Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Minning 00 Karl Ogmundsson Fæddur 8. apríl 1912 Dáinn 19. október 1993 Þau voru 12 systkinin. Þau voru flest fædd á Hellu í Beruvík á Snæ- fellsnesi. Með fráfalli Karls eru aðeins þijú eftir, þ.e. Karvel, Jó- hannes og Ögmunda. Sum dóu í bamæsku, önnur í blóma lífsins og önnur náðu háum aldri. Karl ólst upp í harðri lífsbaráttu. Það var erfitt að sækja fang í greip- ar Ægis á þeim tíma. Vinnudagur- inn var langur, vosbúð mikil og ekki vélar og tækni til að létta hand- tökin. Svo fór sem hjá fleirum að Karl fluttist suður. Hann vann í upphafi almenn verkamannastörf, en lærði síðan trésmíði og starfaði við þá iðn eftir það. Hann reisti m.a. hús þeirra hjóna að Þórustíg 5 í Njarðvík. Eftir að ég kynntist honum starfaði hann á trésmíða- verkstæði Reykjavíkurborgar. Síð- ustu starfsárin var hann við smíðar í bílskúrnum heima í Njarðvík. Hann smíðaði þar m.a. litla dúkku- vagna sem voru mjög vinsælir hjá yngstu kynslóðinni og fengu þá færri en vildu. Svo fór að lokum að heilsan gaf sig. Undanfarin ár hefur Karl dval- ist í Garðvangi þar sem hann andað- ist 19. október. Karl var rólyndur maður og dag- farsprúður. Hann sóttist ekki eftir hégómlegum hlutum, sem er svo algengt í dag. í fljótu bragði virtist hann vera einfari og að erfítt væri að komast í kynni við hann. Hann var fastheldinn á vini sína og traust- ur félagi. Ekki var vænlegt að stríða honum eða hrekkja, því að slíkt fékk maður til baka á óvæginn hátt, jafnvel í bundnu máli í formi ferskeytlu. Karl var ekki aðeins hagmæltur heldur einnig berdreym- inn. Þannig sá hann fram í tímann og gat spáð fyrir um óorðna hluti. Þetta olli honum stundum hugar- angri því að óþægilegt getur verið að skyggnast inn í framtíðina. Hann hafði til dæmis fyrir löngu séð fyr- ir lífaldur sinn. Karl var bamgóður og í návist þeirra færðist gleði yfir andlit hans svo að ekki varð um villst. Þannig átti hann góðar stundir með bama- bömum sínum á meðan heilsan leyfði. Ég vil votta eftirlifandi eiginkonu hans, Guðbjörgu Guðmundsdóttur Waage, samúð mína, svo og börnum hans, Elísabetu og Óskari, ásamt bamabörnum. Andrés. Þriðjudaginn 19. október andað- ist móðurbróðir minn, Karl Ög- mundsson, Þórustíg 5, Ytri-Njarð- vík. Karl fæddist 8. apríl 1912. Hann var tíunda barn af tólf börn- um hjónanna Sólveigar Guðmunds- dóttur og Ögmundar Andréssonar, sem bjuggu í Beruvík á Snæfells- nesi. Karl kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Waage frá Reykja- vík, 3. nóvember 1951. Börn þeirra era Elísabet og Óskar. Karl Ögmundsson var hár maður og glæsilegur, mikill að vallarsýn. Hann var alvöragefmn maður, en grannt var á glettninni og gáskan- um. Ég minnist þess að þegar ég og bróðir minn voram 15-16 ára gamlir þá settist Karl gjarnan á milli okkar bræðra, þegar hann kom í heimsókn og fengum við þá að glíma við hvora hendi, en réðum ekki neitt við neitt því Karl var geysilegt hraustmenni. Átta undanfarin ár hefur þessi góði drengskaparmaður háð harða baráttu, þar sem hann hefur hvorki getað lifað né dáið. Hjartað var svo sterkt. En nú hefur hann loksins fengið hvíldina. Sjö af þessum átta árum dvaldist Karl á hjúkranar- og elliheimilinu Garðvangi í Garði og naut þeirrar aðhlynningar sem frek- ast var unnt hjá því elskulega, góða fólki sem þar starfar. Karl var húsa- og