Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 33 Hjörtur Pjeturs- son — Minning Fæddur 21. febrúar 1922 Dáinn 29. desember 1993 Mig langar að minnast vinar míns Hjartar Pjeturssonar, sem nú hefur kvatt þetta líf og lagt upp í hina miklu ferð. Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil Hjartar. Hér verða aðeins skráð stutt kveðjuorð frá gömlum vini, æskufélaga og skólabróður. Með þessum fátæk- legu kveðjuorðum langar mig til þess að þakka Hirti persónulega góða samfylgd í lífsbaráttunni og þakka allar liðnar ánægjustundir á lífsleiðinni. Hjörtur Pjetursson var fæddur 21. febrúar í Reykjavík og því 71 árs að aldri er dauða hans bar að. Hann andaðist eftir stutta sjúk- dómslegu í Frakklandi 29. desem- ber sl., en þar höfðu hann og eigin- kona hans Laura Claessen búið í um tvö ár. Þegar Laura var stödd hér á landi fyrir stuttu kom hún í heimsókn til okkar hjónanna. Feng- um við þá fréttir af dvöl þeirra ytra. Sýndi hún okkur ljósmyndir af húsnæði þeirra úti og inni, ásamt myndum af þorpinu sem þau bjuggu í. Meðal annars þess vegna bað ég Hjört í jólakorti að skrifa okkur bréf við næsta tækifæri og segja okkur nánar frá öllum högum þeirra í þessu fjarlæga landi. Mikið er ég þakklátur að degi áður en Hjörtur fór á sjúkrahús póstlagði hann fjögurra síðna bréf með ýms- um persónulegum fréttum. Viku síðar var Hjörtur allur. Bréfið er mér því dýrmætt. Menn eignast yfirleitt vini á þeim árum sem þeir eru að mótast í skóla. Síðan er menn fara hver í sína áttina, eignast heimili og missa hver af öðrum í ys lífsins. Einstaka sinnum hittir maður þó menn sem maður laðast að sökum viðmóts þeirra og mannkosta. Þessa menn vill maður öðrum fremur kalla vini sína. Einn þessara manna var Hjörtur Pjetursson. Já, það er margs að minnast eftir langa vináttu, eða allt frá því að fundum okkar bar fyrst saman fyrir meira en hálfri öld. Við Hjört- ur vorum jafnaldrar. Fæddir á sama ári, ég 12. febrúar, en hann 21. febrúar. Strax eftir fyrstu kynni okkar, fékk ég hringingu á afmælisdaginn. Það var Hjörtur að óska mér til hamingju. Þegar ég forviða spurði hvernig hann myndi eftir þessum degi, svaraði hann: Enginn vandi, ég sný bara mínum afmælisdegi við. Alla tíð síðan, á hverju ári hef ég fengið upphring- ingu frá Hirti. Slík var vinátta hans og hlýja. Við vorum 13 ára þegar við hitt- umst fyrst. Settumst þá báðir í 1. bekk Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ágústarskólans). Við vorum síðan sambekkingar alla okkar skólatíð. Eftir gagnfræðaskóla í Mennta- skólanum í Reykjavík og að síðustu í viðskiptadeild Háskóla íslands. Það er margs að minnast þegar litið er um öxl eftir langa ferð. Fyrsta minningin og sú elsta sem stendur upp úr, er þegar við fórum tveir saman í heimsókn til vinar okkar í mjólkurbúinu í Hveragerði. Við fórum hjólandi báðar leiðir og gistum þar tvær nætur. Þetta var ógleymanleg ævintýraferð fyrir óharðnaða unglinga. Já, minning- arnar hrannast upp í huganum. Eg minnist þess að við hlustuðum á allar þær jazz-plötur sem við komumst yfir. Fórum í andaglas, spiluðum l’hombre, póker og brids. Stofnuðum fjórir BB-klúbbinn (Brids og badminton) þegar við vorum í Háskólanum. Tókum þátt í alls konar íþróttum. Ég held að ég hafi verið meiri æringi en Hjört- ur og betri í íþróttum, en Hjörtur var frábær teiknari og síðast en ekki síst afar músíkalskur. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka Hirti fyrir það hvernig hann auðgaði líf mitt með því að veita mér innsýn í heim hljómlistarinnar. Já, það er margs að minnast eftir langa vináttu. Þegar ég hugsa til baka er það þó ein minning sem kemur oftast upp í hugann. í mörg ár var ég heimagangur á heimili foreldra Hjartar. Eg man enn eftir móttökunum í fyrstu skiptin sem ég kom þar. Það að vera gestur á því heimili, vera tekinn alvarlega og þar að auki meðhöndlaður sem fullorðin manneskja og jafningi, var ekki svo lítill styrkur fyrir þá vanmáttarkennd sem oft leynist með ungu fólki á vissu aldurs- skeiði. Foreldrar Hjartar, Svanfríð- ur og Pétur, tóku mér strax ein- dæma vel og þá ekki síður systkini Hjartar, Sigríður, Hjördís og Gunn- ar. Þegar ég lít til baka og hygg að kynnum mínum við þessa góðu fjölskyldu eru mér efst í huga fjöl- margar ángæjustundir á þessu heimili. Glettni og skemmtilegt við- mót allra og það hlýja andrúmsloft sem lék um húsið. Þar voru mín fyrstu kynni af píanói því öll fjöl- skyldan spilaði á það hljóðfæri. Þegar Laura og Hjörtur stofnuðu sitt eigið heimili varð það sama uppi á teningnum og hafði verið í hans foreldrahúsum. Ég minnist ótal samverustunda á heimili þeirra þar sem gestrisni og glaðværð réðu ríkjum. Eins og áður sagði var Hjörtur með afbrigðum músíkalsk- ur og hrókur alls fagnaðar í vina- hópi og naut þess að taka á móti gestum. Allir sem þekktu Hjört fundu hlýju þá og vingjarnlegheit sem af honum stafaði. Heimili hans og Lauru var öllum vinum þeirra opið og þau voru alltaf reiðubúin að stækka vinahópinn. Eftir stúdentspróf höfum við bekkjarSýstkinin hist á fímm ára fresti. Við höfum þá sjálf haft allan veg og vanda af þessum samkom- um. Skemmtikraftar sem minnst aðfengnir. Við höfum verið sam- hent og sjálfum okkur nóg og í því átti Hörtur ekki minnsta þáttinn. Kæri vinur, nú að leiðarlokum vil ég þakka þér allt gott sem ég á þér upp að unna eftir áralanga vináttu. Mig langar að enda þessi kveðjuorð með tilvitnun í framan- greint bréf þitt til mín, sem ég móttók daginn sem þú hvarfst á braut. Mér finnst niðurlag bréfsins lýsa þér svo vel: „Við Laura þökkum ykkur vinar- þelið og hlýjuna á því ári sem er að líða. Ekki gleymum við þessari hálfu öld, sem vináttubönd okkar hafa ekki brostið. Þökkum þau ár. Jæja Benni minn. Þetta bréf er víst nóg fyrir árið. Þótt þú svarir ekki í síma 12- febrúar, þá ætla ég að hringja samt aftur! Þinn eldamli vinur Hjörtur Pjetursson." Góði vinur, líklega fæ ég engar afmælisóskir frá þér á þessu ný- byijaða ári, d'n ég trúi því að leiðir okkar eigi eftir að liggja saman á ný og ég vona að þér farnist vel á þeim leiðum sem þú nú hefur lagt út á. Laura mín, ég og Stella sendum þér og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Endurminningin um góðan dreng er besti minnisvarði hans. Blessuð sé minning Hjartar Pjet- urssonar. Benedikt Antonsson. Afi Hjörtur er dáinn eftir stutta sjúkrahúslegu í Frakklandi. Hjá afa í Reynisnesi, eins og ég kallaði hann flest þau ár sem ég þekkti hann, kynntist ég fyrst spila- mennsku hans sem ég tel mig búa að í dag vegna þess hve mikið ég dvaldist í Reynisnesi. Afi spilaði mikið á