Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
33
Thorberg Páll Jónas
son — Minning
í dag er til moldar borinn föður-
bróðir minn, Thorberg Páll Jónas-
■ son. Hann fæddist í Hlíð á Vatns-
nesi 4. febrúar 1902, sonur hjón-
anna Margrétar Þorsteinsdóttur og
I Jónasar Jónassonar. Á þessum
árum voru þrír bæir í Hlíðardal,
Hlíð, Tungukot og Dalkot. Alls
voru í dalnum 20-30 manns, margt
af því ungt fólk, sem hafði mikil
samskipti sín á milli. Þrátt fyrir
vegleysur og þægindaleysi undi
fólkið vel hag sínum. Það var sum-
arfallegt og grösugt í dalnum, en
vetur gátu verið langir og snjó-
þungir.
Páll ólst upp í Hlíð ásamt mörg-
um systkinum. Þau eru nú öll horf-
in yfir móðuna miklu, nema yngsti
bróðirinn, Ketill Hlíðdal, sem býr í
Reykjavík.
I Hlíð var stórbú, sem byggðist
aðallega á sauðfjárrækt. Á öðrum
1 áratugnum var stórt íbúðarhús
byggt á jörðinni og stjórnaði elsti
bróðirinn, Jónas í Múla, verkinu.
< Vegna hins góða húsakosts var
gestum, sem komu í sveitina oft
vísað upp að Hlíð og gangnamenn
I áttu þar fast athvarf þegar réttað
var í Hamarsrétt.
Hlíðarsystkinin ólust upp við
mikla reglusemi og hver hlutur
átti sinn ákveðna stað. Jónas, faðir
þeirra var orðlagt snyrtimenni í
öllum búskaparháttum og Margrét,
móðir þeirra, sem numið hafði hús-
stjórnarfræði á Ytri-Ey, var vel að
sér til munns og handa.
Páll varð snemma fróðleiksfús
og fýsti að troða nýjar slóðir. Eftir
hina hefðbundnu bamaskóla-
fræðslu fór hann í unglingaskóla á
Hvammstanga og var þar undir
handleiðslu Asgeirs Magnússonar.
Þá lá leiðin til Reykjavíkur, til náms
og starfa. Páll var tvo vetur í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði og minnt-
ist hann veru sinnar þar með mik-
illi ánægju.
Árið 1928 kvæntist Páll Kristínu
Magnúsdóttur frá Vestmannaeyj-
um og eignuðust þau fallegt heim-
ili á Laugarnesvegi 67. Kristín var
heilsuveil og lést um aldur fram
árið 1957. Börn þeirra eru Jóhanna
og Óskar, bæði búsett í Reykjavík.
Áður hafði Páll eignast tvær dæt-
ur, Unni, sem er látin og Maríu sem
er búsett í Reykjavík.
Um 1930 festi Páll kaup á vöru-
bíl og starfaði lengi við vörubíla-
akstur, lengst af hjá Pósti og síma,
en hann var fastur starfsmaður við
akstur og línulagningar til 1966.
Eldri bróðir hans, Guðmundur
Hlíðdal, var þá póst- og símamála-
stjóri.
Oft var erfitt hjá símamönnum
að ferðast um landið á vegleysum
og sofa í tjöldum uppi á heiðum í
misjöfnum veðrum, en þetta voru
hörkuduglegir menn sem stóðu
saman í blíðu og stríðu. Páll var
vinsæll meðal starfsfélaga sinna
og gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um, enda ósérhlífmn og góður
starfsmaður.
Páll kom oft á heimili foreldra
minna, norður í Húnavatnssýslu
þegar hann var að sinna símamál-
um og var alltaf kærkominn gest-
ur, kátur og skemmtilegur. Mér
fannst alltaf þessi frændi minn
sérlega höfðinglegur og myndar-
legur og hann hélt reisn sinni með-
an heilsa entist. Á yngri árum var
Páll áhugasamur um íþróttir og
stundaði árum saman leikfimi hjá
Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara.
