Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1994 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Framtíð NATO T leiðtogafundar Atlantshafs- | j bandalagsríkjanna, sem hófst í Brussel í gær, bíður erfitt verkefni, að sumra mati eitthvert hið erfiðasta sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir frá upphafi. Á dagskrá fundar- ins er að skilgreina framtíðarhlutverk NATO og ákveða hvernig bregðast skuli við aðildarumsóknum fyrrver- andi aðildarríkja Varsjárbandalags- ins. Hefur verið ákveðið að bjóða leið- togum ríkja í Mið- og Austur-Evrópu þátttöku_ í svokallaðri „Friðarsam- vinnu“. í henni fælist náið samstarf á sviði varnarmála án þess þó að til jafn bindandi skuldbindinga kæmi og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. NATO hefur átt í erfiðleikum með að finna sér nýjan starfsgrundvöll í breyttu umhverfi. Á tímabili voru uppi hugmyndir um að bandalagið hefði frumkvæði að því að aðstoða Austur-Evrópuríkin við að koma á markaðshagkerfi en þær voru fljót- lega gefnar upp á bátinn enda slíkt ekki á sérsviði bandalagsins. Þá veltu menn einnig fyrir sér hvort hægt væri að gera NATO að eins konar undirverktaka Sameinuðu þjóðanna og RÖSE varðandi friðargæsluverk- efni í Evrópu. Slíkt gæti hins- vegar aldrei orðið tilgangur eða meginverk- efni bandalagsins. Sumir telja NATO vera óþarfa tímaskekkju eftir að kalda stríðinu lauk. Aðrir benda á að bandalagið hafí tryggt frið í Evrópu í fjörutíu ár og á þeim óvissutímum sem nú ríki geti verið hættulegt að fóma þeirri stofnun, sem hvað helst stuðli að stöðugleika í álfunni. Nær væri að stækka bandalagið og þar með það öryggi sem aðild að því fylgir í austurátt. Það eru ekki síst stjórn- málamenn úr austurhluta Evrópu, sem leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að aðildarríkjum NATO fjölgi. Þeir telja óljósar yfírlýsingar lítils virði og benda máli sínu til stuðnings á hve lítið Vesturlönd hafa megnað að gera til að binda enda á átökin í fyrrverandi Júgóslavíu. Með hinni nýju Friðarsamvinnu stæði ríkjunum í austurhluta Evrópu til boða að eiga viðræður við NATO ef þau telja öryggi sínu ógnað. Sam- kvæmt fimmtu grein stofnsáttmála NATO telst hins vegar árás á eitt aðildarríki árás á öll ríki Atlantshafs- bandalagsins. Hins vegar má færa sterk rök fyr- ir því að það öryggi sem felist í NATO-aðild beri ekki einungis að skýra með þessari fimmtu grein Washingtonsáttmálans. í raun eru NATO-ríki ekki skuldbundin til að grípa til hernaðaraðgerða þó að ráð- ist sé á eitthvert annað aðildarríki. Öryggið hefur falist í hinni sam- ræmdu herstjórn, sameiginlegum mannvirkjum, veru bandarískra her- manna og til skamms tíma kjarnorku- vopna í Evrópu og staðsetningu her- manna frá mörgum aðildarríkjunurr við austurlandamæri bandalagsins. Talsmenn þessa sjónarmiðs spyijs hvort í raun sé vilji fyrir því að færs austurlandamæri NATO mörg hund- ruð kílómetra í austur? Á til dæmÍE að setja upp bandarískar herstöðvai í Póllandi? Ef ákveðið verður í framtíðinni að fjölga aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins felst vandinn ekki síst í því að gera upp á milli þeirra þjóða, sem lýst hafa yfir áhuga á aðild eða jafnvel lagt inn aðildarumsókn. Nær- tækast væri að veita Pólverjum, Tékkum, Ungvetjum og hugsanlega Sióvökum inngöngu í bandalagið til að byija með. Þessi ríki eru lengst á veg komin með að taka upp vestræna