Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 31

Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 31 kvatt þennan heim þá um nóttina eftir hetjulega baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. Margeir Ásgeirsson frá Hnífsdal var kvæntur móðursystur minni, Ásthildi Árnadóttur (Addý), og áttu þau fjögur börn, Árna, Ragnhildi, Ásgeir og Veigar. Mikill og góður samgangur hefur alltaf verið á milli þessarar fjölskyldu og minnar og á ég margar góðar minningar tengd- ar Magga. Maggi var mikill íþróttagarpur. Hann stundaði skíði og skauta frá unglingsaldri í Hnífsdal, gerði leik- fimiæfingar á hveijum morgni og stundaði sund og gönguferðir með Addý sinni svo lengi sem heilsan leyfði. Hann var einstaklega barn- góður og fór oft með okkur bömin á skauta á Seltjörn. Þar sveif hann átakalaust um svellið og kenndi okkur meðal annars að skauta aftur á bak, sem okkur þótti afar merki- legt. Einnig fór hann með okkur á skíði i Svartsengi. Þessar ferðir enduðu ávallt í eldhúsinu hjá Addý í kakó- og kleinuveislu. Alltaf var gott að koma til þeirra á Hólabrautina og þótt heimsókn- unum fækkaði með árunum tók Maggi vel á móti „skottunni sinni henni Huldu“ eins og hann kallaði mig. Vorið 1992 veiktist Maggi alvar- lega og greindist þá meðal annars með krabbamein. Hægt var að halda sjúkdómnum í skefjum í rúmt ár með lyfjagjöfum, en ekki síst með ótrúlegri seiglu hans og bar- áttu. Sjúkdómurinn hafði að lokum betur og hann lést í sjúkrahúsinu í Keflavík 20. okt. sl. Fyrir rúmum mánuði, kvöldið áður en ég fór til Bandaríkjanna, kvaddi hann mig með þeim orðum að við ættum eftir að sjást aftur. Því miður verður svo ekki í þessu lífi, en ég trúi því að svo verði ein- hvern tíma, einhvers staðar. Ég vil með þessum fátæklegu orðum minnast hversu góður hann var alltaf við okkur systkinin. Mér þykir sárt að geta ekki fylgt góðum vini til grafar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Elsku Addý, Árni, Ragnhildur, Ásgeir, Veigar og fjölskyldur. Miss- ir ykkar er mikill en minningin um góðan mann lifir. Guð blessi Margeir Ásgeirsson. Flýt þér vinur í fegri heim, kijúptu á vegum friðarboðans fljúgðu á vængum morgunroðans meir að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Hulda Harðardóttir og fjöl- skylda, Bandaríkjunum. Kveðja frá SÍF hf. í dag kveður starsfólk Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda hf. einn af samstarfsmönnum sín- um, Margeir Ásgeirsson fiskmats- mann, hinstu kveðju. Margeir lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 20. október sl., langt um aldur fram, aðeins 62 ára að aldri. Margeir, sem fæddist 12. ágúst 1931 í Hnífsdal, helgaði íslenskum sjávarútvegi alla sína starfskrafta og til Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda réðst hann til starfa 1983 og starfaði þar allt til dauða- dags. A þeim ellefu árum sem SÍF og íslenskur saltfískiðnaður naut reynslu hans og þekkingar á sviði fiskmats og saltfiskverkunar urðu þeir fjölmargir, íslenskir fiskfram- leiðendur og starfsmenn þeirra, sem hlutu tilsögn og nutu aðstoðar Margeirs á sviði saltfiskverkunar. Einkum á þetta við Suðurnesin, en þar var aðal starfsvettvangur hans. Suðurnesin