Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
Um aðför ofstopamanns
eftir Þórarin
Sigþórsson
Það er frekar óskemmtileg
reynsla að verða opinberlega fyrir
árásum, þar sem vegið er að manni
með ofstopa og stóryrðum. Fyrir
þessu héf ég orðið að undanförnu.
Þar er á ferðinni maður að nafni
Sverrir Ólafsson. Tilefnið er mikil
laxveiði mín og félaga míns Egils
Guðjohnsens í Laxá á Ásum tvo
veiðidaga í áliðnum júlímánuði í
sumar. Hóf þessi maður aðför sína,
þegar hann kom í ána þremur dög-
um eftir að við lukum veiði, með
því að krota um okkur óhróður í
veiðibókina á þær blaðsíður þar sem
veiði okkar var skráð. Til að bæta
gráu ofan á svart fór hann svo
hamförum um nærliggjandi sveitir
og sagði bændum tröllasögur af
umgengni okkar félaga í og við
ána. Næstu daga þar á eftir kom
hann fram í útvarpi og dagblöðum
og jós yfir okkur svívirðingum sin-
um. 16. október sl. fékk hann svo
birta grein hér í Morgunblaðinu
með áframhaldandi árásum.
Þessi maður hefur ekki sparað
við sig stóru orðin. Hann hefur
m.a. kallað okkur „níðinga“ og
„villimenn“, sagt háttemi okkar
„hroðalegt til afspumar“ og að við
hefðum sett „heimsmet í skepnu-
skap“. Frásögnum hans hafa fylgt
alls konar lýsingar á framferði okk-
ar félaganna við veiðar þessa daga
í sumar, þó að hann hafi þar hvergi
verið nærri. Ástandinu í ánni á eft-
i'r hefur hann lýst þannig að hyljir
sem áður hafi verið fullir af laxi
hafí verið orðnir tómir, og þeir lax-
ar sem eftir voru, hafi verið svo
taugaveiklaðir og styggir að þurft
hafi að skríða á fjórum fótum að
ánni ef nokkur von hafi átt að vera
um fisk. Svo firrtur er þessi maður
sambandi við raunvemleikann að
hann lét að því liggja að greinar-
skrif dr. Ásgeirs Bjarnasonar um
þetta mál bentu til þess að hann
væri óhæfur til að gegna starfi sínu
sem kennari við Háskóla íslands.
Grein sína hafði dr. Ásgeir skrifað
til að koma sannleikanum á fram-
færi og reka um leið ósannindi
Sverris heim til föðurhúsanna.
í grein hér í blaðinu 23. október
sl. fór Friðrik Brekkan, sem kom í
ána næst á eftir okkur, yfir atvik
sem Sverrir hefur haft eftir honum
og ítölskum mönnum sem með hon-
um voru. Kemur þar í ljós, að ekki
stendur steinn yfir steini í „atvika-
lýsingum" Sverris. Maðurinn virðist
einfaldlega ekki geta sagt satt orð.
Þessir veiðimenn veiddu 68 laxa á
stangimar tvær fyrsta veiðidag
sinn. Þá hefur félagi minn Egill
Guðjohnsen einnig farið yfir málið
í grein hér í blaðinu og m.a. varpað
ljósi á tilganginn með fáheyrðu
framferði þessa manns. Sé ég ekki
ástæðu til að endurtaka það. Eg læt
hins vegar fylgja hér mynd og
texta, sem birtist á baksíðu DV 3.
ágúst sl., þegar Sverrir og útlend-
ingar hans voru að ljúka veiðum
sínum í ánni; þeim sömu veiðum
og hófust þremur dögum eftir að
við hættum, og urðu manninum til-
efni hinna sjúklegu árása. Þarna
kemur fram að hann hefur aldrei
séð svo mikið af laxi í ánni og þessa
daga. Segist hann þó oft hafa verið
þar við veiðar. Og í veiðidálki sama
blaðs þennan dag er viðtal við Sverri
þar sem hann á ekki orð til að lýsa
aflabrögðum veiðihópsins, 250-260
laxar veiddir á viku á tvær stangir.