skipasmiður að mennt og starfaði lengst af við skipasmíðar bæði hér í Keflavík og Njarðvík og annars staðar, t.d. í Vestmannaeyjum, en þar starfaði hann hjá Helga Benediktssyni við smíði á ms. Helga Helgasyni. Helgi var stærsta tréskip sem byggt hef- ur verið á íslandi. Þar voru þung eikarstykki að fást við og til þess þurfti sterkustu menn. Karl var mikill höfðingi. Sem dæmi gaf hann tvíburasystram mínum báðum úr í fermingargjöf 1944, sem var stórgjöf á þeim tíma. Auk þess var hann alltaf að gefa #Aðalfundur Bílgreinasambansins verður haldinn laugardaginn 13. nóvember nk. og hefst kl. 08.45. Dagskrá: Kl. 08.45 Fundarsetning í Ráðstefnusal Háskóla- bfós: Sigfús Sigfússon, formaður BGS. Kl. 09.00 Starf og skipulag BGS. a) Hugmyndir nefndar um starf og skipulag BGS. b) Umræður. Kl. 10.30 Menntamál f bílgreininni - Bílgreinaskóli: Jón Garðar Hreiðarsson, framkvæmdastjóri. eftirmenntunarnefndar. Umhverfismál: Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra. Guðmundur Hilmarsson, form. Bíliðnafélagsins. Kl. 12.30 Hádegisverður f Súlnasal Hótels Sögu. Hádegisverðarerindi: Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra. Kl. 14.00 Dagskrá sérgreinafunda: (í ráðstefnusölum á 2. hæð Hótels Sögu). A. Verkstæðisfundur. B. Bílamálarar og bifreiðasmiðir. C. Bifreiðainnflytjendur. D. Smurstöðvar. E. Varahlutasalar. Kl. 15.30 Niðurstöður sérgreinafunda (f sal A - Hótel Sögu). Kl. 16.00 Aðalfundur Bílgreinasambandsins (í sal A - Hótel Sögu). - Aðalfundarstörf skv. 9 gr. laga sambandsins. Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að mæta á fund- inn og tilkynna þátttöku til skrifstofu BGS, Kringl- unni 7, 103 Reykjavík, fyrir 3. nóvember nk. Stjórn Bílgreinasambandsins. okkur krökkunum eitthvað og hjálpa á ýmsan hátt. í stríðinu var Karl eitt sinn um borð í báti bræðra sinna, Vögg GK 204, 49 rúmlesta bát, og sigldu þeir til Englands með ísfisk. Sigl- ingin út gekk vel og komu 50 tonn af fiski upp úr bátnum, en á heim- leiðinni hrepptu þeir aftakaveður. Þegar mest á reyndi sýndi Karl ein- stakt hugrekki, snarræði og þrek, og allt fór vel. Nú fer þeim óðum fækkandi, þeim Islendingum sem segja má að hafi lifað svo til alla íslandssöguna. Það era þeir sem fæddust í torfbæj- unum, eða aldamótakynslóðin sem við köllum svo. Karl Ögmundsson var einn af þessum íslendingum. Sú barátta sem þetta fólk háði fyr- ir lífinu er næsta ólýsanleg. Lítil saga sem Karl frændi minn sagði mér gefur nokkra innsýn í það bjargarleysi sem þessi kynslóð þurfti að reyna. Karl var þá níu ára og var í sveit á bæ sem hét Kamb- ur. Hann gætti kinda frá morgni til kvölds, hvernig sem viðraði. Nestið sem hann fékk með sér til að nærast á yfir daginn var einn harður þorskhaus og lækjarvatn. Annar drengur var á bænum og átti hann buxur úr skipsegli. Af einhveijum ástæðum fór þessi drengur eða var tekinn af bænum, en þegar hann fór gaf hann Karli þessar buxur. Sagði Karl mér að hann teldi að þessar buxur hefðu bjargað lífí hans þetta sumar. Þeir sem geta sagt frá lífs- reynslu sem þessari og lifað og tek- ið þátt í því að framkvæma þær breytingar til batnaðar sem við njót- um í dag, þeir íslendingar unnu þrekvirki og eru hetjur. Ég vil svo votta Guðbjörgu Waage, börnum, tengdabörnum og bamabörnum mína dýpstu samúð. Ég sakna frænda míns sem nú er fallinn frá. Blessuð sé minning Karls