Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 17
MORGUNHLADH) 'SUNNUDÁGÚR 12. DESHmHER Í9Ö3 þess að ef þetta samsæri hefur átt sér stað, þá stóð ég utan við það. Ég hafði mjög ákveðnar skoðanir á því að formaður stærsta stjórn- málaflokksins, sem jafnframt var stærri stjórnarflokkurinn, ætti að leiða stjórnina og þar af leiðandi fannst mér að Geir Hallgrímsson ætti að verða forsætisráðherra. Það skipti mig minna máli hvort við fengjum einum ráðherra færra fyr- ir vikið. Aðalatriðið í mínum huga var að við réðum ferðinni fyrst og fremst í stjórnarsamstarfmu. Auk þess finnst mér sem það hafi verið komið aftan að Geir í þessum efn- um. Að vísu var Geir veikari þá en áður, vegna þess að hann var ekki kjörinn þingmaður. Það veikti stöðu hans. En ég er sannfærður um að margt hefði getað farið á annan veg en það fór. Geir hefði getað sagt þegar hann kom inn aftur eftir að atkvæðagreiðsla fór fram í þingflokknum og fékk þessi úr- slit, „þá skuluð þið taka við þess- ari stjórnarmyndun“ og gengið á dyr við svo búið. Hann hefði gjam- an mátt skella hurðarskömminni svolítið. Þá hefðu margir af þessu liði, gengið á eftir honum út og beðið hann um að koma inn aftur. Geir var ekki sú manngerð, en ég veit að honum sámaði þetta mjög.“ Ekki óeðlilegt að formaðurinn kæmi inn í ríkisstjórn - Þegar vandræðagangurinn í Sjálfstæðisflokknum var orðinn megn, árið 1985, vegna þess að formaður flokksins, Þorsteinn Páls- son, hafði engan ráðherrastól, segir þú í bók þinni: (bls. 229) „Ég bauð Þorsteini að ég skyldi hætta en þá kærði hann sig ekki um það. Svo datt mér ekki í huga að hætta eftir að þessi draugagangur bytjaði." Hvenær bauðstu Þorsteini að hætta? „Ég man það ekki svo glöggt. Ég skrifa ekki neitt svona hjá mér, en ég tel að það hafi verið nokkrum mánuðum eftir að hann varð formaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem var í nóvember 1983.“ - Af hveiju bauðstu honum það? „Ja, mér fannst það ekkert óeðli- legt að formaður flokksins kæmi inn, en svo kom alls konar bak- tjaldamakk sem maður heyrði af og hefur lesið um í bókum síðan. Ég tók aldrei neinn þátt í baktjald- amakki, en makkið var allt ein- hvern veginn á þann veg að annars vegar voru menn sem vildu koma formanni flokksins inn í ríkisstjórn, og sennilega enginn þá, sem vildi fara út. Þá bárust fyrst og fremst böndin að Geir, vegna þess að hann var ekki þingmaður. En það var komið óhreint fram við hann, frá pví hvika ég ekki.“ Var boðið að fara í Seðlabankann - En var það ekki svo, Matthí- as, að þú byðist til þess að hætta, vegna þess að þú gætir vel hugsað þér að verða bankastjóri Seðla- bankans? Matthías Bjamason segir bókina um lífshlaup sitt aldrei hafa átt að verða neitt „hal- elúja“ „Nei, nei, nei,“ segir Matthías ákveðið. „Þegar ég bauð Þorsteini að hætta, var ekki minnst einu orði á Seðlabankann. Það var hins vegar gert nokkru seinna, ári eða svo, en þá var ég spurður hvort ég vildi fara í Seðlabankann. Ég svaraði því neitandi, því ég hafði enga löngun til þess. Ég var kom- inn á þann aldur að mér fannst ég ekki hafa neina ástæðu til þess að fara að taka við slíku embætti, enda er ég þeirrar skoðunar að þingmenn eigi að gera eins lítið af því og hægt er að hverfa af þingi á kjörtímabilinu, fyrst þeir eru vald- ir af kjósendum til þess að sitja á þingi í ákveðinn tíma. Því eiga þeir ekki að raða sér í einhver embætti. Þó að mest hafi borið á slíku hjá Alþýðuflokknum núna, þá eru aðrir flokkar ekkert sýknir saka í þeim efnum.