Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 19

Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 19 A Ovenjulegar aðstæður Óvenjulegar aðstæður bíða þeirra sem aka í frumskógarleiðangrinum, m.a. að ferja jeppa yfir ill- færar ár á gummíbátum. Undirbúningur hafinn fyrir erfiðasta jeppaleiðangur i heimi Fjórir Islendingar reyna við Ulfaldabikarinn Jeppinn Frumskógarjeppi kom til íslands vegna aðildar íslands að undir- búningi leiðangursins. FJÓRIR íslendingar hafa verið valdir til að fara fyrir Islands hönd í undankeppni fyrir Camel Trophy jeppaleiðangurinn eða Úlfaldabikarinn, sem verður á næsta ári. Fara þeir Björgvin Filippusson frá Akranesi, Vil- helm Vilhelmsson frá Akureyri, Guðbergur _ Guðbergsson og Ólafur Orn Ólafsson frá Reykja- vík til Svíþjóðar um næstu helgi, til þátttöku í 48 manna úrtaki norrænna keppenda fyrir leið- angurinn. Aðeins fjórir af þess- um 48 keppendum fá síðan sæti einnar norrænar áhafnar i leið- angrinum. Camel Trophy er þekktasti jeppaleiðangur heims og keppa 16 þjóðir um sigur í þessum leið- angri, sem er settur upp sem keppni við tímann. Ekið er á 16 Land Rover Discovery jeppum og verða keppendur að leysa ýmsar þrautir í akstri, skipulagningu og ratvísi. Er ekið samfleytt í sextán daga um 1.600 km leið í frumskóg- um, stundum dag og nótt. Hefur þessi keppni verið haldin í þrettán ár og Islendingar eiga í fyrsta skipti möguleika á þátttöku. Fyrst verða þeir að komast í gegnum undánkeppnina í Svíþjóð, þar sem reynt verður á menn á ýmsan hátt, andlega og líkamlega. Keppnisstjórnin í Svíþjóð fékk umsóknir frá tæplega fjögur hundruð íslendingum og hafði síð- an samband við þá sem þeir töldu vænlegasta í þessari frumraun. Völdu þeir síðan fjóra menn til þátttöku úr þeim hópi. Koma úr ólíkum áttum Einn er bankastjóri, annar sölu- maður í byggingarvöruverslun, þriðji bifvélavirki og fjórði er að ljúka verkfræðinámi í háskólan- um. Tveir þeirra hafa talsverða reynslu af akstursíþróttum, sem er þó ekkert afgerandi atriði í þessari keppni. „Eg held að þetta sé mikið ævintýri og basl, sem maður lendir ekki í dags daglega. Þess vegna sótti ég um að komast með í frumskógarferðina. Við eig- um jafna möguleika og aðrir Norð- urlandabúar í að komast áfram og verðum að standa okkur,“ sagði Ólafur Örn Ólafsson í samtali við Morgunblaðið. Hann var á árum áður liðtækur keppnismaður á skíðum. Mikill undirbúningur Guðbergur Guðbergsson er búin að undirbúa sig vel síðustu daga. „Strax og ég vissi að ég hafði verið valinn byijaði ég að undirbúa mig, því fáir sleppa gegnum síuna í Svíþjóð. Ég byijaði strax að hlaupa til að fá aukið þol, fór á hnúta- og áttavitanámskeið hjá Hjálparsveit skáta og rifjaði upp skyndihjálparkunnáttuna. Svo fór- um við Björgvin saman og prófuð- um spilvinnu á jeppa með spili, skoðuðum síðan lítillega hvernig er að keyra Land Rover Discovery eins og gert verður í keppninni. Svo hef ég verið að grúska í bók- um yfir gagnverkið í jeppunum, til að vita hvað bíður manns,“ sagði Guðbergur. G.R. ____STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN N Kuldaskór m/rennilás Verð: 3.995,- Stærð: 40-46 Litur: Svartur Tökum vifl notuðum skóm til handa bágstöddum. v ■ POSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTURl Domus Medica, Kringlunni, Toppskórinn, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi, sími 18519 ^— sími 689212 sími 21212. eftir Astrid Lindgren NOTUM GRÓFMYNSTRUÐ VETRARDEKK. HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM GATNAMÁLASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.