Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Magnús V. Finnboga- son, fv. menntaskóla- kennari — Minning Fæddur 23. október 1902 Dáinn 4. janúar 1994 Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík Látinn er í hárri elli Magnús V. Finnbogason yfirkennari, sem kenndi íslenzku og latínu við Menntaskólann frá árinu 1941 til áramóta 1969. Frá því að hann hætti regiulegri kennslu hafði hann umsjón með bókasafni skólans til vors 1973, en á því skólaári varð hann sjötugur og lét af embætti fyrir aldurs sakir. Magnús var mikill málfræðingur, nákvæmur, vandvirkur og kröfu- harður, ekki mjög elskaður af þeim, sem þótti of-mikil nákvæmni í mál- fræðilegri hugsun hamla skáldlegu hugarflugi, en þeim mun virtari af þeim, sem gerðu sér ljóst, að ná- kvæmni í meðferð tungunnar er frumskilyrði þess, að tungan lifi. Þau rúmu tuttugu ár, sem Magn- ús sat í helgum steini, gerði hann ekki margreist í bæinn, en af mörg- um símtölum okkar heyrði ég, að w'hann var stöðugt að hugsa um tungumál, ekki sízt merkingarfræði ensku, og voru samtöl þessi skemmtileg og hugsun Magnúsar skörp, þótt elli mæddi hann nokkuð hin síðustu ár. Við leiðarlok eru Magnúsi V. Finnbogasyni færðar miklar þakkir fyrir vel unnin störf og tryggð við Menntaskólann í Reykjavík. Guðni Guðmundsson. Árið er 1932 og liðið að hausti, kominn sá tími, er skólar hefja störf að loknu sumarleyfi. í Verzlunar- skólanum í gamla skólahúsinu við Grundarstíg er „busum“ visað í stofu niðri í kjallara. Þetta verður að kallast sundurleitur hópur, mis- eldri mikið, allt frá fermingaraldri til tvítugs og uppruni ólíkur, sumir úr Reykjavík, aðrir langt að komn- ir. Biðu þess nú allir fullir eftirvænt- ingar og einhvetjir ef til vill ekki með öllu lausir við kvíða, a.m.k. sá, er þetta ritar, hinn yngsti í hópnum, að væntanlegir lærimeistarar birt- ust að leggja okkur lífsregiumar. Leið og ekki á löngu, að kennarar heiðruðu okkur með heimsókn sinni, hver af öðrum. Enn í dag eru þeir mér allir minnisstæðir, en þó má ég fullyrða, að tveir íslenzkufræð- ingar þóttu mér skera sig úr, þeir Björn Guðfinnsson, sem kenndi okk- ur íslenzku, og Magnús Finnboga- son, sem reyndist eiga að leiða okk- ur byijendurna inn í völundarhús þýzkrar tungu. Sú kennsla varð með þeim ágætum, að búið hef ég að henni allar götur síðan. Á þessum eina vetri var lesin öll kennslubók Jóns Ófeigssonar, æfingagreinar allar og sögukaflar, en jafnframt - og ekki sízt - öll málfræðin með ótal skriflegum æfingum. Gátu margir þeir, sem beztum árangri ^náðu, leikið sér að því að vori að "mynda hinar erfiðustu setningar með fjölbreyttri beygingu fallorða og enn flóknari sagnbeygingu í öll- um háttum, tíðum og myndum, tvö- földum nafnhætti o.s.frv! Þetta var sem sé eindregið bókmál og gífurleg þjálfun í nákvæmri hugsun, en óra- fjarlægt daglegu hversdagsmáli, sem nú er mest æft í bytjendabókum erlendra tungumála. Sízt varði mig þennan vetur, að ég ætti eftir síðar á ævinni að njóta ómetanlegrar fræðslu þessara ágætismanna, Björns Guðfinnsson- ar í Háskóla íslands, en Magnúsar þó mun lengur og með öðrum hætti sem samkennara um þijátíu og sex ára skeið, frá 1943-1979, í Mennta- skólanum í Reykjavík. Má nærri geta, að við þurftum þá um margt að ræða, er að kennslu laut al- mennt, en einkum þó um móður- málskennsluna og íslenzkt mál og ‘málfræðiatriði hvers konar. Greip ég hvert tækifæri tl að leita mér fróðleiks hjá honum í þeim fræðum, og svo gerhugull var hann, að ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni komið honum að óvörum í neinu því, er varðaði íslenzka tungu, sögu hennar og þróun, stöðu í nú- tímanum og varðveizlu um allan aldur. Af þessum nægtabrunni reynslu sinnar og traustrar þekking- ar jós Magnús óspart og miðlaði þeim, sem við vildu taka. Hins gætti hann ekki alltaf í áhuga sínum, að nemendur eru innbyrðis ólíkir sem annað fólk. Mikil málfræðikennsla á ekki við alla, og stundum heyrð- ust þær gagnrýnisraddir, einkum meðal nemenda efstu bekkja menntaskólans, að kennarinn liti á bókmenntatextana sem málfræði- verkefni. Um það skal ekki dæmt hér, enda er svo margt sinnið sem skinnið og gagnrýni oft ýkjum blandin. Af því, sem nú hefur sagt verið, er ljóst, að vinur minn og starfsbróð- ir var hárnákvæmur og rökvís mál- fræðingur. Og því fór fjarri, að áhugi hans á þeim vettvangi væri bundinn við móðurmálið eitt. Sá áhugi náði langt út fyrir íslenzk og norræn máivísindi. Áður er nefnd ágæt þýzkukunnátta hans, en þegar á námsárunum hafði hann sem ýmsir góðir málamenn fyrr og síðar hrifízt mjög af latneskri tungu og raunar fleiri málum og auðvitað veitzt létt að tileinka sér til hlítar takmarkað „pensúm" til stúdents- prófs, en síðan bætt smám saman við. Varð þetta til þess, að hann hóf latínukennslu sem aukagrein með íslenzkukennslunni. Hafði hann af þessu hið mesta yndi, enda sást það á einkunnum margra, að árangurinn hafði ekki látið á sér standa. Og enn má því við bæta, sem einhveijum þótti jafnvel víxlspor, að veturinn 1959-%0 notaði hann rétt sinn til eins árs leyfis og skemmti sér við það í Katalóníuháskóla í Barcelónu að bæta dijúgum - við þó nokkra kunnáttu sína í spænsku máli. Magnús var starfsmaður mikill og nýtti vel tíma sinn mestan hluta langrar ævi. Þrátt fyrir tímafreka kennslu í ýmsum skólum og heima- vinnu með henni vann hann um langt skeið að ýmsum öðrum verk- efnum, einkum útgáfu íslenzkra fornrita og fleiri ritstörfum. - Ekki veit ég tii þess, að tími hans hafi farið mikið í ferðalög eða að hann hafí verið mikill ferðamaður að eðlisfari, en þó hygg ég ekki fjarri sanni að fullyrða, að hann hafí á sínum tíma orðið víðförlastur allra íslenzkra kennara. Þrisvar sótti hann alþjóðaþing menntaskólakenn- ara, tvö í Evrópu - og mun nú ekki þykja í frásögur færandi -, en hið þriðja alja ieið til Manilu á Filipps- eyjum. í þeirri ferð fór hann um- hverfís jörðina, og minnist ég þess, að okkur samkennurum hans, eink- um hinum yngri, þótti ekki lítið til koma. En tímarnir breytast, og eru nú heimsreisur íslendinga orðnar hversdagslegt fyrirbrigði. En þrátt fyrir margvísleg störf sín sannaði Magnús, að menn hafa tíma til ails þess, sem hugurinn þrá- ir. Frá æskuheimili hans, Skarfa- nesi í Landsveit, blasti við víðlendur birkiskógur. Ekki var hann hávax- inn, enda um enga friðun að ræða á þeirri tíð. En þessar gróðurleifar rétt við brún hálendisins kveiktu í Magnúsi áhuga á ræktun og gróður- vernd. Notaði hann árum saman hverja tómstund, sem gafst, til skógræktar í hlíðinni ofan við Hafravatn ásamt Þórði rafvirkja- meistara, bróður 3Ínum. Ekki spáðu allir vel fyrir þessu fyrirtæki, kváðu þrálátan norðaustanstreng með hlíðinni myndu drepa hveija hríslu. Magnús svaraði til því einu, að sá gróður, sem þar sprytti upp, myndi sanna, að víða mætti koma upp tijá- lundum hér á landi. Varð honum að þessari trú sinni, eins og hver má nú sjá, sem leggur leið sína um Hafrahlíð. Magnús Finnbogason var ósvik- inn sonur hinnar alkunnu aldamóta- kynslóðar í sögu okkar