“ - Hafðir þú þá aldrei áhuga á því að verða seðlabankastjóri? „Nei, alls ekki.“ Formaðurinn hefur úrslitaorðið - Þú segir (bls. 236) það hafa verið rangt mat að reka Albert Guðmundsson úr ríkisstjórn á sín- um tíma, 1987, og kennir Þorsteini Pálssyni um þau mistök sem hafi reynst honum þung og erfið. Komst þú þar hvergi við sögu og ber þér ekki, eins og öllum þingflokknum, að axla í sameiningu ábyrgðina af þeim mistökum? „Auðvitað hefur formaður flokksins úrslitaorðið í málum sem þessum, það liggur í augum uppi. En ef lesið er áfram í bókinni, þá kemur á daginn að ég ásaka sjálfan mig og aðra þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fyrir að hafa ekki sagt neitt. Ég segi að við hefðum átt að segja: „Hingað og ekki lengra. Við gerum uppreisn ef þú lætur verða af þessu.“ En við gerðum það bara ekki. Hins vegar skal ég aftur að því leyti draga heldur úr þessari um- sögn minni um Þorstein Pálsson og ábyrgð hans á þessum afdrifa- ríku mistökum, að það sá það eng- inn fyrir hvernig mál myndu æxl- ast í kringum Albert. Það var allt útlit fyrir það, þegar Albert var rekinn, að þetta gæti gerst nokkuð slétt og fellt og án stórkostlegra eftirkasta. En það er ávallt þannig, þegar fólk fer að hugsa á þann veg að ráðist hafi verið að manni þá flyst samúð fólksins einatt yfir á þann sem álitinn er fórnarlambið. Þetta var rétt fyrir kosningar og fólk var kannski óánægt með margt sem ríkisstjórnin hafði gert. Þetta fólk sem taldi að vegið hefði verið að Albert og var jafnframt óánægt með ríkisstjórnina bauð Albert því stuðning sinn. Þegar Albert fann hversu mikinn stuðning hann átti og hljómgrunn, fór hann auðvitað af stað á fullu með stofn- un Borgarflokksins. Það er ósköp eðlilegt og skiljanlegt að sá sem tekur þátt í stjórnmálum bregðist við á þann hátt sem Albert gerði þegar hann fann fylgið sem hann hafði. Stjórnmálamaður sem ekki notfærir sér slíkan meðbyr, væri nú ekki mikill pólitíkus.“ Vildi ekki verða ráðherra 1987 - Þú lýsir því hversu óánægður þú hafir verið með ráðherraval árið 1987 þegar Þorsteinn Pálsson myndaði ríkisstjórn sína. Með hvað varstu svona óánægður? „Ég taldi þá og tel enn að alveg tvímælalaust hefði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins utan af landi átt að vera í þessari stjórn. Aðal- ádeila mín á ráðherravalið lá í því að gengið var framhjá öllum lands- byggðarþingmönnunum." - Ertu ekki að segja að þú hefð- ir átt að verða ráðherra í ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar 1987? „Nei, ég var ekki inni í þeirri mynd. Ég taldi þegar ég fór út úr ríkisstjórn árið 1987 að ég væri alveg búinn að vinna minn ráð- herratíma. Það hvarlaði ekki að mér að sækjast eftir ráðherradómi á nýjan leik. Hvort sem þú trúir því eða ekki að þegar ég fór út úr ríkisstjórn 1978 og aftur 1987 þá var ég í bæði skiptin mjög feginn að vera farinn út úr ríkisstjórn og þráði að komast vestur í Trostans- fjörð og njóta þar heilnæms loft- slags, dútla við gróður og þess háttar. Þar