Morgunblaðið - 11.01.1994, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994
51
Þrír bruggarar
dæmdir í fangelsi
ÞRÍR menn voru í gær dæmdir
í óskilorðsbundið fangelsi í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur fyrir
landabrugg. Einn hlaut fjögurra
mánaða fangelsi og 300 þús. kr.
sekt, annar hlaut fangelsi I sex
mánuði, þar af eru rúmlega fjór-
ir vegna óafplánaðra eftirstöðva
af eldri dómi, og 100 þús. kr.
sekt og sá þriðji fangelsi í 60
daga og 70 þúsund króna sekt.
Mestar sakir voru í máli þess
þremenninganna sem hlaut fjög-
urra mánaða fangelsi. Sá er 33
ára og byggðist dómurinn yfir
honum á afskiptum lögreglu af
honum í þrjú skipti frá því sumar-
ið 1992 þegar frá þremur og upp
í 80 lítrar af sterkum landa fund-
ust í fórum hans, auk gambra og
tækja og áhalda til að útbúa
áfengi. Maður þessi hefur verið
margsinnis sektaður og dæmdur
fyrir ýmis brot, þar á meðal tvisv-
ar fyrir bruggun á árunum 1985
og 1986 og í apríl á liðnu ári var
hann dæmdur í tveggja ára skil-
orðsbundið fangelsi í Þýskalandi
fyrir fíkniefnabrot.
Oft dæmdur áður
Sá sem hlaut 60 daga fangelsi
er 38 ára gamall maður sem hefur
þrívegis verið dæmdur fyrir áfeng-
isbruggun og sölu auk þess sem
hann hefur fimm sinnum hlotið
fangelsisdóma. Nú var honum
refsað fyrir að hafa lagt í um 140
lítra af gambra sem hann var ekki
farinn að eima þegar lögregla réðst
inn á heimili hans í ágúst sl. og
fann auk gambrans fjóra lítra af
sterku áfengi.
Sá sem hlaut sex mánaða fang-
elsið er 23 ára og var refsað fyrir
að afhenda þremur mönnum um
70 lítra af sterku áfengi til þess
að selja. Af sex mánaða fangelsinu
sem hann var dæmdur til fyrir
þetta voru 137 dagar, rúmlega 4 'h
mánuður, vegna reynslulausnar af
eldri refsivist sem maðurinn hafði
verið dæmdur til, en þetta var sjö-
undi refsidómur mannsins.
Hreppsnefnd Austur-Eyjafjallahrepps hafnar opinberri rannsókn
Óþörf þar sem skuld odd-
vita var að fullu greidd
SAMÞYKKT var með fjórum atkvæðum í hreppsnefnd Austur-Eyja-
fjallahrepps að hafna opinberri rannsókn á meðferð oddvita, Guðrún-
ar Ingu Sveinsdóttur, á fjármunum hreppsins en félagsmálaráðuneyt-
ið hafði óskað þess að nefndin tæki afstöðu til þess. Einn hrepps-
nefndarmaður sat hjá. Að sögn Sigurðar Björgvinssonar, sem gegn-
ir starfi oddvita um tveggja mánaða skeið í stað Guðrúnar Ingu,
var rannsókn talin óþörf þar sem víxill sem oddvitinn var samþykkj-
andi að á sínum tíma hafði verið að fullu greiddur. Fundurinn var
lokaður og hefur hann verið kærður til félagsmálaráðuneytisins.
Að sögn lögfræðings félagsinálaráðuneytisins er kæran lögð fram á
grundvelli vanhæfisákvæða í sveitarstjórnalögum því oddviti sat
fund hreppsnefndar sem ætlað var að meta störf hans.
Óveður geisaði á Austfjörðum í gær
„Skaflinn var
upp að andliti“
ESKFIRÐINGAR urðu verst
fyrir barðinu á óveðrinu sem
geisaði á Austurlandi í fyrrinótt
og fram eftir degi í gær. Skóla-
haldi í bænum var aflýst og er
mikill snjór í bænum að sögn
Hilmars Hilmarssonar, skólatj-
óra Grunnskóla Eskifjarðar.
Bjami Sveinsson, aðalvarðstjóri
á Eskifirði, sagði að víða næði
snjórinn upp í mitti. „Ég þurfti
að byija á því að moka mig út í
morgun til að komast í vinnuna,"
segir hann. „Skaflinn var upp að
andliti og varð ég að byrja á því
að moka snjónum inn til að kom-
ast út.“
Hann sagði að engin óhöpp
hefðu orðið í bænum vegna óveð-
ursins og flestir hefðu haldið sig
heima við.
Veðrið staðbundið
Síðdegis í gær var farið að hlýna
fyrir austan og segir Guðmundur
Hafsteinsson, veðurfræðingur að
hætt hefði að snjóa en bytjað að
rigna í staðinn. Hann segir að veðr-
ið hafi verið mjög staðbundið, en
úrkoman hafi. líklega verið mest
Austanlands og í kviðum hafi vind-
hraðinn verið 10-11 vindstig.
Flestir vegir á svæðinu eru
ófærir, allir fjallvegir eru lokaðir
og ófært er niður á firði. Hjá Vega-
eftirlitinu fengust þær upplýsingar
að mikill skafrenningur hafi verið
á vegum og því ekki hægt að
moka.
Ófærðin gerði það að verkum
að fresta varð setningu Mennta-
skólans á Egilsstöðum um einn
dag, en hún átti að vera í gær,
því stór hluti nemenda komst ekki
til Egilsstaða. Einnig var skóla-.
haldi í Nesjaskóla á Höfn í Horna-
firði aflýst. Ekki er vitað um fleiri
skóla á svæðinu sem aflýstu
kennslu í gær.