er það framleiðslusvæði innan SÍF, þar sem jafnan hefur verið framleitt mest af saltfiskaf- urðum ár hvert og þar er fjölmenn sveit framleiðenda, jafnt stórir sem smáir. Fullyrða má að starf sitt hafi Margeir rækt af trúmennsku og alúð og kunna saltfiskframleiðend- ur og stjórn SÍF hf. honum bestu þakkir fyrir. Þá kveður starfsfólk Sölusambandsins góðan og glað- lyndan vin um leið og það_ sendir eftirlifandi konu hans, Ásthildi Árnadóttur, og börnum þeirra sínar samúðarkveðjur. Megi minningin um Margeir lifa. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks SÍF hf„ Magnús Gunnarsson. Miðvikudagurinn 20. október sl. var undurfagur haustmorgunn. Það hafði gránað í fjöllin og himinninn var roða sleginn. Sólin læddi geisl- um sínum niður á milli húsanna og yfir lygnan flóann. Þannig var sú stund er við fréttum lát Magga vin- ar okkar. „Hlustaðu...“ var það sem Maggi sagði svo oft í samræðum okkar. Og við skynjuðum djúpa þögnina, þegar þessi stórbrotni maður var sofnaður svefninum langa. Það er sárt að kveðjast eftir nær fjögurra áratuga samskipti, sem aldrei bar skugga á. Það var um miðjan sjötta áratuginn á heima- slóðum okkar á ísafirði, sem ástir tókust með Addý systur minni og Magga. Við yngri systumar vorum í fyrstu tortryggnar gagnvart manninum sem kom utan úr Hnífs- dal og virtist ætla að ræna okkur stóru systur. Þetta var garpur mik- ill, sem geystist um fjöllin á skíðum, tjaldaði á jöklum, spilaði fótbolta og brá sér jafnvel í gervi dægur- lagasöngvara. Með glaðværð sinni var Maggi fljótur að vinna hylli okkar systkin- anna og reyndist jafnan sem besti bróðir. Maggi var einn af 12 börnum hjónanna Rannveigar Vilhjálms- dóttur og Asgeirs Kristjánssonar í Hnífsdal. Á heimilinu dvöldust einn- ig báðar ömmurnar. Þama ólst Maggi upp í stórfjölskyldu, þar sem samheldni og systkinakærleikur var í fyrirrúmi. Það ríkti óvenjuleg lífs- gleði á heimili þeirra í Hnífsdal og alltaf fannst mér Rannveig geisla af hamingju yfir ríkidæmi sínu, börnunum og barnabörnunum. í stórfjölskyldum þessara tíma var hver einstaklingur ábyrgur fyr- ir velferð fjölskyldunnar og Maggi fór því snemma að vinna. Vinnan var ekki alltaf við höndina og var þvi unnið jafnt á Miðnesheiði, á Straumnesfjalli, sem í fiskvinnslu í Hnífsdal eða við síldveiðar fyrir Norðurlandi. Seinna var haldið suður þar sem þau Addý stofnuðu heimili og fjöl- skyldu í Keflavík. Átthagamir áttu sterk ítök í Magga sem marka má af því að nafnið á Hnífsdalnum tengdi hann alltaf við nafnið sitt. í fyrstu spauguðum við með þennan sið hans, en því var fljötlega hætt og nafnið hans og dalurinn urðu eitt í huga okkar. Lífsmunstur Magga var mótað af uppeldi hans og reynslu foreldr- anna við að standa straum af fram- færslu stórrar fjölskyldu á erfíðum tímum. Hann lét aldrei glepjast af bjartsýni, enn síður af svartsýni - raunsæi var hans máti og á því byggðist farsæll ferill hans. Hann kunni þá list að njóta lífsins. Hann stundaði alla tíð útivist, skíði, göng- ur og sund og var óþreytandi að hvetja okkur hin. Hann naut þess að ferðast og hlusta á góða tónlist. En fyrst og síðast var Maggi fjöl- skyldumaður, sem lagði áherslu á að rækta góð samskipti við sína