Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
21
Verður Evrópubandalag-
ið að Evrópusambandi?
Reuter
Mótmæli
BELGÍSKIR verkamenn mótmæltu í gær niðurskurði ríkisstjórnar-
innar á sama tíma og leiðtogafundur Evrópubandalagsins var hald-
inn í borginni.
NOKKUR óvissa ríkir um
/framtíð Evrópubandalagsins,
EB, á leiðtogafundi hans, sem
hófst í Brussel í gær. Astæðan
er Maastricht-samkomulagið
frá 1991, sem nú hefur loksins
verið staðfest af öllum aðild-
arríkjunum tólf og tekur gildi
á mánudaginn. Maastricht,
sem er samkomulag um efna-
hagslegan og pólitískan sam-
runa ríkjanna, gerir nefnilega
ráð fyrir að Evrópubandalag-
ið breytist við þann samruna
í Evrópusambandið, ES. Eng-
inn virtist hins vegar vita
hvort nafnið ætti að nota. „Eg
fer algjörlega hjá mér út af
þessu,“ sagði Bruno Dethom-
as, aðaltalsmaður Jaqcues
Delors, forseta framkvæmda-
sljórnar EB, er hann skýrði
frá því að ekki hefði fengist
niðurstaða í málinu.
Margar þjóðir hafa uppi efa-
semdir um ágæti þess að tala um
Evrópusamband, ekki síst Bretar,
sem telja orðið „samband" bera
of mikinn sambandsríkiskeim.
Sagði Douglas Hurd, utanríkis-
ráðherra Breta, fyrr í vikunni, að
hann hygðist ekki breyta orða-
forða sínum þó að Belgar, Þjóð-
veijar og fleiri aðildarþjóðir væru
yfir sig hrifnir af „sambandinu".
Með Maastricht er ætlunin að
dýpka samstarf EB-ríkjanna á
fjölmörgum sviðum.
Stefnt er að peningalegum
samruna og upptöku sameiginlegs
gjaldmiðils í síðasta lagi árið
1999.
Stefnt er að því að taka upp
sameiginlega utanríkis- og
varnarmálastefnu.
EB fær aukið vald til að taka
ákvarðanir á fjölmörgum sviðum,
s.s. varðandi umhverfismál,
menntamál, neytendavernd, heil-
brigðismál og samgöngumál.
Maastricht gerir einnig ráð fyr-
ir aukinni samvinnu dómsmála-
og lögregluyfirvalda f baráttunni
gegn glæpum innan bandalagsins.
Meðal annars verður sett á lagg-
irnar stofnunin Europol, sem síðar
gæti þróast í samevrópska rann-
sóknarlögreglu.
Þá ætla öll EB-ríkin, að Bretum
undanskildum, að taka upp sam-
eiginlega löggjöf á sviði félags-
mála.
Þrátt fyrir hin háleitu markmið
samkomulagsins er óvíst að það
muni breyta miklu að það hafi nú
endanlega verið staðfest. Frá því
að samkomulagið var undirritað
hefur komið í ljós megn andstaða
við samrunahugmyndirnar í flest-
um ríkjum bandalagsins. Þá er
Gengissamstarf Evrópu (ERM),
sem átti að mynda grunninn að
Myntbandalagi Evrópu (EMU)
hrunið.
Jacques Delors, helsti hug-
myndafræðingurinn á bak við
Maastricht, sagði í samtali við
frönsku sjónvarpsstöðina
France-3 í gær að honum liði ekk-
ert allt of vel í starfi, honum fynd-
ist hann vera gagnslaus enda
væri hugmyndum hans oftast
hafnað eða þær saltaðar. Þá
kvartaði hann yfir því að vegna
efnahagskreppunnar væru aðilar-
þjóðirnar líka farnar að líta í edig-
in barm í auknu mæli. Þá sagðist
hann óttast að EB væri smám
saman að breytast í laustengt,
„sálarlaust“ fríverslunarsvæði.
Líbýa
Fréttum um
uppreistir
vísað á bug
Lundúnum. Reuter.
MUAMMAR Gaddafi, leið-
togi Líbýu, vísaði í gær á
bug fréttum um uppreistir
innan hersins og sagði
þær „óskammfeilna lygi“.
Bandaríska dagblaðið The
Washington Post hafði á
fimmtudag eftir stjórnar-
erindrekum og líbýskum út-
lögum í Kaíró að Gaddafi
hefði þrisvar sinnum beitt
sprengjuflugvélum til að
kveða niður uppreistir her-
manna, sem væru óánægðir
með að hafa ekki fengið laun
sín í marga mánuði. Breska
útvarpið BBC hafði einnig
skýrt frá því að líbýski flug-
herinn hefði gert loftárásir á
uppreisnarmenn í bænum
Misratah, austur af Tripoli.
Oskammfeilin lygi
„Við stöndum hér frammi
fyrir óskammfeilinni lygi,“
sagði Gaddafi í ræðu á fundi
með háskólanemum og kenn-
urum í Tripoli. Hann kvað
BBC og bresku leyniþjón-
ustuna hafa logið fréttunum
til að skaða Líbýumenn og
draga úr baráttuþreki líbýsku
þjóðarinnar.
QUATTRO
HEIMTUG - SMEKKLEG - ÓDÝR
Þola hreinsun með klórblöndu!
EKKERTBERGMAL
Hljóðeinangrandi eiginieikar Imprel-CR tryggja
gott hljóðísog.
EIMGAR TRGÐNAR SLÓOIR
Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir
frábært fjaðurmagn og endurreisn á teppaflosinu. Hinn
þétti svampbotn er gerður úr Baysal T — hágæða
latexi frá Bayer.
AUOPRIFIO
Teppin eru auðþrifin án þess að litir láti á sjá —
jafnvel á miklum álagssvæðum.
BRUNAPOLIÐ
BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á
actionbotni sýna lítinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað).
LITRÍKUR
SPRETTHLAUPARI
Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun.
GLEOUR AUGAÐ
Samræmdir og skýrir litir gera teppið
eins og gamalt málverk í nýjum
ramma. Litir falla saman I eina heild á
stórum sölum.
SANNURHARÐJAXL
Þrístrenda formið í nylonþræðinum tryggir
frábært álagsþol.
£
íl
lo') BLÁSIÐ Á BLETTI
Flestir óhappablettir hverfa auðveldlega.
Á erfiðari bletti má nota klórefni.
ENGIN RAFSTUÐ
BEKINOX leiðandi málmþráður ofinn í
garnið gerir teppið varanlega
afrafmagnað.
Engin óþægileg stuð
vegna
stöðuspennu.
r..,
□RKUSPARANDI
Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því
úr hitunarkostnaöi.
Sligahúsalilboð till.des.
20% afsláttur af Quattro
stigateppum en það samsvarar
ÓKEYPIS LÖGN
á stigahúsið. Leitið tilboða.
Við mælum, sníðum og leggjum, fljótt
og vel. Fjarlægjum gömul teppi.
SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 681950