Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
HLUTABRÉFAMARKAÐUR
VERÐBRÉFAÞING - SKRAÐ HLUTABRÉF
Verð m.vlrði A/V Jöfn.% Sfðasti viðsk.dagur Dsgs. *1000 lokav. Hagst. tilboð
Hlutafélag lægst hssst •1000 hlutf. V/H Q.hlf. sfnv. Br. kaup sala
Eimskip 3,63 4,73 5.063.585 2,44 124,80 1,19 10 27.10.93 425 4.10 -0.05 4.11 4.15
Flugleiðir hl. 0,93 1,68 2.077.103 6,93 -15,51 0,50 21.10.93 234 1,01 0,96 1,03
Grandi hl. 1,60 2,25 1.683.500 4,32 17,22 1,12 10 27.10.93 1110 1,85 -0,05 1,85 1,90
íslandsbanki hf. 0,80 1,32 3.413.231 2,84 -19,34 0,66 27.10.93 5592 0,88 0,03 0,84 0,88
,£>LlS 1.70 2,28 1.210.309 6,56 11,47 0.71 25.10.93 4281 1,83 0,01 1.78 1,85
Útgeröarfélag Ak. hf. 3,15 3,50 1.700.147 3.13 11,63 1,07 10 28.10.93 369 3,20 3,12 3,25
Hlutabrs]. VÍB hf. 0,98 1,06 282.131 -59.18 1,14 01.10.93 3120 1,04 -0,02 1,04 1.10
íslenski hlutabrsj. hf. 1,05 1,20 279.555 105,93 1.18 22.06.93 128 1,05 -0.02 1,05 1,10
Auölind hf. 1,02 1,09 212.343 -73,60 0,95 18.02.93 219 1,02 -0,07 1,02 1,09
Jaröboramr hf. 1,80 1,87 427.160 2,76 23,00 0,78 25.10.93 98 1,81 -0.06 1,81 1.87
Hampiöjanhf. 1.10 1,40 438.395 5,19 10.88 0,69 28.10.93 270 1.35 0,07 1.24 1,40
Hlutabréfasj. hf. 0,90 1,53 403.572 8,00 16,08 0,66 28.10.93 158 1,00 1,01 1.09
Kaupfélag Eyfiröinga 2,13 2,25 108.500 2.17 29.09.93 109 2,17 0,04 2.17 2,27
Marel hf. 2,22 2,70 297.000 8,66 2,93 07.10.93 100 2.70 0,05 2,62 2,65
Skagstrendmgur hf. 3,00 4,00 475.375 5,00 16,08 0,74 10 05.02.93 68 3,00 1,50 2,30
Sæplast hf. 2,80 2,95 242.708 4,07 21,34 1,01 28.10.93 590 2,95 0,15 2,90 3,10
Þormóöur rammi hf. 2,10 2,30 609.000 4,76 5,89 1.31 07.10.93 126 2,10 -0,20 2,15
OPNI TILBODSMARKAÐURINN - ÓSKRÁÐ HLUTABRÉF
Síðasti viðskiptadagur Hagsteaðustu tilboö
Hlutafálag Dags 1000 Lokaverð Breyting Kaup Sala
Almenni hlutabréfasjóöurinn hf. 08.02.92 2115 0,88 0,90
Ármannsfell hf. 10.03.93 6000 1,20
Árnes hf. 28.09.92 252 1,85
Bifreiöaskoöun Islands hf. 07.10.93 63 2,15 -0,35 1,60 2.40
Ehf. Alþýöubankans hf. 08.03.93 66 1,20 0,05 1,34
Faxamarkaöurinn hf. 2,25
Fiskmarkaöurinn hf. Hafnarfiröi 0,80
Fiskmarkaöur Suöurnesja hf. 1,30
Haförninn hf. 30.12.92 1640 1,00
Haraldur Böövarsson hf. 29.12.92 310 3,10 0,35 1.00 2,50
Hlutabréfasjóöur Noröurlands hf. 28.09.93 2290 1.15 0,01 1.07 1.15
Hraöfrystihús Eskifjaröar hf. 10.09.93 200 1,00 -1,50 1,00
Islenskar sjávarafuröir hf. 110 1.10 1.10 1.10
Islenska útvarpsfélagió hf. 30.08.93 8100 2,70 0,05 2,35 2.90
Olíufélagiö hf. 27.10.93 495 4,95 0,10 4,85 4,90
Samskip hf. 14.08.92 24976 1.12
Sameinaöir verktakar hf. 07.10.93 — 330 6,60 0,07 6,62 7,00