nánustu. Maggi og Addý voru einstaklega samhent og samrýnd. í erfiðum veikindum hans var hún hans bjarg- föst stoð, skynjaði líðan hans án orða og hjúkraði honum til hinstu stundar. Við hjónin erum þakklát fyrir sjóð af minningum tengdar þessum glaða og góða félaga. Hans verður saknað. Við biðjum góðan guð að styrkja Addý og fjölskyldu hennar í sorg þeirra. Blessuð sé minning Margeirs Ásgeirssonar frá Hnífsdal. Ragnhildur og Hörður. Fleiri minningargreinar um Margeir G. Asgeirsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Minning Jakob Falsson Fæddur 8. maí 1897 Dáinn 24. október 1993 Afi okkar lést í hárri elli síðastlið- inn sunnudag á Fjórðungssjúkrahús- inu á Isafirði. Síðustu ár ævi sinnar átti hann í sjúkrarúminu, þar sem hann beið hins óumflýjanlega með þeirri stóísku ró sem ávallt ein- kenndi hann. Annað var einkennandi fyrir afa, sem löng sjúkrahúslega breytti í engu, hann fylgdist alltaf með hvað var um að vera utan veggja sjúkrahússins, hann fylgdist vel með sínum, hvað hver og einn fjölskyldumeðlimur var að gera, og að öðrum ólöstuðum má segja að hans helstu tengiliðir við umheiminn undanfarin ár hafi verið Hörður, Jónína og Lilja, sem heimsóttu föður sinn reglulega. Minningin sem við bræðurnir geymum í huga okkar um afa er sú af afa á Bökkunum, af bátasmiðnum sem sigldi með okkur á trillunni um lygna Jökulfirðina á sólríkum sumar- degi. Trillan tók okkur víða og í margri lautinni var breitt út teppi, drukkið heitt kakó og sporðrennt nokkrum brauðsneiðum með osti. Að fara norður í Kvíar var eins og að fara inn í ónumið ævintýraland. Þar gátum við verið kóngar um stund, við gátum byggt hallir í hvönninni, lagt leynistíga sem eng- inn vissi um, horft með spekingsleg- um svip á haf út og talað gáfulega. Og afi fylgdist með úr fjarska. Annað ævintýraland fyrir unga drengi, sem tengist einnig á órjúfan- legan hátt minningunni um afa, eru Bakkarnir og Dokkan. Þangað var hægt að fara dag eftir dag, og hver dagur bar í skauti sínu ný og spenn- andi ævintýri. Þeir voru til að mynda ófáir leiðangrarnir sem farnir voru niður í Sundstræti til að byggja snjó- hús í litla skotinu við skúrana í garð- inum og fá síðan lánuð kerti til þess að lýsa salarkynnin upp í skamm- deginu. Eða að sumrinu til, þegar farið var niður á bryggju til að dorga. Síðan var komið við í Sundstrætinu til þess að fá rabbarbara og sykur á disk. Og afi fylgdist með. Þannig munum við eftir afa og munum alltaf gera. Blessuð sé minn- ing hans. Björn, Jakob Falur og Atli. Afi minn er dáinn, 96 ára. Fréttin sem búið var að bíða svo lengi eftir kom loksins, tuttugu og einu ári eft- ir að amma dó. Amma sem sagðist ekki vilja verða eldgömul eins og dótturdóttir hennar bað hana um. Og núna skil ég hvað hún átti við. Afi missti móður sína aðeins átta ára gamall, átta ára stubbur eignað- ist bróður og missti móður sína sama dag. Systkinin voru fimm og langafi þurfti að láta þau frá sér til að geta unnið fyrir bamahópnum. Fjölskyld- an hafði búið í Barðsvík í Grunnavík- urhreppi, einangruðu býli og var svo dreift um næstu sveitir þar sem ein- angrunin var svo mikil að við getum vart ímyndað okkur það í dag. Rósa systir hans talar oft um