Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 EFNI Þorvaldur í Síld og fiski Niðurstað- an ráðgáta „ÞETTA kemur okkur mjög á óvart. Stafylokokkar hafa aldrei fundist í nokkurri einustu vöru- tegund frá okkur. Þetta hljóta að vera mistök," sagði Þorvaldur Guðmundsson hjá Síld og fiski, í samtali við Morgunblaðið í gær. Einnig var greint frá 17,3% hlut- falli umframvatns í hryggjum frá Goða í blaðinu í gær. Sagði fram- kvæmdastjóri Goða það ekki sam- rýmast gæðakröfum þeirra. í niðurstöðu könnunar Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, kom fram að hryggur með beini frá Síld og fiski reyndist ekki söluhæfur vegna fjölda stafylokokka sem rann- sóknin leiddi í ljós. „Þetta kemur okkur algerlega í opna skjöldu. Við erum með fullkomnustu kjötvinnslu á . landinu, það er okkur ráðgáta hvernig þetta má vera. Þetta hljóta að vera einhvers konar mistök,“ sagði Þorvaldur. • Einnig reyndist hlutfall viðbótar- vatns úr pækli í hryggjum frá Goða 17,5% samkvæmt niðurstöðu könn- unarinnar. Helgi Ó. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Goða, sagði 1 samtali við Morgunblaðið a^ð við vinnslu á svínahryggjum fyrirtækisins væri fylgt mjög nákvæmum gæðastöðlum og þeir ættu því ekki að innihalda mikið viðbótarvatn. Þetta tiltekna sýni benti til fráviks og yrði skýringa leitað á því hjá rannsóknarstofu fyr- irtækisins, sem hefði eftirlit með daglegri framleiðslu. Ásgeir er á óskalista Stuttgart Frá Bergljótu Friðriksdóttur, frétta- ritara Morgunblaðsins í Stutgart. ÁSGEIR Sigorvinsson hefur verið nefndur sem líklegur aðstoðarþjálfari Uli Stielike hjá úrvalsdeildarliðinu Stuttg- art í Þýskalandi, en Cristoph Daum lét af störfum hjá liðinu í fyrrakvöld. Samkvæmt upp- lýsingum blaðsins er þó ólík- legt að af þessu verði þar sem Ásgeir er önnum kafinn við að koma á fót drykkjarvöru- markaði í Denkendorf, útborg Stuttgart, þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni, og er fyrirhugað að opna markaðinn í marz. Mjög mikið hefur verið skrifað um þjálfaramál Stuttgart í þýsk blöð undanfarið og Asgeir verið ofarlega í þeirri umræðu. í hinu víðlesna blaði Bild fyrir viku var skrifað um þetta og Ásgeir nefndur meðal átta líklegra eft- irmanna Daums. Ásgeir hefur dvalið í Þýskalandi í um áratug og fyrir nokkrum árum var hann valinn besti leikmaðurinn í þýsku knattspymunni. Frá því að hann lagði skóna á hilluna hefur hann starfað fyrir Stuttgart þar til í sumar að hann gerðist þjálfari hjá Fram. Jólainnkaup Morgunblaðið/Ami Sæberg MIKIÐ var að gera í verslunum víða um land í gær enda voru þær opnar lengur en venjulega. Margir tóku daginn snemma, eins og þessir herramenn, sem voru að skoða í búðarglugga á Laugaveginum. Jóla- skraut setur mikinn svip á verslanir og stræti þessa dagana og lýsir upp skammdegið. Vextir af útlánum Iðn- lánasjóðs í endurskoðun STJÓRN Iðnlánasjóðs vinnur nú að því að endurskoða vexti sjóðs- ins af útlánum í íslenskum krón- um. Þessi lán hafa verið óuppsegj- anleg þannig að lántakendur hafa ekki átt þess kost að endurfjár- magna þau á lægri kjörum. Þau bera að meðaltali 8,95% fasta vexti eins og kom fram í blaðinu í vikunni og