Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNL'DAGUIi 1,2. DESKMHKti 1993
11
ar rætt er við þá um tilvistarkrísu foringja
þeirra. Þeir benda réttilega á, að Steingrím-
ur varð 65 ára í júní, í sumar, þannig að
hann verður rétt tæplega 67 ára gamall,
þegar gengið verður til alþingiskosninga
eftir hálft annað ár. Það sé í sjálfu sér
ekki hár aldur, en ekki verði framhjá því
horft, að Steingrímur hafi á næsta ári Ieitt
Framsóknarflokkinn í 15 ár, og bara af
þeirri einföldu ástæðu hljóti að vera eðlilegt
að umræða um endurnýjun í forystuliði
flokksins kvikni af krafti, nú þegar þetta
kjörtímabil sé meira en hálfnað.
Framsókn hafi dalað verulega í síðustu
skoðanakönnunum, og kenna þeir ekki síst
því um, að Steingrímur sjáist ekki í þeim
mæli og heyrist, sem stjórnarandstöðuleið-
togi þurfi að sjást. Þögn Framsóknarflokks-
ins í stjórnarandstöðu framan af kjörtíma-
bilinu hafi skilað sér í fylgisaukningu sam-
kvæmt skoðanakönnunum, en sé nú orðin
vandræðaleg fyrir flokkinn og farin að hafa
þveröfug áhrif, samkvæmt skoðanakönnun-
um. Of seint er að þeirra mati að bíða
flokksþings Framsóknar næsta haust, með
að skipta um formann, eigi formannsskipti
á annað borð að eiga sér stað.
Steingrímur mun túlka minnkandi fylgi
Framsóknar með öðrum hætti, eða á þann
veg að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að
ná til sín aftur ákveðnum hluta þess fylgis,
sem Framsókn hafi unnið til sín framan
af kjörtímabilinu, auk þess sem hann mun
fúslega viðurkenna að Tímamálið hafi
reynst Framsóknarflokknum nokkuð þungt
í skauti.
Ekki lengur sameiningartákn
Framsóknar
Steingrímur er sagður hafa átt minna
og verra samband við flokksfólk sitt undan-
farið hálft annað til tvö ár, en áður. Hann
sýni ekki lengur sama sveigjanleikann og
samvinnulipurð, og hann hafi gert, þannig
að hann sé ekki lengur það sameiningar-
tákn Framsóknar, sem hann hafi löngum
verið. Rétt er þó að geta þess, að hér er
Til höfuðs Páli
Guðmundur Bjarnason, þingmaður Fram-
sóknar í Norðurlandi eystra, guggnaði á
því að fara í slag við Pál Pétursson, um
þingfiokksformennskuna í haust, og
uppskar reiði flokkssystur sinnar úr sama
kjördæmi, Valgerðar Sverrisdóttur.
Páll Pétursson, formaður þingflokks
Framsóknar hefur samið um að draga sig
í hlé frá formennskunni, eftir þetta þing.
Hann virðist eiga pólitískt líf sitt undir
Steingrími Hermannssyni.
einkum vísað til viðhorfa framsóknarmanna
sem eru mjög virkir í flokksstarfinu, svo
og ýmissa þingmanna flokksins, en ekki
hins almenna framsóknarmanns, sem enn
virðist vera allt frá því að vera nokkuð
ánægður, upp í það að vera hæstánægður
með foringja sinn, Steingrím Hermannsson.
Talsamband þeirra Steingríms Her-
mannssonar og Halldórs Ásgrímssonar,
varaformanns Framsóknarflokksins, er
sagt hafa stórminnkað upp á síðkastið, og
því er raunar haldið fram að þeir 'eigi tals-
vert erfitt með að ræðast við um þessar
mundir. Halldór er sagður orðinn mjög
þreyttur í váraformannshlutverkinu - sem
hann hafi gegnt dyggilega frá árinu 1981.
Halldór er fæddur árið 1947, þannig að
hann verður rétt tæplega 48 ára næst
þegar kosið verður til Alþingis. Hann mun
í grundvallaratriðum ætíð hafa sætt sig
við það hlutverk að
vera einskonar vara-
skeifa formannsins.