Ögmundssonar. Grímur Karlsson. Hann Kalli frændi er fallinn frá. Karl Ögmundsson, föðurbróðir minn, andaðist á dvalarheimilinu Garðvangi, Garði, hinn 19. október síðastliðinn, 81 árs að aldri. Þótt þann dag hafi hinsta tjald verið dregið milli hans og okkar sem eft- ir lifum er í raun langt síðan við misstum tengsl við hann. Við gátum heimsótt hann, strokið vanga hans eða haldið í hönd hans, en um önn- ur samskipti var ekki að ræða síð- ustu árin. Fyrir rúmum átta áram fór að bera á fyrstu einkennum þess sjúkdóms sem smám saman ágerðist eftir því sem árin liðu og einangraði hann loks alveg frá því umhverfi sem hann lifði og hrærð- ist í. Þegar þannig er komið má líta á dauðann sem líkn. Karl Ögmundsson fæddist í Beravík á Snæfellsnesi 8. apríl 1912. Hann var tíunda barn for- eldra sinna, Sólveigar Guðmunds- dóttur frá Purkey á Breiðafirði og Ögmundar Andréssonar frá Ein- arslóni á Snæfellsnesi. Alls eignuð- ust þau hjónin 12 böm og komust Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndum. Kr. 9.760,- epol Faxafeni 7 S. 687733 tíu til fullorðinsára. Þau eru, talin í aldursröð: Guðlaug Svanfríður, Sigríður, Einar, Kristbjörg, Karvel, Ögmunda, Guðmundur Þórarinn, Karl, Daníel og Jóhannes. Tvö börn, Karvel Línberg og Líneik, dóu ung. Af þessum stóra systkinahópi eru þijú enn á lífi en það eru Karvel, Ógmunda og Jóhannes. Foreldrar Karls bjuggu við mikla fátækt eins og svo margir aðrir undir Jökli á þessum tíma. Það varð að gæta ítrastu útsjónarsemi og sparsemi til þess að fólk hefði í sig og á og hver hönd, jafnt smá sem stór, varð að leggja sitt af mörkum. Tveim árum áður en Karl fæddist höfðu foreldrar hans misst aleigu sína í bruna og stóðu uppi slypp og snauð með barnahópinn. Harðri lífsbaráttu þessara hjóna verður ekki lýst hér, en það má heita undur að þeim skyldi takast að koma á legg tíu börnum við þessar aðstæður. Þótt foreldrar Karls væru ör- snauð að veraldargæðum áttu þau annars konar fjársjóð sem þau miðl- uðu bömum sínum ríkulega af, en það var trúin og kærleikurinn. í allri sinni fátækt umvöfðu þau böm- in kærleik og hlýju og þótt þau yrðu að vinna eins og þrekið leyfði og væra oft bæði blaut og köld áttu þau ævinlega öruggt hrós frá pabba og mömmu eftir vel unnið verk. Þessi hlýja og góðvild ein- kenndi síðan þessi systkini öll. Á unglingsárum var Karl mikið í sveit, en þá höfðu foreldrar hans flutt inn á Hellissand. Honum féllu sveitastörfín vel og hugur hans hneigðist til búskapar en það fór ekki svo að hann yrði bóndi því hann hóf iðnnám og lærði smíðar. Hann starfaði síðan við smíðar á ýmsum stöðum, m.a. í Vestmanna- eyjum og í Reykjavík, þar til hann festi ráð sitt og settist að í Ytri- Njarðvík, en bræður hans allir höfðu þá flust þangað suður. Árið 1951 kvæntist Karl eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Waage, dóttur Sigurlaugar og Guð- mundar Waage frá Reykjavík og eignuðust þau tvö böm, Elísabetu og Óskar. Elísabet er kennari í Keflavík. Hún og fyrrverandi eigin- maður hennar Andrés Magnússon læknir á Siglufírði eiga þijár dæt- ur, Guðbjörgu, Ástu og Önnu. Ósk- Pallar hf. SALA - LEIGA Dalvegur 24 s. 42322 64 1020 ar er húsasmíðameistari og slökkviliðsmaður í Keflavík. Kona hans er Drífa Sigfúsdóttir bæjar- fulltrúi og eiga þau þijú börn, Daní- el, Rakel Dögg og Kára Örn. Karl var stórmyndarlegur maður svo að