orgel og píanó og vegna þess hve greiður aðgangur var að hljóðfæri náði ég fljótt að setja saman tóna sem oft voru slípaðir af afa. Þótt fáir ef nokkrir í fjöl- skyldunni hafi komið heim á nýjum bílum eins oft og afi snertir það mig þó ekki eins mikið og þegar hann endurnýjaði orgelin sín á nokkurra ára fresti. Ég man að hjá honum var það nýja alltaf það besta og sem var komið til að vera, þótt flygill og píanó hafi orðið ofan á síðustu árin, kannski var það eins með bílana. Alltaf þegar ég kom í Hvassaleit- ið til þeirar, var sest niður og gætti amma þess að veitingar væru nóg- ar. Oftast fræddu hann og amma mig um frændur mína og frænkur, skyldleika þeirra við mig og aðra ættfræði, en á henni hafði afi mik- inn áhuga. Þegar svo loks var kom- ist til botns í ættfræðinni settist afí yfirleitt við hljóðfærið og spilaði fyrir mig tilbrigði af sínum uppá- haldslögum sem hann kryddaði oft með djassi. í október síðastliðnum fæddist dóttir mín, hans fyrsta langafa- barn, og fyrir okkur afa var það ánægjulegt að hann næði að sjá einn lið úr sinni. eigin ætt áður en hann dó. Innilegustu samúðarkveðjur, amma mín. Þórður Vilberg. Fallandi haustlauf á foldu svífa, fölna þar og verða aftur mold. Þannig mun dauðinn þjökuðum hlífa, sem þreytt hafa bæði sinni og hold. Kveðja frá barnabörnum og barnabarnabarni. í dag verður til moldar borinn góður vinur og vinnufélagi í 15 ár, Hjörtur Pjetursson, viðskiptafræð- ingur og löggiltur endurskoðandi. Hjörtur réðst til Seðlabankans á miðju ári 1975 og starfaði hann fyrst sem sérfræðingur í lánadeild, en seinni helming starfstímans vann hann við rekstrardeild bank- ans, eða þar til hann hætti störfum í árslok 1989 sökum heilsubrests. Hjörtur var vel menntaður og hafði öðlast dýrmæta starfsreynslu þegar hann hóf störf við bankann. Hann lauk kandidatsprófi í við- skiptafræði við Háskóla íslands árið 1945 og fór þá til náms í Sví- þjóð þar sem hann lagði einkum stund á reikningsskil og vélabók- hald. Þegar hann kom heim ári síð- ar setti hann upp eigin endurskoð- unarskrifstofu og löggildingu í end- urskoðun fékk hann í ársbyijun 1950. Síðar fór hann til Bandaríkj- anna og kynnti sér kerfissetningar á bókhaldsvélum hjá Burroughs og vann hann við það jafnhliða endur- koðunarstörfum í mörg ár. Með þetta góða veganesti kom Hjörtur í Seðlabankann þar sem hann miðlaði okkur hinum af þekk- ingu sinni og hæfni. Okkur í rekstr- ardeild bættist því góður liðsstyrk- ur þegar Hjörtur kom til starfa þar um það leyti sem framkvæmdir við Seðlabankabygginguna voru að hefjast. Sá hann m.a. að miklu leyti um allt byggingarbókhaldið, yfir- ferð reikninga og verksamninga og fórst honum það allt fagmannlega úr hendi eins og vænta mátti. Minn- ist ég ekki að endurskoðendur bankans hafi nokkurn tímann gert athugasemdir við neitt sem að byggingarbókhaldinu laut né önnur bókhaldsverkefni sem Hjörtur ann- aðist. Auk fyrrgreindra starfa voru Hirti einnig falin ýmis trúnaðar- störf fyrir bankann. Má þar nefna setu hans í gjaldmiðilsnefnd, sem undirbjó gjaldmiðiisbreytinguna í janúar 1981, en þar naut sín vel góð bókhaldsþekking Hjartar og skipulagshæfileikar. Hjörtur var mikill fagurkeri og hafði unun af myndlist og sjálfur var hann vel liðtækur í píanóleik þótt sjálflærður væri á því