Nú er því á hinn
bóginn haldið fram,
að þrátt fyrir lang-
lundargeð Halldórs,
sé lítið eftir af slíku
geði, og verði niður-
staðan sú að Stein-
grímur hugsi sér
ekki til hreyfings fyrir næstu kosningar,
og það talsvert fyrir þær, muni Halldór
sjálfur geta hugsað sér að hætta afskiptum
af stjórnmálum og snúa sér að einhveiju
öðru, svo sem kennslu við Háskóla Islands.
Talsverðra efasemda mun gæta í huga
Steingríms um að það væri rétt að skila
af sér flokknum í hendur Halldórs einmitt
nú. Hann mun líta á sig og Halldór, sem
fulltrúa sitt hvorrar fylkingarinnar innan
Framsóknar, þar sem Steingrímur táknar
vinstri og Halldór hægri, og því ríki ákveð-
ið jafnvægi í forystuliði Framsóknar. Jafn-
framt er því haldið fram, af þeim sem þekkja
Steingrím hvað best, að hann hafi ekki
nokkra trú á því að Halldór tæki þá ákvörð-
Meirihluti þingflokks
Framsóknar telur að
Steingrími beri að víkja
fyrir Halldóri.
un að hætta afskiptum af stjórnmálum,
þótt Steingrímur byði sig fram til formanns
enn á ný á flokksþinginu næsta haust.
Hann hafi þekkt Halldór svo lengi, og viti
að hann hafi oft sagst vera þreyttur á vara-
formannsembættinu á undanförnum árum,
án þess að nokkur alvara hafi verið í því
fólgin hjá honum, að láta verða af því að
söðla um og hætta afskiptum af stjórnmál-
um.
Vildu Halldór sem þingflokksformann
Ágreiningur á milli formanns og varafor-
manns mun hafa orðið deginum ljósari við
upphaf þings nú í haust, þegar umræður
um það urðu háværar innan þingflokks
Framsóknar, að nú væri kominn tími til
þess að skipta um þingflokksformann.
Umræður af því tagi eru ekki nýjar af
nálinni innan Framsóknarflokksins, því
tvisvar áður hefur
slegið í brýnu innan
þingflokksins, þegar
yngri þingmenn létu
í ljós þá skoðun að
tímabært væri að
breyta til, að því er
varðaði þingflokks-.
formanninn. Aldrei
munu átökin þó hafa
verið jafn heiftúðug
og í haust. Raunar munu flestir þingmenn
Framsóknar sem vildu skipta um þing-
flokksformann hafa viljað að Halldór tæki
við þingflokksformennskunni, þar sem hann
sé óumdeildur krónprins flokksins. Hann
mun á hinn bóginn ekki hafa viljað taka
við því hlutverki í átökum við Steingrím
og Pál.
Páll Pétursson sóttist eftir endurkjöri,
og Steingrímur studdi hann fullkomlega í
því. Halldóri mun framan af hafa fundist
eðlilegt að skipt væri um þingflokksform-
ann, væri það vilji meirihluta þingflokksins,
og látið þá skoðun sína í ljós. Þessu tók
Steingrímur afar illa. Báðir munu þeir þó
SJÁ NÆSTU SÍÐU
FIRÐ
Rís úr hafi, ljós, sem stöðug stjarna.
Stefnir ofar, hægt upp himininn.
Mér finnst ég sjái andlit eigra þarna,
óljóst, en þó ber það svipinn þinn.
Ég man þú straukst um votan, rjóðan, vangann.
Þú vissir ekki að ég færi né heldur hvert.
I mér geymdi ég áhrif þín og angan.
Án þess yrði líf mitt einskisvert.
Ouppgert var allt.
Einskisverð mín fór.
Vinur minn, vindurinn,
veitti engin svör.
Ekki vil ég kveina eða kvarta.
Kænska er ekki sterka vopnið mitt.
Ég stanslaust var í huga mér og hjarta
hrópandi í víddir nafnið þitt.
Mér fannst ég vera fangi í þínu neti.
Fyrirgefðu glappaskotin mín.
Hvíslandi í vindinn, vona'aö ég geti,
í vor, komið aftur heim til þín.
LJÓÐSÖGUR f
TÓNLIST
Um angurværð draumanno,
hreinleika og mátt ástarinnar og
óumbeðna nálægð dauðans.
Um Ififfið.
**** SMS í DV
GULL MEÐ HERÐI TORFA - HLUSTAÐU!
Pöntunarsími: 91 - 625200 - 625088