Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 16

Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 16
f 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Arekstur og velta MAÐUR var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur þriggja bíla á Hafnar- ijarðarvegi við gangbrautarljós í Garðabæ laust eftir hádegi í gær. Meiðsli hans voru ekki alvarleg að sögn lögreglu. Einn bílanna, jeppi, valt við áreksturinn. Ráðherra boðar nýjung í stjóm náttúruvemdarmála Tíndu fræ á Kamtsjatka ÓLI Valur Hansson, fyrrverandi garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags íslands, og Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, komu á dögunum heim úr fræsöfnun til Kamtsjatka. Þetta var i fyrsta skipti sem héðan hefur verið haldið gagngert austur til Kamt- sjatka í leit að gróðri. Brynjólfur og Óli ferðuðust um skagann í einn niánuð, en áður hafði Óli Valur dvalið við söfnun í Magadan-héraði í 3 vikur, en þar var Öli einnig á ferð í hálfan mán- uð sl. vetur og safnaði ögn af ýmsum tijágróðri. Frá Kamtsjatka komu þeir fé- lagar heim með um 360 sýnishom af fræi og græðlingum af liðlega 80 plöntutegundum. Félagana bar víða niður í leit að gróðri, en vist- fræðinefnd Kamtsjatka hafði veitt Óla söfnunarheimild á skaganum. Þær stofnanir sem sýnt hafa áhuga á varðveislu og skoðun efnisins til að byija með eru Skóg- rækt ríkisins á Hallormsstað, Barri hf. á Egilsstöðum, Garðyrkjuskóli ríkisins og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Eins munu Eyfirðing- ar og Landgræðsla ríkisins hafa áhuga á efninu. P -------♦ ♦ ♦------- ■ 50. SÝNING á Roiyu ræn- ingjadóttur verður í dag, laugar- daginn 30. október. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Ronju, Gunnar Helgason leikur Birki, Margrét Helga Jóhannsdóttir er Lovísa mamma Ronju, Theódór Júlíusson er ræningjaforinginn, Matthías gabbi hennar og Guðmundur Ólafsson leikur gamla klóka ræn- ingjann, Skalia-Pétur. Leikstjóri sýningarinnar er Ásdís Skúladótt- ir, leikmynd og búninga hannaði Hlín Gunnarsdóttir og lýsingu annaðist Elfar Bjarnason, Auður «,3 Bjarnadóttir samdi dansana og Margrét Pálmadóttir er söng- stjóri. Aðeins eru fyrirhugaðar fáar sýningar í viðbót. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Náttúruverndarþingi Arnþór Garðarsson, formaður Náttúruverndarráðs, setur 28. Náttúruverndarþing. ríkisgeiranum sagði ráðherra óhjá- kvæmilegan ef Náttúruverndarráð ætti að sinna hlutverki sínu sem óháður, gagnrýninn aðili. Landvarsla ríkisins mun hafa yfirumsjón með fármálum, rekstri og framkvæmdum á friðlýstum svæðum. Sagði Össur að stefnt væri að því að endurskoða allan þennan rekstrarþátt frá grunni, og einfalda hann eins og kostur er. Ætlunin væri ekki að Land- varsla ríkisins sæi um daglega umsjón allra friðlýstra svæða, heldur að sveitarfélög og félaga- samtök á borð við ferðafélögin tækju að sér umsjón svæðanna eftir samkomulagi við Landvörsl- una, í eins ríkum mæli og kostur væri. Hlutverk Landvörslunnar gæti því allt eins verið að setja reglur um meðferð svæða og um- gengi, gera samninga við rekstra- raðila, skipuleggja framkvæmdir og hafa eftirlit með fjármálum og ástandi lands. UMHVERFISMÁLARÁÐHERRA boðaði nýja tilhögun á stjórn náttúruverndarmála í ávarpi við upphaf 28. Náttúruverndar- þings sem hófst í gær. Samkvæmt hugmyndum hans skal Nátt- úruverndarráð verða óháður eftirlitsaðili en ný stofnun, Land- varsla ríkisins, hafi yfirumsjón með fjármálum, rekstri og fram- kvæmdum á friðlýstum svæðum í samvinnu við sveitarfélög og félagasamtök. Fjölmörg mál verða afgreidd á Náttúruverndar- þingi en það lýkur störfum í dag. Umhverfismálaráðherra hefur