Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994 19 Morgunblaðið/Jón Trausti Guðjónsson Ómar Sigtryggsson segist ekki hafa átt von á að þyrla kæmist á strandstað Lifuaði yfír okkur þegar menn- irnir líktu eftir þyrluspöðum Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Lífgjafinn kvaddur ÓMAR Sigtryggsson kveður Sills undirofursta, yfirmann þyrluflugsveitar varnarliðsins, á Neskaupstað. „VEÐRIÐ var þannig að við áttum alveg eins von á því að þyrlurnar kæmust ekki. Það lifnaði því mikið yfir okkur þeg- ar mennirnir í landi líktu eftir þyrluspöðum með höndunum og gáfu okkur þannig merki um að þyrla væri á leiðinni," sagði Ómar Sigtryggsson, einn skip- brotsmannanna sem þyrlusveit varnarliðsins bjargaði af brúar- þaki björgunarskipsins Goðans í Vöðlavík í fyrradag. Þyrlurnar fóru með Ómar og Níels Hansen skipsfélaga hans til aðhlynning- ar á sjúkrahúsið í Neskaupstað og þar voru þeir enn um hádeg- isbilið í gær þegar Ómar féllst á að ræða um björgunina við Morgunblaðið. Ómar segir að flotgallarnir sem sex skipverjar komust í hafi ekki reynst nógu vel. Ómar sagði að líkja mætti björgun þeirra við kraftaverk. „Ef þessara þyrlna og þessara manna hefði ekki notið við væri ég ekki hér að ræða við þig. Björgunar- sveitarmennirnir í landi voru búnir að reyna að skjóta til okkar línu en það gekk ekki vegna veðurs og hefði ekki gengið upp. Björgun úr þyrlu var eina leiðin og þó hún væri nánast óframkvæmanleg eins og aðstæður voru tókst hún hjá þeim,“ sagði Ómar. Hann sagði að aðstæður til björgunar hefðu verið mjög erfið- ar. Veðurofsinn hafi verið mikill og þeir verið búnir að berjast í brotsjó bundnir við reykháfinn Beðið eftir björgun SKIPVERJAR á Goðanum gerðu sér grein fyrir því að hvorki var hægt að bjarga þeim frá landi né sjó og þeir voru vondaufir um aðstoð þyrlu. Myndin var tekin úr fjörunni þegar él stytti upp rétt fyrir hádegið. Goðinn er sokkinn fyrir utan Bergvíkina og skipverjarnir sem hafa náð að festa sig við reykháfinn á brúarþakinu bíða. uppi á brúarþakinu í níu og hálfa klukkustund þegar þeim var bjarg- að um borð í þyrlurnar. „Við vor- um í stöðugu baði og orðnir þrek- aðir, það segir sig sjálft, og hefð- um ekki þolað mikið lengur við þarna þó auðvitað sé það misjafnt eftir einstaklingum. Það var því ánægjulegt að sjá þyrlurnar. Eg tel að það sé alfarið þeim og áhöfn- um þeirra að þakka að við skulum vera heilir á húfi,“ sagði Ómar. Flotgallarnir ekki nógu góðir Skipveijarnir sex sem björguð- ust af Goðanum komust í flotgalla eftir að brotsjór hafði gengið yfir skipið og gert það stjórnlaust. Þeir voru hins vegar orðnir renn- andi blautir þegar þeir komust í gallana. „Þeir björguðu miklu en eru þó engan veginn nógu góðir. Líkaminn náði ekki að hita upp vatnið sem í þeim var. Það vildi líka leka með hettunni,“ sagði Ómar um flótgallana. Þeir voru því allan tímann blautir og kaldir. Ómar sagði að vissulega hefði verið óþægilegt að geta ekki látið vita af sér strax og óhappið varð, alltaf væri erfitt að bíða. Þeir hefðu vitað hvenær mennirnir í landi gengu til hvílu og hefðu ekki átt von á þeim á fætur fyrr en jafnvel seinna en þeir gerðu. „Auð- vitað óskuðum við þess að ein- hveijir þeirra færu fyrr upp og reyndum því að vekja athygli á okkur með því að skjóta upp flug- eldum. Og það kom að því að þeir vöknuðu og sáu okkur. Þeir reyndu allt sem í þeirra valdi stóð og vel það en það var erfítt um vik að gera nokkuð,“ sagði Ómar. Merki um þyrlu Hann sagði að mennirnir á sandinum hefðu passað sig á að gefa þeim ekki neinar vísbending- ar um björgun fyrr en þeir vissu eitthvað ákveðið, enda hefði það getað orðið mikið áfall ef til dæm- is þyrla hefði ekki komist eftir að búið væri að gefa til kynna að hún væri á leiðinni. „Þeir voru alltaf efins um að þyrlurnar kæmust, eins og kom nú á daginn með þennan „Trabant" sem við íslend- ingar eigum, og voru hræddir um að varnarliðsþyrlurnar kæmust ekki heldur. Veðrið var þannig að við áttum alveg eins von á því að þyrlurnar kæmust ekki. Það lifn- aði því mikið yfir okkur þegar mennirnir í landi líktu eftir þyr- luspöðum með höndunum og gáfu okkur þannig merki um að þyrla væri á leiðinni," sagði Ómar. Ómar og Níels gáfu í gær lög- reglunni í Neskaupstað skýrslu um slysið í Vöðlavík. ...OG SKERUM NIÐUR VERÐ NÝRRA METSÖLUBÓKA - ALLT ÁRIÐ !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.