Morgunblaðið - 11.01.1994, Page 44

Morgunblaðið - 11.01.1994, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1994 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HASKOLABIO SÍMI 22140 „Sprenglefnl! Spennan í botni í harkalega fyndinni atburðarás. Slater og Arquette eru tryllingslega fynd- ið og kynæsandi par“ rolling stone „★★★* SÖNNASTerofsaiegasvöl“síxtysecondpreview „Lífleg og eggjandi" time magazine „SKEMMTUN ENGU ÖÐRU LÍK' THE NEW YORK TIMES „HRÍFANDI" NEWSWEEK MAGAZINE I KENNETH BRANAGH ROBERT SEAN LEONARD EMMA THOMPSON BRÁÐFYNDIN FJOLSKYLDUMYND “ „AFBRAGГ TIME MAGAZINE ,STÓRKOSTLEG“ NEW YORK MAGAZINE MICHAEL KEATON KEANU REEVES DENZEL WASHINGTON meft íslensku taii Dennis HOPPER Vol KILMER Gory OLDMAN Brod PITT Chrislopher WAIKEN ★★★».!. Mbl. A KENNETH BRANACH FH.M w ★* ★ ★ mk NEW YORK POST ★ ★★★ EMPIRE ★★★★★★ Rás 2 MBL. Lelksjíil YS OG ÞYS UT AF ENGU SONN AST KRUMMARNIR Stórskemmtileg gamanmynd með íslensku tali fyrir alla fjöl- skylduna. Sýnd kl. 5 og 7. Sýndkl.9.15. Allra síðustu sýningar. B.i. 14 ára. Allra siðustu sýningar, Sýnd kl. 9 og 11.05. B.i. 16ára. Nýjasta stórmynd leikstjórans Kenneths Branagh, sem m.a. gerði myndirnar „HENRY V“ og „PETER'S FRIENDS". Myndin hefur fengið frábæra dóma bæði erlendis og hérlendls. UNA S' Ný hörkugóð spennumynd frá Tony Scott sem leikstýrði „Top Gun". ..skondið sambland al „The Getaway" og „Wild at Heart", mergjuð ogeldheitástarsaga...sönnásteródrepandi.“ ★ ★ ★ A.l. Mbl. Sýnd kl. 5, 7.05, 9 og 11.15. B.i. 16 ára. „Ys og þys Branaghs er fyrirtaks skemmtun, ærslafullt oghressi- legt bió sem svíkur engan.“ ★ ★ ★ A.l. Mbl. m UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR REYKJAVIK: 7. -10. janúar 1994 Hundrað og einn ökumaður var kærður fyrir að aka of hratt um helgina. Þá eru 10 grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is, 2 reyndust réttindalausir, 15 hunsuðu rauða Ijósið og 31 var kærður eða áminntur fyrir önnur umferðarlagabrot. Alls var tilkynnt úm 20 umferðaróhöpp. í tveimur tilvikanna var um að ræða minni- háttar slys á fólki og í fjórum tilvik- um er grunur um að ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis. Þá var ekið á álft á Hringbraut- inni gegnt Tjöminni. Skráningar- númer voru tekin af þremur öku- tækjum, en á næstunni mun lög- reglan á Suðurnesjum, á höfuð- borgarsvæðinu og í Ámessýslu fara um svæðið og klippa skráning- arnúmer af öllum þeim ökutækj- um, sem ekki voru færð til skoðun- ar á síðastliðnu ári. Þá mun sér- staklega vera hugað að dekkja- og ljósabúnaði bifreiða. A sunnudagskvöld var tilkynnt um tvo menn vera að reyna að brjót- ast inn í hús við Síðumúla. Styggð kom að mönnunum, en þeir skildu eftir sig kúbein á vettvangi og skóf- ar á útihurðinni. Um nóttina var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Grensásveg. Ekki var að sjá að neinu hafi verið stolið. Á sunnudagsmorg- un var tilkynnt um innbrot í bensín- afgreiðslu við Ægisíðu, þegar lög- reglan kom á staðinn flúðu fimm unglingar sem brotist höfðu inn á bensínstöðina. Eftir nokkra leit í hverfinu fundust þrír þeirra og voru færðir á lögreglustöðina. Þeir höfðu ekki haft mikið upp úr krafsinu. Tilkjmnt var um innbrot í bifreið, sem stóð á bifreiðastæði við ijölbýlis- hús við Þangbakka. Úr bifreiðinni var stolið farsíma. Tilkynnt var um innbrot í sölutum við Njálsgötu. Stolið var peningum úr Lukkuskjá ásamt skiptimynt. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið við Þingholts- stræti. Ur henni var stolið skjala- tösku. Á föstudagsnóttina var brot- ist inn í myndbandaleigur við Selja- braut og við Kleppsveg. Þá var einn- ig brotist inn í hárgreiðslustofu við Pósthússtræti og verslun við Lauga- veg. Þar var maður handtekinn á hlaupum frá versluninni með fullt fangið af fatnaði. Hann var vistaður í fangageymslum og væntanlega sleppt að yfírheyrslu lokinni. Á föstudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í fimm fýrirtæki við Bygg- garða, bifreið við Suðurlandsbraut og fyrirtæki við Stórhöfða. Alls er bókfært 31 innbrot eftir helgina. Lögreglan hefur haft uppi sérstakt eftirlit með ákveðnum svæðum þar sem innbrot hafa ver- ið tíð. Henni hefur orðið allvel ágengt við að handtaka innbrots- þjófa, en þeir virðast samt sem áður alltaf spretta upp aftur. Verið er að þróa hugmyndum að setja á sérstakt eftirlit með þeim einstakl- ingum, sem oftar en aðrir koma við sögu slíkra mála. Hins vegar er nauðsynlegt að til séu virk úr- ræði til þess að hægt sé að taka utan um unga afbrotamenn og sinna þeim sérstaklega þegar á reynir og að þeim eldri, sem sýnt hafa sérstaka virkni á þessu sviði, verði sinnt sérstaklega í réttarkerf- inu, þ.e. að þeim verði gefinn kost- ur á að taka út refsingu sína í sem beinustu framhaldi af afbrotum. Nokkrum sinnum var tilkynnt um Iausan eld í grenitijám, sem húseig- endur höfðu skilið eftir yfir utan hús sín eftir að þau höfðu nýst þeim um jólin. Teljandi vandræði hlutust þó ekki af þessu háttarlagi. „Einungis“ var tilkynnt um 4 minniháttar líkamsmeiðingar, tvær utan dyra og tvær innan dyra. Önnur átti sér stað i heimahúsi og hin á veitingastað. Fátt fólk var í miðborginni að næturlagi. Mestur fjöldinn er þar þegar hleypt er út af veitingahúsunum. Það er von lögreglunnar að borgarbúar gefi sér það á 50 ára lýðveldisafmælinu að þeir aðstoði lögregiu og aðra við að koma málurn miðborgarinn- ar í það horf á árinu að sómi megi verða af í framtíðinni. Ölvunartilvik voru hlutfallslega fá, eða „einungis“ 41 að tölu. Auk þeirra var tilkynnt um 25 hávaða og ónæðistilvik, mest vegna háttarlags ölvaðs fóiks. Tæplega 30 manns gistu fangageymslurnar, en þar af voru 12, sem óskuðu gistingar af sjálfsdáðum þar sem þeir áttu ekki í önnur hús að venda. Sigurður Gunnarsson, fuglatalningarmaður. Morgunblaðið/Silh Aldrei fleiri fugl- ar taldir á Húsavík Húsavík. í HINNI árlegu fuglatalningu á Húsavíkursvæðinu voru taldir alls 29.375 fuglar og fjöldi tegunda reynist vera 37 og flestir voru fýlarn- ir, 14.301, og æðurnir 11.139. í skýrslu Gauks Harðarsonar, sem hafði umsjón með talningu, kemur