stjórnarhætti og markaðshagkerfi. En hvað um önnur fyrrverandi Var- sjárbandalagsríki? Hvað með Rúmen- iu og Búlgaríu? Hvað með gömul sovétlýðveldi á borð við Eystrasalts- ríkin, Úkraínu og Asíulýðveldin? Hvað með sjálft Rússland? Á að gera upp á milli þessara ríkja og þá með hvaða rökum? Tímasetningin skiptir einnig veru- legu máli. Líklega hefði það gengið tiltölulega átakalaust fyrir sig að veita Pólveijum, Tékkum og Ungveij- um aðild að NATO fyrir um ári. Síð- ast í ágústmánuði lýsti Borís Jeltsín Rússlandsforseti því yfir að Rússar myndu ekki standa í vegi fyrir aðild þessara ríkja. Síðan hefur margt breyst á skömmum tíma. Mikið fylgi þjóðernisöfgamannsins Vladímírs Zhírínovskíjs í rússnesku þingkosn- ingunum hefur gjörbreytt afstöðu rússneskra stjórnvalda. Jeltsín og stuðningsmenn hans krefjast þess nú af Vesturlöndum að þau grípi ekki til aðgerða sem myndu enn frekar efla stuðning við Zhírínovskíj og hans líka í Rússlandi. Um helgina ritaði þannig Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, grein í þýskt dag- blað þar sem hann spáði því að það myndi hafa „hroðalegar afleiðingar" í för með sér ef Austur-Evrópuríkin gengju í NATO. Þá væri verið að veita rússneskum öfgamönnum vopn í hendurnar til að endurreisa rúss- neska heimsveldið í því skyni að veij- ast „ógninni úr vestri“. Það má líka spyija hversu nauð- synlegt það sé í raun fyrir Austur- Evrópuríkin að ganga í NATO. Mörg þeirra stefna einnig að því að gerast aðilar að Evrópubandalaginu en það hefur, eftir gildistöku Maastricht- sáttmálans á síðasta ári, það að markmiði að taka upp sameiginlega stefnu í öryggismálum. Skuldbind- ingar aðildarríkja Vestur-Evrópu- sambandsins, hins hernaðarlega arms EB, til að veija önnur aðildarríki eru líka nokkuð víðjækari en sambærileg- ar skuldbindingar í Washingtonsátt- málanum. Aðild að EB ætti því form- lega séð að tryggja öryggi viðkom; andi ríkis á tilhlýðilegan hátt. Á móti má spyija hvort einmitt það kalli ekki á samhliða NATO-aðild. Menn hafa bent á hve flókin staða gætið komið upp, ekki síst með tilvís- un til sögunnar, ef NATO-ríki á borð við Þýskaland myndi skuldbinda sig til að veija til dæmis Pólveija á grundvelli VES. Atlantshafsbandalagið er á marg- an hátt homsteinn vestrænnar sam- vinnu. Það er þó ljóst að bandalagið hlýtur að taka verulegum breytingum á næstu árum vegna breyttrar heims- myndar. Ef NATO á að tryggja ör- yggi núverandi aðildarríkja í framtíð- inni hlýtur það að leiða til þess að bandalagið reyni að koma í veg fyrir átök í austurhluta álfunnar er gætu ógnað ríkjum í vestri. Til að það geti gerst verður pð færa út starfsemi bandalagsins á einn eða annan hátt til austurs. Það er grundvallaratriði í því sambandi að Rússar munu aldrei getað fengið neitunarvald yfir nýjum aðildarríkjum eða haft áhrif á stefnu bandalagsríkjanna með hótunum. Aftur á móti má ekki heldur ein- angra Rússa í Evrópu. NATO verður að eiga við þá stöðugt samráð og samstarf til að treysta frið og stöðug- leika í Evrópu. Hin nýja Friðarsam- vinna er ekki fullkomin leið að þess- um markmiðum. Hún virðist hins vegar vera sú raunhæfasta miðað við aðstæður í dag. Fjölmenni sótti fund um lífrænan og vistvænan landbúnað hér á landi Lítið vantar á að lambakjötið fái viðurkenn- ingxi sem lífrænt HAUKUR Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að sérfróða aðila telja að íslensk sauðfjárrækt sé ná- lægt