Sesselja Árnadóttir lögfræðingur
ráðuneytisins segir að tilgangurinn
með tilmælunum hafi verið sá að fá
afstöðu hreppsnefndar „svart á
hvítu“ eins og það var orðað. Hún
segir einnig að umsagnar hrepps-
nefndar um það hvemig fundurinn
hafi farið fram, hvemig að honum
hafi verið staðið og hveijir hafi setið
hann verði leitað og síðan verði tek-
in ákvörðun um það hvert framhald-
ið verði af hálfu ráðuneytisins. „Við
höfum ekki tekið afstöðu ennþá en
reynum að hraða því sem kostur er,“
segir Sesselja.
Sigurður Björgvinsson hrepps-
nefndarmaður segir að sú afstaða
hafi verið tekin að ekki væri ástæða
til opinberrar rannsóknar. „Endur-
skoðun reikningsskila fyrir árið 1992
er lokið og víxill sá sem oddvitinn
samþykkti á sínum tíma að fullu
greiddur," segir Sigurður.
Fundurinn var lokaður
Fundurinn var boðaður með skömm-
um fyrirvara samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins og var ekki auglýst-
ur. Var fundinum síðan lokað fyrir
almenningi og hefur félagsmálaráðu-
neytinu borist kæra vegna hans. Sig-
urður segir að einn hreppsnefndar-
manna hafi gert þá tillögu að loka
fundinum enda sé það heimilt þegar
um viðkvæm mál sé að ræða. Hafi
sú tillaga verið samþykkt með tveim-
ur atkvæðum, einn hafi setið hjá og
einn verið á móti. Aðspurður hvort
ekki hafi verið óeðlilegt af oddvita
að sitja fundinn þar sem afstöðu átti
að taka til þess hvort rannsaka bæri
meðferð hans á fjárreiðum hreppsins
sagði Sigurður: „Á fundinum voru
fyrst rædd önnur mál og stjórnaði
oddviti þeim hluta en vék síðan frá
við umræðu um tilmæli félagsmála-
ráðuneytis," sagði hann. Hvað til-
mæli ráðuneytisins að öðru leyti
varðaði sagði Sigurður að hrepps-
nefndin tæki jákvætt undir það að
bætt yrði úr daglegum rekstri
hreppsins eftir því sem tök væru á.
--------» » ♦-
Amfetamín
heima og á
vimmstað
Fíkniefnalögreglan lagði á
föstudag hald á um 45 grömm af
amfetamíni. Á heimili og vinnustað
24 ára gamals manns fundust 40
grömm og á heimili fólks sem teng-
ist manninum fannst meira af efn-
inu.
Ekki þótti ástæða til þess að krefj-
ast gæsluvarðhalds yfir þeim fjórum
aðilum sem komu við sögu í málinu.
Sá 24 ára hefur áður komið við sögu
fíkniefnamála en hann flutti um hálft
kg af amfetamíni til landsins 1992.
COÍX3 RYU5TILL
Kennarí
Magnús St. Sigþórsson
2 Dan
Lærði í Japan
Verð kr. 3.800/mán.
8.900/3 mán.
Aðgangur að nýjum
tækjasal og gufu.
SHOTOKAN 5TILL
Reynir Z. Santos
3 Dan
Einn af frumkvöðlum
karate á ísiandi
Sími683600
HEILSURÆKT
Mörkin 8 v/Suðurlandsbraut, 108 Reykjavík, sími 683600
SKÓGARHLÍÐ 10 - SÍMI 20720
Endurklœdum húsgögn.
Gott úrval ákleeba.
Fagmenn vinna verkib.
BólstnmÁsgríms,
Bergstaðastræti 2,
sími 16807.
ITALSi
1ÉB
.
1. leikvtka, 9. jan. 1994
Nr. Leikur:Rööin
1. Cremonesc - Juvcntus - X
2. Foggia - Uazio 1 -
3. Parma - Udinese - - 2
4. Reggiana - Inter 1 - -
5. Roma - Genoa - X -
6. Sampdoria - Napoli 1 -
7. Torino - Piacenza 1 -
8. Ancona - Lucchese 1 -
9. Cosenza - Cesena 1 -
10. Palermo - Padova - X
11. Ravenna - Bresda • X
12. Venczia - Ascoli 1 -
13. Vicenza - I’escara - X
Heiidarvinningsupphæðin:
13,1
13 réttin
12 réttin
11 réttir:
10 néttin
milljón krónur
3A15.420 1
96.230 Í
5.580 1
1.070 J
1. lcikvika , 8. jan. 1994
Nr. Leikur:Röðin:
1. Bolton - Everton - X -
2. Bristol C. - Liverpool - X -
3. Manch. City - Leicester 1 - -
4. Newcastle - Coventry 1 - -
5. Oldham - Derby 1 - -
6. Oxford - Tranmere 1 - -
7. Peterboro - Tottenham - X -
8. Sheff. Wcd - Notth For. - X -
9. Stockport - QPR 1 - -
10. Swindon - Ipswich - X
11. West Ham - Watford 1 -
12. Wolves - C. Palacc 1 -
13. Wycombe - Norwich - - 2
Hcildarvinningsupphæðin:
106 mill jón krónur
13 réttir: 1.350.160 | kr.
12 réttir: 24.690 | kr.
11 réttir: 2.000 | kr.
10 réttin 2 1 kr.