Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
Minning’
*
Margeir G. Asgeirs■
son frá Hnífsdal
Fæddur 12. ágúst 1931
Dáinn 20. október 1993
Kveðja frá tengdabömum
Við kveðjum í dag hann Margeir
tengdaföður okkar.
Maggi eins og hann var alltaf
kallaður var reglumaður í orði og
í verki. Hann bjó yfir ríkum sjálfs-
aga, var ákveðinn og ábyrgðarfullur
og lagði rækt við allt sem hann tók
sér fyrir hendur.
Það eru fáir af hans kynslóð virk-
ir þátttakendur í heimilisstörfum.
En Maggi var það. Af frumkvæði
og festu gekk hann í húsverkin.
Hann var snyrtimenni, óreiðu og
seinagang þoldi hann illa. Njóta nú
synir hans góðs af þessu viðhorfi.
Tengsl Magga við heimahaga
sína, Hnífsdal, voru mjög náin og
fóru hann og Addý þangað vestur
á hverju ári, nú síðast í sumar sem
leið.
Það er mikil gæfa að njóta góðr-
ar heilsu. Maggi var vel meðvitaður
um það, enda gerði hann líkamsæf-
ingar á hverjum morgni og fór í
sundlaugina að loknum vinnudegi.
Hann var ímynd hreysti og heil-
brigði.
Fyrir einu og hálfu ári fór tilvera
Magga að sýna á sér nýja hlið. Það
var kominn brestur í stoðir lífsins
og lífið tók á sig annan blæ. Fram
að þessum tíma hafði Maggi ekki
einungis notið líkamshreysti. Hug-
arstyrk átti hann og fékk sá styrk-
ur að njóta sín nú þegar á móti
blés. Viljinn og sjálfsaginn knúðu
hann áfram til þess að halda sínu
striki - haggast ekki - fá sér sund-
sprett hvenær sem færi gafst og
tíðir voru göngurtúramir, allt þar
til líkaminn gat ekki meira.
Maggi var alltaf svo góður við
hana Addý. „Hún Addý mín“ sagði
hann. Í veikindum sínum gætti
hann þess að henni liði ekki illa.
Hann var sterkur, stóð eins og klett-
ur upp úr hafinu og hlífði Addý
sinni.
Hann fylgdist vel með börnum
sínum og barnabömum. Hann naut
þess að sjá þau vaxa úr grasi og
samvera með Magga afa fyllti þau
gleði og skildi eftir Ijúfar minning-
ar.
Við kveðjum Magga með þakk-
læti fyrir samfylgdina hér á jörð,
minningamar geymum við í hjarta
okkar. Við biðjum góðan guð að
styrkja Addý.
Anna, Hafsteinn, Sveinbjörg
og Sigríður Ragna.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Í dag verður til foldar borinn frá
Keflavíkurkirkju Margeir Guð-
mundur Ásgeirsson fískmatsmaður,
Hólabraut 11 Keflavík sem lést árla
að morgni h. 20. október sl. á
sjúkrahúsinu í Keflavík.
Margeir var sonur hjónanna Ás-
geirs R. Kristjánssonar verkamanns
og Rannveigar Vilhjálmsdóttur í
Hnífsdal en þau eru bæði látin.
Hann var áttundi í röð tólf bama
þeirra en af þeim em nú sex á lífí.
Að honum stóðu sterkir vestfírskir
stofnar. Foreldrar Ásgeirs voru
Kristján Bjömsson, Helgasonar f. í
Botni í Súgandafírði og k.h. Guðrún
Ásgeirsdóttir, Pálssonar, Ásgeirs-
sonar. Hún er í niðjatali Guðmund-
ar Bárðarsonar í Ámardal, N-ísa-
fjarðarsýslu, Arnardalsætt. For-
eldrar Rannveigar vom Vilhjálmur
Markússon, sjómaður í Hnífsdal og
Bolungarvík, ívarssonar lausa-
manns að Möðruvöllum í Eyjafírði,
Jónssonar og Elísabet Guðnadóttir.
Rannveig taldi í föðurætt til frænd-
semi við Vilhjálm Stefánsson, land-
könnuð í Kanada.
Margeir ólst upp í Hnífsdal og
byrjaði að vinna algenga verka-
mannavinnu á þeim tíma eftir nám
í bamaskólanum þar. Hann tók
mikinn þátt í íþróttum í Hnífsdal
og síðar einnig á ísafírði. 1956 brá
hann heimdraganum, fór á físk-
matsnámskeið og eftir það var hann
skamma hríð í foreldrahúsum.
