Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 „ 5tuociarr} helct eg O-ó 6 tjÖW íyrirtzðkis ■ ins haf>' ertgan áhuga á velferh otkar." Með morgunkaffiiiu Ég á engan tíkall. Til hvers þarftu hann? HÖGNI HREKKVÍSI É=G HSF LOKlP VI&A& STSVPA?.' " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Seljið ekki fyrir ykkur staðsetningu brunastaðarins Frá Sigrúnu Guðmundsdóttur: Nýlega heyrði ég í „Þjóðarsál- inni“ talað um söfnun fyrir l'jöl- skyldu á Húsavík, sem missti allt sitt í bruna, og báðu aðilar um að söfnun yrði lokað þegar safnast höfðu 4 milljónir króna. Sá sem um þetta ræddi, sagði að betur færi að fleiri hefðu þennan hugsunar- hátt. Nú langar mig aðeins að koma inn á það, að safnanir ganga mis- jafnlega vel og mun þessi söfnun á Húsavík hafa gengið alveg sérstak- lega vel og samgleðst ég þeim sem Frá Árna Helgasyni: í ÆSKU minni á Eskifirði stofnuð- um við nokkrir unglingar þar skáta- félag sem við nefndum Samheija. A þeim tíma var skátahreyfingin í miidum uppgangi og má segja að hún hafi fengið mikla útbreiðslu. Þessi félagsskapur laðaði ungmenni að sér og hafði bæði skátaheit og reglur sem voru uppbyggjandi í æskulýðsstarfi og gáfu ungu fólki svo mikið til athafna. Félagið starf- aði vel og hugsjónalega undir kjör- orðinu Vertu viðbúinn og það reynd- um við að gera eins og kostur var. Við komum upp boðkerfi milli félag- anna sem var þannig að hægt væri að kalla þá saman með litlum fyrir- vara. Við urðum að bera boðin sjálf- ir því ekki var sími til almennra nota þá. Mér datt í hug kjörorðið okkar þegar ég var að fara yfir trúaijátn- inguna sem við vorum fermd upp á og kennarinn okkar útskýrði og bað okkur um að taka alvarlega og sérstaklega kaflann um endurkomu höfðu þar misst allt sitt, að fá styrk til að byggja upp með endurnýjun þess sem eyðilagðist. Ég hefi haft nokkuð með að gera söfnun fyrir mæðgur, sem hvor um sig missti sína búslóð (aleigu) ótryggða er brann í Hegranesi 29 í Garðabæ í nóvember sl., en þar er aðra sögu að segja. Þrátt fyrir „söfnun í gangi“ í næstum 2 mán- uði, þá hefir þar ennþá ekki komið inn ein milljón allt í allt, þó margir aðilar hafi gefið rausnarlega og vil ég flytja öllum þeim sem gefið hafa í þann sjóð kærar þakkir fyrir fram- lög sín, fyrir hönd mæðgnanna, en Krists þar sem segir um Jesú. Hann steig niður til heljar og reis á þriðja degi upp frá dauðum steig upp til himna og situr nú við hægri hönd guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Og hvað okkur langaði til að vera viðbúin á þeirri stundu þegar kenn- arinn okkar hafði útskýrt þetta fyr- ir okkur. í dag eru miklir umbrotatímar og menn hafa í svo mörgu að snú- ast að ég held, því miður, að fáir kunni trúaijátninguna. Ég hefi spurt hóp manna og auðvitað velk- ist hún fyrir þeim og gleymskan er mikil, þá er svo margt annað sem liggur á. En nú þegar ég festi þess- ar línur á blað verður mér hugsað til æskudaganna og skátaheitisins og kjörorðsins. Vertu viðbúinn. Og þess vegna vil ég minna á tilgang lífsins og orð frelsarans og segja á máli okkar skátanna: Vertu viðbú- inn. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. margir hafa auðvitað ekki af miklu að taka svo öll framlög eru stór og hlýhugur og skilningur eru mikils virði. Fyrir konurnar tvær þarf þó meira til, svo þær geti komið sér aftur upp vísi að tveim búslóðum frá grunni. Mér hefur verið sagt að lítil sam- félög úti á landi standi vel að sínum aðilum og styrki þá af krafti; þegar illa fer. Aftur á móti hefi ég einnig heyrt að þar sem húsið í Hegranesi 29 er talið í ríkismannahverfi, þá hafi margir litið þannig á að nábú- arnir myndu sjá um framlög til sinna nágranna í tilfellum sem þess- um og þess vegna sé óþarfi að standa að neinni söfnun. Annað sem virðist koma neikvætt út er það, að þarna hafi einstæð kona verið með of stórt hús og því sé engin þörf á styrkja við hana. Þá er litið framhjá því að konan er öryrki og nokkuð fullorðin og hefur engin tök á því að vinna sér inn peninga til að endurnýja hluti sem eyðilögðust í eldsvoðanum. Þó allir eigi nóg með sig og sína, þá er það von mín