höfum við Kristín átt margar góðar stundir. Fyrst eftir að við keyptum Trostansfjörð, var mikið af ijúpu þar fyrir vestan. Þær voru eins og vinir manns. Ég man eftir mörgum skiptum þegar ijúpur settust á milli okkar Kristínar á grasbalanum, þótt ekki væru nema svona tveir metrar á milli okkar þar sem sátum og slöppuðum af í grasinu. Síðan höfum við Kristín aldrei borðað ijúpu,“ segir Matthías hlær við þessa upprifjun. Það var aðeins eitt sem ég sé eftir í bæði skiptin sem ég hætti sem ráðherra," heldur Matthías áfram og brosir í kampinn, „en það var sá munaður sem fólst í því að hafa ráðherrabílstjóra. Mér fannst ég missa mikið, í bæði skiptin, þeg- ar ég hafði ekki lengur aðgang að þeirra ágætu starfskröftum, því þeir tóku ótrúlega mikið álag af manni sem tók talsverðan tíma að átta sig á og sætta sig við að ekki stóð til boða lengur. Að öðru leyti voru engin sárindi hjá mér í þeim efnum, sem betur fer.“ Aðferð Steingríms og Jóns Baldvins ógeðfelld - Þú kennir Steingrími Her- mannssyni og Jóni Baldvin Hanni- balssyni alfarið um fall ríkisstjórn- ar Þorsteins Pálssonar haustið 1988 og segir þá hafa slitið stjórn- arsamstarfinu í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Átti forsætisráðherr- ann að þínu viti engan þátt í mál- inu og því falli? „Ég get auðvitað ekki um það sagt, þar sem ég var ekki þátttak- andi í þeirri ríkisstjórn. En það sem kom fyrir almenningssjónir, er þetta sem ég segi. Ég ætla ekkert að hvítþvo forsætisráðherrann í þeim efnum, því til þess skortir mig vitneskju, en aðferð þeirra Steigríms og Jóns Baldvins fannst mér afskaplega leiðinleg og ógeð- felld. Á milli stjómmálaforingja verður að ríkja ákveðinn trúnaður og í mínum augum var hann ekki fyrir hendi þegar þetta gerðist." - Svo við hverfum ögn lengra aftur í tímann, eða til vorsins 1978. Hvernig metur þú nú efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar þá og var rétt að þeim staðið? Þú nefnir í bókinni „Spraðurbassana“ í Al- þýðubandalaginu og Alþýðuflokkn- um og að þeir hafi notað tilefnið þegar skerða átti vísitölubætur á laun til að tromma upp óánægju hjá almenningi (bls. 203). „Ef við ætlum að fara út í póli- tík, eins og hún tíðkast því miður allt of víða, þá voru það auðvitað mistök að vera að gera þetta fyrir kosningar, en ekki eftir kosningar. En við höfðum þá forsætisráðherra sem er einhver heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Geir vildi alls ekki bíða með að segja frá því sem til stóð, því hann vildi ekki koma í bakið á neinum. Það verður auðvitað hver og einn að dæma um það fyrir sig, hvort hér hafi verið um mistök að ræða hjá ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson- ar eða ekki.“ - Þegar þú fjallar um kosinga- stefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem slagorðið Leiftursókn gegndi lykil- hlutverki, gefur þú einum höfunda stefnunnar, Friðrik Sophussyni, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ekki svo góða einkunn. Komst þú hvergi við sögu þegar stefnan um Leiftursóknina var mynduð? „Nei, því miður var ég víðs fjarri." Er ekki sáttur - Matthías, þú héfur sjálfur sagt að þú sért á leiðinni út af þingi 17 og gefir ekki kost á þér við næstu þingkosningar. Þegar þú horfir til baka, ertu