eftir var tekið og ég minnist þess, krakkinn heima á Bjargi, þeg- ar sagt var að von væri á Kalla frænda í heimsókn með konuefnið sitt, að ég hugsaði hvort hún myndi vera nógu falleg fyrir hann og var vantrúuð á það. Og mikill var léttir minn þegar ég sá að Kalli frændi hafði valið sér fallega konu sem ég taldi honum fyllilega samboðna. Glöð og ánægð fyrir Kalla hönd samþykkti ég með sjálfri mér ráða- haginn. Börnin hans vora honum mikill gleðigjafl og ekki minnkaði gleðin þegar barnabörnin komu hvert af öðra. Sérstök gleði fylgdi fyrsta barnabarninu, Daníel, því þegar hann fæddist bjuggu þau Óskar og Drífa á Þórustígnum hjá Karli og Guðbjörgu og nutu amma og afí samvista við litla drenginn fyrstu æviárin. Þær vora ófáar spýturnar sem Daníel litli tálgaði fyrir afa þegar hann var að hjálpa honum við smíðarnar í bílskúmum. Karl var ljúfmenni og bamavinur og hafði óvenju gott næmi fyrir líðan og löngunum lítilla barna. Þessu kynntist ég vel bæði þegar ég var sjálf bam og eins eftir að ég hafði eignast mín eigin börn og fylgdist með framkomu hans við þau. Dótt- ir mín, sem nú er sjálf orðin móðir, geymir enn bangsann góða sem Kalli frændi gaf henni þegar hún var á öðra ári. Það leið varla sá dagur að Karl kæmi ekki í heimsókn til okkar á Bjargi. Fyrstu orðin er hann gekk inn vora kannski: „Áttu nokkum sopa?“ eða „Er nokkuð á könnunni núna?“ Stundum stoppaði hann stutt, lítið meira en það tók að drekka úr kaffibollanum, en stund- um stoppaði hann lengur og þá var spjallað. Það var rætt um þjóðmál og heimsmál, drauma, gamlar sagn- ir og bækur, sem sagt um heima og geima. Þetta vora glaðar sam- ræður og oft hló frændi minn dátt þegar honum tókst að stríða við- mælanda sínum svolítið og hleypa þannig auknu lífí í umræðuna. Hann hafði bæði þörf fyrir og ánægju af að skiptast á skoðunum við fólk, ræða sínar pælingar og heyra annarra. Ef það liðu dagar án þess að hann kæmi í heimsókn var sem eitthvað vantaði og hann var látinn vita það næst er hann birtist að hans hefði verið saknað. Karl las mikið og ef hann rakst á áhugaverðar bækur hjá okkur sem hann hafði ekki í sínum fóram, vora þær fengnar að láni. Ég minn- ist þess enn er hann rakst á bók um jarðfræði eftir Þorleif Einars- son. Áhuginn fyrir að lesa bókina var svo augljós og hann drakk hana í sig. Þarna hafði hann fengið auk- inn fróðleik og þekkingu á landinu og allur nýr fróðleikur skipti hann máli. Karl var mikið snyrtimenni bæði hvað varðar eigið útlit og um- hverfl. Þar vora þau samstíga hjón- in, og bar heimili þeirra þess glöggt merki. Hann hafði rólegt fas og hélt sig frekar til hliðar ef hann var í margmenni enda sóttist hann ekki eftir slíku. Honum leið best heima við að hlusta á útvarp, lesa eða sýsla í bílskúrnum sínum eða að vera í hópi fárra góðra vina og ræða málin. Hann var vinfastur og frændrækinn og fylgdist vel með sínu fólki. Ég kveð nú frænda minn með þakklæti fyrir hans góðu vináttu í marga áratugi. Eiginkonu hans, bömum og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. Sólveig Karvelsdóttir. HJÁ ANDRÉSI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Ný sending af jakkafötum - Verð kr. 14.900 Flauelsbuxur nýkomnar - Verð kr. 1.790-5.600 Gallabuxur nýkomnar - Verð kr. 1.790-2.970 Stakar buxur í úrvali - Verð 1.000-5.600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.