Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
Steingrími verdur þó
ekki steypt af stóli -
hann verður að hafa
frumkvæði að breyt-
ingunni, segja fram-
sóknarmenn.
Vitað er að Páll Pétursson styður Stein-
grím fram í rauðan dauðann, enda, sam-
kvæmt því sem hér segir að framan, á
hann pólitískt líf sitt undir formanninum
og áframhaldandi formennsku hans.
Tímamál veiktu formanninn einnig
Steingrímur hafði forgöngu um það á
liðnum vetri að Tímanum yrði breytt í hluta-
félag og mætti talsverðri andstöðu, sam-
kvæmt upplýsingum mínum. Hann fékk til
liðs við sig unga menn á Tímanum, og niður-
staða samráðs hans við þessa menn í vor
varð sú, að nú skyldi umbylting verða í
útgáfumálum Tímans. Steingrímur hafði
ekki ætlað sér að sitja áfram í útgáfustjórn
Tímans, en leikar fóru þannig að samstarf
hans við ungu mennina var ekki með þeim
hætti sem hann hafði vænst, og því kaus
hann að sitja áfram, einkum og sér í lagi
til þess að hafa eftirlit með þeim.
Eftir að Mótvægi hf. hafði verið stofnað,
kom á daginn að ákveðnir stjórnarmenn
hins nýja hlutafélags um útgáfu Tímans
töldu brýnt að fá bókhaldsuppgjör, þannig
að staða Tímans væri ljós þegar framtíð
blaðsins væri ráðgerð. Það bráðabirgðaupp-
gjör hefur enn ekki verið undirritað af end-
urskoðanda. Þykir öll þessi uppákoma í
kringum Tímann enn hafa veikt Steingrím
sem formann Framsóknarflokksins.
Bent er á að þegar dyggur stuðningsmað-
ur hans í áratugi, Jón Sigurðsson, lektor
við Samvinnuháskólann í Bifröst og fýrrum
ritstjóri Tímans, svari honum fullum hálsi
í blaðagreinum í Tímanum, og telji bókstaf-
lega að formaðurinn eigi að skammast sín
fyrir málflutning sinn af málefnum Tímans,
sé nú farið að fjúka í ærið mörg skjól for-
mannsins. Að vísu var það hald manna nú
í vikunni, að Steingrímur hefði heldur bætt
ímynd sína, að því er varðaði Tímamál öll,
með lyktum hluthafafundar Mótvægis hf.,
útgáfufélags Tímans, síðastliðinn mánudag
á Hótel Sögu, en ekki er allt sem sýnist í
þeim efnum, fremur en svo mörgum öðrum.
Formaðurinn var múlbundinn
Staðreynd málsins mun vera sú, að á
meðan ákveðnir forystumenn Framsóknar-
flokksins, með þá Halldór Ásgrímsson og
Finn Ingólfsson í farárbroddi, reyndu alla
næst liðna viku að leita sátta um með hvaða
hætti stjórnarskipti og ritstjóraskipti færu
fram á Tímanum og hvemig blaðið yrði
rekið næstu vikumar, eða a.m.k. til ára-
móta, var Steingrímur staddur í Rússlandi,
nánar tiltekið á Kamtsjatka.
Hann kom ekki aftur til landsins fyrr en
sl. sunnudag og á fundinum á mánudeginum
hafði hann því einu hlutverki að gegna að
leggja fram lista um stjórnarkjör, sem þeg-
ar hafði náðst samkomulag um hvernig
yrði, án þess að samráð hefði verið haft
um stjómarmennina við Steingrím. Raunar
var Steingrímur nánast múlbundinn á þess-
um fundi, því maður gekk undir manns
hönd til þess að fá Steingrím ofan af því
að taka til máls á fundinum. Var þeim skila-
boðum komið rækilega til skila til formanns-
ins, að ef hann með ræðuhöldum efndi til
ófriðar á fundinum yrði honum svarað -
og svarað fullum hálsi. Steingrímur kaus
að þegja. Hann sagði ekki orð á fundinum,
heldur skilaði einungis tillögunni í hendur
fundarstjóra.
