Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 13 Gunnar B. Dungal, Guðrún Einarsdóttir og Halldór Ásgeirsson. Styrkir veittir úr Listasjóði Pennans MENNING/LISTIR Myndlist Sýning- á verkum Stanley Brouwn Opnuð hefur verið sýning á verkum Stanley Brouwn í sýningarsalnum Ann- arri hæð á Laugavegi 37. Stanley Bro- ywn fæddist í Surinam árið 1935 en flutti snemma til Hollands. Verk hans hafa verið sýnd um alla Evrópu og cr hann nú prófessor við listaakademíu Hamborgar. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Verk hans fjalla um göngur, vegalengdir og mælieiningar. Hann hefur unnið sam- fellt, afar kerfisbundið og á vísindalegan hátt að verkum sínum frá því um 1960, mörgum árum áður en byijað var að tala um hugmyndalist. Hann er talinn brautryðjandi þeirrar tegundar listar. Á yfirborðinu virðast verkin afar einföld og rökrétt en að baki liggur ákaflega óvenjulegt vinnuferli og þegar grannt er skoðað eru niðurstöðurnar oft óvenju- legar og ekki einungis afurðir einfaldrar rökhugsunar." Sýningin er opin á miðvikudögum frá kl. 2-6 út febrúar. Ljósmyndasýning á veitingastaðnum 22 Nú stendur yfir ljósmyndasýning á veitingastaðnum 22. Þar sýnir ljósmynd- arinn Sigfús Pétursson, sem hefur um árabil búið í Gautaborg, 12 myndir. Þetta er hluti af stærri sýningu sem var styrkt af íslendingafélögunum f Svíþjóð og sambandi íslendingafélag- anna á Norðurlöndum. Sýningin var fyrst sett upp á „Bok och Bibliotekmáss- an“ í Gautaborg haustið 1990, en þar fékk Island sérstaka kynningu. Mynd- irnar eru nú settar upp í 7. skipti en Eitt verka Sigfúsar Péturssonar, á ljósmyndasýningu á veitinga- staðnum 22. hafa áður verið sýndar á öllum Norður- löndunum. Sýningin mun standa yfir í mánuð. STYRKIR úr Listasjóði Penn- ans voru veittir í annað sinn, fimmtudaginn 6. janúar sl. Að þessu sinni hlaut Haildór Ás- geirsson myndlistarmaður 300 þúsund króna styrk, auk þess fékk Guðrún Einarsdóttir myndlistarmaður 200 þúsund króna vöruúttekt í Pennanum í skiptum- fyrir listaverk. Sjóðurinn ver stofnaður í til- efni 60 ára starfsafmælis Pennans árið 1992 til minning- ar um hjónin Baldvin Pálsson Dungal og Margréti Dungal. Halldór Ásgeirsson stundaði myndlistarnám í París árin 1977- 1980 og 1983-1986. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga hér á landi og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. Verk hans eru einkum skúlptúr. Guðrún Einarsdóttir er listmál- ari. Hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1984-1989. Guðrún hefur haldið átta einkasýningar hér á landi og tekið þátt í jafn mörgum samsýn- ingum. Stjóm Listasjóðs Pennans skipa Gunnar B. Dungal, Hringur Jó- hannesson listmálari, fulltrúi SÍM, og Bjarni Daníelsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. una. Brynhildur Olgeirsdóttir leik- ur Jackie, frænku þorparans, og Þorsteinn Ólafsson John lækni, ráðsettan piparsvein sem ekki er dauður úr öllum æðum. Þýðing Ásgerðar Ingimarsdótt- ur er á vönduðu máli en of form- legu fyrir sviðsverk af þessu tagi. Eðlilegra talmál hefði verið bæði trúverðugra og leikendum þjálla í munni. Leikfélagið Snúður og Snælda hefur verið starfrækt síðan 1990. Það er fyrsta leikfélag eldri borg- ara hér á landi, en slík leikfélög hafa starfað með miklum blóma á hinum Norðurlöndunum í rúman áratug. Meðal verka sem leikfélag- ið hefur flutt er einþáttungurinn „Fugl í búri“ eftir Iðunni og Krist- ínu Steinsdætur og var það fmm- uppfærsla. Leikfélagið hefur gengist fyrir fjölda námskeiða í upplestri, framsögn og leikrænni tjáningu og þjónar því þýðingar- miklu hlutverki meðal eldri borg- ara. Margt býr í þokunni er ánægju- leg tilbreyting frá sjónvarpsgláp- inu, ánægjuleg sem sýning og einnig vegna þess að sú lífsfylling sem listin veitir skín í gegn. Listin sameinar fólk en stíar því ekki í sundur. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sótti frumsýningu. Það yljaði mörgum um hjartarætur að sjá að hvað sem einhverri opin- berri stefnu eða byggingarverk- tökum líður er hún forseti ailra þegna þessa lands. Hæsta ársávöxtun á innlánsreikmngi Hæsta ávöxtun á innlánsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum árið 1993 kom í hlut þeirra sem skipta við sparisjóðina. 9,95% ársávöxtun sem jafngildir 6,76% raunávöxtun! Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir.sem vilja ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mest úr býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga þegar þú leggur drög að ánægjulegri framtíð. * SPARISJÓÐIRMR fyrir þig og þtna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.