Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
HUÓMPISKAR
Oddur Björnsson
íslensk kammertónlist („Five
Commissioned Works“) eftir
Jónas Tómasson, Áskel Másson,
Atla Ingólfsson, Karólínu Eiríks-
dóttur og Hilmar Þórðarson.
Kammersveitin Ýmir (Auður
Hafsteinsdóttir, fiðla, Einar Jó-
hannesson, klarinet, Maarten
van der Valk, slagverk, Bryndís
Halla Gylfadóttir, selló, Einar
St. Jónsson, trompet, og Örn
Magnússon, pianó).
íslensk tónverkamiðstöð — RÚV.
Maður heitir Michio Nakajima
og býr í Japan. Áhugi hans fyrir
Íslandi, menningu landsins og list-
um, vaknaði fyrir mörgum árum.
Tónlistin hreif hann, en í henni
fannst honum hann finna þann
hreinleika og tærleika sem hann
þráði að heyra, svo vitnað sé í
bæklinginn sem fyigir þessum
hljómdiski. Og enn tilvitnun: Árið
1992 pantaði N. tónverk hjá fímm
íslenskum tónskáldum sem hann
hafði valið til verka. Öll höfðu þau
sýnt áhuga á Japan í fyrri verkum
sínum — verið undir japönskum
áhrifum. Hann valdi hljóðfærasam-
setninguna og fimmmenningamir
hófust handa. Og hér höfum við
afraksturinn, „Music for Iceland &
Japan“: fímm fersk og fín kammer-
verk, frábærlega leikin af Kammer-
sveitinni Ými (stofnuð 1992), sem
frumflutti verkin á Myrkum músík-
dögum í febrúar sl. Skal engan
undra að flutningur þessara verka
var með stærri viðburðum í ís-
lensku músiklífi í vetur leið.
Japönsku „áhrifin" em svo sem
augljós — en einnig afar fersk og
skemmtileg og falla einstaklega vel
í þann íslenska tónvemleika, sem
hér birtist (hann hefur trúlega haft
rétt fyrir sér, umræddur Japani —
sá góði maður!). Það liggur við að
manni fínnist „íslensk tónhugsun"
eða ölluheldur heym hafí — að
vissu leyti — verið leyst úr læð-
ingi, og skyldi þó enginn misskilja
þau orð og allrasíst íslensk tón-
skáld af yngri kynslóð. Eg leyfí
mér að efast um að íslensk list rísi
hærra nú um stundir en í músík,
gildir jafnt um höfunda og flytjend-
ur.
Þrátt fyrir „hið japanska inn-
legg“ em verkin fjölbreytt og ólík
innbyrðis, enda hafa tónskáldin
gefíð sér mismunandi forsendur. í
stuttri umsögn gefst ekki rúm fyr-
ir ítarlega umfjöllun verkanna, Jón-
as Tómasson „slær tóninn" í fyrsta
verkinu (Sónötu XXI) — ákaflega
skýrri og vel heppnaðri tónsmíð,
sem grípur mann strax með upp-
hafshljómum sínum og skemmti-
legum skírskotunum í gamlar hefð-
ir. Verk Áskels (Snjór) er fínlegt í
„birtingarformum" sínum.
„Musubi" Atla Ingólfssonar „bygg-
ir á nótnaneti, sem margvíslegir
hnútar em hertir á í von um að
kvikni í þeim líf“ — hvað og ger-
ist. Karólína leitast við í tónsmíð
sinni að láta íslenskan vísnaleik
kveðast á við japanskt ljóðform
(Renku), sem verður einsog gmnn-
ur fyrir form verksins og fram-
vindu. Hilmar Þórðarson á svo
lokaorðið með mögnuðum mynd-
um, byggðum á reynslu tónskálds-
ins á ferðalagi um Japan.
Loks er að endurtaka þakklæti
til Ýmis-hópsins fyrir frábæran
flutning.
Kammersveitin Ýmir.