því að flokkast sem lífræn (organic) og að flest bendi til að lítið þurfi að gera til að afurðirnar hljóti viðurkenningu sem slíkar. Kröfur eru mismunandi eftir löndum og segir Haukur meðal annars koma til álita að breyta þurfi búskapar- háttum varðandi bólusetningar, áburðargjöf og fóðrun, til að uppfylla skilyrði lífrænnar ræktunar. í þessu sambandi kemur einnig til greina að seinka sauðburði svo lömbin komist sem fyrst í úthaga, eins þarf slátrun að fara fram um leið og féð kemur af fjalli. „Okkur sýnist að munurinn sé svo lítill frá hefðbundnum búskaparháttum að það ætti að vera auðvelt að mæta þessum kröfum,“ sagði Haukur Halldórsson í viðtali við blaðið. „Magn aðskotaefna í kjöti og gróðri hefur verið athugað undanfarin ár í samvinnu við yfírdýralæknisemb- ættið og niðurstöðumar verið okkur mjög í hag.“ Vistvæn vara er fram- leidd þannig að engin umhverfís- spjöll hljótist af en við Iífræna fram- leiðslu verður auk þess að fylgja ströngum reglum, meðal annars um áburðamotkun og lyfjagjöf. Fjölsóttur fræðslufundur Framleiðsla vistvænna og líf- rænna matvæla var efni fræðslu- fundar sem haldinn var á Hótel Sögu síðastliðinn laugardag undir yfirskriftinni Til móts við framtíð- ina. Að fundinum stóð starfshópur um markaðssetningu landbún- aðarvara og sóttu fundinn rúmlega 160 manns, að sögn Baldvins Jónssonar erindreka starfshóps- ins. Meðal gesta voru forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra, Össur Skarphéðinsson um- Lífrænn landbúnaður Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÆÐSLUFUNDUR um framleiðslu vistvænna og lífrænna landbúnaðarafurða var haldinn á Hótel Sögu síðastliðinn laugardag. Meðal gesta voru (f.v.) forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Halldór Blön- dal landbúnaðarráðherra, Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir, Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri, Haukur Halldórsson for- maður Stéttarsambands bænda og Jón Helgason formaður Búnaðarfélags íslands. hverfisráðherra og helstu forsvars- menn landbúnaðarins. Fyrirlesari var Carl Haest markaðsmaður. Hann rakti þróun lífrænnar rækt- unar og vistvæns landbúnaðar, gerði grein fyrir markaðssetningu afurða af þessu tagi og ræddi um sérstöðu íslands og möguleika til að skipleggja íslenska landbúnað- arframleiðslu með tilliti til vist- vænna og lífrænna sjónarmiða. Fjölili fyrirspurna var borinn fram. Haukur Halldórsson segir ís- lenska bændur hafa mikinn áhuga á að kanna möguleika á markaðs- setningu íslenskra afurða sem vist- vænna og lífrænna, ekki síst ef raunin sé sú að þessir markaðir gefi verulega betri verð en hingað til hafa fengist. Iðnlánasjóður selur eignir Hrauns hf. IÐNLÁNASJÓÐUR hefur selt í þrennu lagi eignir Rekstrarfélagsins Hrauns hf., sem tók yfir rekstur Oss húseininga hf. í Garðabæ sl. vor. Pípugerðin hf. keypti röradeild, BM Vallá hf. keypti helluverksmiðju ásamt lager og vélar og tæki til einingaframleiðslu úr verksmiðju Hrauns hf. hafa verið seld Björgun hf., BM Vallá hf. og Steypustöðinni hf. í nafni óstofnaðs hlutafélags. Sömu aðilar hafa keypt eignir Iðnlánasjóðs á Breiðhöfða 10 þar sem áður var Byggingariðjan. Steypusölu Hrauns hf. hefur verið hætt frá og með deginum í gær. Óljóst er um framtíð starfsmanna Hrauns hf. en þar hafa starfað 25 manns auk þess sem átta steypubílar í eigu sjálfstæðra verktaka hafa verið í vinnu hjá fyrir- tækinu. Formleg