Morgunblaðið - 11.01.1994, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
Farsi
Þetta eru jú góð meðmæli,
en af hveiju skrifaði mamma
þín þau?
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Skrif Ólafs um Suður-
virki hf. í Keflavík
Frá Herborgv Árnadóttur:
Á aðventunni eða nánar 16.
desember sl. las ég í Morgunblað-
inu siðabótagrein Olafs Björnsson-
ar fyrrverandi útgerðarmanns og
skreiðarfrömuðar til varnar utan-
ríkisráðherra, Jóni Baldvin
Hannibalssyni, vegna ámælis er
hann hlaut frá umboðsmanni Al-
þingis og frá var skýrt í fr^tt
Morgunblaðsins 24. nóvember sl.
Augljóslega fer þarna fram maður
sanninda og sanngirnis í þeim til-
gangi að segja þjóðinni að ekkert
sé að marka starf og niðurstöður
umboðsmanns Alþingis, sanngjarn
og réttlátur ráðherra hafi fullnægt
réttlætiskennd sinni.
Staðreyndum snúið við
Ólafur byijar á því að rangfeðra
mig með því að kalla mig Einars-
dóttur. Það er svo að ég er Árna-
dóttir, fædd og uppalin á Kirkju-
teignum í Keflavík þar sem fjöl-
skylda mín býr enn. Ég er því
Suðurnesjamaður eins og Ólafur.
Það fellur ekki að rökstuðningi
Ólafs í hans grein, sem er ætlað
að gera verk umboðsmanns Al-
þingis tortryggileg, að því sé hald-
ið á lofti en þó er það svo að ég
hef átt mjög prýðileg samskipti við
fólk og fyrirtæki á Suðumesjum
persónulega og síðar í tengslum
við reksturs Suðurvirkis hf.
Þá er enn á ný snúið við
stðreyndum og því haldið fram að
Suðurvirki hf. sé fyrirtæki stofnað
og starfrækt á Selfossí. Hefði Ólaf-
ur brugðið vana sínum en tryggt
sig fyrir fram um að staðhæfingar
hans væru á rökum reistar, þá
hefði honum verið innan handar
að kíkja í firma- eða hlutafélaga-
skrár. Það þjónar hinsvegar ekki
markmiðinu, því þar stendur að
Suðurvirki hf. var stofnað og skrá-
sett í hlutafélagaskrá í Keflavík
árið 1984. Lítil jólasaga greinar-
höfundar um fyrirtæki á Suður-
nesjum sem fær til sín verkefni frá
fyrirtæki á Selfossi er því ekki
sannleikanum samkvæm frekar en
margt annað í þessari grein.
Með því að kynna sér sögu fyrir-
tækisins hefði hann hinsvegar get-
að komið þeirri vitneskju á fram-
færi við lesendur að viðskiptum
Suðurvirkis með verkkaup, við-
gerðarþjónustu og framkvæmdir
hverskonar hefur frá því fyrirtæk-
ið hóf starfsemi sína fyrir varnar-
liðið öllum verið beint til fyrir-
tækja starfandi í Suðurnesjum,
sem ásamt bæjarfélaginu í Kefla-
vík hafa með því fengið óbeina
hlutdeild í afkomu félagsins. •
Grunsamleg fyrirhyggja
eða forsjálni?
Þá finnst mér fjarska fróðlegt
að heyra fyrrverandi útgerðar-
mann og að ég hélt athafnamanna
í atvinnulífi tala um „grunsamlega
fyrirhyggju" þegar hann rifjar upp
er Suðurvirki hf. tók ákvörðun um
að bjóða varnarliðinu að taka að
sér urðun á óbrennanlegu sorpi.
Því er lýst hvaða undrun það olli
að fýrirtækið keypti sértækan bún-
að „sorptroðara“ sem lið í að bjóða
varnarliðinu þessa þjónustu. Það
er rétt að með kaupum á þessu
„óvanalega tæki“ hættu hluthafar
Suðurvirkis persónulegum eignum
sínum til tryggingar hjá lánastofn-
unum hefði fyrirtækið ekki lánast
og þessari urðunaraðferð á sorpi
verið hafnað af varnarliðinu. Hins-
vegar af fyrri reynslu af þessum
málum og þekkingu sem félagið
hafði aflað sér var vitneskja fyrir
því að þessa „undrunarverða“
tæknibúnaðar er krafist við urðun
sorps í Bandaríkjunum og víða í
Evrópu. Það ætti ekki að undra
athafnamenn eða vera grunsam-
legt í þeirra augum að einhveijir
hugsi lengra en til dagsins í gær
í undirbúningi að verki.
Hinn l.janúar 1987 ákvað varn-
armálanefnd formlega að fela Suð-
urvirki hf. að annast umrætt verk.
Verksamningur Suðurvirkis hf. við
varnarliðið skapaði tvö ný föst
störf fyrir Suðurnes auk annarra
framkvæmda- og þjónustustarfa
sem óhjákvæmilega fylgja.
