Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
25
áru manna og sagt þeim margt um
þá sjálfa.
Þegar ég teikna fyrir fólk á stórum
fundi, vinn ég ætíð með öðrum miðli
sem reynir með upplýsingum að
handan að finna það fólk í salnum
sem tengist þeim sem ég teikna. I
slíkum tilvikum er ekki hægt að
vinna með þeim sem hafa sálræna
hæfileika því þeir fá upplýsingar sín-
ar frá fólkinu sjálfu.
En hugsanir manna geta verið
afar sterkar. Ég held að ef einhver
einstaklingur hugsar illa til annars
geti það haft áhrif. Því er það mikil-
vægt að menn veiji sig gegn hinu
illa með því að byggja
upp hið góða í kringum
sig. En sá sem hugsar
illa til einhvers. ætti að
hafa það í huga að hið
illa sækir aftur til hans.
Allt sem við sendum frá
okkur, kemur til baka.
Það á bæði við um hið
andlega og hið verald-
lega. Stundum tekur það
langan tíma, en allt kem-
ur það til baka á endan-
um.“
Sannleikurinn
Flestir velta fyrir sér
tilgangi lífsins og margir
leita sannleikans um lífið.
Coral Polge segist hafa
leitað sannleikans og
fundið hann. Hver er þessi sannleik-
ur? _
„í grundvallaratriðum er hann sá
að við erum öll Guð. Guð er skap-
andi orka sem streymir um allt, um
menn, dýr, tré, blóm, við erum
smækkuð mynd alheimsins. Þegar
við náum því stigi að hafa fundið
sannleikann vitum við að öll þekking
eilífðarinnar er í okkur sjálfum. Ég
er ekki góð í eðlisfræði, en þar getum
við fundið svör um lífið. Öll veröldin
er stærðfræðilega útreiknuð. Ég er
því miður ekki góð í stærðfræði held-
ur, en ég skil dæmið á dulfræðilegan
hátt. Við erum öll eitt, og það sem
við gerum einum til miska, skaðar
alla heildina, og af því að við erum
hluti af heildinni skaðar það okkur
sjálf líka.
Tíminn er blekking, fortíð, nútíð
framtíð. f hinum andlega heimi ríkir
aðeins eilíf nútíð. Mér var sagt að
ég gæti ekki verið bundin einhveiju
eða einhveijum ef ég ætlaði að finna
sannleikann. Ef við erum bundin
peningum til dæmis, ef okkur þykir
vænt um peninga eða hvað sem er,
erum við að takmarka hæfileika okk-
ar til að skynja alheiminn og þykja
vænt um hann. Við álítum að við
þurfum að eiga þetta og hitt til að
vera örugg, en það er auðvitað rangt,
því allt er í heiminum hverfult. Það
eina sem er óbrigðult er
hinn innri andlegi veru-
leiki sem við finnum í
okkur sjálfum. Þegar
okkur verður þetta ljóst,
verðum við fijáls. Við
elskum áfram fólk, en við
höldum ekki í það.
Ég fann sannleikann
þegar ég missti frænku
mína sem var mér mjög
kær. Það gerðist fyrir
þijátíu árum. Ég komst
í ástand sem líkja má við
djúpa þögn. Á einu
augnabliki var ég stödd
utan efnissviðsins og
sameinaðist æðri og guð-
dómlegri vitund. Og mér
varð ljóst að ég gæti ekki
misst frænku mína, eða
nokkun annan eða annað, því við
erum öll eitt.
Þegar menn hafa skynjað þetta,
öðlast þeir frið.“
— Geta þá aðeins miðlar fundið
sannleikann?
„Sannleikurinn hefur ekkert með
miðla að gera, hann er dulfræðileg-
ur. Sannleikann geta allir fundið."