Lesendur geta sjálfir metið málatil-
búnað hans í þessu ljósi.
Þegar maður verður fyrir árásum
sem þessum á opinberum vettvangi
af hendi ofstopamanns er úr nokkuð
vöndu að ráða. Ekki er hægt að
leiða þetta alveg hjá sér, því að
vissulega er líklegt að hluti þeirra
sem á manninn hlýða átti sig ekki
á því hvað er á ferðinni og telji eitt-
hvert mark á honum takandi. Út
af fyrir sig væri hægt að höfða
mál á hendur honum, fá hann
dæmdan fyrir meiðyrði og ummæli
hans ómerkt. Það finnst mér hins
vegar ekki góður kostur, því að þá
væri verið að gera honum allt of
hátt undir höfði, auk þess sem í
slíku fælist framlenging á þeim leið-
indum sem fylgja því að þurfa að
eiga samskipti við manninn. Það
er líka þannig að ærumeiðingar
þurfa að ná ákveðnum „gæða-
flokki“ til að vera þess verðar að
Höfundur með 19 punda lax úr Vaðhyl í Miðfjarðará.
Ia>
llandi^
iöeftirlitio. -pp
jólá
ihraða
di tvö vélhjól á 150
ga í Hvalfiröinum
Kjirra sinntu ekki
1 lögreglu og elti
ö stööva þau rétt
aö Hvammsvík
ögreglubílar lok-
ftaförþeirra. -pp
Listamaður með 900. laxinn
cynferð-
amaður-
cærður
ur kveöiö upp dóm
ússaksóknara aö
dur26árafötluö-
’ii viö yfirheyrsl-
iferöislega böm
. Qölbýlishúsi og
amsá.;
reglui
dag. /
fangir
tekmr
dagsl
veg. í
einnn
stulka
Þa
nandtf
af Lit!
auk f
íaföi áöur frestaö
gefa út ákæru á
í þrjú ár en vegna
iöla breytt fyrri
'tákæruáhendur
aöi ákæmnni frá
) ekki væri hægt „Ég hef aldrel séö svona miklö al fiski í Laxá, viö höfum fengiö 250-260
í máli þar sem laxa á vlku, allt á flugu," sagöi Sverrir Ólalsson myndlistarmaöur er viö
J frestaö en sem hittum hann á bökkum Laxár á Ásum um helgina. Á myndinni heldur Sverr-
Hajstiréttur þann ir á 900. laxinum úr ánni I sumar. Áin haföi gefiö 930 laxa i gærkvöldi á
f -pp tværstangir. DV-mynd G.Bender
B
Sop
bíöa
tröp
ney
aöh
a.m.
í D\
systk
aögei
„Góður sportveiðimað-
ur einbeitir sér að því
að stunda sitt sport á
þann hátt sem veitir
honum hvað mesta
ánægju. Hann hefur
ekki áhyggjur af því
hvernig aðrir stunda
sitt, svo lengi sem farið
er að settum reglum.
Sportið stunda menn
sjálfum sér til ánægju.
Einhvern veginn finnst
mér að Sverrir Ólafs-
son eigi langt í land.“
við þeim sé brugðist með málssókn.
Þessar ná ekki þeim „gæðum“. Til
þess er ærumeiðarinn of marklaus
og málflutningur hans of gagnsær.
Ég læt því þessa grein nægja.
Það má svo fylgja með, að ég hef
um langt árabil stundað stangveið-
ar mér til ánægju. Ég geng að þeim
með því hugarfari sem ég reyndar
kannast við hjá nær öllum veiði-
mönnum sem ég þekki, að afla vel.
