Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 40

Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 ÍSLANÐSMÓT f K)LFJMI I9Q4 Glæsileg sveifla hjá Battu dans- hópnum í at- riði frá Útilífi. Til í tuskið. Rusell At- hletic sport- fatnaður var kynntur, en hann nýtur mikilla vin- sælda meðal- ungs'íþrótta- áhugafólks hérlendis. ÐSMOT IMl 1994 félk í fréttum SKEMMTUN Fjölmennt á þolfimikeppni Mikið var um dýrðir á íslands- mótinu í þolfími á laugar- daginn þar sem hátt í tvö þúsund manns komu saman og fýlgdust með líflegri keppni og fjölda skemmtiatriða. Magnús Scheving fór með sigur af hólmi í flokki karla og Unnur Pálsdóttir sigraði í kvennaflokki. í paraflokki hrepptu systkinin Anna og Karl Sigurðarböm fyrsta sæti. Fimleikamenn, ballerínur, sterkustu konur landsins, söngvar- ar, dansarar og keppendur fóra á kostum. Á milli þess sem keppt var til meistara vora flutt mörg framsamin atriði, m.a. glæsileg tískusýning, sem sett var upp af Helenu Jónsdóttir á nýstárlegan hátt með Battu danshópnum. Þar tóku átta dansarar og tvær fyrir- sætur sporið í sýningu á sportfatn- aði frá Hreysti og Utilífí og tísku- fatnaði frá Blazer og Vera Moda. Sýningin var mjög óvenjuleg, þar sem blandað var saman göngu og flóknum danssporum, m.a. með undirspili tveggja trommuleikara, sem vöktu mikla lukku. „ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Keppendum í Islandsmótinu í þolfimi fjölgar stöðugt og hér sést ánægður hópurinn í lok keppninnar. Kvennakór - Kórskóli - Skemmtikór - Léttsveit - Antikhópur Söngstarf kórsins á nýju ári hefst nú senn og verða fyrstu æfingar sem hér segir: Kvennakórinn Kórfélagar mæti 17. janúar kl. 20:30. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Margrét J. Pálmadóttir, raddþjálfari Jóhanna V. Þórhallsdóttir og píanóleikari Svana Víkingsdóttir. Kórskólinn Hann verður starfræktur áfram í vetur og er ætlaður áhugasömum konum með litla eða enga reynslu af söngstarfi. Kennd verður raddbeiting, tónfræði og samsöngur. Kennsla hefst 17. janúar kl. 18:30. Söngkennari verður Margrét J. Pálmadóttir. Skemmtikór Hér er um nýmæli að ræða í starfi kórsins. Skemmtikórinn er ætlaður konum sem áður hafa komið að söngstarfi og verða æfingar einu sinni í viku, fyrsta æfing 18. janúar kl. 20. Leiðbeinendur verða Jóhanna V. Þórhalls- dóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. í vetur verður einnig starfrækt Léttsveit og Antikhópur. Léttsveitin í umsjón Svönu Víkingsdóttur og Bjarkar Jónsdóttur stefnir að miðsvetrartónleikum ásamt Kuran Swing, en Antikhópurinn í umsjón Margrétar J. Pálma- dóttur mun standa fyrir tónleikum í Krists- kirkju á Dymbilviku. Allar æfingar fara fram í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti. Innritun verður og frekari upplýsingar veittar í símum 15263 og 622027 þessa viku kl. 9-12. r -» KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR u/fun sófar/trirtamn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.