Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 32

Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Guðmundur Emilsson * og Guðný Asmunds- dóttir - Hjónaminning Guðmundur Fæddur 8. febrúar 1920 Dáinn 23. október 1993 Guðný Fædd 16. júní 1922 Dáin 28. júlí 1993 í dag verður jarðsunginn frá Seyðis- fjarðarkirkju Guðmundur Emilsson, sem lést í sjúkrahúsinu á Akureyri fyrsta vetrardag, hinn 23. október síðastliðinn, eftir stutta sjúkdóms- legu. Guðmundur fæddist í Hátúni við Seyðisijörð, sonur hjónanna Guðnýjar Helgu Guðmundsdóttur og Emils Theodórs Guðjónssonar og kom hann í heiminn hálfri klukkustund á undan tvíburabróður sínum, Vilhjálmi, en alls áttu þau Guðný og Emil tólf böm sem kom- ust á legg. Guðmundur ólst upp í Hátúni í stórum systkinahópi, en Vilhjálmur tvíburabróðir hans var tekinn í fóst- ur af sæmdarhjónunum Björgu Sig- urðardóttur og Vilhjálmi Ámasyni á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð. Stutt var milli bæja og hittust þeir bræður því oft þótt ekki væm þeir aldir upp saman. Mér verður alltaf minnisstætt atvik sem átti sér stað þegar þeir voru litlir, að þeir voru að fljúgast á í góðu og Villi varð undir. Hann lét það ekki á sig fá en sagði kotroskinn eftir áflogin að þetta væri ekki að marka þar sem Gvendur væri hálftíma eldri. Guðmundur kvæntist Guðrúnu Ásmundsdóttur frá Úlfsstöðum í Vallahreppi og eignuðust þau sex böm, Maríu, Jónas, Ljósbrá, Auð- björgu og Emil og dóttur sem lést skömmu eftir fæðingu. Þau bjuggu allan sinn búskap á Seyðisfirði þar sem Guðmundur vann lengst af í Fiskiðjunni, hjá frænda sínum Ólafi Ólafssyni. Konu sína, Guðnýju, missti Guðmundur í sumar og hafa bömin því misst báða foreldra sína með stuttu millibili. Ég bið góðan Guð að blessa þau og styrkja í sorg- inni sem ástvinamissir hefur ávallt í för með sér. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Emilsson. Mér er það ljúft og skylt að rita nokkrar línur til heiðurs þeim sæmdarhjónum sem afi og amma óneitanlega vom. Guðmundur Emilsson fæddist á Landamótum á Þórarinsstaðaeyr- um í Seyðisfirði. Foreldrar hans voru Emil Theodor Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir. Þau stunduðu búskap á Hátúni og síðar á Brekku í sömu sveit. Afi ólst upp í stómm systkinahópi og má nærri geta að oft hefur verið þröng á þingi og erfitt að afla fæðu handa svo stómm hópi. Afi minntist þó bemsku sinnar alltaf sem mjög skemmtilegs tíma og lá hugur hans til síns gamla heimabæjar allt til síðasta dags. Fljótlega fór afi að hjálpa til við heimilisstörfín og var foreldmm sín- um mikil hjálparhella, bæði þá og seinna á lífsleiðinni. Afi fór snemma að stunda sjó- mennsku og gerði hann út nokkra báta, þar á meðal Óla litla, Auð- björgu eldri, Auðbjörgu yngri og síðast gerði hann út vélbátinn Rán ásamt föður sínum. Útgerð stund- aði hann frá Eyrum og síðar frá Seyðisfírði. Þess á milli fór hann á vertíðir á Suðumesjum og hér heima sem sjómaður og beitinga- maður. Nokkrar vertíðir vann hann hjá Síldarverksmiðjunni og síðustu æviárin vann hann sem vélavörslu- maður hjá Fiskvinnslunni á Seyðis- firði. Afi veiktist skyndilega miðviku- dagskvöldið 20. október og var strax fluttur á Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri þar sem hann svo lést eftir stutta legu. Þar fékk hann frábæra umönnun og vil ég koma á framfæri þakklæti til lækna og hjúkmnarfólks, bæði þar og hér heima. Enda þótt oft hafí brotið á og hann afi minn hafi marga hildi háð í lífsins ólgusjó hvarflaði aldrei að honum að leggja árar í bát, slík var atorka hans og eljusemi við hvað svo sem hann tók sér fyrir hendur. Guðný Ásmundsdóttir fæddist að Úlfsstöðum á Völlum á Héraði. Foreldrar