Hinn 23. apríl 1959 kvæntist
Páll seinni konu sinni Lisbeth
Karlsdóttur sem er ættuð frá Vest-
ur-Prússlandi. Þau bjuggu fyrstu
árin í Reykjavík en fluttust til
Hveragerðis um 1970 og byggðu
sér fallegt íbúðarhús að Laufskóg-
um 33. Þau hjón voru samhent um
að fegra og prýða umhverfið og
garðurinn þeirra var sérlega falleg-
ur.
Lengst af ævinnar var Páll
heilsuhraustur en á efri árum þurfti
hann nokkrum sinnum á sjúkrahús-
dvöl að halda. Inn á milli gáfust
þó góðar stundir. Þau hjón ferðuð-
ust þó nokkuð, bæði innanlands
sem utan og bæði höfðu yndi af
útivist. Oft mátti sjá þau, prúðbúin
á skemmtigöngu um þorpið. Árið
1987 seldu hjónin húseign sína við
Laufskóga og keyptu íbúð á Dal-
braut 20 í Reykjavík.
Lisbeth reyndist manni sínum
sérlega vel í öllum hans veikindum
og vakti yfir velferð hans til hinstu
stundar. Ég sendi henni, börnum
hans og barnabörnum innilegar
samúðarkveðjur og þakka liðnar
stundir.
Margrét Þorsteinsdóttir.
Halldóra Linda Ing-
ólfsdóttir — Minning
Fædd 17. nóvember 1952
Dáin 17. október 1993
Halldóra, eða Dóra Linda eins
og hún var jafna kölluð, fæddist í
Reykjavík 17. nóvember árið 1952
og var elst sex systkina.
Ég kynntist Dóru Lindu fyrst
fyrir rúmum tíu árum, en leiðir
okkar lágu fyrst og fremst saman
eftir að við höfðum báðar flust til
Noregs.
Nú þegar Dóra er fallin frá í
blóma lífsins, aðeins rúmlega fer-
| tug, koma upp í hug minn orð sem
hún lét falla þegar Diddi, náinn
frændi hennar, féll frá aðeins 47
| ára að aldri: „Hvað er hann Guð
að hugsa?“ Hún gat ekki sætt sig
við þetta ótímabæra andlát.
| En Dóra þurfti að sætta sig við
marga erfiðleika í lífinu. Hún fékk
sjö sinnum heilablæðingar á árun-
um frá 1988 þar til sú síðasta varð
henni að aldurtila. Eins og hún
sagði sjálf þá eru slíkir erfiðleikar
aðeins lagðir á sanna víkinga. Dóra
reyndist víkingur í þessum raunum.
Hún reis alltaf jafn harðan upp
aftur þó að óttinn við dauðann
fylgdi henni lengi. í einu alvarleg-
asta kastinu dó hún, en var lífguð
við aftur. Eftir á lýsti hún þeirri
reynslu og sagðist hafa gengið löng
göng og komið í fallegt landslag
og birtu. Enginn var til þess að
taka á móti henni og það fyrsta sem
I henni flaug í hug var: „Hvar er
eiginlega hann Diddi frændi minn?“
Eftir þessa reynslu fylgdi óttinn við
j dauðann Dóru ekki lengur.
Eiginmaður Dóru var Guðmund-
ur Kristmannsson en hann er bú-
( settur í Noregi ásamt tveimur
yngstu börnum þeirra, Rúnari og
Hafsteini. Auk þeirra átti Dóra
Margréti og Bryndísi, sem búsettar
eru á íslandi. Heimili Dóru og Guð-
. mundar vakti athvo-li allra wtn
þangað komu fyrir hversu fallegt
það var. Einkum minnist ég allra
fjölskyldumyndanna sem prýddu
veggi stofunnar. Það var ljóst að
fjölskyldan var henni dýrmæt þó
að hún ætti erfitt með að tjá þeim
tilfinningar sínar.
