Morgunblaðið - 30.10.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
41
)
>
I
í
|
v
>
I
I
I
i
i
h
Glötuð réttlætiskennd
Frá Albert Jensen:
ÁRIÐ 1000 var ár uppgjörs tvennra
trúarbragða og skipting þjóðarinnar
í tvær andstæðar fylkingar líkleg,
en fyrir fortölur góðra manna varð
samkomulag um eina trú og sömu
siði fyrir alla. Á þessum tímum þótti
þjófnaður og lygi ekki mönnum
sæmandi.
Nú er í tísku að verða ríkur á
svikum og lygi. Undanfarin ár hafa
nokkrir lögfræðingar orðið að svara
til saka fyrir að hafa stolið frá skjól-
stæðingum sínum og nýlega var einn
dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Und-
arlegt hvað margir gjaldþrota ein-
staklingar, á ýmsum sviðum, hafa
fullar hendur fjár. Nú er svo, að fjöldi
heiðarlegs fólks hefur misst ævistarf
sitt í hendur fjárglæframanna. Lítið
brot af þjóðinni vill hafa aðra trú
og siði en meirihlutinn. Þeirra trú
er peningar og völd, þeirra siðir að
maðurinn með 70.000 kr. á mánuði
borgi bíl og rekstur fyrir þann með
700.000 kr. á mánuði. Nýlega var
því komið á framfæri að hæstarétt-
ardómarar og bankastjórar væru á
of lágum launum og séstaklega
væri þetta slæmt fyrir dómarana því
þeir ættu litla möguleika á að drýgja
tekjumar sem vom ekki nema fjór-
um sinnum meiri en laun verka-
fólks, en þeir notfærðu sér gat í lög-
um og hækkuðu laun sín um eitt
hundrað þúsund kr. á mánuði. Nú
hafa dómarar þessir 350.000 kr. á
mánuði, ríflega fimmföld laun hjúkr-
unarfræðings og halda þvi ævilangt.
Allir vita um bílahlunnindin, en hitt
vita trúlega færri að þegar á að
hækka aldurstakmörk ellilífeyris-
þega heimta dómaramir aldurslækk-
un í 65 ár á sínum 350.000 á mán-
uði. Hvað er græðgi? Hvað er mis-
rétti? En lengi getur vont versnað.
Þegar ég heyri að það taki verka-
mann allt upp í 12 ár að vinna fyrir
árskaupi bankastjóra sem eigi að
auki rétt á allt að 5 milljóna bíl á
kostnað bankans og finnst allt sam-
an sjálfsagt og eðlilegt, þá kemur
mér í hug þessi vísa:
Það er dauði og djöfuls nauð
dygðasnauðir fantar,
safiia auð með augun rauð
þá aðra brauðið vantar.
Þann 13. og 14. þessa mánaðar
upplýstu sjónvarpsstöðvarnar hrika-
legt og yfirþyrmandi bmðl bankanna
þar sem bankastjórar haga sér eins
og þeir eigi allt og hafi vald á öllu
er bankann varðar. Ótrúlegt er, að
nokkmm úr röðum alþýðufólks hafi
til hugar komið að slíkt tillitsleysi
og óvirðing við þjóðina ætti sér stað,
eins og þar var lýst. Bankastjórar
Seðlabankans eru bmðlmeistarar.
Jóhannes Nordal fór 25 utanlands-
ferðir á 2 ámm. Hvaða þörf bankinn
hafði fyrir slíkan ferðafjölda liggur
trúlega í snjöllu skipulagi. En Jó-
hannes er ekki sá eini sem ferðast
fyrir bankann sinn, hinir stjórarnir
gera það líka og fleiri. Jón Sigurðs-
son er búinn að starfa í 3 mánuði
og fara 3 ferðir. Allir hafa menn
þessir frítt uppihald og takið eftir,
Frá Andrési Jónssyni:
ísland er lítið land á mælikvarða
heimsins og þessi smæð þjappar
þjóðinni sem hér býr, saman í hóp
fólks með sterka þjóðernisvitund.
En einnig í litlum samfélögum þarf
að beita sjálfsgagnrýni til að einhver
framþróun eigi sér stað.