eru til fimm ára að jafnaði, að sögn Braga Hannes- sonar, forstjóra Iðnlánasjóðs. „Við tökum lán á markaðnum og endurlánum þau,“ sagði Bragi í sam- tali við Morgunblaðið. „Viðskiptavin- ir okkar geta því ekki greitt upp lánin nema við greiðum upp okkar lán sjálfir. Við höfum nánast ein- göngu fengið þetta fé að láni hjá lífeyrissjóðunum og það er með óuppsegjanlegum kjörum eins og slík skuldabréf eru yfirleitt. Ef við fengj- um að greiða upp okkar lán væri ekkert því til fyrirstöðu að viðskipta- vinir greiddu upp lánin. Þennan end- urgreiðslumöguleika erum við að skoða.“ Um fjórðungur af útlánum Iðn- lánasjóðs er í íslenskum krónum, eða um þrír milljarðar króna. „Sjóðurinn hyggst afla sér fjármagns á innlend- um markaði á næsta ári. Þar með munu innlánskjör lækka úr 8,70% niður í rúmlega 5% og möguleikar opnast til að lækka veitt lán eða veita ný lán með 6-7% kjörvöxt- um,“ sagði Bragi. Hann benti hins vegar á sjóðurinn hefði fengið mjög hagstæð lán erlendis og dæmi væru um lán í dollurum með 5,5% vexti. Matthías Bjarnason fyrsti þingmaður Vestfjarða Hafnaði stöðu seðlabankastjóra MATTHÍAS Bjarnason, fyrsti þingmaður Vestfjarðakjördæmis, greinir frá því í samtali við Morgunblaðið í dag, að honum hafi verið boðin staða seðlabankastjóra, þegar rýma þurfti einn ráðherrastól, svo að þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gæti fengið sæti í ríkisstjórn. Hann kveðst hafa svarað boðinu neitandi og enga löngun hafa haft til þess starfs. Hann kveðst talsvert áður hafa boðið Þorsteini Pálssyni að víkja úr ríkisstjóm, en hann hafi þá ekki kært sig um það. „Þegar ég bauð Þorsteini að hætta, var ekki minnst einu orði á Seðla- bankann. Það var hins vegar gert nokkru seinna, ári eða svo, en þá var ég spurður hvort ég vildi fara í Seðlabankann. Ég svaraði því neit- andi, því ég hafði enga löngun til þess,“ segir Matthías m.a. í samtal- inu. Matthías segist hafa verið kominn á þann aldur þegar þetta var, að sér hafi ekki fundist að hann hefði neina ástæðu til þess að fara að taka við slíku embætti. „Enda er ég þeirrar skoðunar að þingmenn eigi að gera eins lítið af því og hægt er, að hverfa af þingi á kjörtímabilinu, fyrst þeir eru valdir af kjósendum til þess að sitja á þingi í ákveðinn tíma,“ segir Matthías ennfremur. Aðspurður hvort hann hafi aldrei haft áhuga á að verða seðlabanka- stjóri svaraði Matthías: „Nei, alls ekki.“ Sjá viðtal við Matthías Bjama- son: Vestfjarðagoðinn - milt hörkutól? bls. 16. Forsetí ASÍ um lækkun vírðisaukaskatts á matvæli Forystumemi launþega ekki reiðu- búnir að ræða aðrar breytingar „ÉG HEF ekki heyrt neinn af okkar mönnum segja þetta. Það kæmi mér mjög á óvart ef einhver hefur sagt þetta,“ segir Benedikt Dav- iðsson, forseti ASÍ, um þá yfirlýsingu sem fram kemur í greinar- gerð Kaupmannasamtakanna um fyrirhugaða breytingu á virðis- aukaskattskerfinu að forystumenn samtaka launafólks hafi tjáð sig reiðubúna til að leggja að jöfnu aðrar breytingar en lækkun vsk. á matvæli. Aðspurður hvort forystumenn launþega væm reiðubúnir til að ræða slíkar breytingar svaraði Benedikt því neitandi. „Þessari hugmynd var varpað fram þegar við vorum