Morgunblaðið - 30.10.1993, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
URSLIT
Handknattleikur
ÍBV - Haukar 27:27
íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, 1.
'deild, föstudagur 29. október 1993.
Gangur leiksins: 3:3, 4:5, 6:8, 9:11, 10:12,
13:14. 15:16, 16:18, 20:22, 23:245, 25:26,
26:27, 27:27.
Miirk ÍBV: Björgvin Þ. Rúnarsson 9, Zolt-
an Belany 7/3, Guðfinnur Kristmannsson
5, Daði Pálsson 3, Amar Pétursson 2, Svav-
ar Vignisson 1.
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 10 (eitt
til mótherja), Viðar Einarsson 3.
Utan vallar: 4 mín.
Mörk Hauka: Petr Baumruk 8/4, Halldór
.Ingólfsson 6, Jón Örn Stefánsson 3, Pétur
Vilberg Guðnason 3, Aron Kristjánsson 2,
Jón Freyr Egilsson 2, Óskar Sigurðsson 1,
Siguijón Sigurðsson 1, Páll Ólafsson 1.
Varin skot: Magnús Ámason 6 (eitt til
. mótheija), Bjami Frostason 5 (eitt til mót-
heija).
Utan vallar. 10 mín.
Áhorfendur: Um 300.
Dómarar. Vigfús Þorsteinsson og Amar
Kristinsson, sem gerðu helst til marga feila.
1. DEILD KVENNA:
Haukar - Stjarnan..............20:31
íþróttahúsið við Strandgötu:
Gangur leiksins: 0:2, 5:5, 5:12, 7:15. 7:19,
11:23, 14:26, 17:29, 20:31.
Mörk Kauka: Harpa Melstedt 5, Rúna
Þráinsdóttir 5, Kristín Konráðsdóttir 4,
Hjördís Pálmadóttir 3, Heiðrún Karlsdóttir
2, Hrafnhildur Pálsdóttiur 1.
Varin skot: Anja Pedno 5, Alma Hallgríms-
dóttir 3.
Utan vallar: 4 mín.
Mörk Stjörnunnar: Guðný Gunnsteinsdótt-
ir 5, Una Steinsdóttir 5, Margrét Vilhjálms-
dóttir 5, Ragnheiður Stephensen 474,
Hrand Grétarsdóttir 3, Herdís Sigurbergs-
dóttir 3, Ólafía Bragadóttir 2, Þuríður Þor-
kelsdóttir 2, Inga Fríða Tryggvadóttir 1,
Ása Þórsdóttir 1.
Varin skot: Nina Getsko 7 (tvö til mót-
heija), Sóley Halldórsdóttir 7/2.
Utan vallar: 0 mín.
Dómarar: Ámi Sverrisson og Birgir Þ.
Óttarsson.
Guðrún R. Kristjánsdóttir.
2. DEILD KARLAR:
ÍH-ÍBK....................... 25:19
HK-Fylkir......................37:24
Völsungur- Fram................24:25
Fjölnir-UBK....................27:20
Ármann - Grótta................17:20
Körfuknattleikur
1. DEILD KVENNA:
UMFG - UMFT....................70:37
1. DEILD KARLA:
Reynir - Leiknir...............74:68
Knattspyrna
FRAKKLAND
Angers - Marseille....... .....0:1
- (Futre 63.). 18.000.
Caen -Lille................... 2:3
Lens - Mónakó...................3:3
Omam-Biyik 2 (3., 61.), Meyrieu (74.) —
Ikpeba (29.), Djorkaeff (71. - vóitasp.),
Klinsmann (90.). 30.000.
Lyon - St Etienne...............1:0
Martigues - Le Havre............3:0
Metz - Toulouse.................1:0
Montpellier - Strasbourg........4:0
París St. Germain - Nantes......1:0
Weah (90.) 30.000.
Sochaux - Bordeaux..............2:2
STAÐA EFSTU LIÐA:
París St G .15 10 3 2 21: 8 23
Bordeaux .15 8 4 3 21:11 20
Marseille .14 7 5 2 16:11 19
Auxerre .15 7 4 4 20:13 18
Monaco .15 7 4 4 26:16 18
Cannes .15 6 6 3 19:16 18
Sochaux .15 4 8 3 17:14 16
Nantes .15 5 6 4 13:10 16
Strasbourg .15 3 9 3 17:17 15
ÞÝSKALAND
..3:0
Poschner 2 (19., 57.), Riedle (73.). 42.800.
Dynamo Dresden - Freiburg.. ..1:2
Stevic (58.) — Todt (29.), Cardoso (49.).
14.100.