íslenskt samfélag hefur þróast á
margföldum hraða síðustu ár og
áratugi. Sú kynslóð sem bjó í mold-
arkofum lifir enn. Það má segja að
þessi hraði efnahagslegrar og sam-
félagslegrar þróunar hafí leitt til
þess að hin nauðsynlega umræða
um siðferðilegar spumingar hafi
orðið eftir. Enda er þessi umræða
komin mun lengra á veg í nágranna-
ríkjum okkar.
Ein af athugasemdunum sem
16.000 kr. á dag í eyðslufé. Ég vil
ekki trúa því, þó allt sýnist hægt á
bankaslóðum, að frúr fyrrnefndra
manna njóti slíkra fríðinda sem frá
var sagt í sjónvarpsþáttunum. Þaul-
vanir starfsmenn banka eiga enga
möguleika til æðstu stjórna, því
reynslulausum uppgjafapólitíkusum
er þar í troðið. Það leyndi sér heldur
ekki, þegar verið var að fækka í
starfsliði bankanna. Em bankastjór-
arnir ekki komnir fulllangt frá lífs-
munstri þjóðarinnar í allri sinni lífs-
þæginda- og peningagræðgi? Það
er greinilegt að þeir era ekki að
vinna fyrir þjóðina, enginn þeirra.
Þeir líta ekki smáum augum á
sig, þessir menn, og hvað ætla þeir
að gera við alla þessa peninga? Lok-
uðu bæklunardeildirnar gætu linað
þjáningar margra fyrir slíka sjóði.
Það undrast ég mest að þeir skuii
ekki skammast sín.
ALBERT JENSEN,
Háaleitisbraut 129, Reykjavík.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð-
anna gerði við framgang mannrétt-
inda á íslandi, og birtar voru fyrir
nokkrum dögum, er trúfrelsi. En í
umræðu um trúmál eru íslendingar
hvað styst komnir.
Hope Knútsson iðjuþjálfi skrifar
grein í Morgunblaðið 17. október
síðastliðinn undir yfirskriftinni:
Borgaraleg ferming - frelsi til að
velja. Þetta vora hógvær og lítillát
skrif sem fólu ekki í sér neina for-
dæmingu og engin leið að túlka
neitt í grein hennar sem ógnun við
núverandi ástand. Enda er ekki á
valdi utanaðkomandi aðila að breyta
því. Sú áskoran hlýtur að snúa að
okkur hinum.
T. Andrésson lætur það þó ekki
hindra sig í að senda henni ómak-
legt og illkvittið skeyti í dálki Vel-
vakanda 23. október sl. Skeyti sem
hún á síður en svo skilið. Skeyti sem
afhjúpar fáfræði og fordóma
sendanda sjálfs.
Því miður er ekki hægt að segja
að svona viðhorf séu sjaldgæf. Þar
sem heilbrigð umræða um mismun-
andi skoðanir er dregin niður á lægra
plan. Plan þar sem hatur, fordómar
og persónulegt skítkast ræður ríkj-
um. Nærtækasta dæmið eru ofsókn-
irnar á hendur Amal Qase. Og þetta
gerist í landi þar sem á að heita
málfrelsi.
En það er einnig umhugsunarvert
að það skuli þurfa fólk af erlendum
upprana til að he§a umræðu um
eins mikilvægt mál og trúfrelsi og
útlendingahatur eru.
Það er ljóst að við íslendingar
þurfum að ganga til þessarar um-
ræðu nú, með opnum huga og tilbún-
ir til að taka öll sjónarmið til greina.
Því að ef við föram í vörn strax í
byijun og þjöppum okkur öll saman
í vítateiginn, verður niðurstaðan
aðeins ein. Sjálfsmark.
ANDRÉS JÓNSSON,
Unnarstíg 4,
Reykjavík.
LEIÐRÉTTINGAR
Rangtföðurnafn
Á miðsíðu Morgunblaðsins í gær
er sagt að Anna Kristjánsdóttir
hafi verið kjörin formaður Hvatar.
Rangt er farið með fóðurnafn henn-
ar og er beðizt velvirðingar á því.
Ljós í Pajero
í verðkönnun Daglegs lífs á
fímmtudag var m.a. greint frá verði
á framljósum á Mitsubishi Pajero
og Audi 100. í ljós hefur komið að
starfsmaður Heklu gaf upp rangt
og of hátt verð. Hið rétta er að í
Pajero árgerð ’93, sem miðað var
við, er staðlaður stillanlegur öku-
ljóskersbúnaður og hægra framljós
eins og spurt var um, kostar því
15.795 krónur. Jafnframt var gefið
upp rangt og of hátt verð á hægra
framljósi á Audi lOO, en það kostar
í8.930 krónur.