Kammersveitin
Ymir leikur ís-
lensk nútímaverk
Nýjar bækur
Sjósókn og sjávarfang
eftir Þórð Tómasson
-JJT ER komin bók eftir Þórð Tóm-
asson í Skógum sem hann nefnir
Sjósókn og sjávarfang, yfir-
gripsmikið rit prýtt fjölda gamalla
Ijós-
mynda.
í formála segir Þór Magnússon
þjóðminjavörður m.a.: „Hér segir
ekki aðeins frá sjósókn, skipum og
fárviðri, fískveiðum og aflabrögðum,
heldur ekki síður frá því fólki, sem
sjóinn stundaði og átti allt sitt undir
því, sem það gat aflað með höndum
sínum af sjó og landi. Hér er sagt
frá feng og fiskisæld og áföllum,
-•sfysum og baráttu, sem oft lyktaði
svo að enginn var til frásagnar.
Mest gildi hefur ritið þó sem ná-
kvæmt heimildarrit þjóðháttafræð-
innar, þó í senn frásögn við almenn-
ingshæfí og fræðilegt rannsóknar-
rit.“
Meginkaflar bókarinnar eru fimm
og skiptast þeir í 118 undirkafla.
IJtgefandi er Örn og Örlygur.
Myndaritstjóri verksins var ívar
Þórður Tómasson
Gissurarson. Filmuvinnu annaðist
Litróf hf. en Prentstofa G. Ben. sá
um prentun og bókband. Bókin kost-
ar 7.900 krónur.
Saga um hetju-
listamann
Bókmenntir
Matthías Viðar Sæmundsson
Björn Th. Björnsson.
Falsarinn.
Heimildaskáldsaga.
Mál og menning 1993.
Orð gilda orð, sagði hann við
prestinn, seðill er seðill! Með þeim
orðum er örlagaríkri framvindu
hrundið af stað. Listhneigður
sveitapiltur teiknar upp ríxdalsseðil
af fádæma hagleik og selur hann
í verslun til að geta eignast pappír,
allt í einskonar ósjálfræði sem varð
ættarfylgja niðja hans síðarmeir.
Stundum er einsog ætlun manns
grói fyrir utan vilja og skynsemi,
segir söguhöfundur; listnáttúran
ber dómgreindina ofurliði, það er
einsog bresti eitthvað í höfðinu og
bijóstinu, allt annað hættir að
skipta máli. Þetta stef er endurtek-
ið í mörgum tilbrigðum innan sög-
unnar; og það sýnir að sagan er
iðulega sett saman úr óvæntum
augnablikum, skyndiákvörðunum,
tilfínningalegum uppákomum og
óljósum hræringum sem vita ekki
á neitt en verða samt upptök mik-
illa sviptinga.
Falsarinn er breið heimildaskáld-
saga um ævintýralegt lífshlaup ís-
lensks sveitapilts sem dæmdur var
til dauða fýrir peningafals á 9. ára-
tug 18. aldar, en sætti síðan þrælk-
unarvist í Krónborgarkastala um
fimm ára skeið áður en hann fékk
náðun. Þorvaldur hét hann Þor-
valdsson frá Skógum í Þelamörk.
Sögu þessa manns er fléttað saman
við sögu afkomenda hans sem enn
eru kenndir við Skóga þótt þeir
hafí dreifst útum veröldina. Sumir
þeirra komust til ótrúlegra metorða
í Danmörku en aðrir freistuðu gæf-
unnar í Chile þarsem sagan gerist
að nokkru leyti. Sögunni víkur því
fram og aftur í tíma og á milli
meginlanda í rúmi, enda ber hún
vott um sérstæða söguvitund er
felur í sér að öll saga sé samtíð,
eða með orðum söguhöfundar: „Við
stöndum við hlið atburðanna, já, í
atburðunum sjálfum, hvenær svo
sem þeir hafa gerzt. Örlög fyrri
manna eru örlög okkar sjálfra. Við
erum tímalaus þjóð.“ Þessi sögu-
skilningur liggur byggingu sögunn-
ar til grundvallar. Atburðir sem
gerast eiga um 1800 standa við
hlið atburða frá lokum 19. aldar
rétt einsog hvorir um sig séu endur-
tekning hinna að breyttu breyt-
anda, aldirnar speglast hvor í ann-
arri auk þess sem vísað er í tíma
skrifanna er tekur völdin í söguauka
þar sem segir frá skiptum höfundar
við núlifandi ættingja falsarans.
