Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 1
64 SIÐUR LESBOK/C
STOFNAÐ 1913
247. tbl. 81.árg.
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Brúka
klæki
viðkaup
á kvóta
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Morgunblaðsins.
NORSKIR kaupsýslumenn
kaupa aflakvóta af Rússum
undir borðið og bjóða þá út-
gerðarfyrirtækjum í Norður-
Noregi til kaups, að því er
segir í blaðinu Klassekam-
pen. Samkvæmt upplýsing-
um rússneskra stjórnvalda
hefur verið útilokað að koma
böndum á viðskipti af þessu
tagi.
Norður-norskur kaupsýslumað-
ur, sem stundað hefur viðskipti
af þessu tagi og heitið var nafn-
leynd, féllst á að skýra blaðinu frá
hvernig hann hefði komist yfir
2.000 tonn af rússneskum fiski.
„Ég útvega skip í Noregi, um-
skrái það á rússneska útgerð, veiði
kvótann og sel aflann í Noregi.
Með einföldum' hætti má segja að
viðskiptin gangi þannig fyrir sig,“
segir hann í viðtali við blaðið.
Vasílíj Níktín, talsmaður utan-
ríkisviðskiptaráðuneytisins í
Moskvu, segir í viðtali við Klasse-
kampen að yfirvöld fái ekki neitt
við ráðið. „Ekki ferá milli mála
að fiskur er seldur úr landi á svört-
um markaði. Ég viðurkenni að
rússnesk veiðiskip sigla óáreitt til
Noregs og selja þar afla án þess
að h5a útflutningsheimild," segir
Níktín.
Fiskvinnslan í Norður-Noregi
hefur á undanfömum misserum
reitt sig á Rússafisk. Samkvæmt
opinberum skýrslum lönduðu út-
lend veiðiskip afla að verðmæti
895 milljónir norskra króna, jafn-
virði 8,7 milljarða íslenskra kr., í
Noregi. Samkvæmt fullyrðingum
G.G. Matísjovs, forstjóra hafrann-
sóknarstofnunarinnar í Múr-
mansk, nam ofveiði þorsks í Bar-
entshafi í fyrra 100.000 tonnum.
EYÐILEGGING
Reuter
EYÐILEGGING af völdum skógarelda í Suður-Kaliforníu síðustu daga
er gífurleg. í gær tókst her- og slökkviliði að ná tökum á eldunum
og slökkva marga þeirra. Óttast var að allt kynni að fara úr böndum á
ný ef spár um vaxandi vind sl. nótt og í dag gengju eftir. Vitað var
um 650 íbúðarhús sem eyðilögðust á belti sem nær frá landamærum
Mexíkós og norður fyrir Los Angeles. Eignatjón nemur hundruðum
milljóna dollara. Kraftaverk þykir að ekkert manntjón hefur orðið.
Myndin var tekin í hverfi milljónamæringa í bænum Laguna Beach í
gær og sætir undrun að húsið eina skyldi sleppa.
Sjá „Við erum við öllu búin ef hann hvessir" á bls. 20.
Maastricht-samkomulagið umdeilda tekur gildi eftir helgina
Fyrirhugaður seðlabanki
EB verður í Þýskalandi
Ekkert stöðvar
lækkun olíuverðs
London. Reuter.
HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu lækkaði í gær um hálfan dollara
fatið. Kostaði það við Iok viðskipta 15,92 dollara og spáðu sér-
fræðingar að það ætti enn eftir að lækka. Hefur samkomulag
olíuráðherra OPEC-ríkjanna fyrir rúmum mánuði um þak á
framleiðslu til að stuðla að verðhækkun ekki haldið.
Þakið var miðað við 24,5 millj-
ónir tunna framleiðslu á dag í
október. Hafa löndin ekki virt
samkomulagið og gerir mark-
aðurinn ekki ráð fyrir að það
haldi. Er það ein ástæða verð-
lækkunarinnar í gær og síðustu
daga. Einnig á aukin olíufram-
Brussel. Reuter.