þegar hún horfði frá Dynjanda yfír að Kvíum og óskaði þess að hún gæti hitt hann stóra bróður sinn. En samgöngurnar voru svo erfiðar og jafnvel þó að Rósa gæti séð yfír að Kvíum, þá gat hún aðeins hitt bróður sinn örsjaldan. Þó að allir hafi verið góðir við afa efast ég um að nægur skilningur hafí verið á því hvemig átta ára móðurlausum dreng leið fjarri föður sínum og systkinum. Ég held að þetta áfall hafí mótað afa og allt hans líf. Afí var harður af sér og hlífði sér aldrei, gat verið þungur í skapi og talaði ekki nema hann hefði eitthvað að tala um. Hann var dulur en raungóður og ákveðinn. Afi var tekinn í fóstur af Kristínu og Jóni í Kvíum í Jökulfjörðum og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann giftist heimasætunni á bænum, Guð- björgu Jónsdóttur. Þau stunduðu búskap í Kvíum, en jafnframt var afí mikið að heiman við sjósókn og bátasmíðar. Afi og amma bjuggu í Kvíum til ársins 1948, en fluttust þá til ísafjarðar. Það var áreiðanlega erfíð ákvörðun fyrir þau að flytja, en fólksflóttinn frá Homströndum og Jökulfjörðum var þá hafinn og því enn erfiðara en fyrr að búa á svo afskekktum stað. Ég var mánaðargömul þegar mamma flutti með mig til ömmu og afa og svaf í kommóðuskúffu á með- an afí smíðaði fyrir mig rúm. Ég naut því þeirra forréttinda að alast upp heima hjá þeim. Afí var bátasmiður og hann smíð- aði fallegustu bátana. Hann hjólaði á gömlu, svörtu hjóli í vinnuna niður á Tanga. Amma smurði fyrir hann nestið og hellti kaffí á brúsann hans, lét i hann fímm teskeiðar af sykri og setti sex sykurmola í boxið hans. Það var afalykt af töskunni. Afí byij- aði að vinna klukkan sjö á morgnana og vann til sjö á kvöldin. Þetta gerði hann þar til hann var 75 ára, en þegar amma dó hætti hann að vinna aukavinnu og vann „bara“ til klukk- an fímm. Auk þessarar vinnu átti afi „smíðahús" sem er skúr þar sem hann smíðaði skektur, jullur og trill- ur. Það var alltaf gaman að fá að koma niður í hús og sjá hvað afí var að smíða. Finna lyktina af nýsög- uðum viðnum, leika sér að saginu og hefilspónunum og skoða öll skrýtnu verkfærin. Afí smíðaði líka ýmislegt annað eins og lítinn stól og eldrauðar hjólbörur sem dótturdótt- urinni þótti mikið til koma og bömin mín em svo hrifín af í dag. Það var gott þegar afí kom heim úr vinnunni og jafnvel þó hann væri þreyttur eftir langan vinnudag þá var alltaf tími til að hossa dótturdótt- urinni á hnjánum og enginn sveiflaði mér eins hátt með fætinum og hann. Stundum fékk ég að sofa í herberg- inu hjá ömmu og afa, sérstaklega Björgvin Bjömsson, Djúpavogi — Minning Fæddur 4. apríl 1904 Dáinn 23. október 1993 Þegar fyrsti vetrardagur rann upp og geislar sólarinnar teknir að lækka á lofti kvaddi afí okkar þennan heim. Það kom ekki á óvart því að hann var orðinn aldraður, 89 ára gamall. Hann var fæddur 4. apríl 1904 og hefði því orðið níræður á næsta ári. Afi átti sitt heimili á Djúpavogi, nánar tiltekið í Borgargerði. Ég var ung þegar fjölskylda mín fluttist frá Djúpavogi hingað suður, en á sumrin var oft farið á Djúpavog að heim- sækja afa og ömmu í Borgargerði. Það var alltaf viss tilfinning þegar við keyrðum að þorpinu og sáum glitta í Borgargerði á milli hamr- anna, heimili