjuefni fyrir þá sem unna listsköpun eins og þeirri sem kemur fram í verkum Halldórs. Þess er vænst að safninu verði ekki tvístrað aftur. Gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur Bjarnveig Bjarnadóttir tilkynnti 19. október 1963 að hún ásamt sonum sínum hefði ákveðið að gefa Árnessýslu 41 listaverk eftir nafnkunna íslenska listmálara. Málverkin voru höfð til sýnis í Bogasal Ijóðminjasafnsins haustið 1963. Síðan fengu þau samastað í vestasta hluta Byggðasafnsins en frá 1974 í nyrðra húsi Byggða- og listasafns Árnesinga. Mál- verkagjöf Bjarnveigaar myndar stofninn að Listasafni Árnesinga og er gjöf hennar ómetanleg. Síð- ast gaf hún verk 1986 og eru verkin nú 73 talsins. Bjarnveig Bjamadóttir lést í aprílmánuði síð- astliðnum á níræðisaldri. Að auki á listasafnið tugi mál- verka sem það ýmist hefur keypt eða fengið upp í salarleigu. Nokk- ur málverk til viðbótar hafa verið gefin safninu. Nú í haust barst safninu málverkagjöf frá Gísla Sigurðssyni í Úthlíð. Er það mál- verk af Jóhanni Kolbeinssyni bónda á Hamarsheiði og fjallkóngi Gnúpveija til margra ára. Mál- verkið hefur nú verið hengt upp í listasafninu. Byggða- og listasafn Árnesinga verður opið út október klukkan 14-17 alla daga nema mánudaga og á öðrum tímum eftir samkomu- lagi við safnvörð. Eftir mánaðamót verður safnið opið á fimmtudögum klukkan 14-17 og eftir samkomu- lagi við safnvörð sem að öllu jöfnu er til staðar á skrifstofutíma. Sig. Jóns. ERTU AÐ BYGGJA? - VILTU BREYTA? - ÞARFTU AÐ BÆTA? Október- ODYRU STOKU TEPPIN FYRIR PARKETIÐ EÐA FLÍSARNAR Dæmi: SARAH 160x230 kr. 4.864,- MONACO 160x230 kr. 8.274,- Hús andanna, nýjasta mynd Bille August Misjafnar móttökur NÝJASTA mynd Bille August, Hús andanna, hefur verið sýnd fyrir gagnrýnendur í Danmörku. Umsagnir þeirra eru misjafnar. f Þýskalandi var myndin frumsýnd 21. október og þar hefur ekki vantað lofið. Þannig notaði vikuritið „Der Spiegel" heilar þijár síður undir umsögn sína um myndina og ljósmyndir úr henni. Eins og nafnið gefur til kynna er myndin byggð á samnefndri metsölubók Isabellu Allende, sem komið hefur út á mörgum tungu- málum, einnig íslensku. Allende var sjálf hikandi við að veita leyfi til að kvikmynda sög- una, þar sem henni þótti ósenni- legt að hægt væri að skila því verki á viðunandi hátt. Þegar hún hitti Bille August og heyrði um áhuga hans á verkinu og hvaða hugmyndir hann gerði sér um það, leist henni svo vel á að hún sló til. August hafði í huga ærlega stórmynd og leikaravalið var eftir því. I myndinni leika Meryl Streep, Glenn Close og Jeromy Irons, auk þess sem Vanessa Redgrave fer með lítið en áhrifa- mikið hlutverk. Myndin verður frumsýnd í Danmörku undir jól, en var frumsýnd í Þýskalandi af því framleiðandinn er þýskur. Og til þess að samlandar Augusts gætu fengið danska dóma um myndina, um leið og þeir þýsku koma, var dönskum gagnrýnend- um boðið á forsýningu. Gagnrýnendur dönsku blaðanna eru fjarska ósammála um hvernig til hafi tekist. Gagnrýnandi „Poli- tiken“ segir að hreint út sagt sé myndin rakin og hreinræktuð von- brigði. Bókin ijalli um allt milli himins og jarðar, um ástríður og anda, ást, fjölskyldu, stéttir, tíma- bil og kynslóðir, en August hafi greinilega ekki gert upp við sig hveiju hann ætlaði sér að koma til skila með myndinni. Árangur- inn sé eftir því, auk þess sem í myndinni sé frekar norrænt þung- Iyndi og svali, en ástríður sögunn- ar. Leikaramir skili sínu fagmann- lega, en hafi ekkert fram að færa. Gagnrýnandi „Information“ er á sama máli. Undir mjög faglegu yfirborði sé hvorki drama né inn- sæi, heldur bara drepandi venjuleg mynd. í „Berlingske Tidende“ sér gagnrýnandinn Óskarsverðlaun innan seilingar, því