Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 15 Menntastefna SUS eftirMeyvant Þórólfsson Það er ævinlega fagnaðarefni, þegar ungt fólk í ábyrgðarstörfum lætur sig varða menntun og upp- eldi. Ég fagna því skrifum Ingi- bjargar Völu Kaldalóns og Þor- steins Siglaugssonar fulltrúa í mennta- og menningarmálanefnd SUS í Morgunblaðinu 28. septem- ber sl. Það er sannarlega mikilvægt að gera sér grein fyrir ýmsum brotalömum, sem hrjá íslenskt menntakerfi. Enda er auðvelt að leiða rök að því, að grunnskólinn er undirstaða velferðar okkar. Grunnskólinn í ógöngum En kæru Ingibjörg og Þorsteinn, skýringar ykkar á ógöngum grunn- skólans tel ég alls kostar óviðun- andi. Þið nefnið ónýt lög, óskýr markmið og ómarkvissa kennslu í grunnskólum. Nei, vandinn á sér miklu víðtækari og dýpri rætur, sem liggja bæði ínnan og utan skóla- starfs. Þeir skólar eru einmitt í mestum ógöngum, sem ekki hafa tileinkað sér hin ágætu lög og að- alnámskrá sem nú eru í gildi. Orð hins virta stjórnmálamanns og ágæta sjálfstæðismanns, Bjarna Benediktssonar, eru lýsandi fyrir þann vanda, sem við eigum við að etja: „Ein réttmætasta aðfinnsla við núverandi fræðslukerfi er einmitt sú, að nú sé troðið í unglingana margvíslegum fróðleik, en þó skorti þá vitneskju um sumt það, sem sjálfsagt sé, að allir viti.“ (Land og lýðveldi, 1965.) Námsgengi á æðri skólastigum Ingibjörg og Þorsteinn eru miður sín yfir slæmu gengi nemenda á æðri skólastigum, sem þau vilja rekja til minnkandi kennslu í ís- lensku, stærðfræði og erlendum málum. Skoðum 2. markmiðsgrein grunnskólalaga, sem er rökrétt af- leiðing af stjórnskipun lýðveldisins. Meginhlutverk grunnskólans er og verður ævinlega að búa nemendur undir líf og starf í lýðveldi okkar, þessu síbreytilega þjóðfélagi sem, eins og þið orðið það, einkennist af auknu rótleysi og dvínandi sið- ferði. Starf grunnskólakennarans verður vandasamara með ári hverju og krefst æ meiri þolinmæði, og honum er öldungis ætlað meira en að troða í nemendur málfræðiregl- um og stærðfræðiformúlum, sem henta æðri skólastigum. Grunn- skólakennari verður að haga störf- um sínum í samræmi við þarfír allra nemenda, þjálfa þá til samstarfs við aðra þjóðfélagsþegna, veita þeim tækifæri til að afla sér þekk- ingar og leikni á ýmsum sviðum og síðast en ekki síst að halda uppi virkri samvinnu við heimilin um menntun og uppeldi. Stærðfræði- og málanám er hvergi eins virkt og samstillt við þróunina í þjóðfé- laginu og í þeim skólum, sem fylgja ákvæðum Aðalnámskrár grunn- skóla frá 1989. Nemendur eru þjálf- aðir í að tjá sig í ræðu og í riti, færa rök fyrir máli sínu og beita þekkingu sinni til að leysa ýmsar þrautir og vandamál, sem krefjast rökhugsunar og skilnings. Sl. vor birtist hér í blaðinu viðtal við Einar Guðmundsson samstarfs- mann Ingibjargar hjá Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála. Hann kemst m.a. að þeirri niður- stöðu, að 34% nemenda geti deilt 2,5 í 3,55 án þess að nota vasa- reikni eða tölvu. Er það slíkt stærð- fræðinám, sem þið teljið hafa minnkað? Hvenær deilduð þið síðast tugabroti í tugabrot með blaði og blýanti og geymduð vasareikninn ykkar uppi á hillu á meðan? Ég tel að hér sé í hnotskurn ein alvarleg- asta brotalömin í íslensku skóla- kerfí. Gerð er krafa um að böm tileinki sér þekkingu og leikni, sem ekki er lengur þörf fyrir. Þetta er hliðstætt því að gera kröfu um að fólk noti bala og þvottabretti í stað þvottavélar. Vitað er, að kennarar veija umtalsverðum tíma í að þjálfa nemendur í slíkum „prófsýningar- atriðum“. Uppeldismarkmið Ingibjörg og Þorsteinn