Við ástundun á þessu sporti hef ég
ávallt virt allar settar reglur. Það
heyrir til undantekninga að ég hafi
orðið var við að veiðimenn hafi sýnt
mér ólund yfir því að ég veiddi
meira en þeir. Ég hef ekki amast
sérstaklega við þessu; ólund þeirra
hefur sjálfsagt átt rót í þeirri eðli-
legu kennd veiðimannsins að vilja
sjálfur fá góðan afla. Allir veiði-
menn þekkja þessa kennd. Mér
finnst að vísu að góður veiðimaður
eigi að vera yfir alla ólund hafinn.
Enda vinnur ólundarmaður meira á
sjálfum sér en öðrum. Góður sport-
veiðimaður einbeitir sér að því að
stunda sitt sport á þann hátt sem
veitir honum hvað mesta ánægju.
Hann hefur ekki áhyggjur af því
hvernig aðrir stunda sitt, svo lengi
sem farið er að settum reglum.
Sportið stunda menn sjálfum sér
til ánægju. Einhvern veginn finnst
mér að Sverrir Ólafsson eigi langt
í land.
Höfundur er tannlæknir og
áhugamaður um að gott siðferði
ríki meðal laxvciðimanna.
Að hafa ekkert lært
og engn gleymt
Athugasemdum Olafs Gíslasonar svarað
eftir Gísla Sigurðsson
Ólafur Gíslason, þekktur listrýnir
og blaðamaður sem áður skrifaði í
Þjóðviljann, hefur gert mér þann
heiður að lesa grein mína í Lesbók,
„Minnispunkta frá Osló“ og skrifar
af því tilefni athugasemdir í Morg-
unblaðið 27. okt. Umkvörtunarefni
og niðurstaða Ólafs er að það sé
„biýnt hagsmunamáT* mitt að vekja
kynþáttafordóma, en röksemdimar
eru með þeim hætti að þær ganga
treglega innúr höfuðskelinni á mér.
Megintilefnið er kafli í grein
minni um myndverk í Ráðhúsi Osló-
borgar. Við Ólafur erum sammála
um, að þar hafi verið staðið að verki
með lofsverðum metnaði. Ég set
hinsvegar spurningamerki við efnis-
inntakið í hinni prýðilega vel mál-
uðu fresku Alfs Rolfsens, sem Ólaf-
ur kvartar um að ég nefni ekki á
nafn. (Lestu þetta betur, kæri Ólaf-
ur, þá sérðu nafnið hans.) Mynd -
eða myndröð - Rolfsens fjallar um
hernám Þjóðveija, sem var vita-
skuld ofarlega í hugum Norðmanna
á síðustu byggingarstigum ráðhúss-
ins milli 1945 og 50.
„Gleymum fortíðinni“ er fyrir-
sögnin á athugasemdum Ólafs en
sú tilvitnun í gæsalöppum er ekki
úr grein minni. Ég hef hvergi íað
að því, að _menn ættu að gleyma
fortíðinni. Ég taldi aðeins - og tel
enn - að það geti verið vafasamt
að halda á loft með mynd í ráðhúsi
einhveiju sem miðlað gæti andúð
milli þjóða. Margsinnis hefur verið
á það bent að ekki megi fela það
fyrir ungum kynslóðum Þjóðveija
hvað þeir kölluðu yfir nágranna-
þjóðir sínar undir stjórn Hitlers. En
það er að mínu viti alveg þarflaust
fyrir Norðmenn að þeirra nýju kyn-
slóðir haldi áfram að hata Þjóð-
veija. Einhverntíma kemur að því
að einstaklingar og þjóðir verða að
fyrirgefa. Þetta kallar mannvinur-
inn kynþáttafordóma og lái mér
hver sem vill þó ég skilji ekki sam-
hengið.
Svo vildi til að ég var staddur í
Ráðhúsi Osloborgar með norskum
listamönnum, sem allir voni á einu
máli um að myndverk Rolfsens
væri ekki við hæfi þegar hálf öld
er liðin.frá atburðunum sem hún
sýnir. Ekki var heldur að sjá að
þessi skoðun mín færi fyrir brjóstið
á mönnum í Norska sendiráðinu
hér; þaðan fékk ég hlýlegt þakkar-
bréf fyrir greinina.