yfirtaká þessara fyrirtækja á starfseminni verður eigi síðar en 31. janúar. I fréttatilkynningu segir að kaupendur leggi áherslu á að staðið verði við allar þær viðskiptaskuldbindingar sem Hraun hf. hafi gert. Samanburður á vöxtum verðtryggðra og óverðtryggðra lána á 4. ársfjórðungi 1993 Raimávöxtun óverðtryggðra lána 6 prósentustigum hærri Bankar og sparisjóðir breyta ekki útlánsvöxtum í dag ÚTLÁNSVEXTIR banka og sparisjóða breytast ekki á vaxta- breytingardegi í dag, nema vextir viðskiptaskuldabréfa spari- sjóðanna lækka um 1,90 prósentustig. Vextir óverðtryggðra skuldabréfa eru um fjórum prósentustigum hærri en verð- tryggðra skuldabréfa. Meðalvextir verðtryggðra skuldabréfa eru 7,2-7,7%, en meðalvextir óverðtryggðra skuldabréfa eru 11,4-11,9%. Vextir skammtímalána eins og yfirdráttarlána og á skipti- og raðgreiðslum greiðslukorta eru enn hærri eða frá því að vera rúm 13% og yfir 16%. Lánskjaravísitala janúarmán- aðar lækkaði frá desember, þannig að höfuðstóll verð- tryggðra lána lækkaði milli mánaðanna. Munur á ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra lána á mælikvarða lánskjara- vísitölu á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs var rúm 6 prósent- stig. Raunávöxtun verðtryggðra lána varð 8,3%, en aðgerðir ríkisstjórnar í vaxtamálum tóku gildi um mánaðamót októb- er/nóvember, á sama tíma og raunávöxtun óverðtryggðra lána varð 14,4%. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbanka íslands, sagði að útlánsvextir bankans myndu ekki breytast í dag. Unnið væri að því að fara yfir málið. Það væri ástæða væri til að lækka vexti á óverðtryggðum lánum, en hins vegar væri ekki ljóst hve mikið. Þá þyrfti einnig að athuga að vextir á verðtryggðum Iánum í Landsbanka Islands væru hálfu prósentustigi lægri en þeir vextir í öðrum bönkum og hefðu ekki lækkað að sama skapi og í Landsbankanum. Þeir væru 7,2% að meðaltali samanborið við 7,7% hjá öðrum. Einnig þyrfti að hyggja að því hvemig hagsmunir sparifjáreigenda yrðu sem best tryggðir þegar vextir væru orðnir jafnlágir og raun bæri vitni. Munurinn eykst Vextir óverðtryggðra lána hafa verið hægri en verðtryggðra lána síðustu fjögur ár og hefur þessi munur aukist verulega á síðustu tveimur árum. Munurinn var í kringum eitt prósentustig árin 1990 og 1991, en meira en tvöfaldaðist á árinu 1992 og á nýliðnu ári og var 2,4-2,5 prósentustig á mæli- kvarða lánskjaravísitölu. Þetta kem- ur fram í grein Ólafs K. Ólafsson- ar, viðskiptafræðings, í Vísbendingu sem er vikurit um viðskipti og efna- hagsmál. Raunávöxtun verðtryggðs láns 1992 var 9,3% en 11,8% á óverð- tíyggðu láni. 1993 var raunávöxtun verðtryggða lánsins 9,1% en óverð- tryggða lánsins 11,5%. Miklar sveiflur urðu á vöxtunum innan ársins. Þannig urðu vextir óverð- tryggðra skuldabréfalána lægstir 8,8% á þriðja ársfjórðungi að meðal- tali en hækkuði í 14,4% á fjórða ársfjórðungi. Á sama tíma lækkaði raunávöxtun verðtryggðra lána vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar úr 9,4% á þriðja ársfjórðungi að meðal- tali í 8,3% á fjórða ársfjórðungi og var því munur á ávöxtun verð- tryggðra og óverðtryggðra lána þá rúm sex prósentustig. Raunávöxtun skuldabré banka og sparisjóða á síðasta ári w** m.v. lánskjaravísitölu fa 15 % 14 Óverðtryggð II \ skuldabréf II Verötrygg skuldabré ) t -9 1. á rsfj. ’93 2 ársfj. 3. ársfj. 