Við hin sem stóðum fyrir utan
fengum ómælda ást hennar og at-
hygli. Ég minnist sérstaklega þeirr-
ar alúðar og hlýju sem hún sýndi
mér þegar ég eignaðist mitt þriðja
barn á erlendri grund.
Dóra var einstaklega gestrisin
og meðan hún bjó í Noregi tók hún
á móti gestum frá íslandi eins og
kóngafólk væri á ferð. Ekkert var
til sparað og allt gert til þess að
taka sem best á móti þeim.
Nú er Dóra farin og við hin sitj-
um eftir, vinir og vandamenn, en
þó einkum börnin hennar og barna-
barnið sem var henni sannkallaður
sólargeisli.
Það er von mín að ég megi reyn-
ast þeim á erfíðum tímum sú stoð
sem Dóra reyndist mér.
Belssuð sé minning hennar.
Nú legg ég augum aftur,
6,Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Jóhanna Gunnarsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
MARGRÉTAR RÖGNVALDSDÓTTUR
frá Hrólfsstöðum,
Skagafirði.
María Þorsteinsdóttir,
Birna Þorsteinsdóttir,
Hinrik Albertsson
og aðrir aðstandendur.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
JENS HJALTALÍN ÞORVALDSSON,
Löngubrekku 15a,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu-
daginn 29. október kl. 13.30.
Hrefna Jónsdóttir,
Steinunn Jensdóttir, Sverrir Ó. Guðnason,
Heiðrún Jensdóttir, Baldur H. Úlfarsson,
Svanhildur Jensdóttir, Jens Ðernharðsson,
Ólafur Jensson, Jóhanna Bjarnadóttir,
Þröstur Jensson, Ester Þorsteinsdóttir,
Jóna Þóra Jensdóttir
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS HERMANNSSONAR,
Furugrund 40,
Kópavogi,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. október kl. 13.30.
Elín Jónsdóttir,
Elfnbjört Jónsdóttir, Tryggvi Páll Friðriksson,
Petra Jónsdóttir, Kristján Jón Karlsson,
Arnþrúður Jónsdóttir, Sveinn Magnússon,
Hermann Jónsson, Guðrún Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát dóttur okkar og systur,
JÓNU KRISTÍNAR ÞORLEIFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 22-B og 13-E á
Landspítalanum.
Þorleifur Gunnar Elíasson, Kristín Ottesen,
Atli Freyr og Gunnar Freyr.
+
Innileg þökk til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
ÁRNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Garðbæ,
Kirkjubraut 17,
Innri-Njarðvfk.
Árni Sigurðsson,
Guörfður Árnadóttir, Vignir Guðnason,
Einar Árnason,
Sigurþór Árnason.
+
Innileg þökk til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
ÞÓRDÍSAR G. BRIDDE.
Hermann Bridde,
Artna G. Ármannsdóttir,
HafdfsJ. Bridde,
Ólafur Ólafsson.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SÓLVEIGAR BJARNADÓTTUR
frá Böðvarsholti,
Vífilsgötu 15,
Reykjavík.
Álfheiöur Bjarnadóttir, Sævar Guðmundsson,
Ari Eyberg Sævarsson,
Guðleif Sunna Sævarsdóttir,
Jóhanna Bjarndfs Sævarsdóttir,
Sólveig Birna Sigurðardóttir, Þór Þorgeirsson,
Álfheiður Þórsdóttir,
Bjarni Sævar Þórsson.
ARISTON ARISTON
: 'V;
AV837
Yinduhr 500/850. sn.m.
Síulaus
18 þvottakerfi
Regnúðakerfi
Stgr.verð kr. 47.750
AR 1270COV
Þvottovél/þurrkari
Stgr.verð kr. 61.000