að meta það hvort ætti að segja upp samningum eða ekki og þá töldu menn það ekki koma til greina og ennþá síður núna,“ sagði Benedikt. Hann sagð- ist ekki hafa átt viðræður við neina fulltrúa Kaupmannasamtakanna um þessi mál en hins vegar hefðu prívatmenn talað við sig, eins og hann orðaði það og sagðist Bene- dikt einnig hafa heyrt ýmsa kaup- menn segja að annmarkar væru á að framkvæma lækkun skattsins. Hins vegar væri framkvæmdin í höndum fjarmálaráðuneytisins í samráði við kaupmenn. Það væri sérstakt mál hvemig ætti að fram- kvæma verðbreytinguna þegar búið væri að breyta lögunum um virðis- aukaskattinn, sem mætti hugsan- lega gera með ýmsu móti, en Bene- dikt sagðist ekki hafa næga þekk- ingu á því. Sjónvarp og út- varp skilin að? ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra hefur sent útvarpslaganefnd álit Þr*ggja _ manna nefndar sem hann skipaði til að skoða skipu- lag Rikisútvarpsins. Ráðherra sagðist við umræður á Alþingi á föstudag hafa falið nefndinni að skoða hvort heppilegt væri að skilja á milli hljóðvarps og sjónvarps Ríkisútvarpsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður Kvennalista óskaði eftir að fá álit nefndarinnar í hendur þar sem henni hefðu bor- ist fregnir um að nefndin legði til aðskilnað hljóðvarpsins og sjónvarpsins. Menntamálaráð- herra greindi ekki frá hver niður- staða nefndarinnar væri en sagði að álitið yrði sent útvarpslaga- nefnd sem vinnuplagg. Framsókn á krossgötum ►Hverfur Steingrímur Her- mannsson úr formannsstólnum yfir í Seðlabankann næsta vor?./10 Vestfjarðagoðinn — milt hörkutól ►Matthías Bjamason segir bókina um lífshlaup sitt aldrei hafa átt að verða neitt halelúja./16 Bannlög og tíðarandi ►Ákvæði laga um fánanotkun og áfengisauglýsingar eru dæmi um lög sem tíðarandinn leitast nú við að feykja um koll./20 Fyrsta sólóverkef nið ►Það eru tímamót hjá Sigríði Beinteinsdóttur./22 Sálin er ung ►Teiknimiðillinn Coral Polge teiknar látið fólk til að sanna að það sé líf eftir dauðann./24 B ►1-36 Gangverk tímans ►Jóhann Þorsteinsson frá Sanda- seli í Meðallandi er nú á 97. aldurs- ári. Hann brýtur allar regiur nú- tíma næringarfræði, hefur löngum verið laginn við klukkur og föndur hans við biluð úrverk hafa Ieitt hugann að gangverkinu sem aldrei stöðvast./l og 8-9 Zappa ►Furðufugl popptónlistarinnar er látinn langt um aldur fram./2 Brynja hans Bubba ►Hver er hún þessi kona sem. hefur mýkt hjarta gamla gúanó- rokkarans?/14 Jólakort ►Það eru liðin 150 ár frá því fyrsta jólakortið kom út í Bret- landi./16 c BILAR ► 1-4 £ Spói rúmlc mnflutningi '94 Sala á nýjum bílum ►Spáð rúmlega fimm þúsund bíla innflutningi 1994./1 Reynsluakstur ►Toyota 4runner er lipur og afl- mikill dísilbíll./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 22b Leiðari 28 Fólk í fréttum 26b Helgispjall 28 Myndasögur 28b Reykjavíkurbréf 28 Brids 28b Menning 30 Syömuspá 28b Minningar 38 Skák 28b íþróttir 60 Bíó/dans 29b Útvarp/sjónvarp 52 Bréftil blaðsins 32b Gárur 65 Velvakandi 32b Mannlffsstr. 12b Samsafnið 34b Dægurtónlist 20b INNLENDAR FRÉTTIR: 2_6—BAK ERLENDARFRÉTTIR: 1-4 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.