4. írsfj. Pípugerðin hf. á Sævarhöfða, sem hét áður Pípugerð Reykjavíkurborg- ar, er í eigu borgarsjóðs og Aflvaka Reykjavíkur hf. og var breytt í hluta- félag í ársbyijun 1993. í kjölfar kaupanna á röradeild Hrauns hf. verður rekstur fyrirtækisins endur- skoðaður með tilliti til aukinna um- svifa og jafnframt hugað að útvíkkun eignaraðildar að fyrirtækinu. Pípugerð í Garðabæ í tvö ár Valur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Pípugerðarinnar hf., segir röradeild Hrauns hf. afkasta meiru en Pípugerðin hf. í framleiðslu röra en vegna samdráttar á markaðn- um sé óraunhæft að ætla að þar með muni framleiðsla Pípugerðarinnar rúmlega tvöfaldast. Það eigi eftir að koma í ljós hve framleiðsluaukningin verði mikil því áherslur verði misjafn- ar í framleiðslunni. Valur segir Pípu- gerðina hf. hafa samið um að vera með starfsemi í Garðabæ í tvö ár og hann segist reikna með að svo verði þótt ekkert endanlegt hafi verið ákveðið í því efni. „Við verðum með framleiðslu þarna áfram og munum ráða starfsfólk í því skyni. Ég ræddi við starfsfólkið í gær og tíminn fram að formlegri yfirtöku verður notaður til þess að ákveða framhaldið.“ Valur sagði ótímabært að tjá sig um hveij- ir væru hugsanlegir aðilar að svokall- aðri útvíkkaðri eignaraðild að Pípu- gerðinni. Fjórir fylgja helluframleiðslu Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri BM Vallár hf., segir að hellugerð Hrauns hf. verði starf- rækt í Garðabæ í nokkrar vikur og síðan verði starfsemin flutt á Breið- höfða þar sem helluframleiðsla BM Vallár hf. er í dag. Víglundur sagð- ist gera ráð fyrir að fjórir starfsmenn Hrauns hf. verði ráðnir til BM Vallár með hellusteypunni. Stofnfundur nýs fyrirtækis í vikunni Björgun hf., Steypustöðin hf. og BM Vallá hf. keyptu eignir Iðnlána- sjóðs við Breiðhöfða 10, þar sem áður var Byggingariðjan, auk véla og tækja til einingaframleiðslu úr verksmiðju Hrauns hf. Að sögn Braga Hannessonar, forstjóra Iðn- lánasjóðs, er á Breiðhöfða 10 um að ræða verksmiðjuhús með véluni og tækjum til framleiðslu holplatna, veggeininga og strengjasteypu auk skrifstofuhúss í byggingu. Breið- höfði 10 var áður í eigu Byggingar- iðjunnar sem varð gjaldþrota síðasta sumar. Að sögn Braga leysti Iðnlána- sjóður þessar eignir ekki til sín fyrr en 11. desember sl. vegna þess að skiptastjóri þrotabús Byggingariðj- unnar leigði fyrirtækið fram til þess tírna. Stofnfundur nýs fyrirtækis verður haldinn nú í vikunni og að sögn Sveins Valfells, framkvæmdastjóra Steypustöðvarinnar hf., verður síðan haldinn framhaldsstofnfundur síðar í mánuðinum. „Þá verður fyrirtækið opnað og ég geri ráð fyrir að þá komi að því breiðfylking verktaka og annarra hráefnisframleiðenda á markaðnum. Fyrirtækinu verður ætlað að framleiða holplötur, strengjasteypueiningar og aðrar ein- ingar í hæsta gæðaflokki og taka yfir framleiðslu þá sem var áður Byggingariðjunnar og holplötufram- leiðslu Hrauns hf.“ Sveinn sagði að hjá nýja fyrirtækinu myndu væntan- lega verða starfsmenn frá báðum þessum fyrirtækjum en ekki væri búið að ráða í nein störf. Kæra felld niður Aðspurður um kæru á hendur Iðnlánasjóði til Samkeppnisstofnun- ar sem Steypustöðin lagði fram í júní sl. sagði Sveinn að þar sem Hraun hf. hætti rekstri þá félli kær- an niður. Kæran snerist um það hvort Iðnlánasjóður hefði styrkt Hraun hf. með sérstökum rekstrar- framlögum og þar með veitt óheiðar- lega samkeppni á markaðnum. Bragi Hannesson hjá