meðal annars eftirfarandi fram: Fjöldi einstaklinga er meiri en nokkru sinni fyrr og munar þar mestu um fjölda fýla sem fjölgaði um 3.951 og æðarfugls, sem fjölg- aði um 2.898. Það kom ekki á óvart að sjá mikinn fjölda af fýlum vegna hlýinda talningardaginn, því í hlý- indum virðast fýlar koma að landi og jafnvel setjast í björg um hávet- ur. Fjölgun æðarfuglsins var mest- ur við Húsavíkurhöfða, en mun færri voru við utanvert Tjörnes en undanfarin ár, og ef til vill hafa æðarfuglar af öllu Tjömesi hópast saman í æti við afrennsli frá rækju- vinnslunni á Húsavík. Færri tegundir fugla komu fram í talningunni nú en mörg undanfar- in ár. Þar veldur trúlega kaldur desembermánuður, svo og litlar komur erlendra flækingsfugla til landsins í haust. Sjaldgæfustu teg- undirnar sem sáust í talningunni voru hrafnsönd, ísmáfur og lundi, en af öðrum sjaldgæfum fuglateg- undum má nefna lóm, æðarkóng og tildru. Fjöldi straumanda var nokkru meiri en í meðalári, en toppendur voru færri. Fremur lítið var af stór- um máfum og fjöldi svartbaka var innan við helming meðaltals und- anfarins áratugs og skýrist það ef til vill með bættum frágangi á úr- gangi frá sláturhúsi og fiskvinnslu. Fremur lítið var af snjótitlingum þrátt fyrir kuldatíð að undanförnu. Sigurður Gunnarsson á Húsavík er mikill fugla- og náttúruunnandi og var hann nú, sem áður einn, af talningar-mönnum á Húsavík- ursvæðinu. En Sigurður hóf taln- ingu þá fyrst var skipulögð jólataln- ingin fyrir allt landið 1952 og hefur talið nær öll árin síðan. Hann seg- ist vita að af þeim 11 sem hófu talningu 1952, telji enn auk sín, þeir Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi og Hálfdán Björnsson, Kví- skerjum, og líklega Agnar Ingólfs- son prófessor, Arnþór Garðarsson prófessor og Friðrik Jessén. - Fréttaritari. Aðalsteinn íþróttamað- ur UMFJ ^ Vaðbrekku, Jökuldal. ÁRLEG uppskeruhátíð Ung- mennafélags Jökuldæla var hald- in nú um áramótin. Nokkur hefð er komin fyrir þessari hátíð sem hefst jafnan á að spiluð er félags- vist þar sem keppt er um vegleg bókaverðlaun. Hápunktur Uppskeruhátíðarinn- ar er síðan þegar formaður Ung- mennafélagsins stígur í ræðustól og gerir heyrum kunnugt hver hef- ur verið útnefndur Iþróttamaður ársins hjá UMFJ. íþróttamaður árs- ins 1993 var útnefndur Aðalsteinn Sigurðsson. Fram kom í máli for- manns félagsins, Stefáns H. Jóns- sonar, að það væri fyrir góðan árangur á Sumarhátíð UA. Einnig fengu viðurkenningar fyr- ir góðan árangur á árinu þau Elsa Guðný Björgvinsdóttir í yngri flokki, Benný Rósa Aðalsteinsdóttir og Vilhjálmur Vernharðsson í eldri flokki. Aðspurður sagði Aðalsteinn Sig- urðsson að honum hefði ekki komið á óvart að verða útnefndur þar sem þau krakkarnir gætu reiknað þetta út frá árangri sumarsins. Hannn kvaðst ætla að æfa vel fyrir næsta sumar og reyna að endurtaka leik- inn þá. - Sig. Að. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Aðalsteinn Sigurðsson, íþrótta- maður ársins á Jökuldal, með bikara sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.