afa og ömmu. Slík til- finning gleymist aldrei. Afí var búinn að dvelja á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Neskaupstað síðastliðin ár, vegna veikinda sinna, og eigum við ættingjar hans starfs- fólkinu þar mikið að þakka fyrir hlý- hug og góða umönnun. Þar sem afí átti sitt lögheimili á Djúpavogi, var oft erfítt fyrir hann að vera á sjúkrahúsi svona langt frá sínu heimili og skyldfólki, en þrátt fyrir það var hann svo lánsamur að eiga hana Döddu að, því að hún var alltaf svo dugleg að heimsækja hann og hugsa vel um hann, en hún var ein af hans elstu bamabömum og býr á Neskaupstað. Þegar ég heimsótti afa á sjúkra- húsið í ágúst sl. og færði honum góðgæti í dósina sína, en hann var alltaf mikill sælkeri, þá fann ég að stutt var í að hann kveddi þennan heim. Hann sagði það líka sjálfur að það væri ekki víst að hann yrði hér næst þegar ég kæmi. Nú þegar hann hefur lokið lífs- ef frændur mínir Bjöm eða Jakob áttu að gista hjá okkur. Þá var ég útsmogin og lét þá sofa hjá mömmu, en svaf sjálf hjá ömmu og afa. Þá lá afi í sínu rúmi og las og ég í bedda hjá ömmu rúmi og amma las fyrir mig. Afí hraut þegar hann sofnaði og það þótti okkur fyndið. Við fórum oft norður í Kvíar á bát sem hét Eljan. Afí smíðaði trillu sem var höfð með í slefi aftan í Eljunni og alltaf sat hann einn í trillunni til að stýra og passa að hún rækist ekki utan í Eljuna. Afí svaf í vinnu- stofunni í Kvíum svo að við mamma og amma gætum sofið í herberginu þeirra ömmu þvi að þar var ofn og því hlýrra. Afí hafði unun af að lesa og las allt sem hann komst yfír hvort sem það var fiskalíffræði eða ævisögur. Það var einna síst að hann hefði gaman að skáldsögum. Afí vildi fræðast af bókunum sem hann las og var vel menntaður þó að skóla- gangan væri aðeins nokkrir dagar. Hann hafði stálminni og hafi gaman af að segja frá því sem hann las, en honum líkaði ekki að menn færðu í stílinn eða væru með skreytni. Afi hlustaði mikið á útvarp, alltaf á frétt- ir og messur á sunnudagsmorgnum fyrir utan margt annað. Um helgar gekk hann oft upp í bæ og þá reynd- um við Bjöm að leita hann uppi, fá að leiða hann og ganga með honum. Afí var mjög bamgóður og hafði unun af að sjá ungviðið vaxa og þroskast. Hann fylgdist vel með okk- ur bamabörnunum og seinna bömum okkar. Hann hafði áhyggjur af okkur ef við vomm ekki fljótust og dugleg- ust að læra, hvort sem það var að ganga, tala eða lesa. Og mikið var hann stoltur þegar við urðum þijú bamaböm hans stúdentar sama vor. Þegar ég eignaðist dóttur kom aldrei annað til greina en hún héti Guð- björg eftir ömmu og það þótti afa vænt um. Yngri sonur minn hefur þurft að fara nokkmm sinnum á sjúkrahús vegna aðgerða. Afí fylgd- ist vel með líðan hans og spurði oft eftir honum, síðast tveimur dögum fyrir andlátið. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp heima hjá afa og ömmu og fyrir allt það sem þau gerðu fyrir mig og gáfu mér. Drífa. göngu sinni hér og hafið göngu sína á nýjum stað, kveðjum við elsku afa okkar með söknuði og þökkum hon- um samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Aðalheiður Ásgeirsdóttir oer fiölskvlda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.