Morgunblaðið - 11.01.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1994
21
Auglýsing HHI
til siðanefndar
ÍSLENSKA auglýsiiigastofan hefur kært auglýsingu frá Happdrætti
Háskóla íslands, HHI, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugar-
dag, til siðanefndar um auglýsingar, en IA sér um auglýsingar fyr-
ir happdrætti DAS. Olafur Ingi Olafsson hjá Islensku auglýsingastof-
unni segir að í kærunni séu gerðar athugasemdir við fullyrðingar
um vinningshlutfall hjá DAS og einnig upphæð greiddra vinninga.
Hallur Leopoldsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Argus
sem gerði auglýsinguna, segir að markmið auglýsingarinnar hafi
verið að sýna fram á stærðarmuninn í þessum happdrættum, en einn-
ig var gerður samanburður við SIBS, Lottó og getraunir í auglýsing-
unni.
í auglýsingunni er því haldið
fram að vinningshlutfall bæði DAS
og SÍBS sé um 50% og hafi um
100 milljónir verið greiddar út til
vinningshafa hvors happdrættis um
sig.
„Með auglýsingunni er verið að
draga DAS inn í auglýsingastríðið
milli SÍBS og Happdrættis Háskóla
íslánds,“ segir Ólafur. Hann bendir
á að happdrættis ár DAS hefjist
Sjóðvélar
í öll kvik-
myndahús
SJÓÐVÉLAR verða væntanlega
komnar í öll kvikmyndahús innan
tíðar, en að sögn Ragnars Gunn-
arssonar forstöðumanns eftirlits-
skrifstofu ríkisskattstjóra hafa
þau kvikmyndahús sem ekki eru
þegar komin með sjóðvélar gert
viðeigandi ráðstafanir til að
koma sér þeim upp.
Að sögn Ragnars reyndist af-
greiðslufrestur á skráningarkerfum
vera lengri hjá nokkrum kvik-
myndahúsanna en svo að þau gætu
uppfyllt sett skilyrði í tæka tíð, en
síðastliðið haust var þeim gert að
koma sér upp sjóðvélum fyrir ára-
mót. Hann sagði að eftirlitsskrif-
stofan fylgdist mjög náið með fram-
vindunni hjá þessum aðilum og
hann reiknaði með því að þetta yrði
komið í lag á næstu vikum. „Þeir
hafa látið okkur fylgjast með gangi
mála og jafnvel verið að leita eftir
ráðleggingum hjá okkur, þannig að
við fylgjumst mjög náið með þessu,“
sagði hann.
ekki fyrr en í maí og þá fari þeir
af stað með auglýsingar. „Við vilj-
um ekki byija með þessar yfirlýs-
ingar á bakinu," segir hann.
„Við teljum að allt sé eins og
best verður á kosið í þessari auglýs-
ingu,“ segir Hallur. Hann segir að
tölurnar í auglýsingunni hafi verið
fengnar þannig að fyrst hafi verið
reiknuð út heildarvelta happdrætt-
isins með því að margfalda fjölda
happdrættismiða með verði þeirra.
Síðan hafi vinningar eins og þeir
birtust í vinningaskrá verið lagðir
saman og hlutfall þeirra af heildar-
veltunni happdrættisárið 1992-
1993 reiknað.
Bestu fáanlegar tölur
Ólafur segir að ef vinningshlut-
fallið þetta ár sé skoðað komi í ljós
að vinningshlutfallið hafi verið
nærri 60%, og greiddir vinningar
numið 109 milljónum króna.
Hallur segir aftur á móti að við
útreikninga hafi verið notaðar bestu
fáanlegar tölur og meðal annars
stuðst við reglugerðir happdrætt-
anna. „Ég hef ekki séð neitt rétt-
ara,“ segir hann. „Við érum einfald-
lega að segja að HHÍ sé langstærst
og lítum á þetta sem moldviðri til
að villa um fyrir neytendum."
SÍBS, DAS og HHÍ eru flokka-
happdrætti og segir Ólafur ekki
rétt að bera_ þau saman á þennan
hátt því HHÍ hafi einkarétt á pen-
ingahappdrætti en hin tvö eru vöru-
happdrætti.
Ólafur Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri happdrættis SÍBS
segir að hjá SÍBS hafi um 60%
veltu farið í vinninga. „Þetta er
æði gróft,“ segir Ólafur. „Við ætl-
um ekki að kæra þó svo að auglýs-
ing HHÍ sé hæpin.“ Hann segir að
velta happdrættisins á síðasta ári
hafi verið 208,6 milljónir og þar af
hafí 124,7 milljonir króna farið í
vinninga, eða um 60%.
Arnimörkum háð að
gera lög afturvirk
ARI Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir ekki unnið
að neinum undirbúningi breytinga á skaðabótalögum í dómsmála-
ráðuneytinu í þá veru að bæta eftir ákvæðum laganna tjón þeirra
sem slösuðust áður en lögin tóku gildi en áttu óuppgert við trygg-
ingafélög við gildistökuna. Hann telur slíka breytingu miklum
annmörkum háða.