Það var síðla vetrar 1956 að
Margeir Ásgeirsson kom fyrst á
heimili okkar við Túngötu á ísafírði.
Þau Ásthildur Árnadóttir, Addý
systir okkar, höfðu kynnst um
haustið og hann gerði komur sínar
tíðar. Hann var lífsglaður og frjáls-
legur og frá fyrstu kynnum áttum
við krakkamir, yngri systkin henn-
ar með honum góðar stundir og
skemmtun. Ekki var að sökum að
spyrja, Maggi varð fljótt í hópi okk-
ar bestu heimilisvina. Þau- Addý
voru heitbundin um haustið og
Maggi varð einn af fjölskyldunni.
Þau fluttust til Keflavíkur í árslok,
en foreldrar okkar höfðu flust þang-
að síðsumars. Hinn 14. desember
1957 var brúðkaup þeirra og þau
settu bú saman í lítilli leiguíbúð við
Kirkjuteig, fluttust fáum ámm síðar
í eigið hús að Vatnsnesvegi 22, enn
síðar í rýmri íbúðarhæð að Hóla-
braut 11 og hafa búið þar alla tíð
síðan.
Börn þeirra em: 1) Ámi, f. 29.
okt. 1957, auglýsingateiknari, e-k.
Anna Ingólfsdóttir, dætur þeirra
eru Ásthildur, Erla María og Una,
þau búa á Egilsstöðum, 2) Ragn-
hildur, f. 10. júní 1960, skrifstofu-
maður, e-m. Hafsteinn Hafsteins-
son, vinnuöryggiseftirlitsmaður,
böm þeirra em Margeir og Guð-
ríður, áður hafði hún eignast soninn
Margeir Einarsson, en hann lést á
bamsaldri 1981 eftir ógnarhörð
veikindi, þau búa í Njarðvík, 3)
Ásgeir f. 13. des. 1961, bygginga-
verkfræðingur, e-k. Sveinbjörg Ein-
arsdóttir, hjúkmnarfræðingur, syn-
ir þeirra eru Margeir, Einar og Ólaf-
ur, þau búa í Hafnarfirði, 4) Veig-
ar, f. 6. júní 1972, tónlistarmaður
og nemi, heitkona Sigríður Ragna
Jónasdóttir, förðunarfræðingur.
Barnabörnin em því orðin níu en
eitt þeirra látið.
Maggi tók óvenju mikinn þátt í
heimilisstörfum og þau Addý vom
einstaklega samtaka. Hún var hon-
um alltaf „Addý mín“ og milli þeirra
ríkti sterk gagnkvæm ást, virðing,
umhyggja og tillitssemi. Hann var
umhyggjusamur faðir og vinur
barna sinna allt frá bemsku til full-
orðinsára, mótandi uppalandi sem
fylgdist grannt með framfömm
þeirra og þroska, leiðbeindi þeim
og hvatti ótrauður og studdi í því
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Ekki síst var hann stoltur af þeim
þegar þau stóðu sig vel og náðu
settu marki. Þegar barnabörnin
bættust í hópinn tókst með þeim
og honum sama vináttan. Hann
hafði yndi af börnum og naut þess
að hæna þau að sér og fylgjast
með framfömm þeirra og þroska.
Eftir að Maggi fluttist úr for-
eldrahúsum frá Hnífsdal og eignað-
ist eigin fjölskyldu var dalurinn og
húsið undir bakkanum áfram fastur
liður í athöfnum hans og fyölskyld-
unnar. Umhyggja hans og hlýja við
aldraða móður var kærleiksrík.
Heimsóknir til Rannveigar ömmu,
Ellu systur og Hinna bróður urðu
jafn fastir punktar í tilvem bam-
anna þeirra Addýjar. I dalnum
lærðu þau að njóta lífsins í fámennu
og kyrrlátu þorpi við Djúp. Silungs-
veiði fram undan fjöruborðinu neð-
an hússins, berjaferðir inn til hárra
fjallahlíða og stöku bæjarferð í
kaupstaðinn var viðburður í kyrrð-
inni.
