Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 22

Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1994 Morgunblaðið/Rúnar Þór Vernharð bestur hjá KA VERNHARÐ Þorleifsson júdómaður var kjörinn íþróttamaður KA, Sigmundur Þórisson formaðtir félagsins lýsti kjörinu og afhenti honum bikar af því tilefni. • • ' Okumaður bifreiðar lenti í ískaldri Laxá í Aðaldal Koinst út um hliðarrúðu og var dreginn í land Björk, Mývatnssveit. ÖKUMAÐUR bifreiðar lenti í ískaldri Laxá í Aðaldal skammt frá Helluvaði í síð- ustu viku. Samferðamanni hans á öðrum bíl tókst að bjarga honum á þurrt land, en ekki mátti miklu muna að verr færi. Atvikið varð er tveir menn voru að koma austan af landi og voru á tveimur bílum. Ekki voru neinir farþegar með, aðeins öku- menn. Þegar ökumaður fremri bílsins var kominn skammt fram- hjá Helluvaði leit hann til baka og varð ekki var við ferðafélaga sinn. Sneri hann þá við og á móts við Helluvað sá hann bílinn í Laxá, spölkorn frá landi. Ökumaðurinn hafði misst vald á honum við ristarhlið, sem þarna er á veginum, með fyrrgreindum afleiðingum. Stjórnandi bifreið- arinnar komst út með því að skrúfa niður hliðarrúðu. Vatns- dýpið þarna í Laxá tók upp á miðja framrúðu bílsins og straumur mikiil og áin ísköld. Dreginn til lands Félaga hans tókst að kasta til hans kaðli þar sem hann hélt sér í bílinn í ánni og draga hann til lands. Síðan var fenginn krana- bíll og mannskapur til að ná bif- reiðinni úr ánni. Urðu menn að fara út í ána í vöðlum með línu bundna utan um. sig til að koma böndum á bílinn. Það tókst um síðir. Þarna var mikið frost þennan dag og fraus allt sem frosið gat. Hætt er við að þarna hefði getað orðið mannskaði ef ökumaður bifreiðarinnar sem í Laxá fór hefði verið einn á ferð enda lítt búinn til að lenda í sliku volki. Krislján Vernharð íþrótta- maður KA VERNHARÐ Þorleifsson júdómað- ur var kjörinn íþróttamaður Knatt- spymufélags Akureyrar, KA, við athöfn í KA-húsinu sl. laugardag. Vemharð stóð sig afar vel í íþrótt sinni á liðnu ári og þykir með bestu júdómönnum landsins. Hann er í 30. sæti á afrekslista júdómanna í Evr- ópu, varð Islandsmeistari í flokki 21. árs og yngri. í 2. sæti á opna Skandin- avíska og í 5. sæti bæði á opna aust- urríska og opna skoskra mótinu. í öðru sæti í kjörinu var Vilhelm Þorsteinsson skíðamaður sem vann margar frækilega sigra á síðasta ári og í þriðja sæti var Alfreð Gíslason handknattleiksmaður og þjálfari fyrstu deildarliðs KA í handknattleik. -----»--»-4--- Vélsleða- og útilífs- sýning ÁRLEG vélsleða- og útilífssýning Landssambands íslenskra velsleða- manna verður haldin í Iþrótta- skemmunni á Akureyri um næstu helgi, 15. og 16. janúar, og verður hún stærri og glæsilegri en oftast áður, þannig að þeir sem áhuga hafa á vélsleðum, fjallamennsku og almennri útivist geta á einum stað fundið allan útbúnað. Stærstu aðilar sýningarinnar eru vélsleðaumboðin fjögur sem sýna sleða frá Arctic Cat, Polaris, Ski-doo og Yamaha, en að auki sýna um 20 aðilar ýmsan útivistarbúnað og verður það stærri hluti sýningarinnar en oft- ast áður. Þar má nefna auka- og varahluti í vélsleða ásamt öryggisbún- aði af ýmsu tagi, leiðsögu- og stað- setningartæki, hjálma og fatnað og fleira. (Fréttatilkynning) Beiðni um rannsókn á hagsmunatengslum fyrirtækis við íslandsbanka og Húsnæðisnefnd Olga vegna kaupa á fimm fé- lagslegum íbúðum í Drekagili Þriggja herbergja íbúð breytt í fjögurra herbergja íbúð KAUP Húsnæðisnefndar Akureyrarbæjar á fimm félagslegum íbúðum í Drekagili 28 af byggingafyrirtækinu A. Finnsson nokkru fyrir jól hafa leitt til þess að Vilhjálmur Ingi Árnason formaður Neytendafé- lags Akureyrar og nágrennis hefur formlega farið þess á leit við fjór- ar opinberar stofnanir