Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLADIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994 37 Sveinbjörn Beinteins- son - Minningarorð I Eyrbyggja sögu er sagt frá Birni Ketilssyni flatnefs, bróður Auðar djúpúðgu, Helga bjólan, Þór- unnar hyrnu og Jórunnar manvits- brekku. Þeir sem þekkja sögurnar vita að þessi systkinahópur er einn sá glaestasti sem um getur við land- nám íslands. Björn var kallaður hinn austræni því hann „varð þess viss, at þau (systkinin) höfðu annan átrúnað, ok þótti honum þat lítil- mannligt, er þau höfðu hafnat forn- um sið, þeim er frændr þeira höfðu haft". Nú er fallinn frá Sveinbjörn Bein- teinsson sem líkt og nafni sinn í Eyrbyggju var hin síðari ár kenndur við hinn forna sið og nefndur alls- herjargoði. Sveinbjörn var enda hafsjór af fróðleik um sögufnar, ættfræði, staðfræði, goðafræði og skáldskap. En hann fór vel með þann fróðleik, hlúði að honum með sjálfum sér og miðlaði honum góð- fúslega ef til hans var leitað. Kynni mín af Sveinbirni voru ekki löng en ég er glaður að ég fékk að kynnast svo verðugum full- trúa fornra gildasem virðast vera að glatast okkur íslendingum. Líkt og flestir hafði ég tekið eftir þessum sérkennilega manni í þjóðlífinu en það var fyrst þegar ég kynnti mér Bragfræði og háttatal það sem hann gaf út árið 1953 aðég fór að veita honum athygli. í þeirri ágætu bók eru nefndir og skýrðir 450 bragarhættir og það eru allir þeir hættir sem Sveinbjörn vissi til að haf a verið ortir undir heilar rím- ur. En Sveinbjörn gerði meira en að tína til þessa hætti og nefna þá, oft með nýjum nöfnum, því hann gerði sér lítið fyrir og orti háttatal- ið sjálfur. Við nánari kynni af Svein- birni sannfærðist ég um að betri hagyrðingur væri vandfundinn á 20. öld og jafnframt sé ég að sam- an fór áhugi okkar og virðing fyrir íslenskri sögu og menningu. Sveinbjörn var einstakur maður og ófeiminn við að vera öðruvísi en samferðamenn sínir, enda þurfti hann ekki að skammast sín eða fyrirverða sig fyrir hvað hann var. Hann var hreinn og beinn, vingjarn- legur, örlátur, hógvær, glaður og reifur. Þótt hann hefði sínar skoð- anir á hlutunum var það fjarri hon- um að troða þeim upp á aðra eða gera Iítið úr hugmyndum annarra. Hann var viss í sinni sök og hafði í þeirri vissu öðlast þá ró og um- burðarlyndi sem einkennir alla and- ans menn. Sveinbjörn stofnaði ásamt nokkr- um öðrum Ásatrúarfélagið fyrir rúmum tuttugu árum til aðhalda á lofti menningararfi okkar. í hug- um flestra er hann tengdur því fé- lagi órjúfanlegum böndum og má segja að það hafi verið gæfa þessa félagsskapar að Sveinbjörn varð persónugervingur hans. Drjúgur hluti tíma hans fór í að sinna verk- efnum í tengslum við félagið, því til hans leituðu bæði innlendir og erlendir menn í tugatali á hverju ári og alltaf var Sveinbjörn reiðubú- inn að verða að liði ef hann mætti. Undanfarin ár starfaði ég með Sveinbirni í Ásatrúarfélaginu og ég veit að þar verður merki hans hald- ið á lofti og unnið áfram í hans anda. Sveinbjörn vildi hefja til vegs fornan sið og forn menningarverð- mæti því hann var viss um að þar leyndist margur gimsteinninn sem hverjum manni er hollt að kunna skil á, hvort sem hann lifir og deyr á tíundu öld, tuttugustu öld eða þeirri þrítugustu. Þótt ytri aðbúnaður manna breytist í tímans rás, trúarhug- myndir og heimsmynd, er margt sem alltaf verður samt við sig, sum verðmæti falla aldrei úr