Unglegir ættingjar
Teiknimiðillinn segist vera ósköp
venjuleg kona utan starfs síns._ „Ég
er í raun mjög jarðbundin. Ég á
venjulegt, lítið heimili, vinn mikið í
garðinum og geri handavinnu. Við
hjónin erum barnlaus, en maðurinn
minn ferðast víða og heldur fyrir-
Teiknimid-
illinn Coral
Polge
teiknar
látió fólktil
aósanna
aó þaósé
lif eftir
dauóann
lestra á vegum sálarrannsóknarfé-
lagsins breska. Hann er 74 ára og
ég 69, svo við erum aðeins farin að
hægja á okkur, eða erum að minnsta
kosti að reyna það!“
— Hvert er viðhorf þitt til dauðans?
„Það er ekki laust við að ég hlakki
til að deyja. Stundum yfírgef ég lík-
amann meðan ég sef og ferðast um
hinn andlega heim. Þá hitti ég stund-
um ættingja mína og þeir eru allir
svo unglegir!"
— Eru þessar sálfarir ekki bara
draumar?
„Nei, draumar eru svo þokukennd-
ir og ruglingslegir. Það er allt annað
að vera í hinum andlega heimi. Þar
glóir allt og litimir eru svo fallegir.
Eg held að flest okkar hafí upplifað
þetta, en við munum það bara ekki.
Seinast þegar ég sá foreldra mína litu ■
þau út fyrir að vera tuttugu og fímm
ára. En það er vegna þess að sálin
er ung. Það er aðeins líkaminn sem
eldist."
— Einhver útlendur miðill hafði orð >)-
á því ekki alls fyrir löngu að það
væru ekki beinlínis góðir andar sem
sveimuðu yfír Islandi?
„Það hefur verið tóm ímyndun. Hér
er mjög friðsælt, kannski vegna þess
að hér hefur aldrei verið stríð. Víða
í Evrópu þar sem stríð hafa verið háð
og voðaverk framin er andrúmsloftið
ógnvekjandi. Eins og til dæmis þar
sem fangabúðir nasista vora. Þar
syngur aldrei fugl. Það eru til margir
staðir, út um allan heim, þar sem
andrúmsloftið er þannig að fólki líður
illa ef það kemur þar við. Þetta er
ekki vegna þess að illir andar svífa
yfír vötnum, heldur vegna þess að
minningin um hið illa lifír á staðnum.
Mér hefur alltaf liðið vel á íslandi.
Það eina sem ég get sett út á íslend-
inga er hlédrægni þeirra og það
hversu lítil viðbrögð þeir sýna.“
Polge hefur nú teiknað þijár mynd-
ir fyrir mig á tuttugu mínútum ná-
kvæmlega. Eitthvað hefur hlédrægn-
in þjáð ættingjana því þeir sýna sig
ekki. Aftur á móti birtast á pappímum
tvær konur og einn karlmaður sem
ég kannast engan veginn við. En
kannski einhver annar geri það.
!• VÐTOKNINA
;• SI:-\FOOD • RFSCT IR-WiT •
Siávarréfíaslaður Templarasund 3 Simi 18666
Þjóðlegur matseðill
Skata
kæst, ný, lítil, stór, soðin, steikti
Saltfiskur
á ýmsa vegu, líka soðinri með hömsum.
Ýsa (heillin)
soðin, steikt og líka reykt.
Siginn þyrsklingur
m/floti
Fiskibollur
eins og ömmur gera og gellur
Og fýrir þá, sem ekki vilja eta fisk, er
fjallalamb.
Opið allan guðslangan daginn.
Sérherbergi fyrir litla hópa.
Tökum að okkur litlar og stórar veislur.
Veitlngahús viö Tjörnina, Templarasundi 3, sími 18666.
KRINGLUNNI SIMI: 600930
STÓRVERSLUN UUGAVEGI26 SÍMI: 600926
LAUGAVEGI96 SÍMl: 600934
EIÐISTORGI SÍMI: 612160
SKÍFAN/BOGART