telja upp- lausn og dvínandi virðingu fyrir reglum þjóðfélagsins afleiðingu af óskýrum uppeldismarkmiðum, aga- leysi og skorti á markvissri kennslu í skólum. Kæru börn, hér er á ferðinni þjóð- félagsvandi, sem á sér miklu víð- tækari orsakir. Skoðum t.d. hvernig verkefnum er forgangsraðað í þjóð- félagsinu. Raunvemlegar þarfir barna og unglinga em ekki ofarlega á verkefnalistanum. Sú vinnuað- staða og umhverfí, sem ungu fólki er ióoðið upp á, yrði umsvifalaust dæmd óhæf af heilbrigðis- og vinnueftirliti, ef um væri að ræða vinnustað fullorðins fólks. Nýlega kom ég inn í nýtt og glæsilegt hús- næði tryggingafélags. Þar sátu starfsmenn við stór skrifborð með öll hugsanleg þægindi við höndina, parket og marmari á gólfum og hitabeltisplöntur í hveiju horni. Þar sem ég var nýstiginn út úr kennslu- stofu frá 27 nemendum, sem sátu þétt saman við lítil skólaborð, á hörðum stólum í 26 stiga hita og ólofti, fann ég hvað andstæðurnar Meyvant Þórólfsson „Börn og unglingar eru viðkvæmar mannverur, fólk, sem auðvelt er að hafa áhrif á og móta. Skólinn og námskráin eiga eðlilega undir högg að sækja í þeim efnum.“ voru hrópandi. Væri ekki skynsam- legra að greiða 40.000 krónur á ári fyrir mannsæmandi vinnuað- stöðu handa börnum okkar en ein- hveija tryggingu sem fer í að greiða fyrir umferðarafglöp ólánsamra fórnardýra þessa geggjaða þjóðfé- lags skrums og ofursamkeppni? Börn og unglingar hljóta helst athygli í samfélaginu vegna hins gjöfula markaðar, sem leynist í þeim hópi. Þessi hópur er nefnilega viðkvæmur gagnvart ýmiss konar áreiti og auðvelt er að fá hann til að kaupa fánýta hluti og þjónustu. Ungmennum er boðið upp á alls kyns firringu, sem fyrst og fremst miðar að því að innræta sam- keppni, hatur og andúð á náungan- um. Vinsælasti tölvuleikurinn í dag gerir börnum kleift að höggva höf- uðið af andstæðingnum svo að blóð- ið slettist í allar áttir. Svæsnustu ofbeldismyndböndin, en jafnframt þau vinsælustu meðal barna og unglinga, koma sjaldnast fyrir augu fullorðins fólks. Og það er engin tilviljun, að auglýsingar á skyndibit- um, gosdrykkjum, áfengi, sígarett- um og alls kyns skrani eru staðsett- ar þar sem ungmenni halda sig. Hin íslenska fijálshyggjustefna stíl- ar á þessi gjöfulu mið; svifist er einskis, framleiðendurnir láta sig engu varða afleiðingarnar. Kjörorð- ið er: Hugsaðu um sjálfan þig, þig varðar ekki um vandamál annarra. Börn og unglingar eru viðkvæm- ar mannverur, fólk, sem auðvelt er að hafa áhrif á og móta. Skólinn og námskráin eiga eðlilega undir högg að sækja í þeim efnim“. Menntun í takt við þróun þjóðfélagsins Agætu SUS-félagar, mín niður- staða er ótvíræð: Því betur sem kennarar fylgja markmiðum Aðal- námskrár grunnskóla frá 1989 þeim mun farsælla er skólastarfið. Fylgt er þróun þjóðfélagsins við skipulag þess, nemendur eru þjál- faðir í móðurmáli, stærðfræði og erlendum málum með markvissri tengingu við raunveruleikann. Þeir eru þjálfaðir í að tjá sig jafnt í ræðu sem í riti og þeim er innrætt virðing fyrir öðrum jafnt sem sjálf- um sér á grundvelli jafnréttis og frelsis. Þakka ykkur fyrir að vekja umræðu um þetta mikilvæga mál. Höfundur er kennari við Vogaskóla og fyrrverandi námstjóri í menntamála- ráðuneytinu. LESTRARHESTURINN k kynnir nýjan bókaflokk |j fyrir böm og unglinga 1LÍFIÐ OG TILVERAN Bamabækur • Unglingabækur íslenskur fróðleikur Æviminningar • Viðtalsbækur Ljóðabækur • Þýddar skáldsðgur Ástarsögur • Sakamálasögur o. m. fl. Einnig lítið útlitsgallaðar bækur á gjaf ■garhúsin ÞESSI OD Yfíl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.