KNATTSPYRNA
Ólafur Gottskálksson
í radir Keflvíkinga
„Mjög líklegt að ég þjálfi ÍBK næsta sumar,“ segir lan Ross. Ragn-
ar Margeirsson afturtil ÍBK. Ólafur Pétursson í viðræðum við Þórsara
ÓLAFUR Gottskálsson, mark-
vörður KR-inga, mun leika með
ÍBK í 1. deild næsta sumar
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins. Ragnar Margeirs-
son, sem hefur verið í herbúð-
um KR-inga, leikur einnig með
ÍBK. lan Ross, fyrrum þjálfari
Vals og KR, segir líklegt að
hann taki við Keflavíkurliðinu.
Ólafur Pétursson, sem hefur
varið mark ÍBK og U-21s árs
landsliðsins undanfarin ár, er
í viðræðum við Þór á Akureyri
um að gerast leikmaður liðsins
næsta ár.
mr
Olafur Gottskálksson lýsti því yfir
eftir að Kristján Finnbogason,
markvörður fslandsmeistara ÍA,
ákvað að leika með KR næsta tíma-
bil, að hann færi frá félaginu. Hann
Olafur Gottskálksson.
var fyrr í vikunni að hugsa um tilboð
frá þýska liðinu SuT Pederbom-Neu-
haus, en hefur afskrifað það. Sam-
Ragnar Margelrsson.
kvæmt heimildum blaðsins mun Ólaf-
ur fara aftur heim til Keflavíkur.
Hann mun einnig ætla sér að leika
körfuknattleik með úrvalsdeildarliði
ÍBK í vetur.
Keflvíkingar hafa einnig fengið
Ragnar Margeirsson í sínar raðir.
Ragnar gat ekkert leikið með KR sl.
sumar vegna meiðsla. Hann skrifaði
í vikunni undir tveggja ára samning
við ÍBK.
Keflvíkinar hafa verið í viðræðum
við Ian Ross um að hann taki að sér
liðið næsta sumar. „Eins og staðan
er í dag er mjög líklegt að ég þjálfi
IBK næsta sumar. Það er þó ekki
endanlega búið að ganga frá því,“
sagði Ian Ross við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Ólafur Pétursson, markvörður
ÍBK, fer til Akureyrar í dag til að
ræða við Þórsara um að gerast leik-
maður liðsins, en sem kunnugt er
gekk Láms Sigurðsson, markvörður
Þórs, til liðs við Valsmenn.
Arnar áf ram hjá Blikunum
Amar Grétarsson, landsliðsmaður og miðvallarspilari hjá Breiða-
blik, hefur skrifað undir nýjan samning við Kópavogsfélagið og
mun hann leika með því næsta keppnistímabil. Mörg félög hafa haft
augastað á Amari undanfarin ár. Blikarnir endurheimtu 1. deildar-
sæti sitt sl. sumar og hafa hug á að halda því næstu árin. Ingi Björn
Albertsson verður áfram þjálfari þeirra.
Bikardráttur í Englandi
Búið er að draga í sextán liða úrslit í ensku deildarbikarkeppninni, en
dráttumn var þassi: Blackpool eða Peterborough - Portsmouth, Que-
ens Park Rangers - Middlesbrough eða Sheffíeld Wednesday, Everton eða
Crystai Palace - Manchester United, Arsenal eða Norwich City - Aston
Villa, Liverpool - Wimbledon, Tottenham - Blackbum Rovers eða Shrews-
bury, Tranmere - Oldham, Nottingham Forest - Manchester City.
■Leikimir fara fram 29. nóvember.
SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM
Skíðavertíðin hafin
KEPPNISTIMABILIÐ í heimsbikarnum í alpagreinum hefst um
helgina. í dag verður keppt í stórsvigi karla í3.000 metra hæð
á Rettenvach jöklinum í Sölden í Austurríki og er þetta í fyrsta
sinn sem heimsbikarmót fer fram á jökli. Á morgun verður keppt
í stórsvigi kvenna en síðan verður gert hlé á keppninni í rúm-
lega mánuð. Búist er við spennandi keppni í vetur og beinast
augu flestra að Norðmanninum Kjetil Andre Aamodt, sem sló i
gegn ífyrra, Marc Girardelli frá Lúxemborg, sem vann heimsbik-
arinn ífimmta sinn ífyrra og ítalanum Alberto Tomba.
Búist er við að Kjetil Andre
Aamodt byrji tímabilið eins
og hann endaði það síðasta fyrir
sjö mánuðum, en þá varð hann
m.a. heimsmeistari í svigi og stór-
svigi. Aamodt vildi þó lítið gera úr
sigurmöguleikunum í dag. „Ég er
ekki kominn á fulla ferð og er ekki
alveg búinn að fínpússa tæknina,"
sagði Norðmaðurinn. Dieter
Bartsch, þjálfari Norðmanna, var-
aði við of mikilli bjartsýni. „Við eig-
um enn eftir töluverða tæknivinnu
og verðum ekki tilbúnir fyrr en
keppnin hefst af alvöru í nóvem-
ber,“ sagði þjálfarinn.