skipað Arnþór Garðarson áfram formann Náttúruverndarráðs og Jóhönnu Magnúsdóttur varaformann. í ávarpi við upphaf Náttúru- verndarþings sagði Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra að kjaminn í þeim tillögum sem til umræðu væm í ráðuneytinu hnígi í þá átt að skipta þeim verkefnum ríkisins sem Náttúruverndarráð hefur nú með höndum á um- hverfisráðuneytið og stofnanir þess, en skapa nýjan grundvöll fyrir sjálfstætt Náttúruverndar- ráð. Það yrði óháð valdboði um- hverfisráðherra og gæti veitt stjórnvöldum hiklaust og óvægið aðhald ef svo ber undir. Landvarsla ríkisins Össur sagði að í dag stæði Nátt- úruverndarráð í ríkisrekstri, þar sem væri umsjón og rekstur frið- lýstra svæða og þjóðgarða. Sam- rýmist ríkisrekstur af þessu tagi ekki því sjálfstæði frá ríkisvaldinu sem Náttúruvemdarráð þyrfti nauðsynlega að hafa. Því væri hugmyndin, að Náttúruverndarráð sjálft verði skilið frá rekstri skrif- stofu ráðsins og skrifstofan verði að Landvörslu ríkisins, sem taki við þeim ríkisrekstri sem ráðið sinnir í dag. Þennan aðskilnað frá Útúrsnúningxir lögmannsins eftir Halldóru J. Rafnar í Morgunblaðinu í gær, föstu- daginn 29. október, birtist smá- klausa eftir Magnús Óskarsson lögmann þar sem hann kýs að snúa út úr bókunum Utvarpsráðs frá 15. og 22. október. Það hefur éf til vill farið fram- hjá lögmanninum að Sjálfstæðis- fiokkurinn hefur barist fyrir tján- ingarfrelsi og því að sem flest sjón- armið komi fram í opinberri um- ræðu. Einnig hefur framgangur jafnréttismála verið á stefnuskrá flokksins um árabil og hafa flestir forystumenn hans sýnt þeim mál- um áhuga og skilning. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, og Landssamband sjálfstæðiskvenna hafa látið til sín taka í þessum efnum og er skemmst að minnast kosningar 4 kvenna í miðstjórn flokksins á síðasta landsfundi og ályktunar aðalfundar Hvatar 27. október sl. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í núverandi Utvarpsráði hafa í störf- um sínum þar m.a. lagt áherslu á að í dagskrá Ríkisútvarpsins væri leitast við að auka hlut kvenna þar sem þáttur þeirra hefur verið minni en karla af orsökum sem skýra má á sögulegum forsendum. Hefir miðað þokkalega áleiðis, en betur má ef duga skal og því var eftirfar- andi bókun samþykkt samhljóða á fundi ráðsins 15. október: „í tilefni af Jafnréttisþingi sem nú er haldið i fyrsta sinn samþykk- ir Útvarpsráð að beina því til út- varpsstjóra að óháðum aðila verði falið að kanna hlut kvenna í frétt- um Útvarps og Sjónvarps og fréttatengdum þáttum, með það fyrir augum að athuga hver þróun- in hafi verið síðan 1987. Þá kom fram í könnun Sigrúnar Stefáns- dóttur fréttamanns að konur væru aðeins 12% viðmælenda í fréttum Sjónvarps og það jafnframt í mjög afmörkuðum málaflokkum. Á fundi sínum 18. desember 1987 samþykkti Útvarpsráð „að beina þeim eindregnu tilmælum til yfirmanna fréttastofu Sjónvarps svo og Útvarps, að unnið verði að því á markvissan, skipulagðan hátt að auka stórlega þátttöku kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum hjá Ríkisút- varpinu.“ Útvarpsráð vill með nýrri könn- un nú fylgja eftir ofangreindri samþykkt og leggja sitt lóð á vog- arskálarnar í jafnréttisbaráttunni. Halldóra J. Rafnar, Davíð Stef- ánsson, Valþór Hlöðversson, Guðni Guðmundsson, Guðmundur H. Garðarsson, Kristín A. Árnadóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir." Frá 18. maí til 22. október er síðari bókunin var samþykkt hafði verið efnt til 24 umræðuþátta í Sjónvarpinu. Þar af voru 10 þar sem engin kona kom fram. 1 þátt- ur hefur verið á vegum Innlendrar dagskrárdeildar, 3 þættir á vegum Fréttastofu, 6 þættir á vegum