Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
Sinfóníutónleikar
Tónlist
Jón Asgeirsson
Petri Sakari leiddi Sinfóníuhljóm-
sveit íslands sl. fimmtudagskvöld í
Háskólabíói og var tekist á við tón-
verk eftir Ludvig van Beethoven,
Franz Liszt og Richard Strauss. Tón-
leikarnir hófust á Egmont-forleikn-
um eftir Beethoven og var þetta
áhrifamikla tónverk vel leikið, mótað
á skýran máta og flutt með töluverð-
um tilþrifum.
Skáldskapur verksins er sú róm-
antíska uppreisn, sem skók Evrópu
á tímum Beethovens, uppreisn sem
byggðist á endurmati allra lífsgilda,
mannréttindum, ástinni og trúnni á
Guð. Þessi átök birtast með ýmsum
hætti í mörgum verkum Beethovens,
þó margir vilji hins vegar aðeins
meta hann sem stórbrotinn tónlistar-
hugsuð og formsnilling. Undan því
verður ekki vikist, að skáldlegur
krafturinn í Egmont-forleiknum er
mettaður tilfinningum húgsjóna-
mannsins og það var það eina sem
í raun vantaði í túlkunina, er var
hins vegar yfirveguð og vel útfærð.
Annað viðfangsefnið var Les
Préludes (forleikirnir) eftir Liszt. Það
er einnig í safni tímamótaverka, því
Liszt lét sig miklu varða að ryðja
nýjar brautir í tónsköpun og hafði
mjög mikil áhrif á framþróun tónlist-
ar. Hann er upphafsmaður að gerð
tónaljóða, leitar samlags við ljóð,
heimspeki og myndtúlkun í verkum
sínum og varðandi formbreytingar,
eins og þær sem Forleikirnir byggj-
ast á, kemur Liszt fyrstur fram með
þær.
í hljómfræði var hann maður nýj-
unganna og lagði grunninn að ýmsu,
sem Wagner varð síðar frægur fyrir
og í hljómsveitarritun má segja að
hann sé spámaðurinn, sem Strauss
og fleiri hlýddu á. Túlkun Petri Sak-
ari á þessu glæsilega verki var mjög
sannfærandi en þarna fer samt að
bera á því, hversu strengjasveitin er
fáliðuð.
Það var samt í síðasta verkinu,
Ein Heldenleben eftir Strauss, sem
þessi mannfæð strengjanna var til
baga, sérstaklega þegar allir blásar-
arnir, 8 (9) hom, 16 tréblásarar, 5
trompettar, 3 básúnur og 2 túbur
blésu saman, að aðeins varð séð að
strengirnir hefðu mikið að gera.
Hvað sem þessu líður var margt
fallega gert bæði hjá hljómsveit og
einleikurum og ber þar sérstaklega
að geta Guðnýjar Guðmundsdóttur
konsertmeistara, sem lék mjög vel
þær frægu og sérlega erfiðu ein-
leiksstrófur, sem eiga að vera tákn-
rænar fyrir ástina. Þá ber og að
geta Joseph Ognibene 1. hornista
fyrir fallegan homeinleik. í raun
mætti telja upp alla blásarana fyrir
sérlega góðan leik og var flutningur
verksins í heild glæsilegur sigur fyr-
ir blásarasveit Sinfóníuhljómsveitar
íslands.
Petri Sakari stjórnaði hljómsveit-
inni af öryggi og var auðheyrt að
honum lætur vel að fást við verk,
sem byggjast frekar á leikrænni túlk-
un en tilfínningum.
Leikhópurinn og Vytautas Narbutas, leikmynda- og búningateiknari, yst t.v. Rimas Tuminas leikstjóri
og við hlið hans Ásdís Þórhallsdóttir aðstoðarleikstjóri.
