Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 21 forræðishyggju til vemdar þjóð- emislegum, siðferðilegum og and- legum gildum þjóðarinnar. Við höfum lög um þjóðsönginn og enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Hér hafa ekki orðið þær hatrömmu deilur um tjáningarfrelsi andspænis ákvæðum af þessu tagi eins og við þekkjum frá Bandaríkjunum. Tungunni er veitt margháttuð vemd með lögum. í mannanafna- lögum er reynt að vemda íslenska nafnahefð. Utlendingum sem setj- ast hér að er gert að taka sé ís- lensk nöfn. Til em lög um helgi- daga, Háskólinn hefur notið for- gangs til dæmis til rekstrar pen- ingahappdrættis og almanaksút- gáfu, heimilt er að kveðja unglinga til þegnskylduvinnu við skógrækt og landgræðslu, skemmst er að minnast deilna um skylduaðild að stéttarfélögum og svo mætti lengi telja. Hvernig úreldast lög? Ef tíðarandinn er eindregið and- stæður gildandi lögum hefur það auðvitað fyrr eða síðar áhrif á löggöfina. Þingmenn era næmir á slíkt. En ekki er ætíð nauðsynlegt að afnema lög til þess að fella þau úr gildi. Lög geta úrelst sökum notkunarleysis. Jafnframt getur venja rutt lögum úr vegi. Dæmi er 41. gr. stjómarskrárinnar: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlög- um eða fjáraukalögum." Er það mat fræðimanna að svo löng hefð sé fyrir því að þingsályktanir séu látnar duga að stjómarskrárgrein- in hafi þokað. Fyrir bandarisk- um dómstólum hefur verið tekist á um það að hve miklu leyti stjómarskrár- varið tjáningar- frelsi heimilar mönnum að óvirða fána Bandaríkjanna. Það er umdeilt meðal fræði- manna hvort alltaf sé akkur í því að Alþingi nemi gömul lög úr gildi. Páll Sigurðsson prófessor skrifaði t.d. grein um þetta efni í Úlfljót árið 1983. Segir hann að í Laga- safninu séu ýmsir kynlegir kvistir, ákvæði sem engum heilvita manni komi til hugar að framfylgja eða virða. Nefnir hann til dæmis 3. gr. tilskipunar um vald biskupa til Ekki em nema þrjú ár síðan numin vom úr gildi lög um þyngd bakarabrauða. Viðurlög við þeim voru væg, einungis sektir, ef miðað er við þá meðferð sem svikulir bakarar máttu þola í Þýskalandi á fyrri öld- um. að veita undanþágur frá ferming- artilskipunum: „Nú er bam, sem ferma á, krypplingur, svo að það á bágt með að koma í kirkju til fermingar, eða það getur það eigi að hættulausu vegna stöðugra veikinda eða það hefir svo stór- kostleg líkamslýti, að koma þess og yfírheyrsla í kirkjunni gæti vakið hneyksli; og skal þá biskupi heimilt að leyfa, að það sé fermt heima í votta viðurvist." Sigurður Líndal varar aftur á móti við því að of rösklega sé gengið til verks í hreinsunarstarf- inu. í gömlum lögum sé fólgið verðmæti sem ekki eigi að kasta á glæ að óþörfu. Hann hafí bent á að nær væri að byija á nýrri lögum eins og „einnota lögum“, sem mæla fyrir um einhveija til- tekna ráðstöfun, t.d. efnahagsráð- stafanir og tímabundna stjóm- sýslu ýmiss konar. Bann við gullútflutningi Um árabil hefur starfað nefnd sem vinnur að lagahreinsun. Þann- ig vora hundrað lagagreina af- numin með lögum 27. desember 1990. Kennir þar margra grasa. Má nefna: Tilskipun áhrærandi árlega kapítulstaxta á íslandi frá 16. júlí 1817; lög um ráðstafanir á gullforða Islandsbanka og um heimild fyrir ríkisstjómina til að banna útflutning á gulli frá 1920, lög um heimild handa ríkisstjóm- inni til að ábyrgjast lán vegna björgunar skipsins Het Wapen frá 1983, lög um lausamenn, húsmenn og þurrabúðarmenn frá 1907, lög um síldarleit úr lofti frá 1954 og lög um þyngd bakarabrauða frá 1917. Þessi lög sem numin vora úr gildi voru svo sem fæst til stór- kostlegs ama þótt auðvitað sé gott til þess að vita að nú megi flytja gull úr landi án þess að gerast brotlegur við lög. með sugiausuttinitastilli itnjjölmörgu vöfflufíklum t Þau seljast eitis og heitar.. Verðkr.5900. SIEMENS sem Djúpsteikmgarpottut jyrtr — Fyrir hvers kytts mat, sérstaklega góður til kleinubaksturs. Verðkr. 12.900. \1Íl\H) /// IV// // litri jiin rkiiiii ny } hiirhliisiii iiiii | i ýinsinn litiiiu. Vcrt) l'ni kr. 1100. ; tNS IÉ£j -<OOX» n sér ttlþess að aílt verði slétt ogfellt. Sérstaklega létt og meðfœrilegt. Verð frá kr. Heimílistœkinfrá SIEMENS eru heimsþekktfyrir hönnun, gœði ogvóða endingu. Gefðu vandaðajólagjöf S heimilistœkL Brauðrist með hitahlíf uppsmellanlegri smábrauðagrind og útdraganlegri mylsnuskúffu. Verð kr. 4300. CZSSSBS3SZI fyrir steikina, samlokuna og annað góðgætú Vöffluplötur fylgja með. Namm, namm. Verðkr. 10.900. Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröun Rafstofan Hvítárskála • Hellissandun Blómsturvellir • Grundarfjörðun Guðni Hallgrimsson • Stykkishólmun Skipavik Buðardalun Ásubúö • Isafjörðun Póllinn • Blönduós: Hjörleifur Júllusson • Sauðárkrókun Rafsjá • Siglufjörðun Torgiö • Akureyrí: Ljósgjafinn Húsavik: öryggl • Þórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaður. Rafalda • Reyðarfjörður. Rafvélaverkstaeði Árna E. • Egilsstaðin Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson Höfn i Homafirði: Kristall • Vestmannaeyjar. Tréverk • Hvolsvöllur. Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Garðun Raftækjaverslun Sig. Ingvarssonar • Kefiavik: Ljósboginn Viljlr þú endingu og gœði - velur þú SIEMENS SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.