Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
HANDKNATTLEIKUR
Gunnlaugur Hjálmarsson bregður tommustokk að hári Ás-
Ijjöms Siguijónssonar, formanns HSI, í HM 1961, en þá voru
Asbjöm og Hannes Þ. Sigurðsson (fyrir aftan Ásbjöm) bursta-
klipptir. Karl Jóhannsson er einnig á myndinni og þýsk hár-
greiðslustúlka.
Eins og sprengju
væri kastað á
áhorfendabekkina
Rúmenar sækja að marki íslendinga í HM í A-Þýskalandi 1958. Þá dæmdi einn dómari
leikinn, en honum til aðstoðar vom tveir markadómarar sem stóðu með fána á kössum við
endamörk, eins og sést á myndinni.
Islendingar sýndu það besta sem
hefur sést í heimsmeistarakeppn-
inni, skrifaði handknattleiksprófess-
orinn Knud Lundberg, sem skrifaði
greinar fyrir danska blaðið Aktuelt,
eftir að Island hafði náð jafntefli,
15:15, við Tékkóslóvakíu [á HM
1961]. 6.000 áhorfendur urðu vitni
að lokaspretti íslendinga, sem unnu
upp þriggja marka forskot, 12:15,
Tékka á ævintýralegan hátt. Þegar
Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði jöfn-
unarmarkið örfáum sekúndum fyrir
leikslok með hörkuskoti, var eins og
sprengju væri kastað á áhorfenda-
bekkina - áhorfendur, sem nær allir
vom á bandi „litlu" þjóðarinnar, risu
úr sætum, stigu stríðsdans og fögnuðu
ákaft. íslensku leikmennimir höfðu
algjörlega unnið hug áhorfenda, þrátt
fyrir hörkulegan leik á köflum.
Leikurinn byijaði ekki vel fyrir ís-
lendinga því að Tékkar náðu góðu
forskoti, 1:4, strax i byijun, en þegar
staðan var 3:7 náðu íslensku leik-
mennimir góðum spretti og minnkuðu
muninn í 7:8, en Tékkar skomðu tvö
síðustu mörk fýrri hálfleiksins, 7:10.
íslendingar breyta um vamarleik í
seinni hálfleik og léku flata vöm, sem
setti Tékka út af laginu. Sóknarleikur-
inn varð hraður og ákveðinn. Fyrr en
varir er staðan orðin jöfn, 11:11, og
spennan mikil í íþróttahöllinni í
Stuttgart. Tékkar bmgðust hart við
og þegar flórar mínútur em til leiks-
loka var staðan 12:15.
Það var þá sem íslendingar ná
stórglæsilegum endaspretti, sem ein-
kenndist af hörku, hraða og keppnis-
vilja. Það vom góð ráð dýr - fjórar
mínútur eftir og Tékkar þremur mörk-
um yfir. Það varð að sækja á Tékkana
og gefa þeim ekki færi á að halda
knettinum og tefja þannig leikinn.
Fyrirskipun kom frá Hallsteini á
bekknum - hann blés til orrustu og
gaf skipun: Maður gegn manni, strák-
ar!
Leikurinn varð gífurlega harður og
erfítt fyrir áhorfendur að henda reiður
á því, sem fram fór á vellinum, enda
allt í einni hringiðu. En áhorfendur
æstust upp; hrópuðu, klöppuðu og
stöppuðu. Állir vildu vera með í loka-
dansinum. Gunnlaugur skorar úr víta-
'kasti, 13:15, og Birgir Bjömsson bæt-
ir öðra við á glæsilegan hátt, 14:15.
Spennan var komin í hámark og þeg-
ar Gunnlaugur náði að jafna rétt fyr-
ir leikslok, 15:15, urðu fagnaðarlætin
svo mikil, að þakið ætlaði af húsinu.
Áhorfendur hylltu leikmenn íslenska
Iiðsins lengi eftir að leik lauk.
Svíar veittu Ung-
vevjum aðstoð
Funduðu með þeim fyrir leik gegn íslendingum í Bratislava
Sigurleiksins 12:10 gegn Svíum í
Bratislava 1964 mun um
ókomna framtíð verða minnst sem
eins besta leiks sem landslið Islands
hefur leikið - og sigurinn varð stærri
þegar að því var gáð, að Svíar vom
með eitt sterkasta landslið heims, sem
varð heimsmeistari 1954 og 1958.