Iðnlánasjóði sagði að seljendur hefðu lagt áherslu á að vel yrði vandað til fyrirtækisins því sjóðurinn kæmi til með að lána því fjármuni auk þess sem hann yrði hluthafi í því. Óvissa um framtíð starfsmanna Framleiðsla Hrauns hf. var stöðv- uð í gærmorgun og fundur haldinn með starfsmönnum kl. 14. Að sögn Magnúsar Pálmasonar, eins starfs- manna Hrauns hf., hafði starfs- mönnum skilist að í kaupsamningi hafi verið skilyrði um að nýir kaup- endur myndu ráða a.m.k. 13 núver- andi starfsmenn til starfa en eftir fundinn í gærdag virtust þeir verða eitthvað fleiri, a.ni.k. meðan starf- semi væri enn í húsnæðinu í Garðabæ. Engu að síður væri fram- tíð starfsmannanna mjög óljós. „Þetta fór allt frám með mikilli íeynd og í rauninni held ég að þegar fólkið var boðað á fund í gær þá hafi það haldið að tilkynna ætti sölu fyrirtækisins í heilu lagi eins og tals- menn Iðnlánasjóðs höfðu alltaf gefið í skyn. Þess í stað er þessu skipt í fimm einingar; röradeild, hellugerð og holplötudeild seldar, steypustöðin, sem er verðmætasta einingin, lögð niður og eftir situr húsnæðið í eigu Iðnlánasjóðs. Húsnæðið er líklega dýrasti hlutinn í þessum pakka en við höfum ekki fengið kaupverðin uppgefin," sagði Magnús. Magnús sagði að nú störfuðu 25 starfsmenn hjá Hrauni hf. og 6 bíl- stjórar sem eiga og hefðu rekið steypubíla sjálfír. 8 bílar hefðu verið við stöðina og þar af 6 í notkun undanfarið. Af þessum 8 hefðu þrír bílar verið í eigu efnissala sem myndi finna mjög fyrir því að starfsemi steypustöðvarinnar yrði aflögð. Þá væru steypubílstjórar verkefnalausir og við einhveijum þeirra blasti gjald- þrot við. Auðunn Bjarni Olafsson starfar á átakasvæðunum á Balkanskaga Reyiium að hugsa sem minnst um hætturnar „Við erum í skotheldum vestum og með hjálma þegar við ferðumst um átakasvæðin í fylgd friðargæsluliða og auðvitað er alltaf hætta á ferðum enda kemur fyrir að skotið er við bílalestirnar. En við reynum að hugsa sem minnst um hætturnar og leggjum áherslu á að ljúka verkefnum okk- ar,“ segir Auðunn Bjarni Olafsson í samtali við Morgunblaðið, en liann starfar um þessar mundir við hjálparstörf í Króatíu á vegum Hjálparstofn- unar kirkjunnar og Lúterska heimssambandsins. Verkefni hans er að sjá um framleiðslu og dreifingu á ofnum til húshitunar og eldunar. Hafa þegar verið smíðaðir 46 þúsund ofnar og er dreifing þeirra að hefjast, en verkefni þetta er að mestu leyti kostað af Sameinuðu þjóðunum. „Þessir ofnar eru hannaðir af fyr- irtæki í Sviss sem er í eigu manna sem starfað hafa um árabil við hjálp- arstörf víða um heim og hafa síðan snúið sér að ráðgjöf og hönnun og einbeitt sér að störfum á átaka- og hörmungarsvæðum," segir Auðunn Bjarni. „Ofnarnir eru hitaðir upp með viði eða kolum og koma í stað annarr- ar húshitunar sem nú er öll í molum víðast hvar á Balkanskaga, sérstak- lega í Mið-Bosníu, því öll rafveitu- og gaskerfi eru ónýt.“ — Hvernig hefur framleiðslan gengið fyrir sig? „Við höfum yfir þremur aðalverk- smiðjum að ráða sem smíða ofnana og reykrörin en hráefni fáurn við bæði á Balkanskaganum og í Tékk- landi. Svo eru nýttar einar sex litlar vélsmiðjur, einskonar bílskúrskarlar, sem smíðað hafa einstaka hluta, t.d. eldstæði eða festingar og allt er síðan sett saman í þessum þremur aðalverk- smiðjum. Þannig hefur tekist að smíða þessa 46 þúsund ofna á tiltölulega skömmum tíma.