hennar vom Ásmundur Sigmundsson og Jóna Jarþrúður Jónsdóttir. Ásmundur og Jarþrúður byijuðu búskap að Kalstaðagerði í Vallahreppi en eftir fjögur ár varð það hlutskipti þeirra hjóna að fara í vinnumennsku og var amma þá send í fóstur að Strönd á Völlum. Á Strönd ólst amma upp við eins gott atlæti og hægt var á þessum erfiðu tímum og hélt hún alltaf sambandi við fósturforeldra og fóst- ursystur síðan. Heimili ömmu bar alla tíð vott um fyrirhyggju, hagsýni og alltaf var nóg handa öllum. Hún vann í fiskvinnslu, við mötuneyti og við beitingu hjá afa meðan kraftar leyfðu, en vegna langvarandi veik- inda varð hún frá vinnu að hverfa. Þá sneri hún sér alfarið að böm- um og búi með miklum sóma þrátt fyrir hennar erfiðu veikindi. Amma var mikil hannyrðakona. Ef hún var ekki að pijóna á bömin, barnaböm- in og bamabarnabömin var hún að sauma út eða sníða og sauma föt. Amma veiktist um miðjan júní og lá fyrst á sjúkrahúsi Seyðisfjarð- ar, en var svo flutt á Landspítal- ann. Þar var hún á annan mánuð og var búin að ná sér þokkalega, en eftir aðgerð á fótum sem hún þurfti að gangast undir vaknaði hún ekki aftur. Einnig þar var umönnun frábær og ber að þakka læknum og hjúkmnarfólki. Afi og amma áttu sex börn. Þau eru María Guðný, f. 1944, gift Kjartani H. Björgvinssyni og eiga þau þijú böm; Jónas, f. 1948, gift- ur Aldísi Gústavs og eiga þau fjög- ur börn auk þess sem Jónas átti eina dóttur fyrir; Jarþrúður Dag- björt, f. 23. mars 1950, d. 10. júlí 1950; Ljósbrá, f. 1951, gift Kol- beini Agnarssyni og eiga þau þijú böm; Emil Theodor, f. 1955; og Auðbjörg Bára, f. 1962, gift Agli Sölvasyni og eiga þau tvö böm. Afí og amma byijuðu sinn bú- skap í Keflavík en vegna veikinda ömmu lá leið þeirra aftur á æsku- slóðir afa, Þórarinsstaðaeyrinnar. ■ Þar bjuggu þau í Dagsbrún um nokkurra ára skeið en fluttust síðan til Seyðisfjarðar í stórhýsi er Pöntun hét. Að koma í Pöntun á þeim tíma var eins og að koma í höll og sýnir stórhug afa við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Þar bjuggu þau um fímmtán ára skeið, en flutt- ust svo að síðustu í fjölbýlishús inn- ar í bænum. Þar bjuggu þau góðu búi sem fyrr síðustu æviár sín. Til þeirra var alltaf gott að leita, enda leið ekki sá dagur að einhvert okk- ar væri ekki þar í kaffispjalli. Með þessum fátæklegu orðum um lífshlaup þeirra afa og ömmu vil ég þakka þeim samfylgdina og þá lexíu sem þau kenndu mér. Góða skapið þeirra og jafnaðar- geðið mun ávallt lýsa okkur sem eftir sitjum. Mamma, Jónas, Ljósbrá, Emil, Auda og aðrir aðstandendur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð, því að missirinn er sannarlega mikill. Það er huggun harmi gegn að leið- ir okkar allra eiga eftir að liggja saman. Víst er að þá verða móttök- urnar góðar hjá afa og ömmu eins og þær voru alltaf. Blessuð sé minning þeirra. Guðmundur Bergur Kjartansson. Ég elska þig ekki bara vegna þess hvemig þú ert heldur líka fyrir það hvemig ég verð sjálf í návist þinni. (Nils Ekman, Kærleikur) Elsku afí minn. Mig langaði að þakka þér fyrir allt, allt sem þú hefur gert fyrir mig, og sögumar sem þú sagðir mér, t.d. Eyrun, svo og vísurnar sem þú fórst með á þinn einstaka hátt, þakka ég. Hver á svo að spila á munnhörpuna þína? Ekki bjóst ég við að þurfa að kveðja þig svona fljótt því að það er svo stutt síðan við kvöddum ömmu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þú varst svo mikil perla og betri afi er vand- fundinn. Ég verð að viðurkenna að framtíðin verður allt öðruvísi án ykkar ömmu og skrítið verður að fara upp í blokk, engin faðmlög og engin stríðni framar. Ég veit, afi minn, að þú ert kom- inn á þann stað sem þú óskaðir mest, amma fylgdi kallinu þínu og náði í þig. Ég er mjög hamingjusöm að vita af ykkur saman með Dagbjörtu hjá ykkur, en sárt er, að fá ekki að sjá ykkur aftur. Ég hugsa til ykkar. Afi minn, ég mun ávallt elska þig. Ó, hve heitt ég unni þér. Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjört um öll mín spor aftur glóði sói og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson) Helga. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja elsku ömmu og afa. Já, ömmu og afa. Það er skrítið að hugsa til þess að þau séu bæði far- in á vit nýrra ævintýra. Þessi ferð er okkur öllum ætluð einhvern tímann. Guð einn veit hve- nær okkar tími kemur. Það var allt- af gott að koma til ömmu og afa á Seyðisfirði. Þær hefðu mátt vera fleiri ferðirnar austur. Mér var allt- af tekið með opnum örmum. Minningamar hrannast upp, en erfitt verður að koma heim á blað. Þau voru alveg einstök, það er vart hægt að lýsa þeim með orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá hlýju brosin þeirra og fá að vera meðal þeirra, allavega ekki um sinn. Skilnaðarstundin var ekki löng, nú hafið þið hist á ný í nýjum heimkynnum. Ég þakka ykkur samfylgdina og fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur. Ég bið góðan Guð að geyma ykkur og varðveita. Ykkar er sárt saknað, en minningamar eigum við um ykkur, þær getur enginn tekið frá okkur. Viltu með mér vaka er blómin sofa, vina mín, og ganga suður að tjöm. Þar í laut við lágan eigum kofa, lékum við þar okkur saman böm. Þar við gættum íjár um fólar nætur, fallegt er þar út við hólinn minn, en hvort er sem mér sýnist að þú grætur, seg mér hvi er dapur hugur þinn. Þú átt gott, þú þekkir ekki sárin, þekkir ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull, gull em líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál. Stundum þeim sem þrekið prýddi og kraftur, þögul, höfug renna tár um kinn, en sama rósin aldrei vaknar aftur þó önnur fegri skreyti veginn þinn. (Guðmundur Guðmundsson.) Elsku pabbi, Maja, Ljósbrá, Auð- björg og Emil. Guð gefi ykkur og okkur öllum styrk á þessum erfiðu tímum. t Bróðir okkar, EINAR GUÐGEIRSSON, andaðist á Hrafnistu 27. þ.m. Systkini hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA HJARTARDÓTTIR, Ásgarði 41, lést á heimili sínu 27. október. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, BENEDIKT EINARSSON, Spóarima 5, Selfossi, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 27. október. Ingibjörg Halldórsdóttir. t Móðir okkar, VALGERÐUR BOGADÓTTIR, Lönguhlíð 17, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. október. Vigdís Ester Eyjólfsdóttir, Ingigerður Eyjólfsdóttir, Svanhildur Eyjólfsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, SÚSANNA MARIA BACHMANN STEFÁNSDÓTTIR, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fimmtudaginn 28. október. Sveinn Kr. Magnússon, börn og tengdabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖSKULDUR GUÐMUNDSSON, Austurbrún 6, lést 23. október. Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Margrét Höskuldsdóttir, Einar Erlendsson, Indiana Höskuldsdóttir, Ágúst Valgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR BENEDIKTSSON bifrelðastjóri frá Hellissandi, Gautlandi 19, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 27. október. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 2. nóvem- ber kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess. Ólöf Jóhannsdóttir, Þorgerður Elín Halldórsdóttir, Jóhann Þór Halldórsson, Þórlaug Arnsteinsdóttir, Hafdis Halldórsdóttir, Páll Pálsson, Ragnheiður G. Halldórsdóttir, Vilhjálmur Gunnarsson og barnabörn. Hildur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.