Síldarvinnslan hf. 14.09.93 90 3,00 0,20 3,00
Sjóvá-Almennar hf. 06.10.93 150 6,00 2,00 4,15 7,50
Skeljungur hf. 11.10.93 212 4,25 0,15 4,1 4,10
Softis hf. 28.10.93 163 6,50 -23,50 3,10
Tollvörugeymslan hf. 15.10.93 338 1,15 -0.10 1.15 1,25
Tryggingamiöstööin hf. 22.01.93 120 4,80 3,05
Tæknival hf. 12.03.92 100 1,00 0,60
Tölvusamskipti hf. 24.09.93 574 6,75 -1,00 5,45
Þróunarfélag íslands hf. 14.09.93 99 1,30 1,20
Upphaoð allra viðskipta siðasta viðskiptadags er gefin í dálk * 1000, verð er margfeldi af 1 kr. nafnverðs. Verðbrófaþing Islands
annast rekstur Opna tilboðsmarkaðarins fyrir þlngaðila en aetur engar reglur um markaðinn eða hefur afskipti af honum að öðru leytl.
Olíuverð á Rotterdam-markaði, 19. ágúst til 28. okt.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
1 29. október 1993
FISKMARKAÐURINN HF. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð lestir verð kr.
Þorskur 104 101 102,56 0,961 98.561
Þorskur (ósl.) 120 84 118,53 0,172 20.388
Ýsa (ósl.) 153 70 151,92 0,692 105.129
Lúða 230 200 221,11 0,014 2.985
Karfi 42 42 42,00 0,031 1.302
Ufsi (ósl.) 20 20 20,00 0,056 1.120
Skarkoli 100 96 97,20 0,010 972
Skötuselur 170 170 170,00 0,012 2.040
Steinbítur 81 81 81,00 0,012 972
Lýsa (ósl.) 27 27 27,00 0,365 9.855
Undirmálsþ. (ósl.) 53 53 53,00 0,014 742
Undirmálsýsa (ósl.) 65 65 65,00 0,269 17.845
Samtals 100,31 2,608 261.551
FAXAMARKAÐURINIM HF. i Reykjavík
Þorskur 129 76 100,26 0,072 7.219
Þorskur (ósl.) 114 66 73,35 0,398 29.193
Þorskur (smár) 74 74 74,00 0,445 32.930
Ýsa 125 123 124,28 0,178 22.122
Ýsuflök 150 150 150,00 0,082 12.300
Ýsa (ósl.) 134' 114 129,50 1,467 189.978
Lúða 245 245 245,00 0,020 4.845
Lýsa 38 26 31,57 0,897 28.322
Skarkoli 102 102 102,00 0,622 63.444
Skötuselur 195 195 195,00 0,005 975
Tindabikkja 20 20 20,00 0,004 80
Kinnar 180 180 180,00 0,038-f 6.840-f
Blandað 101 20 24,54 0,125 3.067
Undirmálsþ.(ósl.) 60 60 60,00 0,026 1.560
Undirmálsýsa 66 66 66,00 0,038 2.508
'Jndirmálsýsa (ósl.) 54 54 54,00 0,235 12.690
Samtals 88,37 4,576 404.393
FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR
Þorskur 155 88 132,07 4.459 588.913
Þorskur (und.) 81 81 81,00 0,277 22.437
Ýsa 164 55 160 0,218 34.880
Ufsi 50 50 50,00 1,370 68.500
Karfi 68 68 68,00 0,634 43.112
Langa 30 30 30,00 0,010 300
Steinbítur 56 56 56,00 0,008 448
Lúða 219 210 213,18 0,039 8.421
Koli 131 99 102,69 0,741 76.100
Sandkoli 39 39 39,00 0,095 3.705
Gellur 415 415 415,00 0,005 2.075
Sv. Bland 60 60 60,00 0,013 780
Samtals 107,97 7,869 849.671
FISKMARKAÐURINN PATREKSFIRÐI
Keila 20 20 20,00 0,027 540