Að hætta með sæmd
Raunar má segja að Steingrímur hafi
ekki átt margra kosta völ, þegar litið er til
útgönguleiða úr íslensku stjórnmálalífi, sem
sæmileg reisn væri yfir. Hann hafði sjálf-
ur, allar götur frá
því að ljóst varð að
Jón Sigurðsson tæki
við bankastjóra-
starfi í Seðlabank-
anum af dr. Jóhann-
esi Nordal, sagt, að
það eitt nægði til
þess að hann færi
aldrei í Seðlabank-
ann, því undir stjórn
Jóns Sigurðssonar
myndi hann ekki
vinna. Tómas Árna-
son hættir eins og
kunnugt er í Seðlabankanum nú um áramót-
in. Jón Sigurðsson tekur við aðalbanka-
stjórastarfi NIB (Nordisk Investerings
Bank) í apríl í vor, og þá verður Birgir
ísleifur Gunnarsson einn bankastjóri Seðla-
stirt á milli þeirra fyrst í kjölfar átakanna.
Guðmundur Bjamason var þingmaðurinn
sem flestir vildu fá sem þingflokksformann
í stað Páls frá Höllustöðum, fyrst Halldór
tók því víðsfjarri að taka slaginn, og naut
Guðmundur eindregins stuðnings þeirra
Ingibjargar Pálmadóttur, Valgerðar Sverr-
isdóttur og Jóhannesar Geírs Sigurgeirsson-
ar. Þá mun Jón Helgason gjaman hafa vilj-
að skipta Páli út, enda mun hann kunna
Páli litlar þakkir fyrir samstarf undanfar-
inna ára og Stefáni Guðmundssyni var
sömuleiðis ósárt um það, þótt Páll fengi
að fjúka. Finnur Ingólfsson hefði einnig
stutt Guðmund til þingflokksformennsk-
unnar, og jafnvel fleiri þingmenn, ef Guð-
mundur hefði ákveðið að fara í slag við Pál
um sætið. En þegar það lá fyrir að Guð-
mundur hefði meirihluta þingflokks Fram-
sóknar á bak við sig, mun það hafa verið
Steingrímur Hermannsson, sem með sím-
hringingu erlendis frá, fékk Guðmund til
þess að lofa sér að fara ekki í slag við
Pál. Raunar mun liggja fyrir óformlegt
samkomulag Páls Péturssonar við þingflokk
Framsóknar, fyrir tilstilli þeirra Steingríms
og Halldórs, að Páll dragi sig í hlé frá þing-
flokksformennskunni næsta haust, og að
um kosningu þingflokksformanns þá verði
engin átök. Halldór gerði sér í fyrstu í
hugarlund að hægt yrði að semja við Pál
að hann drægi sig í hlé nú um áramótin,
en Páll var með öllu ófáanlegur til þess,
þannig að niðurstaðan varð sú, að hann
sæti út þetta þing.
Guðmundur Bjarnason guggnaði
Við svo búið lýsti Guðmundur því yjfir,
að hann myndi ekki taka kjöri og skoraði á
þingmenn að kjósa Pál. Þrátt fyrir þessa
yfírlýsingu Guðmundar hlaut hann fjögur
atkvæði í þingflokksformannskjörinu, og er
fullyrt að þar hafi verið atkvæði þeirra Val-
gerðar Sverrisdóttur, Jóhannesar Geirs, Ingi-
bjargar Pálmadóttur og Jóns Helgasonar.
Raunar er það einnig fullyrt að Valgerð-
hafa verið sammála um að óheppilegt væri
að fara í kosningu um þingflokksformann,
í blóra við vilja Páls Péturssonar, og munu
þeir hafa talið að það gæti haft erfiðar
afleiðingar í för með sér fyrir samstarfið í
þingflokknum, ef Páll yrði undir í kosn-
ingu, og ryki við svo búið á dyr, með öllum
þeim gassagangi sem honum getur fylgt.