Hann var ötull og verkhygginn
í störfum enda greindur vel og fyrir-
hyggjusamur. Hann stundaði físk-
vinnu, í ágúst 1958 hóf hann skreið-
armat og 1964 einnig saltfískmat,
enn ásamt almennri fiskvinnu. I
maí 1977 varð hann yfírfiskmats-
maður á Suðurnesjum og í apríl
1983 réðst hann eftirlitsmaður hjá
Sölusambandi íslenskra fískfram-
leiðenda. í hverju starfí var hann
afburðamaður, kunnáttusamur, ör-
uggur og forsjáll. Hann var maður
stéttvís, tók þátt í málefnum verka-
fólks, sat í ýmsum nefndum VSFK,
í trúnaðarráði þess um árabil og
var fulltrúi þess á þingi ASÍ. Þar
sem annars staðar reyndist hann
tillögu- og úrræðagóður og fylginn
sér þegar honum þótti máli skipta.
Maggi var heilsugóður enda
stundaði hann ávallt útvist, íþróttir
og líkamsrækt, og reglusemi var
eitt hans aðalsmerkja. Þegar veik-
indin gerðu vart við sig var hann
sterkbyggður og vel á sig kominn.
Hann var. staðfastur í baráttunni
við hinn stranga sjúkdóm og lét
hvergi bugast. Samt tókst honum
ekki að yfírvinna þann banvæna
vágest. Lífíð var Magga ekki mjúk-
hent fremur en öðrum. En lífsvið-
horf hans gerðu honum kleift að
mæta köldum vindum lífsins og
bera byrðar þess með jafnaðargeði.
Hann var trúaður maður, en bar
ekki trú sína á torg. Sorgir sínar
og þjáningar bar hann allar í hljóði.
Þrátt fyrir afar kvalafull veikindi
fóru kvörtunarorð aldrei um hans
varir. Hann barðist af æðruleysi og
féll með reisn.
Maggi naut í veikindum og þján-
ingu líknsamrar umönnunar ágæts
hjúkrunarfólks og lækna Landa-
kotsspítala og síðast sjúkrahússins
í Kefiavík. Öllum þeim og öðrum
starfsmönnum og stjómendum sem
lögðu honum lið flyt ég einlægar
og hlýjar þakkir hans nánustu. Sér-
staklega kærar þakkir þeirra færi
ég stjórnendum og starfsmönnum
á vinnustöðum þeirra beggja. Með-
an á veikindum hans stóð hafa þau
hjón bæði notið þar einstakrar vin-
áttu og velvildar, hann hjá SÍF, hún
hjá Hótel Keflavík og Ofnasmiðju
Suðumesja og eigandanum Jóni
W. Magnússyni og fjölskyldu hans.
Enn fremur færi ég hlýjar þakkir
þeirra sr. Ólafí Oddi Jónssyni sókn-
arpresti fyrir mikla hjálp til að
standa þungar raunir í sorg og
söknuði.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Magga vel. Hann var maður
skemmtilegur að hitta, áhugasamur
um landshagi og þjóðmál, fylgdist
vel með tíðindum, naut rökræðu um
álitaefni hvers tíma og var hrein-
skiptinn. Minna þótti honum til
koma ef menn létu tilfínningar
bijótast fram í þeim umræðum, en
sló þá léttari strengi enda gaman-
samur i góðra vina hópi. Hann hafði
mikið yndi af tónlist og var sjálfur
söngvinn vel. Það var honum enda
ánægjuefni þegar yngsti sonur hans
sýndi ungur tónlistaráhuga og er
fram leið varð list Veigars sérstakt
stolt hans. Lífsviðhorf okkar Magga
voru um sumt ólík, en þó á stundum
hafí á milli borið í skoðunum á þjóð-
málum bar samt aldrei skugga á
vináttu okkar. Þar réð mestu um
drenglyndi hans og umburðarlyndi
sem hann var ríkulega gæddur.
Hann var sannarlega drengur góður
og vinur vina sinna.
Með Magga er héðan horfinn ein-
stakur mannkostamaður. Hann var
samviskusamur svo að af bar, hóg-
vær, hófsamur, trúfastur og stöð-
uglyndur að allri skapgerð, blíður
og umhyggjusamur ástvinum sín-
um, trygglyndur og hugljúfur vin-
um sínum og fágætur starfsmaður.
Hans er minnst með ást, þakklæti
og virðingu af okkur öllum sem
höfum notið ástrikis hans og hlýju
í ríkulegum mæli.