,y Langa 40 40 40,00 0,027 1.080
Steinbítur 69 69 69,00 0,028 1.932
Undirmálsþorskur 62 48 55,04 0,704 38.748
Samtals 53,82 0,786 42.300
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA
Þorskur 160 81 148,42 6,578 976.338
Ýsa 113 60 80,34 0,336 26.997
Ufsi 45 43 43,79 41,664 1.824.872
Langa 60 60 60,00 0,023 1.380
Lúða 100 100 100,00 0,001 100
Lýsa 10 10 10,00 0,025 25Ó
Keila 36 36 36,00 0,024 864
Karfi 40 40 40,00 0,012 480
" Steinbítur 44 44 44,00 0,039 1.716
Samtals 58,17 48,702 2.832.997
AÐGERÐIR RIKISSTJORNAR TIL LÆKKUNAR VAXTA
Jákvæðar undirtektir í bönk-
um, Alþingi og atvinnulífi
FYRSTU viðbrögð viðskiptabankanna við boðuðum samræmdum að-
gerðum ríkissljórnarinnar til lækkunar vaxta eru mjög jákvæð. Fulltrú-
ar stjórnarandstöðuflokkanna fagna vaxtalækkun ríkisstjórnarinnar
og segja að þeir hefðu viljað sjá þessar aðgerðir fyrr á ferðinni. Formað-
ur Landssambands lífeyrissjóða segir aðgerðirnar skynsamlegar og
rétt tímasettar og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ segist vongóður
um að aðgerðirnar skili árangri. I sama streng tekur forseti ASI en
segir það í hendi ríkisstjórnarinnar að standa við yfirlýsinguna í tengsl-
um við kjarasamningana að öðru leyti, en á því byggist hvort samning-
um verður sagt upp eða ekki.
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær: „Við höfum
greint Seðlabankanum frá því að
Landsbankinn muni að sjálfsögðu
laga sig að og taka fullan þátt í
þeim tilraunum sem sem hér er ver-
ið að ýta á flot með. Við verðum að
sjá hvernig viðbrögð markaðarins
verða, áður en við segjum nokkuð
um það hver okkar næsta vaxta-
ákvörðun verður. Það liggur í hlutar-
ins eðli. Ég tel þetta vera fyrstu al-
vörutilraunina til þess að hafa áhrif
á vaxtastig með markaðsaðgerðum,
en ekki handafli."
Valur Valsson, bankastjóri ís-
landsbanka, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann teldi yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar vera jákvætt
innlegg í vaxtamálin. „Með þeim
aðgerðum sem ríkisstjómin boðar,
ættu raunvextir að lækka. Merkileg-
ast í því sambandi er tilkynning íjár-
málaráðherra um að hann muni leita
á erlendan iánamarkað, ef vextir
lækka ekki á innlendum markaði.
Þegar þurftafrekasti lántakinn á
markaðnum boðar þannig að hann
muni draga sig í hlé, hlýtur það að
hafa áhrif á vextina. Eg geri ráð
fyrir að bankar muni strax eftir helg-
ina ræða við Seðlabankann um ýmsa
þætti í þeim aðgerðum sem boðaðar
eru og muni síðan bregðast við á
næsta vaxtaákvörðunardegi, 10.
nóvember næstkomandi, í ljósi þess
sem gerist í millitíðinni," sagði Valur
Valsson.
Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri
Búnaðarbanka íslands sagði í gær:
„Búnaðarbankinn styður þá tilraun
ríkisstjómarinnar til lækkunar raun-
vaxta sem nú er á döfinni og metur
aðstæður þannig að nú sé lag til
þess að árangur náist. Bankastjórnin
hefur þegar lýst því yfir við við-
skiptaráðherra og Seðlabanka að hún
er fyrir sitt leyti tilbúin að endur-
meta vaxtastigið út frá nýjum
forsednum. Það liggur að sjálfsögðu
í hlutarins eðli að miklu máli skiptir
að um þessi nýju viðhorf náist sam-
staða meðal samkeppnisaðila."
Baldvin Tryggvason sparisjóðs-
stjóri SPRON sagði að sparisjóðirnir
myndu eins og þeir hefðu gert hing-
að til, sýna þá ábyrgð að taka þetta
til mjög alvarlegarar athugunar.
„Við viljum með öllu móti geta lækk-
að vaxtastigið í þjóðfélaginu og höf-
um reynt að stuðla að því að vextir
hækki ekki úr hófi fram,“ sagði
Baldvin.
Halldór Ásgrímsson, varaformað-
ur Framsóknarflokksins, sagðist allt-
af hafa verið þeirrar skoðunar að
vextir hér á landi geti ekki verið
mjög mikið lægri en þeir séu í helstu
viðskiptalöndum okkar, en hins vegar
sé nauðsynlegt að standa þannig að
málum að þeir séu ekki mjög mikið
hærri þannig að við höldum sam-
keppnisstöðu okkar. „Að undanfömu
GENGISSKRÁNING
Nr. 206. 29. október 1993.
Kr. Kr. Toll-
Eln.kl. 0.15 Kaup Sala Gangi
Dollari 70,99000 71.17000 69.68000
Sterlp. 105.44000 105,72000 104,92000
Kan. dollari 53.71000 53,87000 52,61000
Dönsk kr. 10,50000 10.53000 10,52600
Norsk kr. 9,69200 9.72000 9,76600
Sænsk kr. 8,71200 8.73600 8,63800
Finn. mark 12.31900 12,35300 12,01800
Fr. franki 12,08600 12.12000 12.26000
Belg.franki 1,95180 1.95740 1,99050
Sv. franki 47,94000 48.08000 48,96000
Holl. gyllini 37,71000 37.81000 38,04000
Þýskt mark 42.35000 42.45000 42.71000
(t. líra 0,04355 0,04368 0,04413
Austurr. sch. 6.02500 6.04300 6.06900
Port. escudo 0,41080 0.41220 0,41530
Sp. peseti 0.52810 0,52970 0,52950
Jap.jen 0,65500 0,65680 0,66030
írskt pund 99,88000 100.18000 99.72000
SDR (Sérst.) 98.84000 99,12000 98,53000
ECU, evr.m 81.00000 81,22000 81.28000
Tollgengi fyrir október er sölugengi 28, september. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 623270.
er það staðreynd að vextir hér eru
langtum hærri en í flestum öðrum
Evrópuríkjum og því var nauðsynlegt
að grípa til ráðstafana til vaxtalækk-
unar. Að mínu mati þurfti að gera
það mun fyrr. Ég er sammála því
að taka lán fremur erlendis ef inn-
lendur lánsíjárkostnaður er hærri en
þar er hægt að fá,“ sagði Halldór.
Pólitísk tímamót
Hann sagði að ríkisstjórnin væri
á réttri leið. Þarna væri um stefnu-
breytingu að ræða sem hann hefði
viljað sjá fyrr á ferðinni. Vextir í
OÉCD-löndum á ríkistryggðum
skuldabréfum væru 3,5% að meðal-
tali og það ætti að stefna að því að
vextirnir hér yrðu sambærilegir.
Steingrímur Sigfússon, varafor-
maður Alþýðubandalagsins, sagðist
fagna því að ríkisstjórnin skuli loks-
ins vera búin að viðurkenna að það
vaxtastig sem hér hafi verið við Íýði
gangi ekki og það sé kannski það
mikilvægasta við þessa ákvörðun.
