Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Markvarsla Sigmars Þrastar og Bergsveins 20varinskot .. 20/3 Sigmar Þröstur Óskarsson, KA 150/11 18/4 FH 145/6 15 14 14/1 12/2 oc| 3 ■o H C 1 o.m co Sit 14/2 1 »umf. 2« 3« 4m 5. 6i 7. 8« 9» 10. 11i Alltá fulla ferð Upphitun tyrir undan- úrslit bikarkeppninnar HJÓLIN eru að fara að snúast á ný í 1. deildarkeppninni i handknattleik — allt fer á fulla ferð í kvöld þegar seinni um- ferð deildarinnar hefst á sex vígstöðum. Svo skemmtilega vill til að liðin sem mætast í undanúrslitum bikarkeppninn- ar mætast á þeim stöðum sem þau leika í bikarkeppninni; ÍBV - KA og Selfoss - FH. Það er Ijóst að spennan á eftir að ná hámarki í deildinni, þar sem staða efstu liðanna er mjög jöfn. Níu lið koma til með að berjast um átta sæti í úrslita- keppninni. Það lið sem hefur komið skemmtilega á óvart að undanförnu, er lið Víkings, sem hefur ekki tapað sjö síðustu leikjum sínum, eða síðan Bjarki Sigurðsson hóf að leika með liðinu á ný eftir meiðsli. Víking- ar hafa unnið fimm af síðustu leikjum sínum, en gert tvö jafn- tefli. Frá því að FH-ingurinn Guðjón Ámason skoraði fyrsta mark 1. deildarkeppninnar hafa 148 leik- menn skorað 3.292 mörk í 66 leikjum, sem er að meðaltali 49,87 mörk í leik. Alls hafa verið skot- in 5.071 skot (76,83 í leik), sem hafa hitt innan ramma markanna, þannig að 65% þeirra skota hafa ratað rétta leið, en markverðir hafa varið 35% skotanna, eða alls 1.779 skot. Af þeim 498 vítaskotum sem hafa hafnað innan ramma, hafa 413 ratað rétta leið, sem er 83% nýting, en markverðir hafa varið 85 skot, sem er 17% markvarsla. Þjálfarar 1. deildarliðanna hafa lagt mikið kapp á að undirbúa sína menn sem best fyrir lokabaráttuna, þannig að leikmenn hafa lítið frí fengið yfir jólahátíðina. Þeir eru fyr- ir löngu búnir að brenna jólasteikun- um og eru klárir í þann slag sem framundan er. Islandsmeistarar Vals verma toppsætið með betri markatölu en Haukar, en síðan koma FH-ingar í þriðja sæti og Víkingar í því fjórða. FH-ingar, sem höfðu leikið sex leiki í röð án taps, fengu heldur betur skell í síðasta leik sínum — töpuðu stórt, 24:33, fyrir ÍR. Spurningin er; hvað gera ÍR-ingar þegar þeir fá meistara Vals í heimsókn? Tveir aðrir stórleikir verða leiknir í kvöld. Haukar fá Stjörnumenn í heimsókn, en leikmenn Stjörnunnar tóku fjörkipp fyrir jólafrí, eftir slæmt gengi. Þá taka Selfyssingar á móti FH-ingum. Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman Valdimar með tíu mörk í leik Valdimar Grímsson er langmarkahæsti leikmaður 1. deildar, með 111 mörk, eða að meðaltali 10 mörk í leik. Fjórtán leikmenn hafa skorað yfir 10 mörk í leik í deildinni og hefur Valdimar náð því sjö sinnum. Hann hefur skorað mest 14 mörk í leik, síðan einu sinni 13 og 12, þrisvar 11 og einu sinni 10. ■ Sigurður Sveinsson hefur skorað flest mörk í leik — 17/6 mörk þegar Selfoss lagði KR að velli, 34:30. Sigmar Þröstur ver mest Sigmar Þröstur Óskarsson, félagi Valdimars hjá KA, er sá markvörð- ur sem hefur varið mest, eða alls 150 skot. Hann hefur varið flest vítaköst, eða ellefu. Þá hefur hann varið flest vítaköst í leik — fjögur gegn FH á Akureyri. ■Alexander Revine, markvörður KR, er sá leikmaður sem heftur varið flest skot í leik — 27/2 í leik gegn ÍBV. ■Fjórir markverðir hafa skorað í 1. deildarkeppninni. Viktor Viktors- son hjá Aftureldingu hefur verið iðnastur við kolann, skorað þrjú mörk. Valsvörnin sterk Valsmenn hafa þurft að hirða knöttinn sjaldnast úr netinu hjá sér, eða 240 sinnum. Það er átján mörkum færra en næstu lið, sem koma á blaði — Haukar, KA og ÍR (258). Markverðir Vals hafa varið 145 skot, sem hafnað hafa á marki — innan markrammanns, þannig að þeir hafa varið 37,6% af þeim skotum sem hafa ratað rétta leið að markinu. ■Markverðir Selfyssjnga hafa varið flest skot samtals. Hallgrímur Jónasson og Gísli Felix Bjarnason hafa varið 175 skot, en Selfyssing- ar hafa fengið á sig 286 mörk, þannig að 461 skot að marki þeirra hafa ratað rétta leið. Þeir félagar hafa varið 38% skota, sem hafa komið á markið. 