Maggi var einstaklega hlýr,
hjálpfús og elskulegur tengdafor-
eldrum sínum, rétt sem foreldrum
sínum meðan þeirra naut við. Sam-
band hans og foreldra okkar var
því sterkt og náið. Þau hafa misst
kæran son og vin og sakna hans
nú og syrgja. Þau biðja fyrir ást-
samlega hinstu kveðju er hann
leggur á móðuna miklu og biðja
fyrir velferð hans handan hennar
um leið og þau þakka honum góða
samleið.
Vináttusamband okkar systkin-
anna og maka okkar við Magga var
alltaf bjart og við áttum margt sam-
an að sælda. Börnin okkar, sem nú
eru fullorðið fólk, minnast enn með
þakklæti hve hann var natinn við
að taka þau með í leiki, íþróttir og
útivist. Sérstakt sæti í huga þeirra
verma skautaferðirnar á Seltjörn
sem enduðu með kakó- og pönnu-
kökuveislu á Hólabrautinni. Við
biðjum öll fyrir elskulega hinstu
kveðju og þakkir er leiðir skiljast
og biðjum honum náðar og líknar
hins hæsta.
Dýpst og ströngust er sorg elsku-
legrar systur minnar, hennar
Addýjar, barnanna þeirra fjögurra
og afa-bamanna. Þau hafa mátt
standa hjá og fylgjast með kvölum
hans og baráttu án þess að geta
lagt lið umfram það að gera þján-
ingamar bærilegri. Það er erfítt
hlutskipti og á það bar hann sjálfur
gott skynbragð. Þó þau hafí undir-
búið sig fyrir hið óhjákvæmilega
varð það þeim samt óvænt og sárt
áfall. Að þeim er þungur harmur
kveðinn, þau hafa misst ástríkan
og umhyggjusaman eiginmann,
föður, tengdaföður og afa, vin í
raun á hveiju sem gekk. Hjá þeim
er hugur okkar í samúð og bæn.
Við biðjum algóðan Guð að gefa
þeim huggun í raun, sefa sorgina
og styrkja þau til að minnast með
gleði þeirra stunda sem þau áttu
bestar með honum sem nú er kvadd-
ur hinstu kveðju.
Að leiðarlokum þakka ég Magga
samfylgd og vináttu sem aldrei
hefur slegið fölva á. Megi hann á
himnum fá góða heimkomu í ríki
hins kærleiksríka föður. Ef tilvera
tekur við af þessari þá á hann víst
að á móti honum taka ástvinir, þar
á meðal ástkæri drengurinn sem fór
svo fljótt og við öll söknum enn,
nafni hans Margeir litli. Það verður
fagnaðarfundur.
Hann var göfuglyndur og dreng-
ur góður. Hann var vinur í raun
og við gleymum honum aldrei.
Minning hans lifir í okkur sem með
honum gengum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Vert þú sæll, vinur.^
Árni Ragnar Árnason.
Margeir Ásgeirsson frá Hnífsdal
verður jarðsunginn í Keflavík í dag,
en hann lést 20. þessa mánaðar
eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Margeir Ásgeirsson var fæddur
12. ágúst 1931 og var því aðeins
sextíu og tveggja ára þegar hann
lést. Hann var alinn upp á sjávar-
kambinum í Hnífsdal, rétt við gull-
kistuna miklu sem ísafjarðardjúp
var og er.
Oft bárust Vestfirðirnir í tal þeg-
ar við vorum að vinna saman og
minnist ég þess hvað Margeir átti
í rauninni djúpar rætur fyrir vest-
an. Á sumrin fór hann til æsku-
stöðvanna að heimsækja aldraða
móður sem nú er látin, systkini og
fjölskyldur þeirra. Þegar hann rifj-
aði upp æskuárin talaði hann gjarn-
an um hvað gaman hefði verið að
leika sér í fjörunni sérstaklega að
veiða en þá gekk sjóbirtingur upp
í ós Hnífsdalsár.
Veiðiáhuginn blundaði ævinlega
í honum og fór hann árlega í Veiði-
vötn með nokkrum félögum. Síðast-
liðið sumar fór hann einnig þó að
hann væri fársjúkur. Margeir var
ævinlega hraustur og hress og það
leið varla sá dagur að hann gerði
ekki eitthvað til þess að „smyija
skrokkinn á sér“ einsog hann sagði
stundum, „við verðum að halda
okkur í formi, strákar". Fyrir vestan
kynntist Margeir stóra vinningnum
í lífí sínu, Ásthildi Árnadóttur frá
ísafírði. Fljótlega eftir að þau hófu
búskap fluttust þau suður til Kefla-
víkur þar sem þau hafa búið til
þessa dags.