íslendinga. Hann ólst upp á afskekktum sveitabæ, sonur * fátæks einyrkja- bónda, elztur ellefu systkina, en „fýsnin til fróðleiks og skrifta" var honum meðfædd, og hann varð sá hamingjumaður að fá svalað þessari sterku þrá sinni. - Á skilnaðar- stundu þakka ég honum langa og góða viðkynningu, hjálpsemi hans og einstakan heiðarleika og hrein- skiptni í smáu sem stóru, en ekki þó síður launfyndni hans, græsku- lausa spaugsemi og orðheppni, sem svo oft hitti beint í mark. Hjördísi, einkadóttur hans, og börnum henn- ar sendi ég samúðarkveðjur, en fagna því þó jafnframt, að farlama öldungur, sem þráði dauðann, hefur nú fengið eilífa hvfld. Jón S. Guðmundsson. Magnús Finnbogason mag. art. var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árin 1941-1969. Magnús var kennari minn í skólanum tvo vetur, snemma á sjöunda áratugn- um. Hann er mér minnisstæður af ýmsum ástæðum, og hans skal hér minnst í fáeinum orðum. Magnús var einkar skýr og glögg- ur i kennslu sinni. Hann lagði sig ailan fram, og honum var einkar lagið að útskýra allflókin fyrirbæri, t.d. í málfræði og málsögu. Magnús var afar samviskusamur og ósérhlíf- inn og kom stundum til kennslu, þótt hann væri hálflasinn. Þegar ég hóf kennslu í Mennta- skólanum í Reykjavík haustið 1970, var Magnús bókavörður í bókhlöðu skólans, og auk þess vann hann við útgáfu skólaskýrslu. Ég ræddi oft við Magnús á þessum tíma og hafði af því mikið gagn, enda hafði hann mikla reynslu af kennslu og skóla- störfum. - Magnús sagði mér eitt sinn, að hann hefði í upphafi síns háskólanáms ætlað að leggja stund á aðra fræðigrein, en fljótlega hefði komið í ljós, að grein þessi hefði ekki hentað sér. Þá hefði hann skráð sig í norrænudeild Háskólans, og þar hefði hann jafnan kunnað vel við sig. Hann hafði miklar mætur á Sigurði Nordal, kennara sínum, og Sigurður mat og Magnús mikils. Magnús var síðar ráðinn að Mennta- skólanum fyrir tilstilli Sigurðar. Margt, sem Magnús kenndi, hef- ur síðar reynst gott veganesti, og ég kunni einkar vel við mig í tímum hjá honum. Það er þægileg og góð tilfinning að hverfa rúm 30 ár aftur í tímann og koma í huganum í gamla bekkinn sinn í Menntaskólanum. Magnús fræddi okkur um ýmis forn fræði, Eddukvæði, hin heiðnu goð, samningu ritgerða og margt fleira. Ég skildi það ekki fyrr en síðar, að ég á þessum kennara mínum frá gamalli tíð margt að þakka, og að leiðarlokum er honum þakkað fyrir margt gagnlegt, er hann kenndi af stakri samviskusemi á sínum tíma. Ég sendi dóttur hins látna og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur og bið þann sem öllu ræður að blessa minningu Magnúsar V. Fjnnbogasonar. Ólafur Oddsson. í þessum línum ætla ég að minn- ast föðurbróður míns, Magnúsar V. Finnbogasonar, mag.art. og fyrrver- andi yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík, sem lést sl. þriðjudag, kominn á 92. aldursár. Magnús fæddist og ólst upp við rætur Heklu, í Skarfanesi á Landi, elstur 11 barna Finnboga Höskuldssonar bónda í Skarfanesi, og konu hans, Elísabet- ar Þórðardóttur. Af þessum 11 börn- um hjónanna í Skarfanesi eru nú fjögur á lífi. Innan við tvítugt hleypti Magnús heimdraganum og settist á skólabekk í Flensborgarskóla og í Menntaskólanum í Reykjavík, og lauk stúdentsprófi 1926,. hæstur þeirra sem þá útskrifuðust. Að því loknu hóf hann nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands og lauk magistersprófí 1932. Magnús var stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík allan tímann sem