Morgunblaðið - 30.10.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 30.10.1993, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 í bílaleik FÉLAGARNIR Jósef, Ragnar og Eyjólfur sem eru í sjöunda bekk í Odd- eyrarskóla voru að leika sér í fjörunni við Strandgötu í gær þegar ljós- myndari átti leið um. Fundur umdæmanefndar Eyþings Sameiningartil- lögumar kynntar FYRSTU almennu kynningarfundirnir á vegum umdæmanefndar Ey- þings um sameiningu sveitarfélaga verða haldnir í dag, laugardaginn 30. nóvember. Flugfélag Norðurlands Keflavíkurflugið fellt niður í vetur Messur á morgun ■Sunnudagaskóli Akur- eyrarkirkju verður á morgun kl. 11 f.h. Öll börn velkomin og foreldrar eru einnig hvattir til þátttöku. Munið kirkjubíl- ana. Æskulýðs- og fjölskyldu- messa verður í Akureyrarkirkju kl. 14 á morgun. Ungmenni aðstoða. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbama og fjölskyldu þeirra. Æskulýðsfé- lagið heldur fund í kapellunni kl. 17. Biblíulestur í safnaðar- heimilinu mánudagskvöldið 1. nóvember kl. 20.30. ■Glerárkirkja Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 13. Allir velkomnir. Fjölskyldu- guðsþjónusta verður kl. 11 á morgun, sunnudag, fundur æskulýðsfélagsins kl. 17.30. ■Hvítasunnukirkjan Biblíu- lestur með Helgu Zidermanis kl. 20. í kvöld, laugardaginn 30. október. Bamakirkjan kl. 11 á morgun, sunnudag. Sam- koma kl. 15.30, ræðumaður er Helga Ziedermanis. Bama- gæsla meðan á samkomu stendur. Á samkomunum er mikill söngur. ■Kaþólska kirkjan Messur kl. 18.00 í kvöld, laugardaginn 30. október og á morgun, sunnudag kl. 11. Alira heilagra messa mánudag 1. nóvember kl. 18. Allra sálna messa 2. nóvember kl. 8 og 10. Tveir fundir verða haldnir í 'dag, í Víkurröst á Dalvík og á Hótel Húsa- vík, og hefjast þeir báðir kl. 14. Á miðvikudag, 3. nóvember verða einn- ig tveir fundir um sameiningu sveit- arfélaga, í Laugarborg, Eyjafjarðar- sveit, og Skúlagarði í Kelduhverfi. Tillögur umdæmanefndar fela f sér að öll sveitarfélög við Eyjafjörð sam- einist í eitt, Suður-Þingeyjarsýsla verði að einu sveitarfélagi, en norður- sýslunni verði skipt í þijú sveitarfé- lög. FLUGFÉLAG Norðurlands hf. hefur ákveðið að fella áætlun- arflug niður milli Akureyrar og Keflavíkur í vetur, frá 1. nóvember næstkomandi og til 30. apríl. Frá og með 1. maí á næsta ári verður flugið hafið að nýju og verða daglegar ferð- ir milli þessara staða næsta sumar. Frá því að félagið hóf áætlunar- flug milli Akureyrar og Keflavíkur í maí árið 1991 hafa um tíu þúsund farþegar verið fluttir á þessari leið. Há afgreiðslugjöld Ástæður þess að áætlunarflugið er fellt niður eru aðallega tvíþætt- ar. Annars vegar dragast flutningar mjög saman á þessari flugleið á veturna og hins vegar eru af- greiðslugjöld á Keflavíkurflugvelli mjög há, sem leiðir til meiri kostn- aðar á hvern farþega en annars staðar. Einnig eru meðaltekjur fé- lagsins af hveijum farþega milli Akureyrar og Keflavíkur lægri en á öðrum flugleiðum. Reynsla Flugfélags Norðurlands af Keflavíkurfluginu hefur leitt í ljós mikinn mun sumars og veturs á flutningum og þótt farþeganýting í fluginu hafi verið mjög góð í sum- ar og um verulega aukningu að ræða frá síðasta ári tók stjórn fé- lagsins þá ákvörðun að fella niður umrætt áætlunarflug, en sú ákvörð- un þótti nauðsynleg til að tryggja arðbæran rekstur fyrirtækisins ut- an háannatíma. -----♦ ♦ ♦ Loftskeyta- maðurinn sýndí Borgarbíói Kvikmyndaklúbbur Akureyrar sýnir norsku kvikmyndina Loft- skeytamanninn í Borgarbíói á morgnn, sunnudag, kl. 17 og mánudaginn 1. nóvember kl. 19. Myndin gerist í norskum smábæ í byijun aldrarinnar og fjallar um loftskeytamanninn Rolandsen sem gerir ýmislegt annað en hamra á morstæki, hann er uppfinningamað- ur, heimspekingur, draumóramaður en fyrst og fremst ómótstæðilegur kvennabósi. Honum nægir ekki sá kvenkostur sem hann auðveldlega kemst yfir og rennur því hýru auga til dóttur ríkisbubba staðarins sem lofuð er ríkum kaupmanni að tilskip- an föður síns. Myndin er margþætt smábæjar- lýsing með aragrúa skemmtilegra persóna sem gera hana að eftirminni- Iegri gamanmynd. (Úr fréttatilkynningu.) Meistarakokkar Westra Piren á íslandi Sænsk-franskir dag- ar á Hótel Holti SÆNSK-frönsk matargerð verður í fyrirrúmi á Hótel Holti vikuna 1.