Allir þeir bestu verða með í dag.
Marc Girardelli, sem keppir fyrir
Lúxemborg sem fyrr, hefur æft í
einsamall undir handleiðslu föður
síns. Hann leggur sjálfsagt meiri
áherslu á að næla í gullverðlaun á
Ólympíuleikunum í Lillehammer en
vinna heimsbikarinn í sjötta sinn
Því það eru einu verðlaunin sem
hann á eftir að eignast.
Alberto Tomba, sem hefur verið
fyrirferðamikill í brekkunum, er
mættur í slaginn. Hann segist þó
ekki vera í toppæfíngu. „Eg er í
70% æfingu og verð ekki kominn á
fullt fyrr en eftir mánuð. Markmið-
ið er að „toppa“ á Ólympíuleikunum
í Lillehammer,“ sagði Tomba sem
er að ná sér eftir hnémeiðsli.
Anita Wachter frá Austurriki,
sem vann heimsbikarinn í fyrra,
ætti að eiga góða möguleika á sigri
á heimavelli á morgun en þýska
stúlkan Katja Seizinger gæti reynst
erfíð í baráttunni.
Eftir þessa helgi verður gert hlé
á heimsbikarnum þar til 20. nóvem-
ber en þá verður keppt í svigi
kvenna í Veysonnaz í Sviss.
EVRÓPUKEPPNI BORGARLIÐA - 16 LIÐA ÚRSLIT
.TJ FH - TUSSEM ESSEN
í Kaplakrika laugardaginn 30. okt. kl. 16.30
F O R S A L A Heiðursgestir: Jóhann Ingi Gunnarsson og Alfreð Gíslason
aðgöngumiða í Sjónarhóli, Kaplakrika, föstudag frá
kl. 16.00 - 22.00 og laugardag frá kl. 10.00 - 14.00
Miðaverð: Fullorðnir kr. 700 börn kr. 300
6*UifáA
Linnetstíg 1, Hafnarfirði. Sími 65 52 50
Tutchkin
Hecker
Fraatz
Bergsveinn, Kristján, Hans
*STVG t&Hm
Tha lcalandic Fiaa Zona — Diitribution Cantar ^
Tbe lcelandic Fraa Zone — Distribution Cantar
Frísvaði — Vörudrarfingarmiðst&A
Pizza '67
vítakeppni
í hálfleik SÍMI6 71515
UM HELGINA
Körfuknattleikur
Laugardagur:
ÚRV ALSDEILD
Strandgata: Haukar-ÍBK........kl. 14
1. DEILD KVENNA
Hagaskóli: KR-ÍR..............kl. 14
Sunnudagur
ÚRV ALSDEILD
Borgames: Skallagr. - KR.....,kl. 16
Stykkish.: Snæfell-UMFT.......kl. 18
Hlíðarendi: Valur-UMFN........kl. 20
Akranes: ÍA-UMFG............kl. 20.30
1. DEILD KARLA
Hagaskóli: Léttir - Leiknir...kl. 20
1. DEILD KVENNA
Keflavík: ÍBK-Valur...........kl. 16
Mánudagur
I. DEILD KVENNA
Kennarahásk.: ÍS-Reynir.......kl. 20
■ Körfuboltaniótið „tveir á tvo“ verður í
Veggsporti f dag, laugardag, og hefst kl.
II. 00. Undanúrslit og úrslit um kl. 16.00.
Handknattleikur
Laugardagur
EVRÓPUKEPPNIN
Kaplakriki: FH-Essen........kl. 16.30
1. DEILD KVENNA
Vestm’eyjar: ÍBV-Valur......kl. 16.30
Sunnudagur
1. DEILD KARLA
Seljaskóli: ÍR-Haukar.......kl. 20.30
Blak
Laugardagur
1. DEILD KARLA
Neskapst.: Þróttur-KA.......kl. 15.15
1. DEILD KVENNA
Neskaupst.: Þróttur-KA........kl. 14
Mánudagur
1. DEILD KVENNA
Hagaskóli: ÍS-HK............kl. 18.30
1. DEILD KARLA
Hagaskóli: ÍS-HK...........ikl. 19.45
Fimleikar
Vinamót Ármanns og Gerplu verður í Ár-
mannsheimilinu í dag og hefst kl. 10. Þetta
er drengjamót. Eftir hádegi, kl. 13, hefst
haustmót FSÍ og verður það einnig í Ár-
mannsheimiiinu.
Keila
Laugardagsmót Keiluhallarinnar í
Öskjuhlíð verður kl. 20 í kvöld.
Leikur númer eitt á
laugardagsseðlinum er:
1. Degerfors - Hiissleholm
- allir hinir eru enskir.