Auður Guðjónsdóttir, hjúkrun-
arfræðingur á Landspítalanum,
ritaði grein í Morgunbiaðið sem
birtist sl. miðvikudag undir yfir-
skriftinni „Börnin á gula ljósinu".
í greininni kemur fram að hún
hafi óskað eftir endurskoðun á
skaðabótalögunum við allsheijar-
nefnd alþingis sl. haust og að lagt
yrði fram frumvarp til, laga þar
sem bætt yrði við skaðabótalögin
ákvæði um að börn og ungmenni
er hlotið hafi meira en 50% örorku
og slösuðust fyrir 1. júlí 1993,
þegar skaðabótalögin tóku gildi,
og áttu þá óuppgerðar skaðabætur
fái skaðabætur uppgerðar sam-
kvæmt lögunum. Þeir sem slösuð-
ust fyrir 1. júlí 1993 fá bætur
eftir eldri réttarvenjum. Nýju lögin
gilda um atvik sem verða eftir
gildistöku þeirra.
Ari segir ekki unnið að undir-
búningi slíkrar breytingar á
lögunum í dómsmálaráðuneytinu.
Hann segir ljóst að fyrir mikið
slasað fólk verði aliharkaleg skil
frá eldra réttarástandi til hins
nýja en gamla ástandinu hafi orð-
ið að breyta. Hann segir það mjög
miklum annmörkum háð að láta
einstök atriði laganna gilda aftur
fyrir þapn tíma er lögin sjálf tóku
gildi. „Ég tel það liggja í hlutar-
ins eðli að afturvirkni laga sé jafn-
an mjög óheppileg þótt ekki sé
um jafn flóknar og róttækar
breytingar að ræða og þarna er
verið að óska eftir.“ Ari segir að
þar sem greiðslur til tjónþola
byggi á tryggingum þá sé erfitt
að réttlæta að leggja hærri skaða-
bótagreiðslur á tryggingar sem
voru ekki með iðgjöld vegna
þeirra á einhveijum tilteknum
tíma.
>> >
Atakið „Islenskt já takk“ reyndist árangursríkt
íslenskt já takk
FRÁ blaðamannafundi sem aðstandendur átaksins „Islenskt já takk“ héldu til að kynna niðurstöð-
ur viðhorfskönnunar IM Gallup.
7 0% segjast frekar
velja íslenskar vörur
SAMKVÆMT niðurstöðum viðhorfskönnunar sem ÍM Gallup
gerði á vegum aðstandenda átaksins „íslenskt já takk“ í desem-
ber s.l. telja 82% aðspurðra að átakið hafi skilað miklum árangri
og rúm 70% segjast frekar velja íslenskar vörur nú en áður.
Að átakinu standa ASI, BSRB, Islenskur landbúnaður, Samtök
iðnaðarins og VSÍ og verður auglýsingaherferð haldið áfram
síðar í þessum mánuði, en jafnframt er stefnt að því að hefja
átak á fleiri sviðum, til dæmis varðandi ferðaþjónustu.
í viðhorfskönnun Gallup var
spurt hvort með kaupum á ís-
lenskum vörum mætti stuðla að
minnkandi atvinnuleysi, hvort
viðkomandi hefði tekið eftir aug-
lýsingum átaksins í fjölmiðlum,
hversu miklum árangri átakið
hafi skilað að mati viðkomandi
og hvort átakið hefði fengið við-
komandi til að velja frekar ís-
lenskar vörur en áður. Rúm 88%
töldu að með því að velja íslenskt
mætti stuðla að minnkandi at-
vinnuleysi, og aðeins 12% sögðu
nei við þessari spurningu. Þá
reyndust tæp 99% aðspurðra
hafa tekið eftir auglýsingaátak-
inu „íslenskt já takk“, og hvað
varðar mat á árangri átaksins
þá töldu um 82% að það hafi
skilað miklum árangri, en þar af
voru um 23% sem töldu átakið
hafa skilað mjög miklum árangri.
Þegar spurt var hvort átakið
hafi haft þau áhrif að viðkom-
andi veldi frekar íslenskar vörur
nú en áður töldu rúm 70% að svo
væri.
Á blaðamannafundi þar sem
niðurstöður könnunarinnar voru
kynntar kom m.a. fram að nú
væri verið væri að kanna hjá ís-
lenskum fyrirtækjum hvaða áhrif
átakið hefði haft á rekstur þeirra,
og þegar væri ljóst að hjá sumum
fyrirtækjanna hefði framleiðslu-
aukning og sala verið 20-30%
meiri en áður en átakið hófst.
Góður kostur fyrir veturinn
Suzuki Vitara er einstaklega lipur og sparneytinn jeppi, byggður á grind og búinn
frábærri fjöðrun
Suzuki Vitara
Vitara er með vandaðri innréttingu, vökvastýri, rafdrifnum rúðuvindum og samlæs-
ingum auk fjölda annarra kosta. Hann fæst 5 gíra, beinskiptur eða með
$ SUZUKI
sjálfskiptingu
Verð, 3 dyra, kr.
Verð, 5 dyra, kr.
1.785.000.
2.180.000.
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 ■ SÍMI 685100
Komið og reynsluakið
* Bíllinn á myndinni er með aukabúnaði sem ekki er inni-
falinn í verði.