Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Fordæmi Bjarna Benediktssonar eftir Þröst Ölafsson Á sama tíma og iðnbyltingin hóf innreið sína á meginlandi Evrópu ríkti skipulag sjáifsþurftarbúskapar og þ.a.l. kyrrstaða á Islandi. Umbylt- ing atvinnuhátta hófst síðan á ís- landi af meiri krafti en dæmi voru um víðast hvar. Þessi snöggu umskipti annars vegar og rótgróin völd gömlu ís- lensku valdastéttarinnar hins vegar ollu því að ekki tókst að aðlaga alla þætti íslenskrar þjóðfélagsgerðar að kröfum nútímans, einkum á sviði fijálsra viðskipta. Það reynist því oft nauðsynlegt að leita sögulegra fremur en rökrænna skýringa á ástæðum þess, að sumilr íslendingar kjósi fremur kyrrstöðu og leggi aukna áherslu á sjálfsþurftarbúskap en frjáls viðskipti að hætti vest- rænna þjóða. Fastheldnir á forna ósiði í athyglisverðum greinum eftir Áma Amarson, sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins 9., 16. og 23. októ- ber sl., er m.a. greint frá því að ís- lendingar hafi hafnað boði konungs árið 1670 um að taka þátt í íslands- versluninni og borið við sárri fá- tækt. Meginástæðan fyrir þessari synjun er hins vegar talin hafa verið að Islendingar ríghéldu í fornar við- skiptavenjur um vöruskipti, þar sem fiskar og álnir voru verðamæta- kvarðinn. Þeir skildu því ekki hug- takið markaðsverð og voru ekki í stakk búnir til að stunda utanríkis- verslun. íslendingar ríghéldu í þetta fyrir- komulag, lengur en flestar þjóðir. Hræðslan við hið ókunna sameinaði valdastéttina, sem leit homauga all- ar breytingar, sem ógnað gátu jafn- vægi þjóðfélagsstéttanna. Dómar frá þessum tíma endurspegla þennan ótta. Þannig kvað Alþingi upp dóm árið 1609, þar sem talið var óheim- ilt að beita maðki, sem þótti betri beita en áður þekktist, þar sem sum- ir hvorki vildu né gátu notað slíka beitu. Svipuð sjónarmið komu fram í Grundardómi frá árinu 1581. Sam- kvæmt honum var óheimilt að nota lóð við veiðar vegna þess að vinnu- menn sóttu frekar í störf þar sem slík verkfæri voru notuð en hinir fengu enga vinnumenn, sem ekki höfðu bolmagn til að koma sér upp lóðum til að keppa um vinnuaflið. Svokallaðir markönglar voru bann- aðir, þar sem ekki hefðu allir sömu aðstöðu til að nýta þá. í stað þess að menn gætu nýtt sér aðstöðuna til bættari kjara, þá skyidi heldur draga alla niður á það afkomustig sem þeir verst settu bjuggu við. Þessi dæmi lýsa því hvernig valda- stéttir hindruðu tækniframfarir og kusu fremur að halda afkomu allra niðri, heldur en að fylgja nýjungum, þar sem framfarir gátu raskað inn- byrðis valdajafnvægi þjóðfélagsins. Skyldi enn eima eftir af þessum hugsunarhætti? „Einvaldsklær forréttindahópa" Þar sem jafnaðarstefnan er jafn- réttisstefna, sem berst gegn forrétt- indum, kemur það fáum á óvart að íslenskir jafnaðarmenn hafi áratug- um saman barist ekki aðeins gegn forréttindahópum heldur einnig slíku kyrrstöðuhugarfari, sem hefur tak- markað frelsi einstaklinganna og hindrað efnahagslegar franjfarir og eðlilega verðmætasköpun í þágu þjóðarheildarinnar. Alþýðuflokkurinn hefur frá upp- hafi barist gegn því að Framleiðslu- ráði iandbúnaðarins væri falið úr- skurðarvald um