gildi. Svein- björn helgaði líf sitt að miklu leyti þessum verðmætum, hann safnaði að sér fróðleik og visku, gaf jmeiri gaum að andans mennt en verald- legu vafstri og tókst það sem okkur flestum reynist svo erfitt; að lifa sáttur við sjálfan sig, guði og menn. Eldur er bestur með ýta sonum og sólar sýn, heilyndi sitt ef maður hafa náir, án við löst að lifa. (Hávamál) Reynir Harðarson. Sveinbjörn Beinteinsson varð bráðkvaddur á aðfangadag jóla 1993. Hann var áttunda og yngsta barn hjónanna í Grafardal, Bein- teins Einarssonar og Helgu Péturs- dóttur Jónssonar stórbónda á Drag- hálsi og konu hans, Halldóru Jóns- dóttur. Þau voru af borgfirskum bændaættum. Beinteinn var sonur Einars Ólafssonar góðbónda í Litla- Botni og seinni konu hans, Sigríðar Helgadóttur frá Stóra-Botni. Sá sem hér skrifar á góðar minn- ingar um þetta sómafólk frá veru sinni á heimili þeirra á Geitabergi, en vorið 1929 fluttust þau frá Graf- ardal að Geitabergi er þau höfðu keypt þá góðu jörð. Þar bjuggu þau í sjö ár, til 1936, að þau flytjast að Draghálsi. Beinteinn var orðlagður þrifnað- ar- og reglubóndi, mikill fjármaður og náttúruunnandi. Hann var kvæðamaður góður og hagyrðing- ur, þó að ekkert vildi hann láta skrifa upp eftir sig. Ég heyrði hann oft kasta fram vísu, sem varð til á stundinni, af ýmsum tilefnum, ég held hann hafi verið það sem nefnt var talandi hagyrðingur. Mér þótti Beinteinn skemmtilegur maður og drengur góður í viðkynningu. Hann var mjög gestrisinn og hafði gaman af að fá fólk í heimsókn. Hann var fróður, vel lesinn og greindur. Helga var einnig greind kona, fróð og minnug, hún var bráðmyndarleg húsmóðir í öllum verkum og handa- vinnukona listræn og fjölhæf. Börn þeirra hjóna eru alkunn fyrir ljóðakver sín og hagmælsku. Það hefur þótt nokkuð sérstakt að sex af átta systkinum skuli vera búin að gefa út eigin ljóðabækur hvert fyrir sig, sum fleiri en eina. Sveinbjörn var sem kunnugt er einn færasti bragsnillingur landsins og gaf út hinar ýmsu bækur varð- andi þá list, háttatöl og rímnagald- ur. Ein bókin geymir 450 bragar- hætti og yrkir hann við þá alla. Margt fleira er til eftir Sveinbjörn sem lengst mun halda minningu hans til haga. Sveinbjörn segir frá sjálfum sér allvel í bók sem út kom 1992 fyrir jólin. Þar kemur vel fram hve hann var alltaf hógvær og laus við grobb og mikilmennsku. Sveinbjörn var sex til sjö ára þegar ég var á heim- ili hans og hefí þekkt hann síðan. Við höfðum um árabil allmikið sam- an að sælda. Ég fékk upprekstrar- leyfi fyrir fé mitt á Draghálsi um árabil. Því var oft mikið fjárrag og smalamennskur. Ég keyrði fyrir hann heyi af engjunum og margt fleira. Hann var tíður gestur á Mið- felli. Sveinbjörn var einstaklega orð- var maður, hann hugsaði aldrei illt til nokkurs manns. Hann var stillt- ur, orðfár og prúður, gat verið glað- ur þegar svo bar undir. Skemmti víða með því að kveða rímur og fleira, oft eigin gamanvísur á þorra- blótum og víðar. Hann var lands- þekktur hagyrðingur, kvæðamaður og frá 1972 sem allsherjargoði, sem ég lít sem gáskafullan leik og nokkra alvöru. Hann var mikill unnandi sveitarinnar en enginn bóndi, latur við skepnuhirðingu, en allgóður sláttumaður með orfi og hafði gaman af. Hann var gáfaður listamaður, sem vildi frelsi á öllum sviðum fyrir sig. Besta þökk fyrir góð kynni. Valgarður L. Jónsson. Fleiri minningargreinar um Sveinbjörn Beinteinsson bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN STEINÞÓRSSON, Grettisgötu 45, verður jarðsunginn fré Hallgrímskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minn- ast hins látna er bent á Orgelsjóð Hallgrímskirkju. Sesselja Jónsdóttir, Grétar Jónsson og aörir aðstandendur. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HJÖRTUR PJETURSSON cand. oecon löggiltur endurskoðandi, Baugatanga 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 12. janúar, kl. 13.30. Laura F. Claessen, Soff ía Kristín Hjartardóttir, Hörður Barðdal, Hjörtur H.R. Hjartarson, Halla Hjartardóttir, Jean Eggert Hjartarson, Laura Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Margrét K. Svafarsdóttir, Kristinn Valtýsson, Gríma Huld Blængsdóttir, Waiter Ragnar Kristjánsson, + Minningarathöfn um ástkæra móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓSK DAGÓBERTSDÓTTUR frá Hellissandi, ferframfráÁskirkju á morgun.fimmtudaginn 13.janúarkl. 13.30. Jarðsett verður frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14.00. Bílferð verður frá BSÍ kl. 8.00 sama dag. Guðmundur Sigurðsson, Lára D. SigurSardóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Guðni Þ.T. Sigurðsson, Fanney SigurSardóttir, Magnea G. SigurSardóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Anna Þorleif sdóttir, Theódór Jónasson, Haraldur Brynjólfsson, Áslaug Úlfsdóttir, Georg Elíasson, Pétur Jóhannesson, Þorbergur FriSriksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR ÓLAFAR EYJÓLFSDÓTTUR (LÖLLU), SuSurgötu 15-17, Keflavfk. Þórarinn fvar Haraldsson, Ingibjörg Elfasdóttir, GuSrún Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ólöf Magnúsdóttir, Jóhann Pétursson, + Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, föður og bróður, FJALARS RICHARDSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Stella Gísladóttir, Richard Kristjánsson, börn og systkini hins látna. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, GÍSLA JAKOBSSONAR bakarameistara, Skipasundi 24, Reykjavík. Ólöf S. Gfsladóttir, Gunnlaugur H. Gíslason, GuSbjörg Gísladóttir, Þorsteinn Gíslason, Gísli Gfslason, GuBrún Gísladóttir, Pétur Hjálmsson, Halla Guðmundsdóttir, SigurSur SigurSsson, Ásdís Jónsdóttir, Hallbera Jóhannesdóttir, ÞorvarSur GuSlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Svalbarða 11, HafnarfirSi. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Guð blessi ykkur öll. Þorleifur Gunnarsson, Lilja Sveinsdóttir, Haukur Jónsson, GuSrún Sveinsdóttir, Þórarinn Kristinsson, Anney Sveinsdóttir, Franz Arason, bamabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför VILHJÁLMS ARNAR LAURSEN, bifvélavirkjameistara, Álfheimum 28, Amalía Jóna Jónsdóttir, Bergþóra Vilhjálmsdóttir, Matthías Eydal, Grétar Ö. Vilhjálmsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Ósk H. Vilhjálmsdóttir, Perla Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Viggósdóttir, Valur NorSdahl, og barnabörn. Jón Bergvinsson + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærrar eigin- konu minnar, móðurokkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, MARÍU MAGNÚSDÓTTUR, Austurgötu 22, Keflavík. Sigurður Sumarliðason, Emil Sigurbjörnsson, Magnús Sigurðsson, Margrét Sigurðardóttir, Halldóra SigurBardóttir, Sigmar SigurSsson, Emilía Magnúsdóttir, Bergur Vernharðsson, Ástvaldur Valtýsson, Edda Hjálmarsdóttir, Dallas Blevins, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.