hann var í Háskólanum og næsta ár þar á eftir, en 1934 fékk hann styrk til dvalar við háskólann í Uppsölum, þar sem hann stundaði nám ,og fræðistörf um eins árs skeið. Að Svíþjóðardvölinni lokinni sneri Magnús sér að kennslu og kenndi þá iðulega samtímis við fjóra skóla, Iðnskólann í Reykjavík, Verzlunar- skólann, Vélskólann og Stýrimanna- skólann, enda mikill atorkumaður. Hann kenndi mest íslensku, ýmist sem stundakennari eða fastráðinn, allt til 1941 þegar hann tók við kennslu í Menntaskólanum í Reykja- vík. Ári síðar varð hann fastráðinn kennari við skólann og gegndi því starfi allt til ársins 1973. Frá 1955 og lengi síðan var hann yfirkenn- ari. Skólaárið 1959-60 fékk hann frí frá kennslu og stundaði þá nám í spænsku við háskólann í Barcel- ona. Sú tunga var honum hugleikin, þótt aldrei tæki hann að sér að kenna hana, enda hafði hann nóg að gera með íslensk fræði og lat- nesk við Menntaskólann. Magnús var afbragðsvel að sér um íslenska tungu, einkum málsögu og beyging- arfræði og var snemma fenginn til að dæma málfræðipróf við Háskóla íslands. Því starfí gegndi hann allt frá 1944 til 1965. í M.R. kenndi Magnús íslensku og latínu. Hann þótti skýr og góður kennari, fróður og vandvirkur og bar ómælda umhyggju fyrir nem- endum sínum, en var þó prýðilega stjómsamur. Magnús var vel ritfær maður en þar sem hann helgaði sig kennslu varð hann ekki afkastamik- ill á sviði ritstarfa. Þó mundi merk útgáfa hans á Sturlunga sögu árið 1946, í samvinnu við Jón Jóhannes- son og Kristján Eldjárn, nægja til að halda nafni hans á Iofti um langa framtíð. Auk Sturlungu gaf Magnús út meðfram kennslunni allnokkur íslensk fornrit, Njálu, Snorra-Eddu, Hrafnkels sögu Freysgoða, Gunn- laugs sögu ormstungu, Laxdæla sögu og Snorra-Eddu. Ymsar grein- ar birtust og eftir hann í blöðum og tímaritum, þ. á m. í Skírni og Menntamálum. Þar að auki liggja eftir hann kennslubækur og kver um_ íslensku og málsögu. Árið 1970 sá Magnús um þáttinn Daglegt mál í Ríkisútvarpinu. Þótti hann taka skörulega á málum og vera skeleggur og ákveðinn í skoð- unum, en hann var mikill og einlæg- ur málvöndunarmaður. Er ekki ör- grannt um að ýmsum hafi þótt nóg um stefnufestuna, en hvaða skoð- anir sem menn annars kunna að hafa á málvöndun er þessara þátta enn minnst. Þegar kom að starfslokum hjá Magnúsi sem kennara, árið 1973, bauðst honum að taka við starfi bókavarðar í Menntaskólanum í Reykjavík, og starfaði hann við það allt til ársins 1979, en var þá farinn að missa sjón. Næstu ár á eftir tók heilsan að bila og Elli kerling að ná undirtökunum í lífsglímunni. Magnús bjó þó áfram á eigin heim- ili, þrátt fyrir dvínandi heilsu, er hann fór á hjúkrunardeild og síðan á dvalarheimili. Magnús kvæntist Kristínu Elí- níusardóttur úr Ólafsvík (f. 18. febr- úar 1904, d. 2. maí 1987), dóttur Elíníusar Jónssonar, kaupfélags- stjóra þar, og konu hans, Petrínu Sigmundsdóttur. Magnús og Kristín eignuðust eina dóttur, Hjördísi Mar- gréti, f. 27. janúar 1931, en þau skildu. Hjördís giftist Einari Guð- mundssyni vélstjóra, f. 1. febrúar 1933, og átti með honum þijú börn. Einar lést 5. september 1969. Börn þeirra eru: Kristín Anna, f. 26. maí 1953, Guðmundur Öm, f. 10. maí 1954 og Helga, f. 15. desember 1957. Enn fremur er dóttir Hjördís- ar Áslaug Helga Hálfdánardóttir, f. 19. febrúar 1974. Hjördís reynd- ist Magnúsi föður sínum afskaplega vel í löngum veikindum hans og gerði honum kleift að búa heima jafnlengi og raun bar vitni. Ég, sem þessi orð rita, var