Öll þessi saga á sér hljómgrunn
í sérstakri tegund af kaldhæðni,
kaldhæðni sögunnar: Sonarsynir
dauðadæmds peningafalsara norð-
an af hjara hefjast til æðstu tignar
í Danmörku, annar verður konung-
legur hirðmálari en hinn tekur að
sér stjórn danskra ríkisfjármála.
Líf þeirra hið ytra er á allan hátt
gjörólíkt ævi hins dæmda sem vart
taldist til manna á ómildri öld þeg-
ar skorður stéttanna voru óhaggan-
legar. Þessir voldugu menn, niðjar
hins valdalausa, standa líka á „eilít-
íð holri skum“ að mati söguhöfund-
ar, með einhverja „vöntun innan
um sig, beyg eða uggun“. Ljóminn
sem leikur um þá, auðlegðin og virð-
ingin dylur skugga harðneskju, ör-
birgðar og hungurs, enda eru'þeir
afkomendur öskuársins mikla 1782
þá glæpurinn mikli var framinn.
Þeir bera þaraðauki svip uppruna
síns, lífshlaup þeirra er ofið úr sömu
þráðum og skópu Þorvaldi örlög.
Niðjar hans allir eru einsog tveir
ólíkir menn hið innra, annar er jarð-
bundinn og raunsær, maður vinnu
og viðskipta, en hinn ljóðrænn
nautnaseggur, gæddur draumlyndi
listamannsins; einn erfír það sem
að peningum lýtur, annar þiggur
listfengið, en sá þriðji hvorttveggja.
Falsarinn er mikil og efnisrík
saga en nokkuð misjöfn að gæðum.
Þannig ber þáttur hetjulistamanns-
ins af lýsingu afkomenda hans að
mínum dómi. Orðin eru þaraðauki
full mörg á stundum. Hér getur
engu að síður að líta frábærar
mann- og þjóðlífslýsingar einsog
vænta mátti, skrifaðar á óviðjafn-
anlegu máli þegar best lætur. Höf-
undur hefur viðað að sér miklum
heimildum úr ýmsum áttum en tví-
nónar ekki við að skálda í eyður
þarsem þurfa þykir. Að því leyti
gengur hann mun lengra en í
„heimildasögu" sinni Haustskipum
(1975) sem saga þessi er að vissu
leyti kviknuð uppaf. Bjöm lætur
ekki heimildaskort aftra sér frekar
en endranær og verður oft matar-
hola úr hörðum steini; fáein orð-
skrípi í djúptgröfnu kirkjuskjali
ummyndast í kröftuga örlagafrá-
sögn þarsem skáldskap og sann-
fræði er fléttað saman á áhrifamik-
inn hátt.
SNODDARNIR
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Jón Hjartarson.
Snoðhausar.
Iðunn. 1993.
Körfuboltahetjur nútímans bland-
ast saman við kvikmyndahetjuna
Kaftein Krók og niðurstaða Týra
verður sú að hann vill láta raka af
sér allt hárið. Hinir vinirnir vilja þá
allir verða sköllóttir líka. Systkinin
Matthildur og Óli eldri systkini Anga-
Týra koma mjög við sögu, en einnig
Elfar, Dalla, Simbi, Jón og Dóri.
Aðeins Dalla og Dóri sleppa við snoð-
unina. Stígur, pabbi Týra, þarf að
fá sér rafmagnsraksköfu til að vinna
verkið!