VELVAKANDI
SLÆMUR
HLJÓMBURÐUR Á
LANDSFUNDI
ÉG VAR á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins núna um daginn og
einnig þeim sem haldinn var
fyrir tveimur árum. Mér fannst
hljóðkerfinu mjög ábótavant því
hið talaða orð skilaði sér mjög
illa til fundarmanna. Ég minnt-
ist á þetta við stjómendur fund-
arins og vora þeir sammála því
að illa gengi að greina orðaskil.
Hins vegar heyrðist allt hljóð
bæði skýrt og greinilega í út-
varpi og sjónvarpi.
Það þyrfti nauðsynlega að
bæta þetta fyrir næsta lands-
fund þannig að þetta endurtaki
sig ekki, því fyrst og síðast
hljóta fundarmenn að vera
þarna til að heyra það sem fram
fer.
Eiríkur Guðmundsson,
Eyrarbakka.
HJÁLPUM SOPHIU
HANSEN
KONA hringdi til Velvakanda
og stakk upp á því að öll heimili
í landinu gæfu 100 krónur til
styrktar Sophiu Hansen. Með
því safnaðist saman dágóð upp-
hæð til styrktar þessu verðuga
málefni.
„AÐ BRJÓTA
SERVÍETTUR“
ÉG HEF án árangurs reynt að
verða mér úti um bókina „Bókin
að bijóta servíettur" og auglýsi
hér með eftir einhverjuin sem
gæti útvegað mér hana. Allar
upplýsingar gefur Svala í síma
27177 eða 27619 eftir kl. 18.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Gleraugu töpuðust
GLERATJGU í dökkbláu hylki
töpuðust við hlið að sumarbú-
staðalandi Vaðness sunnudag-
inn 24. október. Finnandi vin-
samlega hringi í Ásdísi í síma
92-37437 eða 92-37623.
Taska tapaðist
BRÚN hliðartaska úr leðri tap-
aðist í Hafnarstræti aðfaranótt
sl. mánudags. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 24070. Fund-
arlaun.
Sjal tapaðist
STÓRT blárósótt kvensjal úr ull
og silki tapaðist í Komhlöðunni
í Bankastræti eða á leiðinni upp
Bankastræti föstudaginn 22.
október sl. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 15216 eftir kl. 19.
Úlpa tapaðist
GRÆN karlmannsúlpa hvarf af
borði við dansgólfið á LA kaffi
laugardagskvöldið 23. október
sl. I vösum úlpunnar voru svart-
ar lúffur. Viti einhver um úlpuna
er hann vinsamlega beðinn að
hringja í síma 620041 eftir kl.
19. Margrét.
Minkakragi fannst
FYRIR nokkru fannst minka-
kragi á móts við Vesturgötu 50.
Eigandi má hafa samband í síma
13938.
Sjálfsmark!
FULL BÚÐ AF
NÝJUM VÖRUM
Á FRÁBÆRU VERÐI
Ullarpeysur frá kr. 3.800
Gallabuxur frá kr. 3.500
Barnapeysur frá kr. 2.700
ÍA V C _o ton J
LAUGAVEGI97
SÍMI 629875
Royal
í rjómatertuna
ROYAL vanillubúðingur sem millilag í tertuna.
SKEMMTILEGT
KOLAPORT
laugardag og sumiudag
Fáiö meira fyrir peningana hjá um 300
seljendum sem bjóða nánast allt milli
himins ogjarðar...
Á sunnudag munu 120 börn og unglingar bætast í
hóp seljenda og bjóða alls konar notaöa hluti til
sölu: leikföng, fatnaö, spil, videó spólur, tölvuleiki,
hljómtæki, skíði.o. fl. o. fl.
í tilefni dagsins verð margar
skemmtilegar uppákomur:
leikhópar, hljómlistarmenn,
dansarar frá Dansskóla
Sigurðar Hákonar o. fl.
Mætið snemma!
Kíílaportið fyrir hádegi munu
fóýmsargóðargjafir.
Opiðfráld 10-16. Góðahelgi!
jÆXAPORTIÐ
-míldu ódýrara!!