heimild til innflutn- ings landbúnaðarafurða. Hags- munasamtök bænda geta ekki bæði gætt hagsmuna framleiðenda og neytenda, hversu réttlát sem þau telja sig vera. Á þetta sjónarmið féllust ailir' flokkar við afgreiðslu „kartöflubiblíunnar" svokölluðu á Alþingi árið 1955, þar sem því var hafnað að Framleiðsluráð fengi úr- skurðarvald um innflutning landbún- aðarafurða. Ráðið gæti aldrei verið meira en umsagnaraðili. Neytendur þess tíma gátu einnig þakkað einarðri afstöðu Bjarna Benediktssonar þáverandi dóms- málaráðherra þessa skynsömu nið- urstöðu. Þrátt fyrir eindreginn vilja hans til að draga úr valdi framsókn- armannsins Jóns heitins ívarssonar, forstjóra Grænmetisverslunar ríkis- ins, gat hann ekki fallist á að þau völd yrðu afhent Framleiðsluráði landbúnaðarins. í lokaumræðu Alþingis um málið beitti Bjarni m.a. eftirfarandi rökum: „... en í ljós kom, að það synjunar- vald á innflutningi og útflutningi allra landbúnaðarafurða, einnig ann- arra en grænmetisafurða, sem í frumvarpinu er fengið þeirri stofnun, sem hér um ræðir, er algerlega nýtt. Slík heimild hefur ekki áður verið í lögum, og ég og nokkrir fleiri þing- menn vorum ákveðnir í því, að ef þessu ákvæði fengist ekki breytt, þá mundum við ekki treysta okkur til þess að fylgja frumvarpinu. Nú hefur málum svo skipazt, að land- búnaðarnefnd með þessa vitneskju í huga hefur orðið sammála um að færa greinina í það horf, sem ég tel aðgengilegt, að framleiðsluráð hafí hér umsagnarrétt. Það er mjög eðli- legt, að fulltrúar bændanna eigi rétt á því að láta uppi sitt álit um þetta. Hitt gat ekki komið til mála, að fela þeim úrslitaákvörðunarvaldið í svo víðtæku málefni. Það gleður mig Þröstur Ólafsson „Lang-varandi við- skiptahöft er afar dýr- keypt efnahagsstjóm- un. Þau leiða til óhag- kvæmra framleiðslu- hátta en kostnaðurinn er greiddur af kaupend- um framleiðslunnar.“ mjög, að hæstvirtur þingmaður Suð- ur-Þingeyinga, Karl Kristjánsson, sagði, að aldrei hefði verið meining- in að sækjast eftir svo víðtæku valdi, enda ber að játa, að nefndin féllst ljúflega á breytinguna, þegar málið hafði verið athugað, og er þá ánægjulegt, að allir geta vel við unað, aðrir en þeir, sem vilja halda einveldi „einvaldsklónna úr Horna- firði“.“ Afleiðingar haftastefnunnar Þessi skynsömu viðbrögð þáver- andi dómsmálaráðherra eru áhuga- verðari fyrir þær sakir að Sjálfstæð- isflokkurinn var í stjórnarsamstarfi með Framsóknarflokknum á þeim tíma þegar haftastefnan var í al- gleymingi. Fram til ársins 1934 var innflutningur og verslun með land- búnaðarafurðir hins vegar með öllu frjáls, en íslensk stjórnvöld fetuðu því miður í fótspor annarra ríkja í Vestur-Evrópu ogtöldu, með hörmu- legum afleiðingum, að viðskiptahöft væru rétt viðbrögð við heimskrepp- unni. Upphafið að endalokum hafta- stefnunnar má hins vegar rekja til alþjóðlegs viðskiptasamstarfs, stofn- unar GATT og OEEC (sem síðar varð OECD), sem lagði grunninn að evrópsku samstarfi gegn höftum og tollum, sem leiddi til stofnunar Kola- og stálbandalags Evrópu 1952. Upp úr því þróaðist Efnahagsbandalagið 1958 og síðan EFTA árið 1960. Hin farsæla viðreisnarstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks var und- ir sterkum áhrifum frá þessari já- kvæðu þróun, sem styrkti markmið samstarfsaðila um að afnema hafta- stefnuna. Það er því alvarlegt um- hugsunarefni að á sama tíma og frelsi ríkir á nær öllum sviðum ís- lensks viðskiptalífs hafí höft á sviði landbúnaðar aukist frá því sem þau voru mest á tímum haftaáranna. Langvarandi viðskiptahöft er afar dýrkeypt efnahagsstjómun. Þau leiða til óhagkvæmra framleiðslu- hátta en kostnaðurinn er greiddur af kaupendum framleiðslunnar. Við- skiptahöftin beinast því í reynd ekki gegn erlendum aðilum heldur inn- lendum neytendum. Nýleg ákvörðun landbúnaðarráð- herra um að fela Framleiðsluráði úrskurðarvald um innflutning soð- innar kjötvöru, er því ekki aðeins byggð á umdeildri lagastoð, sem brýtur í bága við alþjóðaskuldbind- ingar íslendinga og reynir á þanþol stjórnarskrárinnar; hún er jafnframt tímaskekkja, sem á svipaðan hátt og fyrir tæpum fjórum öldum virðir að vettugi hagsmuni þjóðarheildar- innar. Þar að auki brýtur hún gegn öllum meginreglum viðskiptafrelsis og forsendum opins hagkerfis. Við alþýðuflokksmenn höfum því barist á móti fyrrnefndri ákvörðun land- búnaðarráðherra og afturhaldshug- arfari framsóknarmanna allra flokka. Gegn afturhaldshugarfari mun áfram verða barist. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Látum hagsmimi bamanna ráða eftir Gunnar Biering Samruni Landakotsspítala og Borgarspítala hefur verið í brenni- depli í fjölmiðlum síðustu dagana. Þar hefur m.a. borið á góma flutning barnadeildar Landakotsspítala á Borgarspítala og eru skriflegar skoðanir um þá ráðstöfun. Borgar- spítalinn hefur lýst yfir áhuga á því að veita deildinni á Landakoti við- töku m.a. á þeim forsendum, að þúsundir bama fara árlega uní slysa- varðstofu og aðrar deildir sjúkra- hússins án þess að njóta þjónustu bamalækna né annars sérhæfðs starfsliðs. Bamaspítali Hringsins á Landspítalanum hefur jafnframt lýst áhuga á því að barnadeildin á Landa- kotsspítala flytjist á Landspítalann og sameinist deildinni þar. Ástæður em einkum tvær, fjárhagsleg hag- kvæmni fyrir þjóðarbúið og sú ákvörðun Ríkisspítalanna að reisa vandað bamasjúkrahús á komandi ámm. Ástæða þykir á þessu stigi að vekja athygli á umræðum, sem átt hafa sér stað innan vébanda Félags íslenskra bamalækna undan- farin þijú ár. Árið 1990 skipaði fé- lagið nefnd í samráði við heilbrigðis- „ Greinarhöf undur hvetur til þess, að álykt- anir Félags íslenskra barnalækna um þjón- ustu við veik börn á Is- landi verði hafðar að leiðarljósi við þær um- ræður, sem framundan eru.“ málaráðuneytið til að móta hug- myndir um þjónustu við veik böm á íslandi í framtíðinni. Var undirritað- ur skipaður formaður nefndarinnar, sem gjarnan var kölluð framtíðar- nefndin. Nefndin skilaði lokaskýrslu í árslok 1992 en þá hafði hún verið rædd náið á allmörgum félagsfund- um. Stjórn Félags íslenskra barna- lækna mótaði því næst ályktunartil- lögur á grundvelli skýrslunnar og þeirra umræðna, sem um hana spunnust. Voru ofangreindar álykt- unartillögur bomar upp á aðalfundi félagsins 8. janúar 1993. Sú tiiiaga, sem fjallaði um sjúkrahúsmál bama á íslandi, var í fjórum liðum og hljóð- aði svo: 1. Gerðar verði nú þégar ráðstaf- anir til að barnadeild Landakotsspít- ala verði flutt á Borgarspítalann í Reykjavík. 