Skrifstofu framkvæmdastjóra, þar af voru 4 þættir í röð fyrir bókun Útvarpsráðs þ.e. þann 19. okt., 17. okt., 21. sept., og 14. sept. Verður að telja slíkt óviðunandi. Hneykslan lögmannsins á því að í síðari bókuninni var gagnrýnd- ur fjöldi þátttakenda sem hafa verið karlkyns „með áþekk stjórn- málaviðhorf" vil ég hvetja hann til þess að kynna sér nöfn þátttak- enda í umræðuþáttum á síðustu vikum. Til þess að hægt sé að ætlast til að aðrir fari að settum leikreglum verður maður að gera það sjálfur. Á meðan ég er formaður Út- varpsráðs mun ég því beita mér fyrir því að konur séu ekki snið- gengnar í dagskrá Ríkisútvarpsins og að hægt verði að halda því fram með sanni að eðlilega sé staðið að vali á stjórnendum og þátttakend- um í dagskrá. Eftir ágætan fund í Útvarpsráði í dag er ég fullviss um að það mun ganga vel. Höfundur er formaður útvarpsráðs. í viðtali við Morgunblaðið í gær fær Hrafn Gunnlaugsson að bæta mér í hóp þeirra manna sem hann telur hafa stuðlað að píslarvætti sínu. Ég neyðist til að leiðrétta það. Hrafn segir í viðtalinu að þeg- ar handrit hans að kvikmyndinni Hinum helgu véum var lagt fyrir nefnd sem valdi framlag íslands til hins svokallaða „norræna kvik- myndaverkefnis" hafi nefndin hafn- að því. Síðan hafi hann í fyrra- haust sótt um styrk til eftirvinnslu myndarinnar hjá Kvikmyndasjóði íslands og hafi úthlutunarnefnd þá einnig hafnað þeirri umsókn. Óg Hrafn bætir við: „Formaður úthlut- unarnefndar var þá líka Árni Þórar- insson." Hrafn Gunnlaugsson hefur um árabil setið í stjórn Kvikmyndasjóðs íslands. Sú stjórn staðfestir val á fólki í báðar þær nefndir sem hér „A meðan ég er formað- ur Útvarpsráðs mun ég því beita mér fyrir því að konur séu ekki snið- gengnar í dagskrá Rík- isútvarpsins og að hægt verði að halda því fram með sanni að eðlilega sé staðið að vali á sijórnendum og þátt- takendum í dagskrá.“ um ræðir. Hrafni er því fullkunnugt um að hvorug þessara nefnda velur sér formann. Þær eru skipaðar þremur manneskjum sem komast með jafnræði að sameiginlegri nið- urstöðu. Ég hef þannig ekki stýrt störfum þessara nefnda en tekið þátt í þeim eins og hinir fulltrúarn- ir tveir. Hvers vegna segir Hrafn gegn betri vitund að ég hafi verið formaður þessara nefnda? Mér dett- ur því miður í hug aðeins ein skýr- ing: Það hentar honum í látlausum tilraunum hans, hérlendis sem er- lendis, til að slá sig til riddara, gera sig að píslarvotti í meintu sam- særi og ofsóknum. Til þess þarf að finna eða búa til óvin. Það er dapur- legt hlutskipti listamanns sem ætti umfram allt að láta verk sín tala. Hvorug þessara nefnda reyndi að leggja stein í götu þessarar kvik- myndar. I þeirri fyrri get ég upp- ATHUGASEMD Halldóra J. Rafnar I » i » lýst að handrit Hrafns kom mjög sterklega til álita. Annað verkéfni varð hins vegar ofaná eins og geng- ur. Handriti Hrafns var ekki „hafn- að“ umfram aðrar umsóknir sem voru vel á annan tug. Þetta sama handrit fékk hins vegar annan af tveimur stærstu styrkjum úr Kvik- myndasjóði við úthlutun 1992. Umsókn Hrafns um eftirvinnslu- styrk í 'fyrra fékk einnig faglega afgreiðslu. Hún fékk ekki brautar- gengi af ástæðum sem freistandi væri að fjalla um; ég ætla að stand- ast þá freistingu. Það er leitt að Hrafn Gunnlaugs- son skuli finna sig knúinn til að gera störf úthlutunarnefnda Kvik- myndasjóðs íslands tortryggileg með ómerkilegum áróðursbrögðum af þesu tagi. En það kemur svosem ekki á óvart. Ég lýsi eftir þeim manni sem getur fært gild rök fyr- ir því að Hrafn Gunnlaugsson hafi borið skarðan hlut frá borði í við- skiptum við opinbera sjóði. Árni Þórarinsson. » » » h

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.