Við erum einhvers staðar í Reykja-
vík — í nýbyggðu hverfi þar sem
fullorðna fólkið glímir við fjárhags-
örðugleika en krakkarnir leita uppi
ævintýrin í hversdagslífínu, á hjóli,
í Drullulandi eða á steini sem hlýtur
að vera byggður huldufólki. Það er
rappað og skáldað milli þess sem
farið er og leitað að mannætuhákörl-
um í mýrinni. Foreldrarnir í sögunni
hafa ekki miklu hlutvérki að gegna
en þau eru þama og þurfa stundum
að taka í taumana. Uppátæki bam-
anna endurspeglast stundum I skelf-
ingu fullorðna fólksins.
Amma Pálína fær sérstaka at-
hygli höfundar. Þetta er ein af þess-
um frábæru ömmum sem eru farnar
að skjóta upp kollinum í íslenskum
barnabókum. Amma Pálína er grall-
ari ekki síður en krakkarnir. Ég held
hún hljóti að vera skyld Ömmu Dreka
sem Guðrún Helgadóttir gerði ódauð-
lega í sínum bókum. Þegar Pálína
fer með krökkunum í siglinguna og
borgar þeim fyrir hana þrátt fyrir
óvæntan endi verða jafnvel krakk-
amir undrandi á þessari einstöku
ömmu. Hún er líka sáttasemjari í
Jón Hjartarson
deilu krakkanna við Ámunda leigu-
bílstjóra sem vill afgirða steininn
Hafliða og meina krökkunum aðgang
að eftirlætis leiksvæði sínu. Amma
Pálína veit'upp á hár hvað hún er
að gera og hefur gaman af.
Sagan um Snoðinkollana er bráð-
skemmtileg frá upphafí til enda.
Höfundur hefur gott vald á sögu-
þræðinum og stýrir sögu sinni milli
gamans og alvöra og fyllir hana af
sniðugum smáatvikum sem hljóta að
gleðja lesandann. Málfar er ríkt og
laust við alla tilgerð. Ég hef aldrei
fyrr séð orðið rafmagnsrakskafa þótt
augljóst sé við hvaða tæki er átt.
Hann notar líka atvik til að auðga
orðaforða lesendanna. Útskýrir án
þess að predika.
Myndir Brians Pilkingtons eru
gamansamar en bömin eru of lík
hvert öðra og öll með sama sauða-
svipinn. Amma Pálína er ekki neitt
sjálfri sér lík á myndum hans. Hún
er engin venjuleg kerling.
Aðventu-
tónleikar
Selkórsins
AÐVENTUTÓNLEIKAR Selkórs-
ins verða haldnir sunnudaginn 12.
desember í Seltjarnarneskirkju og
hefjast þeir kl. 17.
Selkórinn er sjálfstætt söngfélag,
blandaður kór, sem starfað hefur á
Seltjamamesi í tuttugu og fímm ár
eða frá árinu 1968. I kórnum era
nú u.þ.b. 50 söngvarar. Kórinn held-
ur að jafnaði tvenna tónleika á hveiju
starfsári þ.e. á jólaföstu og á vorin.
Efnisskráin á tónleikunum er tví-
þætt. Fyrri hlutinn era þekkt íslensk
og erlend jólalög, en seinni hlutinn
er fímm radda mótetta, Jesu Meine
Freude eftir Johann Sebastian Bach,
sem flutt verður við undirleik orgels
og kontrabassa.
Stjómandi kórsins er Jón Karl
Einarsson.
----» ♦ ♦---
Seltjarnarnes
Upplestur
á aðventu
UPPLESTUR úr nýútkomnum
bókum í Bókasafni Selljarnarness
verður á morgun, mánudaginn 13.
desember, kl. 20.30. Þrír höfuudar
koma og kynna verk sín.
Höfundamir sem lesa eru: Birgir
Sigurðsson sem les úr skáldsögunni
Hengiflugið, Símon Jón Jóhannsson
les úr bókinni Sjö, níu, þrettán en
hún fjallar um hjátrú íslendinga og
Steinunn Sigurðardóttir, en hún les
úr skáldsögunni Ástin fiskanna.