Þessi stefnubreyting ríkisstjórnar-
innar boði meiri sátt um það að við
þolum ekki svona hávaxtastefnu.
„Það er talsverð pólitísk tímamót á
Islandi að mínu mati því fram að
þessu hefur markaðsvaxtastefnan
átt sér mjög öfiuga talsmenn," sagði
Steingrímur.
Hann sagðist telja þetta marka
fráhvarf frá blindri fijálshyggju í
vaxtamálum. Þetta sé viðurkenning
á því að markaðsvaxtaákvarðanir
hafa ekki gengið upp hvorki hér á
íslandi eða annars staðar í heiminum.
Vaxtaákvörðunum og þá sérstaklega
vaxtalækkunum sé beitt um allan
heim til þess að hafa áhrif á efna-
hagsstarfsemina. Þetta sé grundvall-
ar stefnubreyting hjá ríkisstjórninni
sem hafi hafið feril sinn á því að
stórhækka vextina á ríkistryggðum
skuldabréfum. Hún sé nú að lækka
vextina á þessum sömu bréfum með
handafli. „Þetta er auðvitað hand-
aflsaðgerð í þeim skilningi að ríkið
ákveður að tiltekin bréf skuli ekki
seljast á vöxtum yfir tilteknu marki,"
sagði Steingrímur. Hann sagðisttelja
þetta markverðustu stefnubreytingu
í vaxtamálum frá því vextimir voru
gefnir frjálsir á árunum 1985/86,
en það hefði verið illa undirbúin að-
gerð og óraunhæf. Þessi kerfisbreyt-
ing hefði skilað okkur nokkurn veg-
inn hæstu vöxtum í heimi þetta tíma-
bil. Steingrímur sagði að því miður
virtist ríkisstjórnin hafa valið þá leið
í þessum efnum sem væri sú vit-
lausasta. Annað hvort ætti að gera
svona breytingu fyrirvaralaust þann-
ig að menn stæðu frammi fyrir henni
eða ætti að gera hana í þrepum á
löngum tíma þannig að menn vissu
að hveiju þeir gengju. Hvorugt virt-
ist ríkisstjórnin hafa gert heldur val-
ið millileið þannig að ýmsir hefðu
komist að þessu fyrirfram og notað
tækifærið til þess að hamstra bréf í
stórum stíT. Það myndi væntanlega
verða til þess að sáralítil sala yrði á
þessum bréfum næstu mánuði og það
muni minnka líkurnar á að þessi
aðgerð heppnist.
Fyrirheit uppfyllt
Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður
Kvennalistans sagði að með þessum
aðgerðum væri ríkisstjórnin að upp-
fylla fyrirheit sem hún hefði gefið í
tengslum við kjarasamninga um að
ná niður vöxtum og það hefði mátt
vera fyrr. „Við höfum verið þeirrar
skoðunar að það hefði mátt nota
handaflið fyrr, því auðvitað er þetta
ekkert annað en handafl. Ríkisstjórn-
in er að nota þau hagstjómartæki
sem hún ræður yfir til að grípa inn
í og það er auðvitað það sem maður
á við með handafli," sagði Kristín.
Hún sagði að skuldir þjóðarbúsins
væru orðnar mjög háar og það væri
mjög slæmt ef ríkið þyrfti að leita á
erlenda lánamarkaði, en það yrði að
gera ef það væri eina leiðin til að
ná niður þeirri spennu sem lánsfjár-
eftirspum ríkisins ylli. Hvert prósent
sem væri hægt að ná raunvöxtunum
niður skipti bæði heimili og íyrirtæki
gífurlegu máli og ef þetta tækist
væri það mikill ávinningur fyrir þau.
„Menn hafa verið að treysta á mark-
aðsöflin en það hefur ekki gengið
eftir vegna þess að ríkið ræður svo
miklu um vaxtastigið með sinni miklu
lánsfjáreftirspurn,“ sagði Kristín
ennfremur.