að kannað verði ofan í kjölin hvort um óeðlileg hagsmunatengsl sé að ræða milli íslandsbanka hf. og byggingafyrirtæk- isins A. Finnssonar hf. annars vegar og Húsnæðisnefndar Akureyrar auk annarra aðila hins vegar. „Þessi hagsmunatengsl virðast miða að því að stýra opinberum fjármunum í „rétta“ vasa,“ segir í bréfi for- mannsins þar sem óskað er eftir rannsókn á málinu. Bréf Vilhjálms Inga Árnasonar er hafi forstöðumaður Húsnæðisskrif- sent til félagsmálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis, Húsnæðisskrif- stofu ríkisins, Bankaeftirlits_ Seðla- bankans og bankastjómar íslands- banka. „Ég hef verið að vekja athygli á þessu frá því síðasta sumar, en nú þegar fyrir liggur álit þriggja fagað- ila þar sem berlega kemur í ljós að pottur er brotinn ákvað ég að biðja formlega um að þetta mál verði kannað ofan í kjölinn," sagði Vil- hjálmur Ingi og vísaði til greina sem Björn Jósef Amviðarson bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, Einar S. Bjamason húsnæðisnefndarmaður og Pétur Jósefsson fasteignasali skrifuðu og birtust í dagblaðinu Degi um og eftir áramót. Ekki borið undir bæjarráð í grein Bjöms Jósefs kemur fram að Húsnæðisnefnd hafi ákveðið að ganga til samninga við A. Finnsson um kaup á fimm íbúðum í Drekagili og óumdeilanlega em slíkar ákvarð- anir bomar undir bæjarráð, en það hafi ekki verið gert í umræddu til- felli heldur sent beintti! bæjarstjórn- ar til afgreiðslu. Við athugun á þessu máli hafi m.a. komið í ljós að á þeim fundi húsnæðisnefndar þar sem lagt var til að ráðast í umrædd kaup Hársnyrtifólk Til sölu eru nýleg hársnyrtitæki, m.a. Olymp hársnyrtistólar og vaskastóll. Wellonda Clima- son og rúlluborð. Einnig góður Ijósabúnaður. Upplýsingar gefur Eyjólfur í síma 96-11210. stofunnar á Akureyri lagt fram greinargerð þar sem fram kom að varhugavert væri að kaupa stórar og dýrar íbúðir; margt benti til þess að mjög erfítt gæti reynst að fínna að þeim kaupendur, en íbúðimar sem áformað var að kaupa af A. Finns- syni vom einmitt í þeim flokki. Þrátt fyrir það hafí allir nefndarmenn nema Einar S. Bjarnason mælt með kaupunum. Teikningum íbúðanna var breytt í kjölfarið þannig að þriggja her- bergja íbúð varð að íjögurra her- bergja íbúð og kemur fram í grein Bjöms Jósefs að áhöld em um að íbúðimar standist byggingareglu- gerð þó svo að teikningamar hafi verið samþykktar í bygginganefnd. Við afgreiðslu bæjarstjómar á íbúðakaupunum lagði Bjöm Jósef fram tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs til frekari umfjöllunar, en hún var felld. Hann telur að gera megi ráð fyrir að erfítt verði að selja íbúðimar og geti kaupin því bakað bænum vemlegan kostnað. Björn Jósef segir athyglisvert að einungis fímm bæjarfulltrúar hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu í bæjarsljórn, en hún fór þannig að hann greiddi at- kvæði á móti tillögu Húsnæðisnefnd- ar, tveir framsóknarmenn, einn frá Sjálfstæðisflokki og einn fulltrúi AI- þýðubandalags greiddu tillögunni atkvæði, en sex bæjarfulltrúar sátu hjá. Formaður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis segir þetta bera keim af „ítölsku stjórnmálasiðferði", búið hafí verið að taka pólitíska ákvörðun um að Húsnæðisnefndin yrði látin kaupa íbúðirnar í Drekag- ili til að bjarga byggingafyrirtækinu úr fjárhagsörðugleikum og að al- menningur á Akureyri væri látinn greiða fyrir þá björgun. Teikning A sýnir rúmlega 86 fermetra þriggja herbergja íbúð. Teikning B sýnir hvernig sömu íbúð hefur verið breytt í fjögurra herbergja íbúð. „Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að slík breyting gerir íbúðina gersamlega óhæfa til íbúðar," segir Pétur m.a. í grein

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.