sviði. Mun hann hafa leikið talsvert á dansleikjum á yngri árum og kunni fjöldann allan af léttum dans- og djasslögum. Á þetta er minnst hér því ekki alls fyrir löngu var hann fenginn til þess að spila viðstöðu- laust inn á segulband eins mörg lög og hann myndi eftir. Leyfði hann mér að hlusta á upptökuna þar sem hann lék af fingrum fram hvert lagið af öðru með miklum tilþrifum og af ótrúlegri leikni svo minnti á köflum á nafnkunna píanista í djassheiminum. Eftir að Hjörtur lét af starfí í bankanum fylgdist hann áfram vel með öllu sem þar gerðist. Þegar fundum bar saman spurði hann margs um menn og málefni og jafn- vel eftir að þau hjónin fluttu til Frakklands fyrir liðlega ári var hringt og aflað frétta. Þannig bar Hjörtur hag bankans fyrir brjósti og fann til samkenndar með starfs- mönnum hans. Við vinir Hjartar og samstarfs- menn í Seðlabankanum sendum eiginkonu hans, frú Lauru F. Claes- sen, börnum þeirra og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Góðs félaga er minnst með hlýhug og þakklæti. Stefán Þórarinsson. Kveðja frá Lionsklúbbnum Fjölni Lionsbróðir okkar, Hjörtur Pét- ursson, er látinn, tæpra 72 ára, fæddur 21. febrúar 1922. Hann var borinn og barnfæddur Reyk- víkingur, sonur hjónanna Svanfríð- ar Hjartardóttur og Péturs Gunn- arssonar, stórkaupmanns, sem oft var kenndur við Landsstjömuna. Hjörtur lauk stúdentsprófi 1941 frá MR og prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands. Einnig var hann löggiltur endurskoðandi og rak eigin skrifstofu á því sviði í mörg ár. Síðustu starfsárin var hann endurskoðandi Seðlabank- ans. Leiðir okkar Hjartar lágu fyrst saman í MR 1940, þegar við lékum saman í Herranótt í leikritinu ■c'~ Frænka Charles, en þar lék Hjört- ur þjóninn Brasset af mikilli snilld og uppáhalds setningin hans var: „Fljótt í snatri og undireins" og fór sér síðan hægara en allt sem hægt fer. Árið 1954 gekkst Jón Gunnars- son, foðurbróðir Hjartar, fyrir stofnun Lionsklúbbsins Fjölnis og vorum við Hjörtur báðir stofnfélag- ar ásamt 10 öðrum, en þeir ero allir látnir. Hjörtur var ákaflega skemmti- -* legur í allri umgengni. Hann var sérstaklega músíkalskur og spilaði mjög vel á píanó enda eftirsóttur til að spila á dansæfingum á skóla- árunum. Á bernskuárum Fjölnis var oftsinnis gengist fyrir alls kon- ar uppákomum og alltaf var Hjört- ur boðinn og búinn til að skemmta og það gerði hann af snilld. Við Fjölnisbræður söknum gengins vinar og sendum eftirlif- andi konu hans, Lauro Claessen, og allri fjölskyldu þeirra samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þau. F.h. formanns, Viggó E. Maack. ÞRUMU-UTS ALLAR VORUR MEÐ 2LA LITi 15-60% AFSLÆTTI GOLFTEPPI 20-50%, GÓLFDÚKAR 15-40%, KERAMÍKFLÍSAR 20-% AFSLÁTTUR DÆMI: FILT TEPPI FRA KR. 289.- TANGO LYKKJUTEPPI FRÁ KR. 898. GÓLFDÚKAR FRÁ KR. 795 - MALNINGARDEILDIN ÞESSI EINA SANNA: VEGGFÓÐUR - BORÐAR - VEGGDÚKAR - VAXDUKAR 20-60% AFSLÁTTUR TILBOÐSVERÐ A LIMI - SPARSLI - MOTTUM OG DREGLUM jtatí&l KYNNIR INNIMALNINGU MEÐ 15-20 % AFSLÆTTI ASAMT ÞVÍ AÐ GEFA LÍFINU LIT. ÖLL ÖNNUR MÁLNING MEÐ 15-20% AFSL. GRENSASVEGI 18 S 812444 ERTU AÐ BYGGJA? - VILTU BREYTA? - ÞARFTU AÐ BÆTA? OPIÐ LAUGARDAG 10.00-13.00 VISA-EURO-SAMKORT RAÐVISA TIL ALLT AÐ 18 MÁNAÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.