„Við erum ekki að hóta þeim einu
eða neinu, en ég vek athygli á því
að verkalýðshreyfingin, bæði mið-
stjóm Alþýðusambandsins og þing
Verkamannasambandsins, sendi
okkur viðvörunarskot. Þar var vaxta-
lækkun efst á blaði og því má segja
að við séum að bregðast við því að
hluta til,“ sagði Davíð Oddsson á
fréttamannafundi í gær.
Benedikt Davíðsson sagði að þessi
yfirlýsing sé í samræmi við það sem
menn hafi búist við miðað við þær
yfirlýsingar sem gefnar hafi verið í
tengslum við gerð kjarasamninga í
vor. Þetta sé skref í rétta átt ef eft-
ir gangi en þá sé ákaflega mikilvægt
að aðrir sem komi að málinu eins
og til dæmis bankamir spili með.
Þessi yfirlýsing komi vonum seinna
en það sé ástæða til að taka henni
með opnum huga. Hann kvaðst binda
vonir við að þessar aðgerðir skili
árangri, því hann telji vissulega allar
forsendur fyrir hendi til að ná vöxt-
um niður. Éf árangur náist ekki sé
það eingöngu vegna óbilgirni ein-
hverra aðila.
Hann sagði aðspurður að það
væri á valdi stjórnvalda hvort stöðug-
leikanum væri stefnt í voða eða ekki.
Stjórnvöld þyrftu að standa við yfir-
lýsingu sína frá því í vor til þess að
kjarasamningurinn gilti áfram,
vaxtalækkunin væru einungis skref
í þá veru.
Skynsamlegar aðgerðir
Þorgeir Eyjólfsson formaður
Landssambands lífeyrissjóðanna
sagðist telja aðgerðir ríkisstjórnar-
innar skynsamlegar og þær væru
rétt tímasettar. „Það sem hefur hald-
ið uppi þessum háu vöxtum er mikil
lánsfjáreftirspurn ríkisins og hús-
næðislánakerfísins og þessar aðgerð-
ir munu tvímælalaust verða til þess
að raunvextir lækka á eftirmarkaði.
Aðrar aðgerðir sem þarna er verið
að framkvæma munu allar leggja
sitt af mörkum til að vextir muni
lækka, eins og þeir hafa verið að
- gera á síðustu vikum,“ sagði Þorgeir.
Hann sagðist aðspurður ekki bú-
ast við að lífeyrissjóðir muni fjár-
festa í erlendum verðbréfum í mikl-
um mæli á næsta ári. „Menn munun
sjálfsagt fíkra sig hægt og rólega
áfram í þeim efnum þegar heimild-
irnar verða til staðar og að mínu
mati munu þær íjárhæðir ekki verða
það stórar að það raski hér jafnvægi
á íslenska fjármagnsmarkaðnum,“
sagði Þorgeir.
Vöxtum náð niður með
markaðsaðgerðum
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, sagðist vongóður um að þess-
ar aðgerðir yrðu til að lækka raun-
vexti. Hjá forsætisráðherra hefði
komið fram áhersla á það að ná nið-
ur vöxtum með markaðsaðgerðum
og honum virtist ýmis merki um að
það ætti að geta tekist. Þetta skipti
miklu fyrir þá sem skulduðu mikið.
Hinu sé ekki að leyna að sjávarútveg-
urinn sé mjög háður erlendu vaxta-
stigi, þar sem öll stofnlán, afurðalán
og að hluta til beinar lántökur séu
í erlendri mynt. „Þetta er þáttur í
að skapa meira öryggi fyrir atvinnu-
lífið og tryggja vinnufrið og stöðug-
leika. Vonandi getum við haldið
gengi og kjarasamningum og unnið
okkur út úr þessum vanda sem við
erum í, þó staða sjávarútvegs sé erf-
ið vegna verðfalls og minni afla,“
sagði Kristján.