Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
39
VEISLUHÖLD
Kokkarnir
í Súkkat
á Búðum
Veislusfjóri var Davíð Þór Jónsson, guðfræðinemi,
útvarpsmaður og skemmtikraftur og á myndinni eru
einnig Stefán Snær hjá „Mættinum og dýrðinni" og
Rakel hjá „Okkar sérsviði".
Dúettinn Súkkat hefur vakið mikla athygli
að undanförnu enda þykja þeir félagar
frumlegir og bráðskemmtilegir. En þeim Haf-
þóri Ólafssyni og Gunnari Erni Jónsyni er fleira
til lista lagt en tónlist og textagerð því þeir
þykja slyngir matargerðarmenn og starfa báðir
sem kokkar á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Það
var reyndar í eldhúsinu á Búðum sem þeir stigu
sín fyrstu spor á listamannsbrautinni.
Um áramótin stóðu þeir félagar í ströngu við
eldhúsverkin því um 40 manna hópur dvaldi þá
á Búðum í góðu yfirlæti yfir mat
og drykk enda boðið upp á átta
rétta máltíð bæði á gamlárskvöld
og nýárskvöld. Að sögn kunnugra
var þetta glaðvær hópur sem
fagnaði nýju ári á hefðbundinn
hátt, með blysför niður að strönd
þar sem kveikt var í bálkesti og
áramótalög sungin við raust. Með-
fylgjandi myndir voru teknar í
nýársfagnaðinum á Hótel Búðum.
Kokkarnir og skemmtikraftarnir Haffi og Gunni í eldhúsinu á Hótel
Búðum.
Hallur Helgason, kvikmyndagerðarmaður í Hollywood, var meðal
veislugesta og fyrir aftan hann má sjá Hrafnhildi og við borð-
sendann leikkonurnar Ástu og Hörpu og svo Friðrik Erlings, rithöf-
und.
MorgunWaðið/Silli
Pernir tvíburar voru á ballinu. F.v. Þórunn Torfadóttir, 3 ára, en
tvíburasystir hennar, Eyrún, var ekki fáanleg til að vera með á
myndinni. Þá koma tvíburarnir Bjarni Siguróli og Erna Jóna Jakobs-
börn, 5 ára, Kristín og Svava Kristinsdætur, 5 ára, og Dagný og
Dagmar Pálsdætur, 3 ára.
HUSAVIK
Fernir tví-
burar á jólaballi
Börnunuip á Húsavík finnst
ómissandi að mæta á „barna-
ballið" sem haldið er um hver jól
þar í bæ, þrátt fyrir að margt
annað sé í boði. Það er Kvenfélag
Húsavíkur, sem verður 100 ára á
næsta ári, sem hefur haldið barna-
ball ár hvert síðan um aldamót.
Leggja kvenfélagskonur mikið á
sig fyrir þessa samkomu til að
veita og skemmta börnunum. Að
sögn Svölu Hermannsdóttur for-
manns félagsins eru félagskonur
ekki fjölmennar. „Þó fer þeim
heldur fjölgandi nú síðustu árin,“
sagði hún í samtali við fréttaritara
Morgunblaðsins á ballinu 2. janúar
sl.
COSPER
Á bakvið okkur? Ekkert.
W
SÍMI 651680