Listamenn frá Litháen sijórna jólaleikriti Þjóðleikhússins
Mávurinn eftir Anton Tsjekhov
ÞJ ÓÐLEIKHÚ SIÐ hefur fengið
til liðs við sig þijá af færustu
leikhúslistamönum Litháens,
Rimas Tuminas leikstjóra, leik-
mynda- og búningateiknarann
Vytautas Narbutas og tónskáldið
Faustas Latenas.
Listamennirnir em hingað komn-
ir til að stjórna jólaleikriti Þjóðleik-
hússins, sem er Mávurinn eftir
Anton Tsjekhov, í nýrri þýðingu
Ingibjargar Haraldsdóttur. Þetta
töfrandi og ljúfsára leikrit hefur
löngum verið talið eitt af perlum
leikbókmenntanna. Rimas Tuminas
er listrænn stjórnandi Litla leik-
hússins í Vilnius og hefur jafnframt
verið mikilvirkur leikstjóri. Meðal
leikrita sem hann hefur stjórnað
nýverið má nefna Galíleó eftir Ber-
tolt Brecht og Kirsubeijagarðinn
eftir Tsjekhov, en sú sýning var
sýnd víða á Norðurlöndum og vakti
mikla athygli.
k'emst ab þvc aS Grý Lusyyjir enj
og steta. ryicct.
t>AE> El? EKKI VINNU -
kONAN, HELOUH TRÖLLlW
Tr&LLcL'kbmunum ercc gefin nöto e/éir
hegSun sinni.
Straicarnir -ftJncUj þoih ui oZ þaiS \/ar
best néu L mat ci joLunum.
ájótunurn,
Lmat.
o
O ö
6 o
VÓINA £
06 ’A
TA%
þ>aÓ eraó&ns þegar tröUaJcynib er
þeub getur þrei/ab ci -fyrirbzcnjm, L
sjniiegt og ekkL L fajtduhe/rriL OjS
okkar heimL.
m
Leikmynda- og búningahönnuð-
urinn Vytautas Narbutas hefur
starfað mikið með Tuminas, nú síð-
ast við sviðsetninguna á Galíleó.
Tónskáldið Faustas Latenas hefur
starfað við leikhús í Litháen í ára-
raðir og samið tónlist vjð meira en
120 leikrit. Hann hefur hlotið fjölda
alþjóðlegra viðurkenninga fyrir
verk sín.
Ásdís Þórhallsdóttir er aðstoðar-
leikstjóri og hefur verið túlkur á
æfingum en hún stundaði leik-
stjórnamám í Moskvu.
Með helstu hlutverk í Mávinum
fara Anna Kristín Arngrímsdóttir,
Baltasar Kormákur, Jóhann Sigurð-
arson, Halldóra Björnsdóttir, Erl-
ingur Gíslason, Hjalti Rögnvalds-
son, Gunnar Eyjólfsson, Róbert
Arnfinnsson, Edda Arnljótsdóttir
og Guðrún Gísladóttir.
Margrét Pétursdóttir, Harpa
Arnardóttir.
Skilaboðaskjóðan
Sérstakt
gjafakort á
sýningam-
ar gefið út
GÓÐ aðsókn hefur verið að
fyrstu sýningunum á leikritinu
Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald
Þorsteinsson sem var frumsýnt í
lok nóvember.
Hlé hefur verið gert á sýningun-
um fram yfir jól og var fyrirhugað
að hafa eina sýningu milli jóla og
nýárs, 29. desember.
Uppselt er nú þegar á þá sýningu
og því hefur verið ákveðið að bæta
við annarri sýningu þann sama
dag. Til þess að auðvelda foreldrum
að sjá sýninguna með börnum sín-
um verður hún kl. 20. Fyrsta sýning
eftir áramót verður sunnudaginn
2. janúar kl. 14 og er forsala að-
göngumiða þegar hafin.
Þjóðleikhúsið hefur gefið út sér-
stök gjafakort á Skilaboðaskjóðuna
og verður það framvegis til sölu í
miðasölu Þjóðleikhússins.
)
)
I
)
)
I