Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 BJORGUNARAFREKIÐ I VOÐLAVIK /’ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bj örgunartækið HINAR nýju Sikorský þyrlur varnarliðsins, sem reyndust fádæma vel við björgunarstörfin í gær. Reyndir flugmenn fljúga vélunum. Yfirmaður flugsveitarinnar sem bjargaði skipverjum Goðans Máttum ekkí koma andartaki síðar Varnarliðið var beðið aðstoðar kl. 10:45 i gærmoraun. Tvær þyrlur héldu upp kl. 11:30 ásamt eldsneytisvél sem brátt sneri aftur vegna veðurs. Viiðiavft „AÐSTÆÐUR voru ógnvelg- andi. Goðinn lá í briminu um 150 metra frá ströndinni og 8-9 metra háar öldur brutu á honum ofanverðum þegar við komum að strandinu. Aðstæð- ur mannanna um borð voru hinar verstu. Þeir ríghéldu sér í reykháf skipsins, handrið og annað það sem var fast á brú- arþakinu," segir Sills undirof- ursti, yfirmaður flugsveitar varnarliðsins sem vann björg- unarafrek í Vöðlavík í gær þar sem sex skipverjar af björgun- arskipinu Goðanum voru hætt komnir. Þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi, var flugsveitin stödd í Nes- kaupstað. ,Þegar við komum að strandinu stóð aðeins stýrishúsið upp úr sjón- um, afgangurinn af þessu tæplega 30 metra langa skipi var í kafí,“ segir Sills. Hann kveðst telja víst að þyrlumar hefðu ekki mátt koma andartaki síðar, svo bágar hafí aðstæður skipveija verið. „Hefð- um við tafíst hefði einhverjum þeirra þorrið máttur fljótlega og farið fyrir borð. Þó að þeir sterk- ustu hefðu e.t.v. þraukað í fáeinar stundir í viðbót, efast ég um að nokkur þeirra hefði verið á lífí næstu nótt. Það var vonlaust að komast á báti til þeirra frá landi og ef þeir hefðu reynt að synda í land hefðu þeir beðið bana, annað- hvort í briminu eða á gijótinu í víkinni," segir Sills. Rétt fyrir kl. 11 í gærdag barst vamarliðinu beiðni fíá stjómstöð Landhelgisgæslunnar um aðstoð vegna strandsins í Vöðlavík. Tvær Sikorsky-þyrlur varnarliðsins fóru af stað um kl. 11.30 í gærdag en áhafnir þeirra vora á leið í æf- ingarflug þegar beiðnin barst, og var sérþjálfuðum björgunarmönn- um bætt í hópinn. Á sama tíma hélt þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, af stað en varð að snúa til baka eftir um tíu mílna flug vegna erfíðra veðurskilyrða og ís- ingar. Sills segir að þungt slyddu- regn hafí dunið á vélunum og Hallarmúla • Kringlunni • Austurstræti skyggni hafí verið innan við 400 metrar. „Við börðumst við mótvind beint á nef vélanna, vindhraðinn nam 111 km/klst. eða tæpum tólf vindstigum, og þótt mælirinn hafi sýnt 150 hnúta var raunverulegur hraði vélanna 90 hnútar (um 160 km/klst.), sem sýnir vel veðurofs- ann. Um tíma hugleiddum við að snúa við.“ Eldsneytisvélin sneri við Herkúles-eldsneytisvél varnar- liðsins fór í loftið um 45 mínútum eftir þyrlunum en varð að halda til baka, að sögn Sills vegna tækni- legra erfiðleika. Af þeim sökum urðu þyrlurnar að millilenda á Höfn í Homarfirði til eldsneytis- töku áður en þær gátu haldið áfram för sinni á strandstað. Tóku þyrlurnar bensín með allar vélar og hreyfla í gangi til að spara tíma. Af öryggisástæðum era þyrlurnar yfirleitt í samfloti en Sills segir að önnur þyrlan hafi umsvifalaust verið send í loftið þegar áfyllingu hennar lauk þar sem „ekki þótti réttlætanlegt að láta eitt andartak fara til spillis". Var hún því um 15 mínútna flugleið á undan hinni þyrlunni. Komust þær á strand- stað um þijúleytið, eða um þremur og hálfri stund eftir brottför. Hræðilegt veður Fyrri vélin vokti um 15-20 metra yfir Goðanum og lét tvo menn síga niður á brúarþakið. „Þyrlurnar voru ekki í raunvera- legri hættu en sigmennirnir og skipveijarnir þurftu að taka á öllu sínu til að skolast ekki út fyrir,“ segir Sills. Sigmennirnir festu sig með taug við brúna og aðstoðuðu skipbrotsmennina við að tengjg. sig í sig sigvaðinn, tvo og tvo í senn, sem var síðan dreginn um borð í þyrluna. Fjórir skipveija voru komnir heilir á húfí um borð í fyrri þyrluna þegar hin kom á vettvang og sótti þá tvo skipveija sem eftir voru á þakinu. Á meðan flutti fyrri þyrlan skipveijana til strandar þar sem björgunarsveit- armenn tóku við þeim til aðhlynn- ingar, og sótti síðan bandarísku björgunarmennina. Vélarnar lentu að því búnu báðar á ströndinni. „Tveir skipbrotsmanna voru illa á sig komnir. Annar var gegnkaldur og gat ekki gengið af sjálfdáðum en hinn var sykursjúkur og hafði ekki fengið insúlíngjöf í langan tíma. Þá tókum við með okkur ásamt einum björgunarsveitar- manna og reyndum að fljúga til Egilsstaða til að koma þeim undir læknishendur. Þá var orðið svo dimmt að við þurftum að kveikja á náttflugsbúnaði okkar og veðrið svo hræðilegt að við urðum frá að hverfa, það sást ekki á milli véla vegna snjóélja,“ segir Sills. Þyrlurnar reyndu þá að fljúga aftur til Hafnar en á nýjan leik var veðrahamurinn slíkur að þær urðu að breyta um áætlun og lentu loks á bílastæðinu fyrir framan kaupfélagið í Neskaupstað. „Við vildum komast sem allra fyrst nið- ur á jörðina því okkur fannst sú hugsun ógeðfelld að hafa bjargað þessum mönnum við illan leik og nauðlenda síðan á einhveiju fjalli. Þegar við vorum lentir í bænum miðjum gerðum við okkur grein fyrir því að flugvöllurinn liggur um kílómetra í burtu, en við voram svo ánægðir með að vera lentir að við Iétum það ekkert á okkur fá,“ segir Sills.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.