“ Miklar tafir Dreifing ofnanna er nýlega hafin og hefur hún gengið þokkalega en Auðunn Bjarni segist kvíða framhald- inu: „Það er vegna þess að til þessa hefur verið tiltöluiega hlýtt hjá okkur en nú eftir áramótin má búast við meiri kuldum og langvarandi. Þá verð- ur erfiðara að komast gegnum allar varðstöðvar því fylkingar hinna stríð- andi aðila reyna að nota okkur og aðra sem sinna hjálparstörfum í átök- unum sín á milli. Við höfum þegar nokkrum sinnum lent í miklum töfum þegar samninga- viðræður milli fulltrúa hjálparstofnana og stríðsaðila hafa tekið langan tíma á þessum varðstöðvum og stundum verðurn við að bíða vegna átaka og óróa á vissum svæðum. Venjulega förum við með 8 vörubíla í lest sem eru þá að flytja fyrir okkur, Rauða krossinn eða CARE-hjálparstofnun- ina. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna fylgja okkur og eru með skrið- dreka í bak og fyrir. Þeir hafa sam- band við sína menn þar sem við förum um og ef átök eru í gangi verðum við að bíða. Friðargæsluliðarnir hafa hins vegar engin afskipti af viðræðum okk- ar við stríðsaðila á leiðinni, þeir eiga aðeins að fylgja okkur og reyna að verja okkur ef ráðist er að bílalest- inni.“ Auðunn Bjarni segir að ekki hafí verið skotið á bílalestir sem hann hafi verið í en oft megi heyra skothvelli og átök á leiðinni og í næsta ná- grenni. Allir eru í skotheldum vestum og með hjálma og reynt er að gæta Framleiddir hafa verið um 46 þúsund ofnar og nú er dreifing að hefjast, meðal annars til svæða í Mið-Bosníu. fyllsta öryggis. Stundum þarf að gista á leiðinni, t.d. I yfirgefnum skólum eða öðrum byggingum sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lagt undir sig og þá er oftast búið að veija þær með sandpokum. Aðsetur hjálparstarfs Lúterska heimssambandsins er í Zagreb í Kró- atíu og þar starfa 6 manns. Yfírmað- ur starfsins er John Wood sem kom í heimsókn til Islands sl. vor. Auðunn Bjarni segir að auk hörmunga á átaka- svæðum séu mikil vandamál í Króatíu vegna flóttamanna frá Bosníu sem komist hafa inn í landið. „Margir bændur og aðrir sem búa við landamæri Bosníu hafa tekið á móti flóttamönnum og haldið þeim uppi \ikum og mánuðum saman. Á þessum svæðum voru átök og þarna eru því húsin iðulega skemmd og land- búnaðurinn hefur orðið fyrir skakka- föllum. En fólk setur það ekki fyrir sig og hjálpar flóttamönnunum og finnst mér að þessi vandi fólksins hafi fallið dálítið í skuggann fyrir öðrum málum. Lúterska heimssam- bandið hefur komið þessu fólki nokkuð til hjálpar með því að útvega bygging- ■ arefni til lagfæringar á húsum og sáðkorn og nú síðast höfum við ráðið bændur og jafnvel flóttamenn í vinnu við að smíða bretti sem við notum við ofnaflutningana. Þannig höfum við reynt að skapa þessu fólki örlitla vinnu og gefið því á ný trú á sjálft sig og þessi viðleitni hefur getið Lúterska heimssambandinu góðan orðstír á þessu svæði.“ Auðunn Bjarni á konu og þijú börn og var hér í stuttu leyfi yfír jól og áramót og er ráðinn til starfa í Króat- íu út mars. — En hyggst hann halda - áfram svona störfum ef þau bjóðast? „Ég myndi alveg vilja halda áfram svona starfí, hvort heldur væri í stríðs- hijáðu landi eða þar sem annars kon- ar neyð er annars vegar. Það er gam- an að geta orðið að liði á þennan hátt og það er greinilegt að Lúterska heimssambandið rekur árangursríkt hjálparstarf meðal þessara stríðs- hrjáðu þjóða. jt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.