2. Hafinn verði nú þegar undir- búningur að byggingu barnaspítala á Landspítalalóð, sem verði mistöð allrar heilbrigðisþjónustu við böm á íslandi. 3. Lögð verði megináhersla á náið samstarf Landspítala, Borgarspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Ákur- eyri um heilbrigðisþjónustu við böm á íslandi. 4. Starfrækt verði barnadeild við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri svo sem verið hefur hingað til og fagnað er fyrirhugaðri stækkun deildarinnar. Greinargerð fylgdi þessari tillögu og þykir ástæða_ til að birta hana í heilu lagi hér: „Ástæður fyrir flutn- ingi barnadeildar Landakotsspítala á Borgarspítalann eru einkum tvær, þ.e. annars vegar gjörbreytt starfs- aðstaða barnadeildarinnar á Landa- kotsspítala og hins vegar sú stað- reynd, að árlega eru skoðaðar þús- undir barna á Borgarspítala án þess Gunnar Biering að barnalæknar komi þar nærri. Lagt er til að skipulögð verði á höf- uðborgarsvæðinu miðstöð fyrir alla heilbrigðisþjónustu við böm á ís- landi. Innan vébanda þessarar mið- stöðvar verði auk hefðbundinna bamalækninga skipulögð göngu- deildarþjónusta hinna ýmsu undirs- érgreina barnalæknisfræðinnar þar sem þörf er á séraðstöðu og sam- vinnu margra aðila (multidisciplin- ary approach). Einnig þjónusta við landsbyggðina, þjónusta við heilsu- gæslustöðvar varðandi ungbamaeft- irlit og skólalækningar svo og bama- geðlækningar og endurhæfingu svo eitthvað sé nefnt. Kennsla heilbrigð- isstétta verði skipulögð frá þessari miðstöð. Ekki er lögð áhersla á, að öll starfssemin fari fram undir einu þaki, en talið er eðlilegt, að barnasp- ítali, sem reistur verður á Landspít- alalóð á komandi árum, verði mið- punktur þessarar starfsemi. Þar til nánara skipulag af hálfu heilbrigðis- yfirvalda liggur fyrir en lögð er áhersla á að fagleg og akademísk stjómun deildanna á Landspítala og Borgarspítala verði sameiginleg svo og rekstrarleg stjórnun, eftir því sem auðið er. Læknanemar, aðstoðar- læknar og annað starfslið vinni á báðum sjúkrahúsunum eftir því sem námskröfur og aðrar aðstæður gefa tilefni til. Lögð er rík áhersla á eðlilega verkaskiptingu milli þessara stofn- ana varðandi þjónustu við börn, þannig að forðast megi fjárhagslega óhagkvæma tvítekningu og óheppi- lega samkeppni samfara henni." Ályktunartillögur stjórnarinnar vom samþykktar einróma. Fundinn sóttu 22 af 36 starfandi barnalækn- um á landinu og þeirra á meðal var þorri bamalækna, sem starfa við sjúkrahúsin hér í Reykjavík. Vom niðurstöður fundarins kynntar þá- verandi heilbrigðismálaráðherra, Sighvati Björgvinssyni, landlækni og stjómendum Ríkisspítala og Borgarspítala. Greinarhöfundur hvetur til þess, að ályktanir Félags íslenskra bama- lækna um þjónustu við veik böm á íslandi verði hafðar að leiðarljósi við þær umræður, sem framundan em. Höfundur er bamalæknir. Opið í dag frá kl. 12:00 -16:00 SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S. 61 9550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.