Raunar finnst mörgum sem þessi ejn-
dregni stuðningur Steingríms við þing-
flokksformanninn sé ýmist pirrandi eða hjá-
kátlegur, þegar horft er til samskipta þeirra
Páls, einkum hér á árum áður, en þá var
ekki alltaf mikið um hlýleika þeirra á milli,
og andaði jafnvel köldu á stundum. Minn-
ast menn þess þegar Steingrímur bar sig
illa vegna stöðugra átaka og deilna við þing-
flokksformanninn.
Nýjar andófsraddir í þingflokknum
Med Steingrími, móti Páli
Jón Helgason, þingmaður Framsóknar í Suðurlandi og Stefán Guðmundsson úr Norður-
landi vestra styðja báðir Steingrím Hermannsson, en er ósárt um pólitísk afdrif Páls
Péturssonar.
ur hafi reiðst Guðmundi mjög við það að
þora ekki í kosningaslag við Höllustaða-
Pál, en á það er bent að Guðmundur sé
einn þessara dæmigerðu foringjahollu fram-
sóknarmanna, sem muni seint ganga í ber-
högg við vilja formannsins. Sömuleiðis er
fullyrt að þeir Stefán Guðmundsson, Jón
Helgason, Jón Kristjánsson og Finnur Ing-
ólfsson muni styðja Steingrím dyggilega til
áframhaldandi formennsku, kjósi hann að
sitja áfram, þótt öllum standi þeim á sama
um hver afdrif Páls Péturssonar þingflokks-
formanns verða.
Gengið er svo langt, að fullyrða að Páll
geti einungis starfað í skjóli Steingríms,
og hverfi það skjól og sá stuðningur úr
þingsölum, geti norðanvindar farið að nauða
hressilega um þingflokksformanninn.
Afstaða þingmanna eins og Guðna Ág-
ústssonar og Ólafs
Þ. Þórðarsonar til
forystumanna
flokksins er ekki talin
liggja alveg ljós fyrir.
Minnt er á að Guðni,
í formannshlutverki
bankaráðs Búnaðar-
bankans, hafi ekki
ávallt kunnað for-
manni sínum þakkir
fyrir ummæli hans
um bankamál og að
Ólafur Þ. Þórðarson,
sem þingmenn Framsóknar segjast aldrei
botna upp né niður í, ekki fremur en þing-
menn annarra stjórnmálaflokka, hafi oft
og tíðum átt afar stirð samskipti við Stein-
grím.
Ingibjörg Pálmadóttir var einn þingmað-
ur Framsóknar sem lýsti þeirri skoðun að
hún teldi kominn tíma á.þingflokksformann-
inn, og hlaut fyrir ákúrur formannsins. Það
sem var kannski hvað markverðast í sam-
bandi við þann ágreining, að mati þeirra
framsóknarmanna sem við var rætt, var sú
staðreynd að Ingibjörg, hálfgerður nýgræð-
ingur á þingi, sat ekki þegjandi undir ákúr-
um formannsins, heldur svaraði honum full-
um hálsi og lýsti þeirri skoðun sinni, að það
væri samkvæmt hennar skilningi fullkom-
lega lýðræðislegt að kosið væri á milli
manna í embætti eins og formennskuna í
þingflokknum. Hún teldi fyrir löngu tíma-
bært að skipta um þingflokksformann og
gott ef hún lét ekki að því liggja, að stokka
mætti upp á fleiri stöðum í forystu flokksins!
Raunar munu þessi átök Steingríms og
Ingibjargar hafa orðið til þess, að andrúms-
loftið á milli þeirra og í þingflokknum hafi
eitthvað hreinsast, þótt heldur hafí verið
Þau eru hörðust gegn
Steingrími
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmað-
ur Framsóknar í Norðurlandi eystra.
Hann er einn þeirra þingmanna sem
sagður er vilja skipta Steingrími út hið
fyrsta.
Ingibjörg Pálmadóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins úr Vesturlands-
kjördæmi. Hún svaraði Steingrimi full-
um hálsi, þegar styrrinn stóð um þing-
flokksformann Framsóknar nú í haust.
Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður
Framsóknar í Norðurlandi eystra. Hún,
eins og Jóhannes Geir vill gjarnan að
formannsskipti eigi sér stað í flokknum,
hið bráðasta.
FRAMSOM
KROSSGOTIM