sáttur? „Nei, ég væri að segja þér ósatt ef ég segðist sáttur - ég er það ekki. Ég er sáttur við margt og ánægður með margt. Til dæmis er ég ánægður með árangur þess- arar ríkisstjórnar sem hún hefur náð, til þess að draga úr viðskipta- halla við útlönd; ég er ánægður með lækkun verðbólgunnar og stöðugleika, þar hefur ríkisstjórnin náð góðum árangri. En ég er mjög ósáttur við það hvernig atvinnulíf- ið stendur í landinu og þar tel ég að hefði þurft að taka á með allt öðrum hætti en gert hefur verið. Mér finnst eiginlega að orðið reynsla megi ekki heyrast. Ég er ósáttur við þessa fijálshyggju- gaura sem eru alltaf að láta í sér heyra og þykjast allt vita. Ég er einkarekstrarmaður og fylgi einkavæðingu, en ég vil ekki gera hana að trúaratriði. Hún á auðvit- að að vera með þeim hætti að sem flestir geti starfað sem sjálfstæðir einstaklingar í einhvers konar at- vinnurekstri. Það er ekkert höfuð- atriði að atvinnufyrirtæki séu stór eða miklar samsteypur. Um allt land ganga prýðisvel lítil fyrirtæki sem enginn veit neitt um vegna þess að eigendur þeirra kvarta aldrei. Mér þykir ömurlegt að horfa upp á stofnun eins og Landsbankann og hvernig hann hefur gjörsamlega breytt um kúrs. Banki á ekki að vera hluthafi eða þátttakandi í fjöl- mörgum atvinnufyrirtækjum og fyrir það hef ég deilt á Landsbank- ann. Hins vegar er það ósanngjarnt hjá fólki að deila á Landsbankann eða aðrar lánastofnanir fyrir að hafa lánað þessum eða hinum of mikið fjármagn. Þegar ákvarðanir voru teknar um lánveitingar, út á frystihús, fasteignir og svo fram- vegis, þá voru þau lán veitt við allt aðrar aðstæður. Síðan það var, þá hefur ekki orðið verðfall á þess- um eignum, heldur verðhrun, þann- ig að tryggingarnar hafa glatast. Því þýðir ekkert fyrir menn hér að halda því fram að hér sé um sérís- lenskt fyrirbæri að ræða. Þetta er það sem verið hefur að gerast í öllum löndum í kringum okkur, þar sem óhemjufjármunir hafa glatast vegna þeirrar kreppu sem verið hefur undanfarið. Éf við eigum eignir, þá er núna versti tíminn til að selja þær. Hver sá sem getur þraukað, hann á að þrauka, því gjaldþrotin hjá okkur eru allt-of dýr.“ - Að lokum Matthías. Þegar þú horfir aðeins fram á við og íhugar þína útgöngu af stjórnmálasviðinu, áttu þér óskakandídat til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Vest- fjarðakjördæmi verða Vestfjarða- goði? Ef þú átt hann, hver er hann? „Þetta er nú kannski fullstórt orð hjá þér. Auðvitað á ég mínar óskir, en ég ætla ekki að gera minnstu tilraun til þess að hafa áhrif á það, hver verður valinn í minn stað, þegar ég hætti.“ Elukkan ogf kúsiá í aaJnum EFTIR ÞORUNNI SIGURÐARDOTTUR MállMlogmenning LAUGAVCGI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍDUMÚLA 2-9, SÍMI (91) 688S77 Heillandi saga um krakka sem grufla í fortíöinni og komast aö óvœntu leyndarmáli. Þau uppgötva líka aö tíminn er varasamur og ieikur á fólk ef þaö varar sig ekki á honum. Dicltln ílojojono ogf Dúi tlúonasLáíiir EFTIR EINAR KARASON Ef þú getur stafaö þig fram úr þessum bókartitli veröur þú aö lesa innihaldiö og kynnast frábærum per- sónum sem leika lausum hala í Öskjuhlíöinni í þessari fyrstu krakkabók Einars Kárasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.