íslendingar máttu síðan tapa með
fimm marka mun fyrir Ungveijum,
til að komast með tvö stig í millirið-
il. Landsliðið fékk stóran skell -
Ungveijar unnu með níu marka mun,
12:21, og ísland var úr leik. Hvað
gerðist? Karl G. Benediktsson lands-
liðsþjálfari svarar þeirri spumingu í
bókinni og segir m.a.:
„Þegar á hólminn var komið kom
í ljós að okkur skorti reynslu til að
leika við þann hávaða sem var í
íþróttahöllinni í Bratislava. Við höfð-
um æft ákveðnar leikfléttur, sem síð-
an fengu nafnið „Rúllettan" - keðju-
verkandi ógnun, sem skapaði góða
opnun í vörn andstæðingsins. Við
voram með mjög góða skotmenn, sem
vom nánast í dauðafæri ef ekki væri
farið út gegn þeim.
Það sem gerist eftir Svíaleikinn,
var að Svíamir sáu sína sæng nánast
uppreidda ef við myndum leggja
Ungveija að velli - við fæmm áfram
í milliriðil með tvö stig, en Svfar ekk-
ert. Þar með vomm við komnir nokk-
uð langt í keppninni. Þetta var ekk-
ert grín fyrir Svía og þeir taka þá
ákvörðun að ganga til liðs við Ung-
veija fyrir leikinn gegn okkur - sett-
ust niður með þeim og tóku þá í
kennslustund; og útbjuggu sérstakt
æfingaplan til vamar leikfléttum
okkar. Þegar út í leikinn kom, vantar
okkur raunvemlega leikþjálfunina -
höfðum aðeins leikið tvo landsleiki á
ámnum 1962 fram til 1964. íjiag
era leiknir þetta og þetta margir
landsleikir fyrir stórmót og við það
fæst geysileg samæfing við góðar
aðstæður og þjálfun. Við vomm að
sjálfsögðu búnir að æfa mótleik gegn
því að menn færðu sig í vöminni á
móti þeim sem keyrði frá vinstri
væng yfír á hægri væng á línunni,
en þegar við komum út í harða keppni
og allt varð vitlaust á áhorfendapöll-
unum, vomm við komnir í nýjan heim.
Þama vom lætin og lúðrablásturinn
svo mikill að menn heyrðu ekki f
manni sem stóð í eins metra fjar-
lægð. Okkur vantaði einfaldlega
reynslu til að framkvæma mótleikinn
við þessar aðstæður - það er sagt í
dag að menn missi áttir.“
Bókin Strákarnir okkar eftir Sigmund Ó. Steinarsson, blaðamann,
er komin út. Bókin hefur að geyma stórbrotna sögu íslenska lands-
liðsins íhandknattleik 1950-1993. Sagt erfrá sögufrægum leikjum
og atburðum í máli og myndum'. Leikmenn segja sjálfir frá og þá
segja þrír landsliðsþjálfarar álit sitt á leikmönnum. Fyrir utan f rá-
sagnir má finna 1.100 fróðleikspunkta í bókinni um ýmislegt sem
hefur gerst á leikvelli og utan hans. Úrslit allra leikja eru birt og
leikmannaskrá. Hér á síðunni má sjá fjórar glefsur úr bókinni.
Landsliðshópurinn kominn til Bratislava í Tékkóslóvakíu 1964 eftir 20 tíma lestarferð frá Kaupmannahöfn.
Bogdan for á taugum fyrir ÓL í Seoul
IJjaitsýni hefur alltaf verið ís-
lendingum í blóð borin - við
emm bestir og mestir. Þegar ísiand
lagði Sovétríkin að velli, 23:21, síð-
sumars 1988, vom allir á þvf að
strákamir okkar myndu standa
uppi á verðlaunapalli á Ólympíuleik-
unum f Seoul. Það varð ekki, en
aftur á móti gekk ailt á afturfótun-
um þegar á hólminn var komið.