myndin sé vel gerð myndabók. í „Ekstra“-blað- inu segir, að í myndinni sé allt sem hægt sé að óska sér af litríkri og heillandi skemmtun og áhorfand- anum leiðist aldrei og í „Jyllands- Posten" segir að myndin snerti áhorfandann og sagan sé vel og skipulega sögð. En frá Þýskalandi kemur hrós, sem um munar. Gagnrýnandi „Der Spiegel“, Hellmuth Karasek, hrós- ar myndinni í hástert. Hann er einn þekktasti en um leið harðasti kvikmyndagagnrýnandi Þýska- lands, svo gagnrýnin kemur ekki úr ómerkum stað. Bara rýmið sem gagnrýnin fær, auk innihaldsins, er hrós í sjálfu sér. Hann hrósar bæði August fyrir skýra hugsun og hrósar leikurunum, ekki síst Glenn Close. Auk þess bendir hann á hve upplífgandi það sé að sjá slíka mynd rísa upp úr evrópskri kvikmyndaframleiðslu, sem sé í dauðateygjunum vegna sam- keppni frá Bandaríkjunum og ijár- hagslegra yfirburða þar. Karasek líkir myndinni við sígildar stór- myndir eins og Zhivago lækni og Á hverfanda hveli. Svo er bara spurning um hvenær íslenskir aðdáendur bókarinnar og Augusts fá að sjá myndina. Sigrún Davíðsdótttir. Ný bók eftir Hjálm- ar R. Bárðarson VESTFIRÐIR, bók í máli og myndum, er komin út. Þetta er ein af hinum vönduðu bókum Hjálmars R. Bárðarsonar, sem er höfund- ur mynda og texta, hönnuður og útgefandi. Þessi bók nær yfir allan Vestfjarðakjálkann og Breiðafjarðareyjar. Auk nýrra mynda eru einnig myndir sem höfundur tók 1939. I bókinni, sem er 480 blaðsíður að stærð, eru 920 Ijósmyndir, teikningar og kort, þar af 647 litmyndir, auk megintexta og ítarlegs myndatexta. Prentun og bókband er unnið í Odda og dreifingu annast íslensk bókadreif- ing. í þessari bók er fjallað um lands- lag og gróður, fuglalíf og mannlíf á Vestfjörðum að fornu og nýju. Höfundur hefur skoðunarferðina í Breiðafjarðareyjum, fylgir síðan suðurströndinni tií Látrabjargs, þræðir vesturfirðina frá ystu ann- esjum til dalbotna, litast um í byggð og til íjalla. Þá er farið um stærsta Ijörðinn, ísafjarðardjúp, í máli og myndum og skoðaðir sögu- frægir staðir og um Jökulfirði og Homstrandir, stærsta samfellda svæði landsins, sem áður var þétt- býlt en nú í eyði. Hælavíkurbjargi og Hornbjargi er lýst og sagt frá bjargferðum, fugla- og eggjatöku Nýjar bækur ■ Út er komin á vegum Kilju- klúbbs Regnbogabóka sakamála- sagan Kínversku klukkumorðin eftjr Robert van Gulik. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Robert van Gulik hefur getið sér heimsfrægð fyrir sögur sínar um Dee dómara. Þær hafa þegar skipað sér í flokk með sígildum sakamálabókmentum og hafa verið þýddar og gefnar út á öllum helstu þjóðtungum. og farið á Drangajökul. Haldið er áfram suður með ströndinni til Steingrímsijarðar og þaðan áfram í Hrútafjörð. Þannig eru gerð skil öllum Vestjarðakjálkanum, sem með sínum sérkennum er nær að- skilinn frá meginlandinu, aðeins um það bil 10 km breið og 262 m há landbrú milli Gilsfjarðar að vestan og Bitrufjarðar að austan, eins og Hjálmar bendir á. Aftast í bókinni er örnefna- og nafnaskrá til að fletta upp í. Einnig er þar ítarleg ritskrá, þar sem bent er á bækur, þar sem finna má frekari fróðleik um efni einstakra kafla bókarinnar. Hér segir af því þegar dómaran- um skarpskyggna er falin rann- sókn á hrottafengnum fólskuverk- um. Honum verður fljótlega ljóst að við stórhættulega misyndis- menn er að eiga og rannsóknin leiðir hann um síðir á háskalegar brautir spillingar og siðleysis, þar sem hætturnar leynast við hvert fótmál“. Álfheiður Kjartansdóttir þýð- ir bókina. Bókin er 215 bls. að stærð unnin í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar. Kínversku klukkumorðin kosta krónur 790. i » i i t i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.