að einhver sam- tök einhvers staðar á landinu sjái sér fært að veita konunum meiri aðstoð svo þær geti komist yfir þá alnauðsynlegustu hluti, sem allir verða að hafa til að lifa sómasam- legu heimilislífi, og vona ég þá að fólk setji ekki fyrir sig staðsetningu brunastaðarins, sem neikvætt atriði við þessa söfnun, en þörfin er jafn mikil hvort sem húsið stóð í þessu eða öðru hverfi. Tjónið var það sama og þörfin fyrir aðstoð er sú sama. Reikningsnúmer söfnunar- innar í Sparisjóði Hafnarfjarðar er 404515. Ég vil enn á ný þakka öll- um sem styrkt hafa mæðgurnar á einhvern hátt. SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, 2’70 1 34-4409. Ertu viðbúinn? Víkveiji skrifar Mikið getur það nú glatt hjarta landans, þegar Islendingum gengur vel, á mælikvarða sem er eitthvað stærri og og víðtækari, en sá íslenski. Sennilega á þetta við um frammistöðu íslendinga á hvaða sviði sem er, þegar niðurstaðan verður sú í huga Frónbúa að þessi eða hinn skari fram úr, þegar hann eða hún er borin saman við það sem gengur og gerist úti í hinum stóra heimi. Hvort sem um er að ræða frammistöðu söngkonu eins og Bjarkar Guðmundsdóttur, sem virð- ist vera orðin eins konar þjóðar- eign, Kristjáns Jóhannssonar, stór- söngvara, Sigrúnar Eðvaldsdóttur, fiðluleikara, Olafs Árna Bjarnason- ar, tenórsöngvara, bridslandsliðsins okkar, skákmeistara okkar, hand- boltalandsliðs okkar, eða hvaða af- reksfólks sem er, þá fyllumst við íslendingar ævinlega þjóðarstolti, sumir kannski þjóðarrembu, þegar við getum gefið viðkomandi ein- staklingum eða liðsheildum þá ein- kunn, að þeir eða þær hafi staðið sig frábærlega. xxx egar slík einkunnagjöf á við, þá verður áhugahópur í við- komandi listgrein eða íþróttagrein ávallt margfalt stærri, en hann var, á meðan hægt var að einskorða viðkomandi menningar- eða íþrótta- viðburð einvörðungu við menningu eða íþróttagrein. Þannig er Vík- veiji ekki í nokkrum vafa um að íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik náði á sunnudagskvöld að höfða til mun stærri áhugahóps, með frábærum sigri sínum á lands- liði Hvít-Rússa, en það gerði í fyrri leik sínum, þegar það tapaði fyrir Hvít-Rússum með þriggja marka mun. Nú bíður gjörvöll þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr síðari leik Hvít-Rússa og Króata í dag, með þá ósk heitasta i huga, að um burst verði að ræða, á annan hvorn veginn. Að þeirri niðurstöðu fenginni, að því gefnu að um burst verði að ræða (harla ólíklegt að mati Víkverja)Úþá mun önnur bið upphefjast, eftir heimaleik okkar gegn Finnum næsta sunnudag, þar sem við væntanlega þurfum einnig að bursta andstæðingana nokkuð hraustlega, til þess að eygja ein- hveija von um að komast í úrslit Evrópumótsins í Portúgal. xxx Hvað sem öllum vangaveltum um framhaldsgengi lands- liðsins okkar líður, eða ekki, var Víkveiji yfir sig hrifinn af leik ís- lenska landsliðsins í Laugardalshöll á sunnudagskvöld. Man hann vart eftir annarri eins markvörslu og Bergsveinn Bergsveinsson sýndi í þessum leik - tilþrifin voru stórkost- leg, staðsetningarnar með þeim hætti, að hann beinlínis virtist lesa Hvít-Rússana löngu áður en þeir munduðu sig til þess að skjóta að marki, og hann varði hvert skotið á fætur öðru, meistaralega. Það var ekki að furða að hátt í þijúþúsund áhorfendur í Laugardalshöll brygð- ust við með þeim hætti, þegar ljóst varð í hvers konar banastuði Berg- sveinn var, að hrópa einni röddu hvað eftir annað: „Bergsveinn!“ „Bergsveinn!“ „Áfram Bergsveinn!“ Þar að auki fór Sigurður Sveinsson (Siggi Sveins) á slíkum kostum í leik sínum, að helst mætti líkja línu- sendingum hans við lygasögu. Það eru áhöld um hvort flokka á tækni hans, leikbrellur, lelkgleði og færni, þegar allir hans hæfileikar á þessu sviði njóta sín eins og þeir gerðu í þessum leik, undir íþrótt eða list. Líklega hvorutveggja! Héðinn Gils- son átti einnig snilldartakta í þess- um leik, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu þessara þriggja ein- staklinga, þá var þetta fyrst og síð- ast sigur leikglaðrar liðsheildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.