LEIÐTOGAR ríkja Evrópubandalagsins, EB, hvöttu til þess á fundi
sínum í Brussel í gær að hleypt yrði á ný krafti í hugsjónina um
sameinaða Evrópu en róttækar aðgerðir gegn efnahagskreppunni
litu ekki dagsins ljós. Samþykkt var að vísir að seðlabanka EB yrði
í Frankfurt í Þýskalandi. John Major, forsætisráðherra Bretlands,
sagði að grípa yrði til aðgerða gegn atvinnuleysi í EB-löndunum til
að vinna traust almennings.
Fundurinn var haldinn í tilefni
þess að Maastricht-samkomulagið
um nánara samstarf bandalagsríkj-
anna tekur gildi á mánudag. I drög-
um að lokaályktun fundarins kom
fram að samkomulag náðist um
að markmiðið væri sem fyrr að
koma á sameiginlegum gjaldmiðli
EB fyrir lok aldarinnar en ekkert
minnst á að það gæti tekist þegar
árið 1997. Almennt er nú talið að
ókyrrðin í gjaldeyrismálum aðildar-
ríkjanna síðustu árin og efnahags-
kreppan útiloki að svo fari.
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti varaði menn við því
að hættulegir tímar gætu verið
framundan í álfunni. „Við horf-
umst í augu við fjöldamorð í þjóð-
emiseijum sem gætu breyst í stað-
bundnar styrjaldir. Það er mikil
hætta á Evrópustríði í upphafí
næstu aldar,“ sagði forsetinn.
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
leiðsla í Norðursjó og minni eftir-
spurn sinn þátt í verðlækkuninni.
Fatið af Brent-olíu úr Norð-
ursjó, sem kemur til afhendingar
í desember, fór um tima í gær
niður í 15,82 dollara, áður en
það hækkaði aftur. Kostaði það
16,42 dollar í fyrradag.
lands var ekki jafn svartsýnn, hann
sagði að unnið væri að uppbygg-
ingu nýrrar Evrópu og starfið
gengi vel. Kohl og Mitterrand
munu hafa lagt til að leiðtogarnir
ættu tíðari fundi þar sem utanríkis-
stefna yrði samræmd en undirtekt-
ir voru dræmar.
Sveigjanlegri vinnumarkaður
John Major benti á að í banda-
laginu væri hlutfall þeirra sem ver-
ið hefðu án atvinnu í meira en ár
margfalt hærra en í Bandaríkjun-
um. Gera yrði samskiptareglur á
vinnumarkaði sveigjanlegrí. Slaka
bæri á reglum um lágmarkslaun,
lækka skyldugreiðslur fyrirtækj-
anna til félagslega kerfisins og
gera mun eftirsóknarverðara fyrir
fólk að starfa fremur en lifa á at-
vinnuleysisbótum.
Leiðtogarnir samþykktu að ljúka
bæri nýjum GATT-samningi um
tollámál og aukið frelsi í alþjóðavið-
skiptum en orðalag um tímamörk
er loðið. Stjórnendur GATT telja
mikilvægt að staðið verði við áætl-
un um undirritun í desember en
Frakkar hafa hótað að tefja fyrir
samningnum vegna ágreinings um
stuðning franska ríkisins við bænd-
ur.
Sjá „Verður Evrópubandalag-
ið að Evrópu . . .“ á bls. 21
Vinna að
friðiáN-
Irlandi
Brussel. Reuter.
JOHN Major og Albert Reyn-
olds, forsætisráðherrar Bret-
lands og írlands, hétu í gær
• að leggjast á eitt um að stuðla
að friði á Norður-írlandi.
Leiðtogarnir sögðu í yfirlýs-
ingu eftir fund þeirra i gær, að
friðarviðræður yrðu að byggjast
á pólitískum viðræðum stjórna
Bretlands og írlands og helstu
stjórnmálasamtaka á Norður-
írlandi. Afneituðu aðilar deilunn-
ar um framtíð héraðsins hryðju-
verkum sögðu ráðherrarnir skjóta
lausn mögulega.