148 leikmenn hafa skorað Alls hafa 148 leikmenn skorað í 1. deild. Akureyrarliðin KA og Þór hafa 29 þeirra í herbúðum sínum — KA 15, en Þór 14. Fjöldi leik- manna sem hafa skorað í öðrum liðum, eru: Víkingur og Haukar 13, Valur, FH, ÍBV, Afturelding, KR og ÍR 12, Stjarnan 11 og Selfoss 10. ■Víkingar hafa skorað flest mörk, eða 293, en fast á eftir koma Selfyssingar (292), FH-ingar og Haukar (291). ■ Sjö af leikmönnum Selfyssinga hafa skorað öll mörk þeirra nema 7. Þannin hafa Valdimar og Hilmar skorað mork 14 13 Valdimar Grímsson, KA 111/46 Hilmar Þórlindsson, KR 81/29 1. umf Víkingar fá táningalið KR-inga í heimsókn og Afturelding sækir Þór heim. Þórsarar hafa ekki fagnað sigri frá því í 2. umferð er þeir lögðu Eyjamenn á Akureyri. Síðan hafa þeir leikið níu leiki í röð án sigurs. Eyjamenn taka á móti KA. KA-liðið, sem hefur verið á upp- sveiflu eins og Víkingur, hefur leikið fimm leiki í röð án taps — unnið þrjá, en gert tvö jafntefli. Valdimar Grímsson sagði í viðtali við Morgun- blaðið á dögunum, að KA-liðið hafi verið frekar lengi að komast í gang, þar sem leikmenn liðsins voru að æfa upp ný leikkerfi. „Þetta er allt að smella saman hjá okkur.“ STAÐAN Fj. leikja u i T Mörk Stig VALUR 11 8 1 2 276: 240 17 HAUKAR 11 7 3 1 291: 258 17 FH 11 7 1 3 291: 285 15 VÍKINGUR 11 6 2 3 293: 273 14 UMFA 11 5 3 3 278: 275 13 STJARNAN 11 5 2 4 266: 260 12 KA 11 4 3 4 270: 258 11 SELFOSS 11 4' 3 4 292: 286 11 IR 11 4 2 5 256: 258 10 KR 11 3 1 7 251: 272 7 IBV 11 1 1 9 267: 305 3 ÞOR 11 1 O 10 261: 322 2 Valdimar Grímsson í leik gegn Eyjamönnum á Akureyri, en þar skoraði hann 10 mörk 128:22 sigri KA. KA leikur í Eyjum í kvöld og síðan aftur í undanúr- slitum bikarkeppninnar 6. febr- úar. Markahæstu menn 1 ValdimarGrímsson, KA 111/45 HilmarÞórlindsson, KR 81/29 Jóhann Samúelsson, Þór 72/11 Birgir Sigurðsson, Víkingi 70/ 7 Sigurður Sveinsson, Selfossi 65/21 Konráð Olavson, Stjörnunni 65/15 Dagur Sigurðsson, Val 64/27 Guðjón Árnason, FH 63/15 Björgvin Þ. Rúnarsson, ÍBV 59/ 4 Jónann Örn Ásgeirsson, ÍR 58/26 Einar G. Sigurðsson, Selfossi 55 GunnarGunnarsson, Víkingi 55/11 Zoltan Belany, ÍBV 55/28 Magnús Sigurðsson, Stjörnunni 52/18 Sævar Árnason, Þór 52/ 1 Páll Ólafsson, Haukum 51/11 Halldór Ingólfsson, Haukum 50/15 Guðfinnur Kristmannsson, ÍBV 49 Knútur Sigurðsson, FH 49/22 Ólafur Stefánsson, Val 48 Alexei Trúfan, Aftureldingu 47/29 Jason Ólafsson, Aftureldingu 47 Branislav Dimitrijv, ÍR 46/ 9 Njörður Árnason, IR 46 Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni... 45 Róbert Sighvatsson, Aftureldingu.... 45 Petr Baumruk, Haukum . 44/14 Páll Beck, KR 43 Sigurður Sveinsson, FH 43 Alfreð Gíslason, KA 41 Gunnar Andrésson, Aftureldingu 41 Gústaf Bjamason, Selfossi . 40/ 7 Þeir verja mest Sigmar Þröstur Óskarsson, KA .150/11 Bergsveinn Bergsveinsson, FH .145/ 6 Magnús Sigmundsson, ÍR .131/ 5 Guðmundur Hrafnkelsson, Val .118/ 4 Hallgrímur Jónasson, Selfossi .116/ 3 Alexander Revine, KR .104/ 6 Hlynur Jóhannesson, ÍBV .103/ 4 Reynir Þ. Reynisson, Víkingi .103/ 5 Ingvar Ragnarsson, Stjörnunni . 97/ 4 Hermann Karlsson, Þór . 96/ 4 Bjami Frostason, Haukum . 74/ 7 | Flest skot varin 29 markverðir hafa varið skot í 1. deildar- keppninni. Árangur félagsliða í markvörslu er þessi: (tölur innan sviga sýna hve mörg- um markvörðum hefur verið teflt fram). Selfoss (2)......................179/ 6 Stjaman(3).......................155/ 6 FH (2)............................154/8 ÍR (4)...........................154/ 8 KA(2)............................154/12 KR (2)...........................150/ 8 Víkingur(2)......................147/ 5 Valur(2).........................145/ 5 Haukar(2)........................142/11 Afturelding (3)..................140/ 4 Þór (3)..........................131/ 7 ÍBV (2)..........................128/ 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.