Annað umkvörtunarefni Ólafs er
að ég skyldi láta í ljósi undrun mína
á því, að gulu og svörtu kynstofn-
amir eru óneitanlega fjölmennir á
götum Oslóborgar. Það er stað-
reynd að þessum nýju borgurum frá
fjarlægum löndum hefur fjölgað
mjög í Noregi á síðustu árum og
mér finnst þeir setja skemmtilega
fjölbreytilegan svip á mannlífið á
Karl Johan. En að mati Ólafs heyr-
ir víst undir kynþáttafordóma að
undrast þessa fjölgun á skömmum
tíma, eða þá að nefna smávægileg
óþægindi sem komið hafa í kjölfar-
ið. Það var til dæmis einróma álit
nokkurra Norðmanna sem ég ræddi
við, að fólk frá Pakistan liti ekki
sömu augum á eignaréttinn og við.
í því efni var engu slegið föstu;
enginn dómur upp kveðinn, aðeins
minnst á það sem heyrðist á tali
þeirra manna sem ég ræddi við og
það voru ekki fordómafullir menn.
Seint mun ég taka undir þann
boðskap Ólafs Gíslasonar, sem
óneitanlega verður lesinn út úr at-
hugasemdum hans, að best sé að
hafa engu gleymt og ekkert lært.
Að vænlegast sé í heimi hér að
halda á loft merki haturs og mis-
klíðar, eða þeirra þjáninga sem forf-
eðurnir liðu fyrir misgjörðir annarra
þjóða aftur í tímanum.
Við Ólaf Gíslason hef ég einung-
is átt góð samskipti og hann hefur
ritað prýðilegar greinar í Lesbók.
Gísli Sigurðsson
„Einhverntíma kemur
að því að einstaklingar
og þjóðir verða að fyrir-
gefa. Þetta kallar
mannvinurinn kyn-
þáttafordóma og lái
mér hver sem vill þó ég
skilji ekki samhengið.“
En allir eiga sína slæmu daga.
Ásakanir hans í umræddum at-
hugasemdum verða einna -helzt
skýrðar með því að hann hafi farið
öfugu megin framúr þann morgun-
inn.
Höfundur er umsjónarmaður
Lesbókar.
Stykkishólmur
Skólahljóm-
sveit Mos-
fells bæjar
í heimsókn
Stykkishólmi.
LÚÐRASVEIT Stykkishólms tók á
móti Skólahljómsveit Mosfellsbæj-
ar á dögunum. Var um fagnaðar-
fundi að ræða þar sem hér er um
árleg samskipti milli þessara
lúðrasveita.
Stjórnandi skólahljómsveitar Mos-
fellsbæjar er Birgir D. Sveirtsson og
hefur hann stjórnað sveitinni um
fjölda ára.
Daði Þór Einarsson er stjórnandi
Lúðrasveitar Stykkishólms. Hann var
eitt sinn nemandi Birgis er Daði var
að alast upp í Mosfellssveitinni.
Löng samskipti
Þessi samskipti sveitanna eru nú
orðin 12 ár og alltaf mikill viðburð-
ur. Á meðan gestirnir dvöldi hér voru
samæfingar beggja sveitanna og tóku
þátt í þeim 50 hljóðfæraleikarar og
auðvitað voru svo hljómleikar í lokin
á vönduðu efni og var flytjendum
innilega fagnað. Gestimir notuðu vel
tímann, gengu á Helgafell og fóru
með Eyjaferðum um Breiðafjörð.
Einnig gistu gestirnir í tónlistarskól-
anum en borðuðu heima hjá félögum
Lúðrasveitar Stykkishólms.
Þessi samskipti eru mjög jákvæð
þar sem félagar í lúðrasveitunum
kynnast í starfi og leik og efla og
bæta hljómlistina og alltaf eru ein-
hveijar nýjungar á ferðinni.
- Árni