-5. nóvember í samvinnu við veitingahúsið Westra Piren í Gautaborg. Westra Piren er líkt og Holt meðlimur í samtökunum Relais & Chateaux og hefur þar að auki hlotið hina eftirsóknarverðu Michelin-stjörnu. Verður matargestum boðið upp á sjö rétta máltíð með eðalvínum, kaffi og koníaki á 5.500 krónur þessa viku. Skr"s,0,us,|6rar Hvað hafa þau í laun? Mishá laun yfirmanna stjórnarráðsins Skrifstofustj óri með 475 þúsund SÁ skrifstofustjóri í ráðuneyti, sem hæst hefur laun, hefur haft 475.500 krónur í mánaðarlaun að jafnaði það sem af er árinu og hæstlaunaðasti ráðuneytisstjórninn hefur haft 441 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn á Alþingi um laun starfsmanna ráðuneytanna. fulltrúa tæpar 125 þúsund krónur. Launamunur Það eru matreiðslumeistarar Westra Piren, þeir Mikael Öster og Mats Sjölander, sem sjá um matar- gerðina á Hótel Holti í næstu viku en Westra Piren er einn þekktasti og vinsælasti veitingastaður Sví- þjóðar. í þessari viku hafa tveir af matreiðslumeisturum Hótel Holts, þeir Eiríkur Ingi Friðgeirsson og Hallgrímur Þorláksson, séð um matargerðina á Westra Piren með megináherslu á íslenskt lambakjöt og ferskan fisk. Guðmundur Birgir Stefánsson, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Holti, sagði hugmyndina að þessu sam- starfi hafa vaknað er Eiríkur Ingi hefði verið gestakokkur hjá veit- ingastaðnum Lejontornet í Stokk- hólmi fyrr á þessu ári. Þá hefði einn af eigendum Westra Piren komið þangað í mat og líkað mjög vel. Forráðamenn Westra Piren hefðu í framhaldi af því haft samband við Hótel Holt og spurt hvort að áhugi væri á samstarfi. „Ef þetta gengur vel ætlum við að gera þetta að ár- vissum atburði og þá ekki endilega bara binda okkur við Svíþjóð frekar en önnur lönd,“ sagði Guðmundur Birgir. Finnur Ingólfsson alþingismað- ur spurði fjármálaráðherra um hver væru meðalmánaðarlaun og hæstu og lægstu laun ráðuneytis- stjóra, skrifstofustjóra ráðuneyt- anna, deildastjóra og fulltrúa á tímabilinu janúar til september á þessu ári. í svari ráðherra kemur fram, að meðallaun ráðuneytisstjóra eru 338 þúsund krónur á mánuði og er þá talið með öll yfirvinna og þóknanir fyrir setu í nefndum, stjórnum og ráðum. Meðallaun skrifstofustjóra eru tæpar 287 þúsund krónur, laun deildarstjóra tæpar 187 þúsund krónur og laun Verulegur munur er á hæstu og lægstu launum þessara hópa. Hæstu heildarlaun ráðuneytis- stjóra eru 441 þúsund krónur en þau lægstu rúmar 237 þúsund krónur. Hæstu heildarlaun skrif- stofustjóra eru 475.500 krónur en lægstu heildarlaun 157 þúsund. Hæstu heildarlaun deildarstjóra eru rúmar 338 þúsund en lægstu rúmar 93 þúsund og hæstu heildar- laun fulltrúa eru tæpar 271 þúsund krónur en þau lægstu rúmar 66 þúsund krónur. Jónmund- ur yfirlög-- regluþjónn á Selfossi DÓMSMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað Jónmund Kjartans- son, settan yfirlögregluþón á ísafirði, í stöðu yfirlögreglu- þjóns á Selfossi í stað Jóns I. Guðmundssonar sem er að láta af störfum vegna aldurs um þessar mundir. 15. umsóknir bárust um stöðuna Jónmundur Kjartansson er 38 ára og hefur starfað í lögreglu á ísafirði en einnig hjá RLR. Hann hefur undanfarið verið skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn á Isafirði og gegnt starfi yfirlög- regluþjóns þar undanfarna mán- uði. Jónmundur Kjartansson FISKVINNSLUDEILDIN DALVlK Frá siávafútvegsdeilillhni á Balvík - V.M.A. 30 rúmlesta skipstjórnarréttindanámskeið veróur haldió. Innritun fyrir 1. nóvember. Upplýsingar í síma 96-61380. Skólastjóri \: I I I I I I I I í í i I i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.