Konur eru menn eins og karlar
Þó að vart sé svaravert, verður
ekki hjá því komist að víkja að
þeim aðdróttunum Ólafs í minn
garð þar sem hann gefur það í
skyn að þó svo að ég sé fram-
kvæmdastjóri Suðurvirkis hafi því
verið stjórnað úr landbúnaðarráðu-
neytinu af manni mínum. Auðvitað
vita það allir sem fyrirtækið hefur
átt skipti við að svo er ekki. Mín
skýring á þessum hugrenningum
Ólafs er sú að hann lifi enn í dag
í karlaveldinu. Hann ætti að vita
að konum er í dag ætlað jafnræði
með körlum í atvinnuþátttöku og
jafnvel að frekar skuli ráða konur
en karla af tveim jafnhæfum í til-
teknum tilvikum.
Hvernig hefðu nú skrif Ólafs
hljóðað hefði ég verið skrifstofu-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu en
maðurinn minn framkvæmdastjóri
Suðurvirkis!!
HERBORG ÁRNADÓTTIR,
framkvæmdastjóri Suðurvirkis hf.
Yíkveiji skrifar
Hagkaup rekur myndarlega
matvöruverzlun í Kringlunni
með fjölbreyttu vöruúrvali og hag-
stæðu verðlagi miðað við það, sem
gengur og gerist. Nú liggur fyrir,
að 10-11 hyggst opna matvöru-
verzlun í Borgarkringlunni, sem
verður opin á sama tíma og aðrar
slíkar verzlanir þ.e. fram á kvöld.
í frétt í Morgunblaðinu í fyrradag
kemur fram, að Hagkaupsmenn
muni hafa verzlun sína opna leng-
ur, ef í ljós kemur, að hin nýja
matvöruverzlun i Borgarkringlunni
hafi áhrif á viðskipti hjá þeim.
Hér er ekki bara spurning um
opnunartíma heldur líka og ekki
síður um verðlag. Verðlag í
verzlunum 10-11 er hærra en í
Hagkaupsverzlunum enda verzlan-
ir 10-11 opnar lengur eða fram á
kvöld, sem er auðvitað hagræði
fyrir viðskiptavini. Hins vegar má
búast við, að viðskiptavinum líki
ilia að greiða hærra verð fyrir vör-
ur í 10-11 í Borgarkringlunni held-
ur en í Hagkaupsbúðinni í Kringl-
unni. Það verður því fróðlegt fyrir
viðskiptavini þessara verzlana að
fylgjast með því, hver verðþróunin
verður hjá 10-11 og fari svo að
verðlag þar nálgist meir verðlag
Hagkaupsmanna, hvort sama verð
gildir þá í öllum 10-11 búðum.
Víkveija sýnist Kristmann
Magnússon í Pfaff hafa mik-
ið til síns máls, þegar hann telur
að óheimilt sé skv. EES-samning-
um að leggja vörugjöld á ýmis
konar heimilistæki. I 14. grein
EES-samningsins um fijálsa vöru-
flutninga segir:„Einstökum samn-
ingsaðilum er óheimilt að leggja
hvers kyns beinan eða óbeinan
skatt innanlands á framleiðsluvör-
ur annarra samningsaðila, umfram
það, sem beint og óbeint er lagt á
sams konar innlendar vörur.“
Um þetta segir Kristmann
Magnússon í Pfaff í samtali við
Morgunblaðið sl. sunnudag:„Við
lítum svo á, að tollar og vörugjöld
hefðu átt að falla niður á þeim
iðnaðarvörum, sem ekki eru fram-
leiddar hérlendis. Það er algjörlega
siðlaust að leggja vörugjald á á
þeim forsendum, að það mundi
vera gert, ef viðkomandi vara
væri framleidd hér. Ég túlka því
ákvörðun stjórnvalda, sem brot á
EES-samningnum.“
Samkvæmt orðanna hljóðan
verður ekki annað séð en Krist-
mann í Pfaff hafi rétt fyrir sér.
Það verður fróðlegt að sjá þau efn-
isleg rök, sem ijármálaráðuneytið
færir fram fyrir þessari ákvörðun.
Nú dugar ekki lengur að stjórna
með geðþóttaákvörðunum. Nú
verða menn að hafa rök fyrir sínu
máli. Hver eru þau? Fyrir íslenzka
neytendur skiptir þetta miklu máli.
Umrædd tæki lækka verulega í
verði miðað við það að ákvæðum
EES-samningsins sé fylgt.
xxx
Eru íslendingar búnir að átta
sig á því, að atvinnuleysi
verður viðvarandi hér næstu ár?
Þessari spurningu varpaði íslenzk
kona búsett í útlöndum fram við
Víkveija fyrir nokkrum dögum.
Og svarið er, að líklega erum við
ekki búnir að átta okkur á því.
Sennilega lítum við svo á, að at-
vinnuleysið hér sé tímabundið
vandamál, sem leysist, þegar ný
uppsveifla verður í atvinnulífinu.
Það er hins vegar merkilegt
hvað þjóðfélagið virðist þola víð-
tækt atvinnuleysi lengi án þess,
að það valdi verulegu þjóðfélags-
legu uppnámi. Slíkt hefði verið
óhugsandi fyrir þremur til fjórum
áratugum. Hvað veldur? Þokkaleg-
ar atvinnuleysisbætur? Eða er þeim
sama, sem hafa næga vinnu?