Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 23 46% húsa óvátryggð utan skyldutryggingar SAMBAND íslenskra tryggingafélaga kannaði nýlega hversu vel húsnæði og innbú íslendinga sé vátryggt samanborið við nágranna- lönd okkar. Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin kemur í ljós að við stöndum mun lakar. Niðurstöður könnunarinnar voru á þá leið að um 67% heimilanna væru með einhverskonar innbústrygg- ingar (heimilistryggingar), en aðeins um 54% þeirra hefðu vátrygg- ingar sem taka til húseignarinnar sjálfrar (húseigendatryggingar, fasteignatryggingar), en þá er átt við aðrar vátryggingar en lögboðn- ar brunatryggingar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá hinum Norður- löndunum má segja að innbú og húsnæði í þessum löndum sé vá- tryggt í rúmlega 90% tilfella. Ef greiddar bætur vátryggingafélag- anna fyrir árið 1992 eru skoðaðar í einstaklingstryggingum þá kem- ur í ljós að bætur vegna heimilis- trygginga voru rúmlega 300 millj- ónir og vegna húseigendatrygg- inga tæplega 600 milljónir eða samtals um 900 milljónir. Því má gera ráð fyrir að fólk sem ekki hafði innbú eða húseignir sínar vátryggðar hafi sjálft þurft að bera tæplega 400 milljónir króna, ef áðurnefndar tölur eru lagðar til grundvallar. Til viðbótar áðurnefndum 900 milljónum greiddu vátryggingafé- lögin tæpar 400 milljónir í bætur vegna lögboðinna brunatrygginga fasteigna þetta sama ár. Til upp- lýsinga má geta þess að verð á innbústryggingu sem bætir bruna- tjón, vatnstjón og innbrotstjón kostar á bilinu 6-7 þúsund krónur fyrir innbú að verðmæti kr. 3 millj- ónir. Að auki bætist stimpilgjald við iðgjaldið fyrsta árið. Mikilvægt er að vátryggingarfjárhæðin sé sem næst raunvirði innbúsins vegna þess að hún á að duga til að bæta það innbú, sem skemmist í tjóninu. Það skal undirstrikað að verð vátryggingarinnar er háð vá- tryggingarfjárhæð innbúsins. Með hærra verðmæti hækkar iðgjaldið. Þá er þess að geta, að þessar vá- tryggingar eru iðulega samsettar, og eftir því sem vátryggingartaki kaupir sér yíðtækari og fjölbreytt- ari vernd, háðkkar iðgjaldið. Umræðan að undanförnu hefur mjög snúist um vantryggingu inn- bús vegna eldsvoða. Ekki má þó gleyma því að nú fer sá tími í hönd þar sem mestar líkur eru á ofviðrum, sem leitt geta til stór- fellds tjóns á húseignum vegna foks og vatns. Samkvæmt könnun- inni höfðu aðeins rúmlega helm- ingur landsmanna vátryggingar, sem taka til slíkra skemmda á sjálfum fasteignunum. Ástæða er til að riija upp að samkvæmt könnun opinberrar nefndar, sem skipuð var eftir óveðrið sem gekk -yfir landið 3. febrúar 1991, nam heildartjón í þeim eina „hvelli" um milljarð kr. í rúmlega 5.000 tjónum. Um helm- ingur tjónanna var vátryggður og greiddu vátryggingafélögin tæpan hálfan milljarð í bætur vegna óveð- ursins. Þegar efnahagslegur samdrátt- ur og minnkandi ráðstöfunartekjur heimilanna er staðreynd, er venju fremur mikilvægt að eignir fólks séu vátryggðar. Hafi fólk ekki hirt um að vátryggja eigur sínar gæti eignatjón endanlega riðið fjárhag þess að fullu. Kosningaskrifstofa Stuðningsmenn Sveins Andra Sveinssonar borgarfulltrúa hafa opnað kosningaskrifstofu á Suður- götu 7 (áður Ferðaskrifstofan Saga). Símar 17260 og 17214. Skrifstofan er opin alla daga fram að prófkjöri, frá kl. 9.00 til 24.00. Allirsjálfstæðismenn eru hvattirtil að líta inn og ræða málin við fram- bjóðandann yfir kaffibolla. Stuðningsmenn. Útsalan hefst í dag Polarn&Pyret* KRINGLUNNI 8 - 12 " NETTÓDAGAR HEFJAST Á MORGUN FIMMTUD. (Lokað í dag.) MIKIÐ ÚRVAL OG EINSTAKT VERÐ Á DÖMU-, HERRA- OG BARNAFATNAÐI. NÆRFÖT, NÁTTFÖT, SLOPPAR, SOKKAR OGM. FL. LOU, Calida NÝTT KORTATÍMABIL LAUGAVEGI 30 • SÍMI 624225 7E& '7E0 TEl) 7E& 7E& '7E& 7E& '7EE> pony Rúmgóður fjölskyldubíll á verði smábíls - 914000»« kr! ^°RRt4áöNUS! HYunoni ... til framtíðar Bílarnir fást til afliendingar strax! Verið velkomin - Gerið verðsamanburð og reynsluakið HYUNDAI PONY árgerð '94. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 OO BEINN SÍMI: 3 12 36 m 'TR) &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.