Hvað gerðist? Sú spurning blundar
enn í mönnum. Til að fá svar við
þeirri spumingu, er best að gefa
Alfreð Gíslasyni orðið: „Það er að-
eins til eitt svar við þessari spum-
ingu - Bogdan fór á taugum. Við
vomm búnir að æfa eins og villi-
menn - alltof mikið, en þegar allt
virtist verða á góðri leið, komu
mistökin. Það var þegar við lögðum
Sovétmenn að velli, 23:21, í Laug-
ardalshöllinni. Bogdan fór þá ein-
faldlega á taugum - hann óttaðist
að við væram komnir á toppinn á
röngum tíma. Eftir ieikinn byijar
hann að láta okkur æfa þrek og
aftur þrek, til að slá á mannskapinn
- þannig að hann kæmi síðan aftur
upp í Seoul. Bogdan gerði það svo
hressilega, að leikmenn komu aldrei
upp aftur. Hann kláraði algjörlega
viljastyrk leikmanna. Ég fann það í
Seoul að leikmenn vom andlega
búnir, þannig að leikmenn vom hug-
myndasnauðir. Þá urðu menn pirrað-
ir og mikið bar á smámeiðslum."
Heimsmet í
klaufaskap
Íslenska landsliðið tók þátt í móti
í Frakklandi 1985, þar sem
Ungveijar vam lagðir að velli
28:24. Islenska Iiðið lék úrslitaleik
síðan gegn Tékkum og um leikinn
má lesa þetta í bókinni:
íslenska liðið lék sinn síðasta leik
gegn Tékkóslóvakíu í Lyon og mátti
þolatap, 16:17. Lokaþáttur leiksins
var ævintýralegur, en það var
Barda, markvörður Tékka, sem
skoraði sigurmarkið á lokasekúnd-
um leiksins - með því að kasta
knettinum yfir endilangan völlinn,
yfír Einar Þorvarðarson, í mark
Islands. Islensku leikmennirnir, sem
höfðu skorað tvö mörk í röð og jafn-
að, 16:16, sýndu mikinn klaufaskap
undir lokin, sem kostaði þá tap. Þar
sem Tékkum nægði jafntefli til að
tryggja sér sigur í mótinu, léku
þeir fast í vörninni og bmtu hvað
eftir annað af sér og sekúndumar
liðu. Þegar sjö sekúndur vora eftir
reyndi Kristján Arason svifbolta inn
í vítateig - ætlaðist til að Páll Ólafs-
son kastaði sér inn í vítateiginn.
Páll hreyfði sig ekki og knötturinn
hafnaði beint í höndum tékkneska
markvarðarins Barda. Hann sá að
Einar Þorvarðarson var kominn
langt út á völlinn og kastaði knett-
inum yfír endilangan völlinn - og
í netinu hafnaði hann. Barda steig
stríðsdans, en íslensku leikmennim-
ir vom niðurbrotnir. Páll kastaði
sér niður á gólfið og lamdi það.
Hvað sögðu leikmennirnir um
þennan lokaþátt?
Einar Þorvarðarson: „Ég hafði
farið fram á völlinn til að kalla á
strákana - að leika upp á jafntefli.
Þá sá ég Kristján kasta knettinum
inn í vítateiginn. Ég sá Barda hand-
sama knöttinn og kasta honum yfir
endilangan völlinn. Ég hljóp þegar
í stað afturábak, en misreiknaði
bæði hraða og hæð knattarins. Ég
reyndi að slá knöttinn, en náði ekki
að koma við hann.“
Kristján Arason: „Þegar allt var
á suðupunkti og ekkert mátti út
af bregða, kallaði Páll til mín -
mér heyrðist hann biðja um svif-
bolta inn í vítateig, þannig að ég
kastaði knettinum inn í vítateig -
hélt að Páll myndi stökkva inn og
reyna að grípa knöttinn á lofti og
skora. Páll var hins vegar að biðja
um línusendingu, en ég átti ekki
möguleika á að koma knettinum inn
á línuna, þar sem Tékkarnir komu
svo langt út á móti mér.“
Páll Ólafsson: „Ég var frír inni
á línunni - bjóst við línusendingu.
Þess vegna átti ég ekki von á svif-
sendingunni og reyndi ekki við
hana.“
íslensku leikmennirnir voru sárir
eftir leikinn og Þorbjörn Jensson
fyrirliði sagði: „Maður er alltaf að
læra eitthvað nýtt - ég hélt að
þetta væri ekki hægt.“