Margeir var ánægður með hlut-
skipti sitt í lífinu, fjölskyldu sína
og lífsstarfið, en hann starfaði alla
tíð við sjávarfang, einmitt það sem
hann ólst upp við frá blautu barns-
beini. Lengst af starfaði Margeir
við gæðaeftirlit og leiðbeiningar-
störf í saltfískvinnslu. Á árum áður
starfaði hann sem matsmaður, aðal-
lega í saltfiski. Hann hefur greini-
lega staðið sig vel í því starfí, þar
sem hann varð síðar yfírfískmats-
maður á Suðumesjum í saltfíski og
skreið á vegum Framleiðslueftirlits
sjávarafurða eins og það hét þá. í
upphafi árs 1983 hittumst við Mar-
geir fyrst. Þá var hann í þessu starfi
og undirritaður að hefja störf hjá
SIF. Mér er það minnisstætt hvað
Margeir tók mér vel og hvað gott
var að vinna með honum. Hann var
ósérhlífínn og hispurslaus í fram-
göngu, stundum svo gustaði af hon-
um ef hann var ekki ánægður með
verk framleiðenda. Síðar á þessu
sama ári hóf Margeir störf hjá SÍF,
þar sem verið var að hefja eigið
eftirlit á vegum Sölusambandsins.
í eftirlitsdeild SÍF starfaði Margeir
til dauðadags. Það var mikill fengur
fyrir SÍF á þessum árum að fá
Margeir til starfa með þá miklu
reynslu sem hann hafði. Margeiri
var það metnaðarmál að standa sig
í því sem honum var trúað fyrir.
Það svæði sem Margeir þjónaði
hvað lengst, þ.e. á Suðurnesjum,
hefur verið fram til þessa fram-
leiðsluhæsta svæðið og oft á tíðum
verið með flesta framleiðendur. Það
þurfti því oft víða að fara og marg-
ir sem þurftu að ná í Margeir. Áður
en farsími kom til sögunnar gátu
framleiðendur hringt heim til Mar-
geirs og beðið um skilaboð til hans.
Heimilið var því oft eins og símstöð
og gengu Addý og krakkarnir að
þessu einsog að hveijum öðrum
sjálfsögðum hlut. Eftir hádegi eða
að morgni gátu skilaboðin stundum
verið í tugum, oft verkefni sem
þurfti að leysa samdægurs. Þessu
tók Margeir með miklu jafnaðar-
geði, þó að sjálfsögðu hafí stundum
reynt mikið á hann, sérstaklega á
árum áður þegar mun meira magn
af fiski var í umférð, fjöldi framleið-'
enda meiri og hráefnið lakara. Oft
var verið að fást við dauðblóðgaðan
og stundum nokkura nátta fisk.
Við þessar aðstæður reyndi mjög
mikið á viðkomandi eftirlitsmann
að samræma gæðastaðalinn og þar
með störf fleiri tuga manna. Þetta
leysti Margeir af hendi með stakri
prýði.
Um uppruna Margeirs, ætt og
fjölskylduhagi verður eflaust fjallað
af öðrum sem til þeirra mála þekkja
betur en ég.
Tveimur vikum fyrir andlátið
komum við tveir samstarfsmenn
Margeirs á heimili þeirra hjóna.
Mikil breyting var nú orðin að sjá
þennan stæðilega og hrausta mann,
ekki kvartaði hann yfir sínum að-
stæðum heldur tók þeim með æðru-
leysi. Þau tóku á móti okkur bæði
hlý og elskuleg sem var eðli þeirra
beggja. Hálfum mánuði síðar var
Margeir allur.
Við samstarfsmenn Margeirs í
Eftirlitsdeild SÍF minnumst hans
með miklu þakklæti. Við vottum
eiginkonu hans og fjölskyldunni
allri innilegustu samúð.
Fyrir hönd Eftirlitsdeildar SÍF,
Bjarni Benediktsson.
Síminn hringir árla morguns, ég
heyri að símtalið er frá íslandi.
Faðir minn tjáir mér að Maggi hafi