aldrei nemandi frænda míns, hann var hættur kennslu þegar ég hóf nám við M.R. En í öðrum skilningi en hinum eiginlega var ég þó nemandi hans. Frá því ég man eftir mér bar ég ótakmarkaða virðingu fyrir þess- um hávaxna og virðulega föðurbróð- ur mínum og þegar rödd hans fór að heyrast í útvarpinu í þættinum Daglegt mál fylgdist ég grannt með og missti ekki úr þátt. Upp úr því fór ég um 12 ára aldur að skrifa Magnúsi spakleg bréf með fyrir- spurnum um íslenskt mál sem hann svaraði af stakri þolinmæði og út- skýrði þar ýmis álitamál eins og hann væri að skrifa fullorðnum manni. Þetta voru löng bréf, skrifuð með fallegri hendi á fölgulan papp- ír, og í þeim var einhver kyrrlát viska sem hafði sterk áhrif á mig. En alltaf voru útskýringamar rammaðar inn af vingjarnlegum og hlýjum formálsorðum og eftirmála þar sem hann sagði mér af högum sínum, spurði frétta og hvatti mig til að skrifa sér fleiri bréf. Þá ákvað ég líklega að feta í fótspor frænda míns og læra málfræði. Minningar mínar um Magnús eru fjölmargar, því ævinlega heimsóttu foreldrar mínir hann þegar þau áttu ferð til Reykjavíkur vestan af fjörðum og margar stundir áttu þau saman með honum uppi við Hafravatn þar sem hann átti svolítinn skógarlund í hlíð- inni ofan við vatnið. Áhuga Magn- úsar og systkina hans á tijárækt má vafalaust rekja til skógivaxins lands Skarfaness, rétt við Þjórsá, sem er með fegurstu stöðum á Suð- urlandi. Mér er sérstaklega í minni ferð þangað austur fyrir rúmum 25 árum, þegar Magnús og faðir minn sýndu mér Lambhagann fyrsta sinni og bentu mér á æta sveppi og villt jarðarber inn á milli tijánna. Eftir að ég eltist fækkaði ferðum mínum til frænda, en hann var þó ævinlega einhvers staðar nálægur, fylgdist náið með mér og hvatti mig og brýndi hvert sinn sem ég hitti hann. Á háskólaárum mínum í íslenskun- ámi kom ég öðru hveiju til Magnús- ar og við komumst fljótt að því að viðhorf til tungumálsins höfðu breyst frá því hann var ungur. Hon- um þótti ungir málfræðingar um of fijálslyndir og fannst lítið til um nýjar stefnur og strauma. Ég reyndi stundum að bera hönd fyrir höfuð nútímamálvísindum, en hann kallaði þau þríhöfða þurs og stráfelldi allar röksemdir mínar. En að því loknu dró hann stundum fram portvín og gaf mér í staup og kenndi mér svo lítið eitt í íslenskri málsögu í sára- bætur svo ég færi ekki tómhentur heim. Þegar aldurinn er orðinn jafnhár og raun bar vitni um Magnús frænda minn, ætti andlátsfrétt ekki að koma að manni óvörum. Ég var samt óviðbúinn. Örfáir dagar eru liðnir frá því fyrrverandi nemendur hans úr Menntaskólanum í Reykja- vík spurðu mig um líðan hans þar sem ég var staddur í jólaboði, og þá varð ég að viðurkenna að of langt var liðið frá því ég sá hann síðast til að ég gæti með vissu sagt annað en að heilsan væri slæm en hugur- inn jafnskýr og áður. Þessir nem- endur hans sögðu mér gamansögur af ýmsum uppátækjum sínum sem Magnús brást ætíð jafnljúfmann- lega og virðulega við, og þeir minnt- ust hans með þakklæti og virðingu. Ég sag'ðist mundu skila kveðju til hans frá þeim hið fyrsta á nýju ári. Við það hef ég nú staðið þótt það sé á annan hátt en ég hafði hugsað mér, hér á síðum Morgunblaðsins. Með þessum orðum kveð ég Magnús föðurbróður minn og þakka honum fyrir að hafa orðið þess að- njótandi að fá að kynnast honum og njóta með honum svo margra góðra stunda um ævina. Dóttur hans og dótturbörnum sendi ég samúðarkveðjur. Veturliði Oskarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.